Morgunblaðið - 01.07.2013, Síða 7

Morgunblaðið - 01.07.2013, Síða 7
FRÉTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2013 Samgöngustofa Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar tildrög þess að bát- urinn Þórsnes II strandaði við Skoreyjar á Breiðafirði sl. fimmtudag. Engan sakaði í óhapp- inu sem talið er að hafi orðið vegna mannlegra mistaka. Skipið, sem var á beitukóngsveiðum, var dregið óskemmt út á kvöldflóði og sigldi fyrir eigin afli til hafnar í Stykkishólmi. „Við erum að fara yfir málið og afla gagna,“ sagði Hilmar Snorra- son sem situr í rannsóknarnefnd samgönguslysa. Aflagt var fyrir nokkrum árum að sjópróf færu fram vegna mála sem þessa. Nú eru teknar skýrslur af mönnum og svo fer málið til rannsóknarnefndarinnar sem gef- ur út skýrslu með ábendingum til úrbóta, þegar heildarmynd er ljós. Hvenær svo verður með Þórsnes- strandið segir Hilmar ekki hægt að segja til um nú. sbs@mbl.is Þórsnes- strandið í rannsókn  Mannleg mistök nefnd sem orsök Ljósmynd/Pétur Guðmundsson Þórsnes Engan sakaði í strandi skipsins, sem skemmdist ekki. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Geir Gunnar Geirsson eldri, bóndi á Vallá á Kjalarnesi, telur að auka megi umferðaröryggi á Kjalarnesi með gróðursetningu aspa. „Þetta er einföld hugmynd en ávinningurinn getur verið mikill fyr- ir samfélagið,“ segir Geir. „Þegar maður keyrir hér um í illviðrum þá hugsar maður oft til þess hvað það væri gott að geta haft skjól af ein- hverju. Öspin er alveg tilvalin enda er hún sterk og þrífst vel hér. Gróð- ursetja mætti tíu til fimmtán metra breitt trjábelti sem myndi ná frá munna Hvalfjarðarganga og niður í Kollafjörð. Þannig mætti draga úr vindi og auka umferðaröryggi.“ Mættu áhugaleysi Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, tekur vel í hugmynd Geirs. „Þetta hefur verið lengi í umræðunni en fyrir um það bil fjórum árum leituðum við til Vegagerðarinnar sem sýndi þessu lítinn áhuga. Þeir vísuðu bara á Skógræktarfélag Íslands og land- eigendur á Kjalarnesi,“ segir Ás- geir. „Það er hins vegar ljóst að um mikilvægt málefni er að ræða en mikið eignatjón verður á þessu svæði ár hvert vegna sterkra vinda.“ Vilja trjábelti á Kjalarnesi Morgunblaðið/Guðni Kjalarnes Geir Gunnar Geirsson, t.v., tekur við umhverfisverðlaunum frá Kjalnesingum um helgina, fyrir hönd sonar síns og tengdadóttur.  Mikið eignatjón á hverju ári  Auka mætti umferðarör- yggi með öspum  Frá Hvalfjarðargöngum niður í Kollafjörð Undirritaður hefur verið samningur í París um að Vigdísarstofnun, al- þjóðleg miðstöð tungumála og menningar við Háskóla Íslands, starfi undir formerkjum Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Að samn- ingnum standa íslensk stjórnvöld og UNESCO. Undirritunin fór fram að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur, fv. forseta Íslands, og Irinu Bokova, aðalframkvæmdastjóra UNESCO. UNESCO Vigdís Finnbogadóttir rit- ar undir í París og Berglind Ás- geirsdóttir sendiherra fylgist með. Undir for- merkjum UNESCO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.