Morgunblaðið - 22.08.2013, Page 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
M
enningarnótt er hátíð
borgarinnar í heild, en
Bakkastígur fær sér-
stakt kastljós að þessu
sinni. Hvernig stendur
á því? „Til að byrja alveg á byrj-
uninni þá byrjaði þessi hugmynd eft-
ir að við fengum þær fregnir að Dos
Sardinas hafði verið neitað að koma
fram á 17. júní hátíðinni í Reykjavík.
Það risti alls ekki djúpt enda vissu
fæstir um að við hefðum boðið fram
krafta okkar þar,“ segir Eðvald. „En
um sama leyti rakst ég á auglýsingu
frá Landsbankanum og Höfuðborg-
arstofu um Menningarnæturpott þar
sem auglýst var eftir verkefnum og
viðburðum á Menningarnótt. Til að
gera langa sögu stutta þá slógum við
til og sendum inn styrkumsókn
vegna Bakkastígshátíðar og fengum.
Við vildum hafa þetta skemmtilegt
bæði fyrir okkur sem og gesti og
gangandi. Það vill líka svo heppilega
til að við erum allir, hver í sínu lagi
þó, í einhverjum öðrum hljóm-
sveitum og höfum líka allir sungið
með Skátakórnum þannig að við vor-
um komnir með fullt af tónlistar-
atriðum.“
Tónlist og rakvélar
Málið vatt síðan meira upp á sig og
rakaranum í bandinu datt í hug að
sýna gamlar rakvélar sem hann og
faðir hans höfðu verið að safna í
gegnum árin, að því er Eðvald segir.
„Svo er Hildur Harðardóttir lista-
kona systir tveggja hljómsveit-
armeðlima og þau eru öll alin upp á
Bakkastígnum, en hún býr nú í
Reykjanesbæ og rekur þar listagall-
eríið Gallerý 8 ásamt tíu öðrum lista-
konum. Hún ákvað að setja upp lista-
sýningu í Kotinu ásamt syni sínum,
Davíð Erni Óskarssyni, og þeim
Dadda (Kjartani Kjartanssyni) og
Ogga (Óskari A. Hilmarssyni). Þau
hafa öll einhverja tengingu við
Bakkastíginn og þannig vatt þetta
enn meira upp á sig. Ég var líka að
frétta rétt í þessu að það hefði bæst
við í þennan hóp því að Gulli, rak-
aranemi á Vesturgötunni (Gunn-
laugur Hreiðar Hauksson) sem er
sonur bassaleikarans og bróðursonur
rakarans, ætlar að sýna nokkur
sprey-verk og jafnvel troða upp sem
trúbador í þessu litla „pop up“ gall-
erýi ásamt yngri bróður sínum.“
Innsýn í sögu Reykjavíkur
Allar götur eru merkilegar á sinn
hátt að sögn Eðvalds og Bakk-
astígurinn er þar engin undantekn-
ing. „Mörgum finnst Vesturbærinn
mjög heillandi og hann hefur sína
sögu. Bakkastígurinn er ein af elstu
götunum í Reykjavík og lá hann nið-
ur að sjávarbakkanum. Það var að-
eins styttra í sjávarbakkann hér á ár-
um áður, þar kemur líka tengingin
við gömlu höfnina,“ útskýrir Eðvald.
„Þetta svæði hefur heldur ekki verið
mikið áberandi á Menningarnótt og
úr því vildum við bæta. Þá höfum við
líka þarna ágætis æfingahúsnæði
bak við rakarastofuna og þannig er-
um allir í góðum tengslum við göt-
una. Þetta er afskaplega heillandi
gata sem geymir mörg gömul og fal-
leg hús og til dæmis eru þar tveir
steinbæir, Götuhús frá 1895 og Garð-
hús frá 1884 sem eru nú friðuð. Þann-
ig að fólk fær ekki bara tækifæri til
að njóta þarna menningar og lista
heldur gefst því þarna gott tækifæri
til að fá innsýn inn í byggingarsögu
Reykjavíkur með óbeinum hætti.“
Skemmtilega gamaldags
rakarastofa
Rakvélasafnið sem er til sýnis er
virkilega spennandi safn fyrir þá sem
hafa einhvern tímann rakað sig eða
eiga það eftir eða jafnvel bara þekkja
einhvern sem rakar sig reglulega.
