Morgunblaðið - 16.07.2013, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
SpjótkastarinnÁsdís
Hjálmsdóttir
verður á meðal
keppenda á al-
þjóðlegu móti í
Luzern í Sviss á
morgun. Ásdís
varð í 4. sæti á
sama móti í fyrra
en þá vann Christina Obergföll, sem
vann svo til silfurverðlauna á Ólymp-
íuleikunum í London. Fyrstu verð-
laun í hverri grein eru demantur að
andvirði 1.700 evra, jafnvirði 270
þúsund króna. Fyrir 2. sæti fást 600
evrur, 400 fyrir 3. sæti, 300 fyrir 4.
sæti og 200 fyrir 5. sæti.
Evrópumeist-arar Bayern
München hafa
gengið frá sam-
komulagi við
Barcelona um
kaup á spænska
miðjumanninum
Thiago fyrir and-
virði 3,5 milljarða
króna. Thiago er 22 ára miðjumaður
og var fyrirliði spænska U21-
landsliðsins sem varð Evrópumeist-
ari í sumar. Hann var ítrekað orð-
aður við Manchester United í sumar
en Pep Guardiola, sem tók við Bay-
ern í sumar en stýrði síðast Barce-
lona, var staðráðinn í að fá kappann
til sín.
Steven Gerrard skrifaði í gærundir nýjan samning til tveggja
ára við Liverpool en fjórtán ár eru
liðin síðan þessi 33 ára miðjumaður
lék sinn fyrsta leik fyrir liðið. Á þeim
tíma hefur hann skorað 159 mörk í
630 leikjum og meðal annars orðið
Evrópumeistari, unnið UEFA-
bikarinn einu sinni og enska bik-
arinn í tvígang. Liverpool hélt í gær
af stað í æfingaferðalag til Ástralíu
og Asíu fyrir komandi tímabil í
ensku úrvalsdeildinni.
Arnór Smárason, landsliðsmaðurí fótbolta, kom inn á á 73. mín-
útu í gærkvöldi í sínum fyrsta leik
fyrir sænska liðið Helsingborg er
það lagði Öster að velli, 3:0. Arnór
kom inn á rétt áður en þriðja markið
var skorað en Helsingborg komst
upp í annað sætið með sigrinum.
Arnór gekk í raðir sænska liðsins á
dögunum frá danska liðinu Esbjerg
en Skagamaðurinn fékk ekki leik-
heimild fyrr en félagaskiptaglugginn
var opnaður í gær.
Stuðnings-menn Chi-
cago Bulls í
NBA-deildinni í
körfubolta geta
tekið gleði sína á
ný því besti leik-
maður liðsins,
Derrick Rose,
staðfesti í gær að
hann væri búinn að ná sér að fullu
eftir krossbandsslit. Rose spilaði
ekki mínútu á síðasta tímabili, en
hann sleit krossband í fyrstu umferð
úrslitakeppninnar í fyrra. Sama
hversu mikil pressan var þá neitaði
Rose að stíga fæti á keppnisvöllinn
fyrr en hann væri orðinn alveg heill.
„Ég ætti að geta spilað fyrsta leikinn
á undirbúningstímabilinu. Ég er
mjög spenntur fyrir því að spila. Ég
er hundrað prósent heill,“ sagði
Rose á blaðamannafundi á Spáni.
Þýska liðið FC Augsburg hefurgefist upp á að reyna að kaupa
íslenska landsliðsframherjann Al-
freð Finnbogason frá Heerenveen í
Hollandi því verðmiðinn á honum er
of hár. Hollenska liðið vill sjö millj-
ónir evra fyrir framherjann sem
skoraði 24 mörk í úrvalsdeildinni þar
í landi á síðustu leiktíð en Augsburg
hefur ekki bolmagn til að fjármagna
svoleiðis kaup.
Fólk sport@mbl.is
geta að sama skapi verið ánægðir með
að vinna upp forskotið og jafna leikinn
úr því sem komið var. Liðið er þó enn
án sigurs að lokinni fyrri umferðinni og
það er vandræðaleg staða fyrir hvaða
lið sem er. Eins og bent hefur verið á
hafa langflestir leikir Fylkismanna í
sumar verið jafnir en engin stig eru víst
gefin fyrir að tapa leikjum naumlega.
Þeir þurfa að spýta verulega í lófana ef
ekki á illa að fara og þá væri ágæt-
isbyrjun að forðast rauða spjaldið. Í
þremur leikjum hafa brottvísanir hafa
mikil áhrif á leiki liðsins. Ljósu punkt-
arnir hjá Fylki voru þeir að Bjarni
Þórður Halldórsson, Árni Freyr
Guðnason og Andrés Már Jóhannesson
fundu sig vel en liðið þarf sárlega á því
að halda.
meðan enn var jafnt í liðum og þeir
héldu áfram að sækja þó að þeir væru
manni færri.
Skagamenn voru hins vegar hættu-
legir þegar þeir komu boltanum inn í
vítateig Fylkis í síðari hálfleik. Af þeim
var til að mynda dæmt mark sem virtist
vera löglegt í stöðunni 0:0. Garðar
Gunnlaugsson skoraði eftir atgang í
teignum og Skagamenn voru dæmdir
brotlegir. Garðar og Ármann voru að-
gangsharðir og Þorvaldur er líklega bú-
inn að setja þar saman öflugt fram-
herjapar. Þeir þurfa þó að fá þjónustu
og hún var kannski minni en ella í þess-
um leik þar sem fyrirliðinn Jóhannes
Karl Guðjónsson var í leikbanni. Ef
Skagamenn verða duglegir að dæla fyr-
irgjöfum inn á vítateig andstæðinganna
þá verða miðverðir annarra liða ekki öf-
undsverðir af því að glíma við þessa tvo.
