Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Blaðsíða 16
Akureyri, höfuðstaður Norðurlands. Morgunblaðið/Ómar Búdapest. Londonderry, N-Írlandi. Porto. S tærsti útgefandi ferðabóka í heiminum, Lonely Planet, birti í vik- unni lista yfir þá tíu staði í Evrópu sem fólk ætti helst að heim- sækja á yfirstandandi ári. Að vonum vakti sú staðreynd að norður- hluti Íslands er á listanum mesta athygli hér heima. Þá Paradís þarf varla að kynna lesendum Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins og fyrir vikið verður hér rýnt í hina staðina níu á listanum. Porto og Douro-dalurinn (Portúgal). Í umsögn Lonely Planet segir að Porto sé ekki lengur syfjuleg sjávarborg, heldur sé hún orðin mikilvæg miðstöð listsköpunar. Þá blómstri vínmenningin sem aldrei fyrr í Douro- dalnum sem er orðlagður fyrir fegurð. Búdapest (Ungverjalandi). Gamalt verður nýtt í suðupottinum Búdapest. Lonely Planet mælir ekki síst með vandaðri byggingarlist og frumlegum ölstofum. Þá séu jarðhitaböðin engu lík. Cinque Terre (Ítalíu). Fimm bæir í stórskornu landslagi Liguria- strandlengjunnar. Flóð ollu gríðarlegu tjóni á svæðinu árið 2011 en að dómi Lonely Planet hafa bændur og búalið unnið kraftaverk við endur- uppbyggingu og gert Cinque Terre aðlaðandi á ný. Moravia (Tékklandi). Vinsældir Prag og Bæheims aukast jafnt og þétt og fyrir þá sem vilja kynnast rólegri og jafnvel ósviknari hlið á Tékklandi er Moravia málið. Mælt er með geggjuðum vínekrum og hjólreiðum. Bern (Sviss). Er Bern mögulega vanmetnasta höfuðborg álfunnar? All- tént stendur hún gjarnan í skugga útivistarparadísarinnar sem er Berner Oberland. Í Bern mætast fortíð og nútíð og Lonely Planet mælir sér- staklega með miðbænum, ekki síst húsi Alberts gamla Einsteins. Marseille (Frakklandi). Ímynd þessarar fornfrægu hafnarborgar hefur tekið stakkaskiptum á aðeins áratug. Hrörnun og glæpir hafa vikið fyrir markvissri uppbyggingu og iðandi mannlífi. Ekki skemmir fyrir að Mar- seille er Menningarborg Evrópu í ár. Króatía. Um langt skeið hafa öll vötn fallið til Króatíu og ekkert lát er á vinsældunum. Lonely Planet hvetur ferðalanga þó til að halda sig ekki bara við strandlengjuna, sveitir og borgir inn til landsins hafi líka upp á margt og mikið að bjóða. Norður-Írland. Eftir áratuga skálmöld er allt á uppleið í Norður-Írlandi. Friður og fegurð. Lonely Planet mælir sérstaklega með Derry/Lond- onderry, einu borginni á Írlandi sem ennþá er innmúruð. Kaupmannahöfn (Danmörku). „Svalasta höfuðborg á Norðurlöndum,“ að dómi Lonely Planet. Umhverfisvernd er óvíða lengra komin og Kaup- mannahöfn er löngu víðfræg fyrir vistvænar samgöngur, það er hjólreiðar. TÍU STAÐIR TIL AÐ SÆKJA HEIM 2013 Hvert skal haldið? EINS OG FRAM HEFUR KOMIÐ ER NORÐURLAND Á LISTA LONELY PLANET YFIR TÍU STAÐI Í EVRÓPU SEM FÓLK ÆTTI HELST AÐ HEIMSÆKJA Á ÁRINU 2013. EN HVERJIR ERU HINIR STAÐIRNIR NÍU Á LISTANUM GÓÐA? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is *Hver sagði að Vínarborg væri bara fyrir menningarvita? Hjólaferðir eru vinsælar í borginni »18Ferðalög og flakk Við Ashlan giftum okkur í júlí 2011 en byrjuðum á að vera í fjar- búð veturinn 2011-2012, ég í Chicago og hún í Arizona, en síð- asta árið höfum við búið saman í Chicago. Ég útskrifaðist í maí með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðiskerfa frá Rush Univers- ity, þar sem ég hef verið við nám og störf síðustu tvö árin. Eftir að Ashlan kláraði meistaranám sitt í mannfræði og safnafræði við Arizona State University 2012 flutti hún einnig til Chicago. Til viðbótar við nám og störf hefur Chicago upp á margt skemmtilegt að bjóða. Við höfum notið þess að fara á söfn, fara með vinum út að borða og út á lífið og síðast en ekki síst að ganga saman um borgina með hundinum okkar, honum Rex. Bestu kveðjur frá Chicago! Sveinn Sigurðsson. Sveinn Sigurðsson og Ashlan Falletta-Cowden, eiginkona hans, í Chicago. Rush-háskóli þar sem Sveinn nam. Margt skemmtilegt í boði Nóg er af háhýsum í miðborginni. PÓSTKORT F RÁ CHICAGO Marseille. Bern. Cinque Terre. Moravia. Kaupmannahöfn.Zagreb, Króatíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.