„Þarna sér maður hvernig þróunin
var í rakvélum, rakhnífum og öðrum
fylgihlutum,“ segir Eðvald. „Rakara-
stofan á Vesturgötu 48 hefur verið
starfandi síðan 1957, fyrst rekin af
Herði Þórarinssyni og síðan syni
hans Ragnari Harðarsyni, sem leikur
einmitt á gítar í bandinu. Þetta rak-
vélasafn hefur því verið í mótun síðan
þá og var Hörður duglegur að hirða
hin ýmsu dót sem menn hafa komið
með til hans í áranna rás. Hann vill
því frekar kalla sig hirðara en safn-
ara. Þarna eru hundruð rakvéla af
ýmsu tagi, velturakvélar, konunglegt
raksápuhylki, nasahárskeri, brýn-
ingartæki fyrir rakblöð og svo má
lengi telja.“ Að sögn Eðvalds hefur
verið reynt að halda rakarastofunni í
sem upprunalegasta horfi. „Gott ef
leðurklæddu rakarastólarnir séu
ekki komnir vel til ára sinna,“ bendir
hann á. „Stofan er því skemmtilega
gamaldags og segja má að hver
heimsókn sé eins og afturhvarf til
fortíðar á heillandi máta. Hver veit
nema Hörður, gamli rakarinn, verði
á rakarastofunni á Menningarnótt
frá opnun og eitthvað fram eftir degi.
Þá ættu gestir að geta fræðst um
rakstursáhöldin sem og gamla tíma
því hann man tímana tvenna bæði af
Bakkastígnum og Vesturgötunni.“
Afsprengi ítalsks þjóðarkvölds
Sem fyrr sagði koma Sardínurnar
tvær við sögu á Bakkastígshátíð.
Ólíkt því sem má halda þá eru Sard-
ínurnar tvær eða Dos Sardinas ekki
dúett heldur afar skemmtilegur fé-
lagsskapur gamalla félaga sem allir
hafa þann skemmtilega hæfileika að
kunna á hljóðfæri, geta sungið og
hafa gaman af tónlist. Hljómsveitin
sjálf er skipuð þeim Eðvaldi Einari
Stefánssyni sem leikur á slagverk og
mandólín, Páli Viggóssyni sem sér
um aðalraddir og ýmis slagverk,
Guðmundi Pálssyni sem sér um gít-
arleik og söng og þeim bræðrum
Ragnari Hreiðari og Hauki Harð-
arsonum. Þeir bræður spila á gítar
og bassa. „Við erum einnig allir fé-
lagar í Skátakórnum þannig að eitt-
hvað getum við sungið. Eins og skát-
um einum er lagið er hefð fyrir því að
setja saman ýmiskonar skemmti-
atriði og Dos Sardinas urðu einmitt
til við slíkt tækifæri og komu fram á
ítölsku þjóðarkvöldi skáta í Hafn-
arfirði og þannig er nafnið til komið.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá
því að ítalska þjóðarkvöldið var hald-
ið og við félagar höfum spilað víða og
við margvísleg tækifæri og ítalska
efnisskráin vikið að mestu fyrir ann-
ars konar þjóðlögum þótt nafn sveit-
arinnar hafi haldist óbreytt.“
Ennfremur ætlar Baldursbandið
svokallaða að leika ljúfa og djassaða
tóna á Bakkastígshátíðinni. „Bald-
ursbandið já, það eru allt menn, sum-
ir komnir örlítið yfir miðjan aldur og
hafa afskaplega gaman af því að spila
saman. Þetta eru allt félagar í Odd-
fellowstúkunni Baldri en hér er það
tónlistin sem sameinar þá. Hér ætla
þeir að taka góð og klassísk lög eins
og „All of Me“, „Fly Me to the Mo-
on“, „Girl from Ipanema“ og fleiri
góða djass-standarda. Hver veit svo
nema það leynist einhver íslensk
perla hér inn á milli og ef til vill einn
kántrý smellur til að hafa smá fjöl-
breytni í þessu. Þetta eru allt hörku
flottir spilarar sem hafa gaman af að
spila saman og það skín svo sann-
arlega í gegn.“
Loks ber að geta þáttar ÍTRíós
sem sömuleiðis hyggst troða upp.
„ÍTRíó kann að hljóma svolítið kunn-
uglega en hér er þó engin tenging við
hið margfræga Ríó Tríó. ÍTRíó er
skipuð þeim Elín Lóu Baldursdóttur,
Hauki Harðarsyni og Markúsi H.
