Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Blaðsíða 53
23.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Ljótu hálfvitarnir halda upp á útgáfu nýrrar plötu með tónleikum á Café Ro- senberg, þar sem Hálfvitar eru hvað heimavanastir, á laugardags- kvöld. Hefjast leikar kl. 22 og má bú- ast við rífandi fjöri að hætti hálfvita. 2 Gallerí Fold býður nú upp á vefnum uppbod.is húsgögn eftir hinn heimskunna danska hönnuð Arne Jacob- sen (1902-1971). Er þetta í fyrsta skipti sem uppboðshúsið stendur fyrir sérstöku uppboði á hönn- unargripum. Á uppboðinu eru stólar og sófi af gerðinni Svanurinn. 4 Sigtryggur Berg Sig- marsson myndlistarmaður býður á sunnudag kl. 14 upp á leiðsögn um sýninguna Huglæg landakort – Mannshvörf, í Listasafni Íslands. Á henni eru verk 40 listamanna frá 15 smáríkjum. 5 „Jónsmessukvöld með Mót- ettukórnum“ er yfirskrift tónleika í Hallgrímskirkju á sunnudag, 23. júní, kl. 21. Þar flytur Mótettukór Hallgríms- kirkju sígildar og nýjar tónlist- arperlur. Einnig flytur stjórnandinn Hörður Áskelsson tvö stutt orgel- verk. Kórinn kveður gesti í bjartri nótt með söng á Hallgrímstorgi. 3 Á Kjarvalsstöðum á sunnudag klukkan 15 leiða listfræðinem- arnir Anja Ísabella Lövenholdt og Fríða Dís Guðmundsdóttir áhugaverða og skapandi smiðju fyrir alla fjölskylduna í tengslum við sýn- inguna Íslensk myndlist 1900-1950. 1 MÆLT MEÐ Útvarpsleikhúsið á Rás 1 mun ánæsta leikári, sem hefst í október,flytja tíu ný íslensk leikverk. Sam- lestur hófst á fimmtudag á fyrsta leikritinu sem flutt verður í haust en það er Best í heimi, nýtt útvarpsleikrit um samskipti Ís- lendinga og „nýbúa“. Höfundur og leik- stjóri er María Reyndal en leikritið byggist á samnefndu sviðsverki eftir Hávar Sig- urjónsson, Maríu og leikhópinn og það var frumsýnt í Iðnó 2006. Athygli vekur að í leikarahópnum eru fjórir menntaðir leik- arar af erlendu bergi brotnir sem búa hér og leika á íslensku. Í tilkynningu segir að innflytjendur á Íslandi „leiki líf sitt“. Leikritið fjallar um taílensku konuna Kim sem flytur til Íslands til að vera með Halldóri, nýjum eiginmanni sínum. Á Ís- landi eyðir Kim miklum tíma með tengda- móður sinni sem bregst síðan hin versta við þegar Kim vill fara með son sinn til Taílands. Verkið dregur fram spaugilegar en jafnframt sorglegar og erfiðar hliðar þess að vera útlendingur á Íslandi og er einnig háðsádeila. „Með frumflutningi þessa verks í október verður sleginn tónn fyrir leikárið því á því frumflytjum við tíu ný íslensk verk,“ segir Viðar Eggertsson, leikhússtjóri Útvarpsleik- hússins. „Það er óvenjulegt við Best í heimi að í því leika á íslensku óvenju margir leikarar af erlendu bergi brotnir. Það er ánægjulegt því ekki bjóðast mörg tækifæri fyrir leikara með hreim. Þetta er harmræn háðsádeila á samskipti Íslendinga við nýbúa. María Reyndal tók snúning á verkinu og umskrifaði það fyrir útvarp. Það er töluvert breytt frá sviðsgerðinni. Þá léku eingöngu leikarar af erlendu bergi brotnir en núna eru nokkrir íslenskir leik- arar með og sagan hafur breyst nokkuð. Þetta er orðin saga þessarar ungu taí- lensku stúlku.“ METNAÐARFULL DAGSKRÁ MEÐ ÍSLENSKUM VERKUM Í ÚTVARPSLEIKHÚSINU Samskipti Íslendinga og „nýbúa“ LEIKARAR AF ERLENDU BERGI BROTNIR ÁBERANDI Í ÚTVARPS- LEIKRITINU BEST Í HEIMI. Viðar Eggertsson og María Reyndal með hluta leikhópsins við upphaf samlestrar Best í heimi. Morgunblaðið/Eggert bundnir vinsælir tónleikar eins og Vín- artónleikar í upphafi næsta árs og aðventu- tónleikar í desember með Hallveigu Rúnarsdóttur þar sem flutt verður hátíðleg tónlist í anda jólanna,“ segir Sigurður og nefnir einnig að Tectonics-tónlistarhátíðin verði haldin í þriðja sinn í apríl. Blendnar tilfinningar á kveðjustund Fjögurra ára starfstíma Sigurðar sem fram- kvæmdastjóra SÍ lýkur í haust, en 1. sept- ember nk. tekur Arna Kristín Einarsdóttir við en hún hefur starfað sem tónleikastjóri SÍ frá árinu 2007. „Það er ótvíræður kostur að Arna þekkir starfsemi hljómsveitarinnar vel. Að auki hefur hún þá sýn og metnað sem nauðsynlegt er að framkvæmdastjóri búi yfir og því er ég mjög bjartsýnn fyrir hönd Sin- fóníuhljómsveitarinnar með hana í þessu starfi,“ segir Sigurður. Aðspurður segir Sigurður að vissulega fylgi því blendnar tilfinningar að kveðja Sin- fóníuhljómsveit Íslands, enda séu spennandi og gefandi tímar að baki. Inntur eftir því hvað standi upp úr á starfstíma hans er Sig- urður ekki í neinum vafa með svarið. „Flutn- ingur SÍ í tónlistarhúsið Hörpu er stærsti viðburður í sögu hljómsveitarinnar. Það er enginn vafi á því að það hefur verið gífurlega mikið gæfuskref fyrir hljómsveitina og skap- að henni ný og spennandi tækifæri til þess að þróast áfram og verða sífellt betri. Auk þess hefur aðsókn og viðtökur tónleikagesta farið fram úr björtustu vonum. Ég er mjög þakk- látur fyrir að hafa fengið að leiða hljómsveit- ina á þessum sögulegu tímum og eiga þátt í þessu stórkostlega ævintýri sem alla tónlist- arunnendur hefur dreymt um í áratugi.“ „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að leiða hljómsveitina á þessum sögulegu tímum og eiga þátt í þessu stórkostlega ævintýri sem alla tónlistar- unnendur hefur dreymt um í áratugi,“ segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, um flutning hljómsveitarinnar í Hörpu. Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.