Morgunblaðið - 22.08.2013, Side 2

Morgunblaðið - 22.08.2013, Side 2
A ðdragandi hverrar Menn- ingarnætur og skipulagn- ing hefst nefnilega jafn- harðan og hátíðinni lýkur, að sögn þeirra Karenar Maríu og Guðmundar en þau eru verkefnastjórar hjá Höf- uðborgarstofu. „Það má segja að undirbúningurinn fyrir hátíðina í ár hafi hafist í nóvember á síðasta ári, sérstaklega varðandi það sem lýtur að flugeldasýningunni,“ segir Guð- mundur. „Hún verður með sér- staklega glæsilegu sniði í ár og þegar flugeldasýning er plönuð þá þarf að skipuleggja ótalmargt og fá leyfi hér og hvar. Þannig að sá þáttur undirbúningsins hófst strax í nóvember en fyrsti fundur stjórn- ar Menningarnætur var febrúar. Þaðan í frá fer undirbúningurinn stigvaxandi og er búinn að vera á fullu síðan í maí.“ Öryggismál í öndvegi Spurð um fyrstu verkefnin sem þarf að fást við í skipulagsferlinu segir Karen María þau vera fyrst og fremst tvö. „Annars vegar er það dagskráin, að hvetja fólk til þátttöku því Menningarnótt er þátttökuhátíð sem er búin til af borgarbúum, sem sömuleiðis njóta hennar, útskýrir Karen María. „Það þarf til að byrja með að hvetja fólk til þátttöku og tengja saman ólíka og óvænta einstaklinga þannig að óvæntir og skemmtilegir hlutir geti orðið að veruleika á Menningarnótt sjálfri. Það má segja að það sé fyrsti hluturinn sem við hugum að. Númer tvö er hlutur sem er kannski ekkert sér- staklega sýnilegur en er undirliggj- andi í því að skapa ánægjulegan dag, og það eru öryggismálin. Hlutir eins og hvar má leggja bíln- um, hvar kemst fólk á klósett, hvar getur fólk fengið sér að borða og svo framvegis. Það eru þessir hlut- ir sem maður veit minnst af – nema eitthvað sé í ólagi. Þetta á að virka þannig að þegar þú mætir þá fljótir þú áhyggjulaust með dag- skránni og fólkinu, hvert sem það kann að leiða þig. Snurðulaust.“ Guðmundur bætir því við að til að allt gangi vel fyrir sig þurfi samráð allra þeirra starfseininga sem hafa með öryggi borgarbúa að gera frá degi til dags. „Þess vegna fundum við með slökkviliðinu, hjálparsveitum, 112, lögreglustjóra- embætti höfuðborgarsvæðisins, rík- islögreglustjóra, landhelgisgæsl- unni, Landspítalanum og fleirum,“ bætir Karen María við. Gengið í bæinn Þema Menningarnætur í ár er Gakktu í bæinn. Karen María bendir á að merkingin á bakvið þemað sé í raun tvíþætt. „Upp- haflega byrjaði þetta slagorð sem þema Menningarnætur fyrir nokkr- um árum síðan, en gafst síðan svo vel að við ákváðum að gera línuna að yfirskrift hátíðarinnar um óákveðinn tíma. Merkingin snýr annars vegar að því að fólk gangi bókstaflega í bæinn og skilji einka- bílinn eftir heima og noti vistvæna möguleika til að koma í bæinn. Þennan dag er mælt með því að fólk gangi, hjóli eða nýti sér stræt- isvagnaferðirnar sem eru ókeypis á Menningarnótt. Auk þess er nánast gulltryggt að einkabíllinn muni sitja fastur þegar þar að kemur og því ekkert vit í að þvælast með hann í bæinn. Strætó hefur for- gang, hjólandi umferð hefur for- gang og síðast en ekki síst hafa gangandi vegfarendur forgang. Einkabíllinn er því afgangsstærð á Menningarnótt,“ segir Karen María og hlær við. „Svo er það hin merk- ingin í yfirskriftinni sem lýtur að gestrisni. Íbúar miðborgarinnar bjóða á þessum degi nærsveit- ungum sínum að koma og njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða á Menningarnótt, hvort held- ur það eru viðburðir, veitingar eða einfaldlega samvera við aðra borg- arbúa. Maður er jú manns gaman og það á sérstaklega við um Menn- ingarnótt.“ Enn er þá ótalinn sá vinkill á yf- irskriftinni sem snýr að vöfflu- kaffinu umtalaða, þegar tiltekinn hópur fólks sem býr á Skólavörðu- holtinu og Þingholtunum býður gestum og gangandi í vöfflur, hver heim til sín. „Þessi gestrisni, þetta samtal sem borgarbúar eiga hver við annan á þessum degi; að kynn- ast og njóta saman menningar og hafa það gott og gaman. Hin tví- þætta merking á því svo vel við að við ákváðum að gera hana bara varanlega.“ Hið vinsæla vöfflukaffi Guðmundur skýtur því inn í að sýnileg merki séu þess að slagorðið sé að virka, þegar litið er til þess hve mjög nýting á strætó hefur aukist hin seinni ár. „2012 var al- gert metár, við höfum aldrei verið með aðra eins nýtingu á strætó og er það vel. Við viljum halda þessu áfram.