Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Síða 16
Akureyri, höfuðstaður Norðurlands. Morgunblaðið/Ómar Búdapest. Londonderry, N-Írlandi. Porto. S tærsti útgefandi ferðabóka í heiminum, Lonely Planet, birti í vik- unni lista yfir þá tíu staði í Evrópu sem fólk ætti helst að heim- sækja á yfirstandandi ári. Að vonum vakti sú staðreynd að norður- hluti Íslands er á listanum mesta athygli hér heima. Þá Paradís þarf varla að kynna lesendum Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins og fyrir vikið verður hér rýnt í hina staðina níu á listanum. Porto og Douro-dalurinn (Portúgal). Í umsögn Lonely Planet segir að Porto sé ekki lengur syfjuleg sjávarborg, heldur sé hún orðin mikilvæg miðstöð listsköpunar. Þá blómstri vínmenningin sem aldrei fyrr í Douro- dalnum sem er orðlagður fyrir fegurð. Búdapest (Ungverjalandi). Gamalt verður nýtt í suðupottinum Búdapest. Lonely Planet mælir ekki síst með vandaðri byggingarlist og frumlegum ölstofum. Þá séu jarðhitaböðin engu lík. Cinque Terre (Ítalíu). Fimm bæir í stórskornu landslagi Liguria- strandlengjunnar. Flóð ollu gríðarlegu tjóni á svæðinu árið 2011 en að dómi Lonely Planet hafa bændur og búalið unnið kraftaverk við endur- uppbyggingu og gert Cinque Terre aðlaðandi á ný. Moravia (Tékklandi). Vinsældir Prag og Bæheims aukast jafnt og þétt og fyrir þá sem vilja kynnast rólegri og jafnvel ósviknari hlið á Tékklandi er Moravia málið. Mælt er með geggjuðum vínekrum og hjólreiðum. Bern (Sviss). Er Bern mögulega vanmetnasta höfuðborg álfunnar? All- tént stendur hún gjarnan í skugga útivistarparadísarinnar sem er Berner Oberland. Í Bern mætast fortíð og nútíð og Lonely Planet mælir sér- staklega með miðbænum, ekki síst húsi Alberts gamla Einsteins. Marseille (Frakklandi). Ímynd þessarar fornfrægu hafnarborgar hefur tekið stakkaskiptum á aðeins áratug. Hrörnun og glæpir hafa vikið fyrir markvissri uppbyggingu og iðandi mannlífi. Ekki skemmir fyrir að Mar- seille er Menningarborg Evrópu í ár. Króatía. Um langt skeið hafa öll vötn fallið til Króatíu og ekkert lát er á vinsældunum. Lonely Planet hvetur ferðalanga þó til að halda sig ekki bara við strandlengjuna, sveitir og borgir inn til landsins hafi líka upp á margt og mikið að bjóða. Norður-Írland. Eftir áratuga skálmöld er allt á uppleið í Norður-Írlandi. Friður og fegurð. Lonely Planet mælir sérstaklega með Derry/Lond- onderry, einu borginni á Írlandi sem ennþá er innmúruð. Kaupmannahöfn (Danmörku). „Svalasta höfuðborg á Norðurlöndum,“ að dómi Lonely Planet. Umhverfisvernd er óvíða lengra komin og Kaup- mannahöfn er löngu víðfræg fyrir vistvænar samgöngur, það er hjólreiðar. TÍU STAÐIR TIL AÐ SÆKJA HEIM 2013 Hvert skal haldið? EINS OG FRAM HEFUR KOMIÐ ER NORÐURLAND Á LISTA LONELY PLANET YFIR TÍU STAÐI Í EVRÓPU SEM FÓLK ÆTTI HELST AÐ HEIMSÆKJA Á ÁRINU 2013. EN HVERJIR ERU HINIR STAÐIRNIR NÍU Á LISTANUM GÓÐA? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is *Hver sagði að Vínarborg væri bara fyrir menningarvita? Hjólaferðir eru vinsælar í borginni »18Ferðalög og flakk Við Ashlan giftum okkur í júlí 2011 en byrjuðum á að vera í fjar- búð veturinn 2011-2012, ég í Chicago og hún í Arizona, en síð- asta árið höfum við búið saman í Chicago. Ég útskrifaðist í maí með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðiskerfa frá Rush Univers- ity, þar sem ég hef verið við nám og störf síðustu tvö árin. Eftir að Ashlan kláraði meistaranám sitt í mannfræði og safnafræði við Arizona State University 2012 flutti hún einnig til Chicago. Til viðbótar við nám og störf hefur Chicago upp á margt skemmtilegt að bjóða. Við höfum notið þess að fara á söfn, fara með vinum út að borða og út á lífið og síðast en ekki síst að ganga saman um borgina með hundinum okkar, honum Rex. Bestu kveðjur frá Chicago! Sveinn Sigurðsson. Sveinn Sigurðsson og Ashlan Falletta-Cowden, eiginkona hans, í Chicago. Rush-háskóli þar sem Sveinn nam. Margt skemmtilegt í boði Nóg er af háhýsum í miðborginni. PÓSTKORT F RÁ CHICAGO Marseille. Bern. Cinque Terre. Moravia. Kaupmannahöfn.Zagreb, Króatíu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.