Morgunblaðið - 16.07.2013, Qupperneq 1
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
ÍÞRÓTTIR
Aldur er afstæður Glódís Perla Viggósdóttir, 18 ára miðvörður Íslands, stóð sig frábærlega gegn sjöföldum
Evrópumeisturum Þjóðverja á EM á sunnudaginn. Hún vildi bæta upp fyrir Noregsleikinn. 4
Íþróttir
mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Taka tvö Það er skammt stórra högga á milli hjá Anítu Hinriksdóttur sem
keppir á stórmóti um helgina eftir að hafa orðið heimsmeistari í fyrradag.
ingham. Líklegt er þó að hún keppi
í Moskvu. Judd kennti að hluta til
kálfameiðslum um úrslit helg-
arinnar en þau koma líklega ekki í
veg fyrir að hún keppi á Ítalíu.
„Þetta var ekkert alvarlegt, en
ég er bara ekki vön að glíma við
nein meiðsli. Ég veit að ég á meira
inni. Mér líður eins og ég geti
hlaupið á 1 mínútu og 58 sek-
úndum,“ sagði Judd.
Aníta næstbest á U19 og
fjórtánda besta í Evrópu
Aníta á næstbesta skráða tím-
ann á árinu af keppendum á EM
U19, og er í 14. sæti af öllum 800
metra hlaupurum Evrópu á
keppnistímabilinu, hvaða aldri sem
þeir eru á. Aðeins Aníta, Judd og
hin úkraínska Olena Sidorska kom-
ast á lista yfir 30 bestu 800 metra
hlauparana í Evrópu á árinu. Si-
dorska hefur hraðast hlaupið á
2:01,00 mínútum en hún er fædd
1994, tveimur árum fyrr en Aníta.
Aníta hleypur í undanriðli á
fimmtudaginn og í undanúrslitum
á föstudag gangi allt að óskum.
Úrslitahlaupið er svo á laugardag
og því enginn hvíldardagur á
mótinu eins og var á HM U17 ára
um liðna helgi.
Jessica Rudd fékk silfur á HM í fyrra þegar Aníta varð fjórða Er með 64/
100 úr sekúndu betri tíma en Aníta Vann Demantamótið í Birmingham
FRJÁLSAR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr
ÍR og nýkrýndur heimsmeistari 17
ára og yngri í 800 metra hlaupi, má
eiga von á harðri samkeppni á
Evrópumóti 19 ára og yngri á Ítal-
íu í vikunni, sér í lagi frá von-
arstjörnu Breta, hinni 18 ára Jes-
sicu Judd. Þær mættust á
hlaupabrautinni fyrir ári, á HM 19
ára og yngri í Barcelona, og þá
fékk Judd silfur en Aníta varð í 4.
sæti.
Judd, sem er rétt rúmu ári eldri
en Aníta, er með besta skráða tím-
ann af keppendum á mótinu á Ítal-
íu en hún vann Demantamótið í
Birmingham í lok júní á 1:59,85
mín. Það er 64/100 úr sekúndu
betri tími en Íslandsmet Anítu frá
því í Mannheim í sumar.
Meiðsli spiluðu inní
Judd vonaðist til að gulltryggja
sér þátttökurétt fyrir hönd Breta á
HM fullorðinna um liðna helgi, á
breska meistaramótinu, en tapaði
þá nokkuð óvænt fyrir Marilyn
Okoro sem hún hafði unnið í Birm-
Aníta þarf að vinna
vonarstjörnu BretaFH hefur leik í2. umferð for-keppni Meist-
aradeildarinnar
í kvöld þegar
það mætir lit-
háska meist-
araliðinu FK
Ekranas. FH-
ingar eiga
ágæta mögu-
leika á að kom-
ast áfram í 3. umferð og þá eru
spennandi hlutir í boði; bæði and-
stæðingar og krónur í kassann.
Takist FH að leggja Ekranes að
velli kemst það í 3. umferð Meist-
aradeildarinnar en þar bíða firna-
sterk lið á borð við hvítrússnesku
Íslandsvinina í BATE Borisov,
Skotlandsmeistara Celtic, rúm-
enska stórveldið Steaua Búkarest
og Legia Varsjá.