“ Að sama skapi fjölgar þeim ár frá ári sem sækja um að fá að vera vöfflukaffigestgjafar. „Það er alltaf stór hópur sem sækir um þar og um leið fer gestafjöldinn vax- andi ár frá ári,“ bætir Karen við. „Fólki finnst hvorki tiltökumál að bjóða ókunnugum heim, né heldur finnst fólki það tiltökumál að sækja ókunnuga heim og þiggja nýbakaða vöfflu af húsráðanda.“ Guðmundur nefnir að iðulega sé það sama fólk- ið sem sæki um að fá að halda vöfflukaffi. „Þetta verður greinilega að persónulegri hefð hjá fólki á Menningarnótt og er orðinn ómiss- andi þáttur af deginum.“ Eins og þau Guðmundur og Kar- en benda á hafa margir jafnvel far- ið þá leið að flétta öðrum við- burðum inn í vöfflukaffið og nefna þau Þóru Andrésdóttur í því sam- bandi. „Hún er jafnan með vöfflu- kaffi og tónleika í garðinum um leið, til dæmis með Retro Stefson. Vöfflukaffið vindur því upp á sig og þau Guðmundur og Karen María útiloka ekki að útvíkka viðburðinn til fleiri hverfa borgarinnar á næstu árum. Hátíð komin í kjörstærð „Menningarnótt hefur alltaf verið að stækka, ár frá ári,“ segir Karen aðspurð um umfang hátíðarinnar í ár. „Ég man ekki nákvæmar tölur fyrir fyrstu hátíðina en önnur há- tíðin hafði á að skipa á bilinu 60 til 80 viðburðum. Sú hátíð var haldin 1997 og þá komu um 10.000 manns í bæinn. Síðan þá hefur Menning- arnótt vaxið ört og núna erum við að telja um 5-600 viðburði á hverri hátíð, og lögregla telur jafnan á bilinu 80-100.000 manns vera í mið- borginni meðan á Menningarnótt stendur,“ segir Karen María. „Við erum hinsvegar komin á þann stað með Menningarnótt að keppikeflið er ekki lengur að stækka hátíðina heldur að gera hana vel, “ bætir Guðmundur Birgir við. „Þannig að 450 viðburðir og 75.000 manns er ekki til að valda okkur vonbrigðum, öðru nær, “ segja þau og hlæja. „Frekar viljum við dýpka hátíðina og draga fram ákveðna borgarhluta og einkenni þeirra með því að skipuleggja þar ákveðna viðburði. Eins erum við með sérstaka við- burði í ár sem tengjast Póllandi, til að fagna þeim hluta samfélagsins okkar, og eins erum við með einkar spennandi dansatriði frá Indlandi sem sýnt verður í Hörpu, ásamt indverskri matarkynningu.“ Þá verður einnig ríkulegt innlegg frá frændum vorum í Færeyjum á Menningarnótt og er það í takt við hefð sem skapast hefur um framlag frá þeim á hinni árlegu borgarhátíð Reykvíkinga. Að endingu minna þau Karen María og Guðmundur Birgir á flug- eldasýninguna sem verður með einkar nýstárlegu sniði í ár, eins og sjá má hér í blaðinu í viðtali við höfund sýningarinnar, dansarann og danshöfundinn Sigríði Soffíu Níelsdóttur. „Þar verða flugeldar í stað dansara og því óhætt að segja að við endum Menningarnótt með öðrum hætti en áður. Við mælum því með að fólk njóti dagsins og komi sér svo vel fyrir þegar loka- atriðið nálgast, því það ætti að verða býsna eftirminnilegt,“ segja þau Karen María og Guðmundur Birgir hjá Höfuðborgarstofu að endingu. jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Verkefnastjórn Skipulagning hverrar Menningarnætur hefst tæpu ári áður en hún gengur í garð. Guðmundur Birgir Hall- dórsson og Karen María Jónsdóttir eru þar í eldlínunni. Menningarnótt: þátttökuhátíð borgarbúa Þótt menningarnótt sé ekki nema einn laugardagur þá liggur að baki henni margra mánaða skipulagningarferli enda í ótal horn á líta, eins og verkefnastjórarnir Karen María Jónsdóttir og Guðmundur Birgir Halldórsson segja frá. 2 | MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARNOTT.IS Höfuðborgarstofa ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd Menningarnætur. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu: Einar Þór Bárðarson. Stjórn Menningarnætur: Einar Örn Benedikstsson, Áslaug Friðriksdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Einar Þór Bárðar- son og Margrét Kristín Blöndal. Verkefnisstjórar Menningarnætur: Karen María Jónsdóttir og Guðmundur Birgir Halldórsson. Markaðs- og kynningarmál: Jón Trausti Sæmundsson og Bryndís Pjetursdóttir. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Vodafone býður gestumMenningarnætur upp á flugelda- sýninguna. Ath. dagskráin er ekki tæmandi og auk þess birt með fyrirvara um breytingar. Nánari upplýsingarmá finna á www.menningarnott.is. Höfuðborgarstofa þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi, skipulagningu og framkvæmdMenningarnætur, án þeirra hefði hátíðin ekki orðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.