Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Blaðsíða 15
og stofnanir komnir. Við höfum staðið á eigin fótum.“ Engin listamannalaun Hvernig gengur þér að fá að sýna í stóru listasöfnunum hér heima? „Íslensku listasöfnin hafa flest breyst í það að vera eins og lítið „Tate Modern“ í London, eins hlálega og það hljómar. Menn sækja ekki um að komast að til að sýna eins og í gamla daga, heldur sitja og bíða eftir að for- svarsmenn listasafnanna hringi og bjóði upp í dans. Ég er ekki oft beðinn um að sýna, en hef verið það heppinn að komast að í Hafnarborg og þar er gaman að sýna og starfsfólkið frábært. Og Hafnarfjörður auðvitað minn heimabær sem mér þykir mjög vænt um. Nú er kominn tími fyrir stóra sýningu en mér finnst alltaf erfiðara og erfiðara að sýna eftir því sem ég eldist. Viðhorfið frá listasöfnunum er líka svo skrýtið. Þegar ég bjó í Dan- mörku var allt öðruvísi andrúms- loft. Þar var hringt frá galleríum sem kepptust um að bjóða mér að koma til sín. En þar var heldur engin pólitík eða klíku- skapur að þvælast fyrir mönnum. Ég var óskrifað blað og þótti spennandi. En ég tek svona hluti ekki lengur inn á mig. Hér áður fyrr, þegar ég var búinn að fá tíu sinnum neitun hjá úthlut- unarnefnd listamannalauna, var ég farinn að hugsa með mér: Hvað þarf ég að gera til að fá úthlutun? Ég held sýningar þar sem verkin seljast og fæ frábæra dóma og frábæra aðsókn, en ég fæ ekki listamannalaun. Viðhorfið virtist vera að ég þyrfti ekki listamannalaun af því að verk mín seldust. Ég ákvað að hætta að svekkja mig á þessu og hef ekki sótt um listamannalaun síð- ustu árin. Heldur reynt að standa á eigin fótum. Ég er að sýna við hlið málara sem eru áskrifendur að lista- mannalaunum ár eftir ár og þurfa ekki að verðleggja myndir sínar jafn hátt og ég, vegna þess að þeir fá sín föstu mánaðarlaun annars staðar frá. Eða jafnvel setja upp óeðlilega háa prísa á verkin, enda þurfa þeir ekkert að selja. Þetta skekkir óneitanlega listaverkamarkaðinn. Og mín við- horf til þeirra.“ „Mér finnst ég aldrei vera að mála sömu myndina. Sumar mynda minna eru mjög grófar og hráar en aðrar eru raunsæislegar segir Pétur Gautur.“ Morgunblaðið/Eggert * „Myndlistarheimurinn er orma-gryfja. Þar er mikið baknag ogöfund og fólk raðar sér í klíkur. Ég hef aldrei verið í klíkum.“ 23.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Frískandi húðvörur úr suðrænum sítrusávöxtum Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaíslandÚtsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir Hin dásamlega sítruslína frá Weleda inniheldur afurðir úr lífrænt ræktuðum sítrónum frá Salamita Cooperative á Sikiley. Hún dekrar við og frískar húðina - í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.