Þó svo að FH myndi tapa á því
stigi væri Evrópukeppninni ekki
lokið hjá Íslandsmeisturunum því
þeir myndu þá færast í umspilið
um sæti í riðlakeppni Evr-
ópudeildarinnar. Þar bíða stórlið á
borð við Tottenham, Real Betis,
Fiorentina og Feyenoord.
Þessi draumur myndi skila FH
61 milljón króna – þó að vissulega
fari vænn hluti hennar í ferðlög og
uppihald meðan á keppni stendur
– en FH fær 22,5 milljónir fyrir
leikina gegn Ekranas og það sama
komist liðið áfram. tomas@mbl.is
Spennandi
hlutir í boði
fyrir FH
Heimir
Guðjónsson
Varamaðurinn
Toni Duggan
hélt Englandi á
lífi á EM í fót-
bolta í gær þegar
hún skoraði jöfn-
unarmark, 1:1,
gegn Rússlandi í
uppbótartíma en
tap hefði gert úr
um vonir Eng-
lands. Enska lið-
ið var töluvert betri aðilinn og
skapaði sér nóg af færum en tókst
ekki að nýta þau.
Frakkar unnu Spánverja, 1:1, í
toppslag C-riðils en miðvörðurinn
Wendie Renard skoraði eina mark-
ið með skalla eftir hornspyrnu á
fimmtu mínútu leiksins. Frakkland
er í efsta sæti riðilsins með sex stig,
Spánn í öðru með þrjú stig og Rúss-
ar og Englendingar eru svo með
eitt stig hvort lið.
Úrslitin voru fín fyrir Ísland því
fari allt eftir bókinni í lokaumferð
C-riðils situr Rússland og England
eftir sem þýðir að liðin tvö sem
komast áfram með bestan árangur í
þriðja sæti koma meðal annars úr
riðli Íslands. tomas@mbl.is
Toni Duggan
bjargaði Eng-
landi á EM
Toni
Duggan
„Ég vissi að þessi leikur væri á leið-
inni, en ekki að hann væri núna. Það
hefði verið gaman að fá tveimur stig-
um meira í honum en þó var jákvætt
að fá ekki á sig mark,“ sagði Fjalar
Þorgeirsson, markvörður Vals, eftir
jafnteflið við Víking Ó. í gærkvöld en
það var hans 200. leikur í efstu deild
á Íslandi. Leikina hefur Fjalar spil-
að með Þrótti R., Fram, Fylki, KR
og Val.
„Ég er búinn að vera í þessu í ansi
mörg ár, spilaði fyrst í efstu deild
1998 og hef spilað margar leiktíðir í
1. deild líka. Það hefði verið gaman
að þeir leikir væru allir í efstu deild
líka. Leikirnir hefðu líka getað verið
færri en maður hefur haldist heill í
gegnum ferilinn,“ sagði Fjalar, sem
er nokkuð ánægður með ferilinn.
„Það að hafa fótbolta sem part af
lífinu er frábært, og það eru forrétt-
indi að fá að spila með góðu liði í
efstu deild. Einhverjir á sama kali-
beri og ég hefðu kannski farið niður
og hætt í fótbolta, eða þá tekið skref-
ið og farið út. Það hefur sýnt sig að
það er erfiðara fyrir markverði að
komast út, það þarf eitthvað að ger-
ast þegar maður er réttur maður á
réttum stað. Ég var tvisvar nálægt
því að fara eitthvað út til Skandinav-
íu, fyrir tíma umboðsmannanna sem
nú sjá um þetta, en það datt í bæði
skiptin upp fyrir. Þetta virðist opn-
ara í dag,“ sagði Fjalar sem á að
baki 5 A-landsleiki. En stendur eitt-
hvað upp úr á löngum ferli þessa 36
ára markvarðar?
„Ég er mjög ánægður með að hafa
spilað 200 leiki í efstu deild. Það sem
stendur upp úr er bara það að fá að
gera það sem manni finnst skemmti-
legast af öllu.“ sindris@mbl.is
Forréttindi að hafa náð þessu
Fjalar Þorgeirsson spilaði sinn 200. leik í efstu deild á Hlíðarenda í gær
Var í tvígang nærri því að halda utan í atvinnumennsku til Skandinavíu
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hélt hreinu Fjalar Þorgeirsson lét Víkinga ekki skora hjá sér í gær.