Engin stig fyrir naum töp
Það er þó ekki góður vitnisburður
fyrir Skagamenn að hafa misst niður
1:0 forskot í leik þar sem þeir voru
manni fleiri í 50 mínútur. Fylkismenn
Í ÁRBÆNUM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Staða Fylkis og ÍA vænkaðist lítið í
Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær-
kvöldi. Liðin gerðu þá jafntefli 1:1 og
eru liðin á botninum með fjögur stig
hvort lið þegar deildin er hálfnuð. Fylk-
ismönnum tókst ekki að vinna leik í
fyrri umferðinni en hafa gert fjögur
jafntefli. Skagamenn hafa unnið einn
leik og gert eitt jafntefli. Þrátt fyrir allt
eru þessi lið þó aðeins tveimur stigum á
eftir Víkingi og þremur á eftir Keflavík.
Miðað við fyrri umferðina þá munu
þessi fjögur liða berjast um að ná 9. og
10. sæti.
Mikið var undir í gærkvöldi eins og
staðan í deildinni sýnir og liðin voru
frekar varkár til að byrja með. Alla
vega litu engin dauðafæri dagsins ljós í
fyrri hálfleik. Fylkismenn urðu fyrir
áfalli á 40. mínútu þegar Tómas Þor-
steinsson var rekinn út af en hann fékk
þá sitt annað gula spjald. Síðara gula
spjaldið var nokkuð harður dómur en
Tómas hefði einnig átt að vera var-
kárari eftir að hafa fengið áminningu.
Hann renndi sér í manninn og bauð
hættunni heim. Tómas leit út fyrir að
vera mjög pirraður og skildi félaga sína
eftir í erfiðri stöðu á vellinum í mik-
ilvægum leik.
Leikurinn opnaðist
Í síðari hálfleik var leikurinn mun
skemmtilegri og opnaðist þá talsvert.
Spilamennska Árbæinga var betri á
Skagamenn misstu
niður vænlega stöðu
Hagur Fylkis og ÍA vænkaðist lítið Skagamenn manni fleiri í 50 mínútur
Fylkisvöllur, Pepsi-deild karla, 11. um-
ferð, mánudag 15. júlí 2013.
Skilyrði: Nánast logn, smá rigning-
arúði og hlýtt. Völlurinn fínn.
Skot: Fylkir 14 (10) – ÍA 8 (5).
Horn: Fylkir 5 – ÍA 7.
Lið Fylkis: (4-3-3) Mark: Bjarni Þórð-
ur Halldórsson. Vörn: Andri Þór Jóns-
son, Sverrir Garðarsson, Kristján
Hauksson, Tómas Þorsteinsson.
Miðja: Finnur Ólafsson, Oddur Ingi
Guðmundsson (Elís Rafn Björnsson
80.), Árni Freyr Guðnason (Hákon Ingi
Jónsson 89.). Sókn: Andrés Már Jó-
hannesson (Egill Trausti Ómarsson
89.), Viðar Örn Kjartansson, Ásgeir
Örn Arnþórsson.
Lið ÍA: (4-4-2) Mark: Páll Gísli Jóns-
son. Vörn: Einar Logi Einarsson, Andri
Geir Alexandersson, Kári Ársælsson,
Joakim Wrele. Miðja: Eggert Kári
Karlsson, Arnar Már Guðjónsson, Mak-
sims Rafalskis, Jón Vilhelm Ákason.
Sókn: Ármann Smári Björnsson
(Hafþór Ægir Vilhjálmsson 80.), Garð-
ar Bergmann Gunnlaugsson.
Dómari: Erlendur Eiríksson – 6.
Áhorfendur: 1.206.
Fylkir – ÍA 1:1
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Umkringdur Andri Fannar Stefánsson og Bjarni Ólafur Eiríksson sækja að Birni Pálssyni sem er með boltann og átti góðan leik fyrir Víkinga í gær.
0:1 Ármann Smári Björnsson71. Wrele komst fram hjá
Andra og sendi mjög góða sendingu
fyrir markið. Ármann þurfti bara að
afgreiða boltann í netið úr mark-
teignum.
1:1 Finnur Ólafsson 86. Náðiboltanum af varnarmönnum
ÍA við vítateiginn, lék til vinstri og
skaut með vinstri fæti neðst í hægra
hornið.
I Gul spjöld:Kári (ÍA) 7. (brot), Tómas
(Fylki) 15. (brot), Viðar (Fylki) 50.
(leikaraskapur), Arnar (ÍA) 55.
(brot), Rafalskis (ÍA) 58. (brot),
Oddur (Fylki) 61. (brot), Andrés
(Fylki) 73. (mótmæli),
I Rautt spjald: Tómas (Fylki) 40. (brot)
Seinna gula spjaldið.
M
Bjarni Þórður Halldórsson (Fylki)
Árni Freyr Guðnason (Fylki)
Andrés Már Jóhannesson (Fylki)
Páll Gísli Jónsson (ÍA)
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Ármann Smári Björnsson (ÍA)