Guðmundssyni og spila þau íslenska
þjóðtónlist. Þau starfa líka öll hjá
ÍTR og hafa í nægu að snúast akk-
úrat á Menningarnótt sjálfri. En hér
ætla þau að taka sér smá pásu og
leyfa okkur að njóta þeirra þjóðlegu
tóna.“
Allir tengjast einhvern veginn
Það má með sanni segja að býsna
margbreytilegur hópur listamanna
fléttist saman í Bakkastígshátíðina.
„Það er í rauninni af mjög prakt-
ískum ástæðum,“ útskýrir Eðvald.
„Allir sem koma fram tengjast á einn
eða annan hátt einhverjum hljóm-
sveitarmeðlima í Dos Sardinas. Svo
koma þarna fjölskyldubönd til sög-
unnar því systir tveggja hljómsveit-
armeðlima, sonur, bróðursonur, syst-
ursonur, hálfbróðir og einn fjarlægur
frændi sýna öll á „pop up“ gallerýinu
í Kotinu á Bakkastígnum. Það hafa
því allir einhverja tengingu við Bakk-
astíginn, eru skátar eða tengjast
okkur í Dos Sardinas á annan hátt,
þannig að þetta var allt mjög hent-
ugt. Þá var eitt sinn eldsmiðja í
skúrnum rétt við rakarastofuna og í
hornhúsi á Bakkastígnum býr Þór-
arinn Svavarsson sem er eldsmiður.
Félagar hans í Félagi eldsmiða ætla
að kynna eldsmíðina fyrir utan Geys-
ishúsið en hann ætlar að vera á
Bakkastígnum enda aðeins styttra
fyrir hann að fara. Það má kannski
bæta því við að eldsmiðurinn er líka
náskyldur rakaranum á Vesturgöt-
unni. Þannig er litla Ísland, það hafa
allir einhverja tengingu.“
Á Bakkastígshátíðinni verða sem-
sagt mjög fjölbreytt tónlistaratriði
með reglulegu millibili og til að bæta
enn meira við þá flóru nefnir Eðvald
Hljómsveitina PRIMA. „Sú hljóm-
sveit er skipuð þeim Gunnari Kr. Sig-
urjónssyni og Guðmundi Pálssyni.
Hljómsveitin er alhliða dans-
hljómsveit og sinnir tónlistarflutn-
ingi við hvers kyns tækifæri en hér á
Bakkastígshátíðinni munu þeir fé-
lagar sýna á sér heitu hliðarnar og
aðallega leika suður-ameríska tónlist
og suðræna sveiflu.
Skátakórinn kemur líka til með að
troða upp á hátíðinni, sá kór saman-
stendur af stórskemmtilegu fólki á
öllum aldri sem eiga það sameig-
inlegt að vera skátar og hafa gaman
af því að syngja. Þau hafa verið starf-
andi í tæp tuttugu ár og syngja
blöndu af íslenskum og erlendum
kórlögum ásamt því sem gömlu góðu
skátalögin eiga sinn sess hjá þeim.
Flestir ættu því að finna eitthvað við
sitt hæfi. Við erum einnig að athuga
hvort það sé möguleiki að fá lánaða
Muurikka pönnu og bjóða gestum og
gangandi að elda sér klatta. En það á
eftir að koma betur í ljós hvort það
tekst.“
Markmiðið er að sögn Eðvalds að
ná skemmtilegri götustemningu þar
sem allar fjölskyldur, stórar og smá-
ar, geta sameinast og notið góðra
stunda. „Fólk getur annaðhvort slak-
að á yfir kaffibolla, rætt við rakarann
um gamla tíma og rakáhöld, notið
þess að berja fjölbreytt listaverk
augum í Kotinu, fylgst með eld-
smiðnum eða hlustað á fjölbreytta
tónlist. Semsagt hugljúf gleði fram
eftir degi.“
jonagnar@mbl.is
Stemning og stuð á Bakkastígshátíð
Bakkastígurinn er ekki
ýkja fyrirferðarmikil
gata í hvunndegi borg-
arbúa. Hann fær þó
nokkurn sess á Menn-
ingarnótt á hátíð sem
ber nafn hans. Þar koma
tvær sardínur og rak-
vélasafn við sögu, eins
og Eðvald Einar Stef-
ánsson rekur.
Bakkastígur Gatan sú á sér sína sögu eins og allar aðrar í Reykjavík.
Gleðisveit Dos Sardinas er ekki dúett eins og nafnið gefur til kynna en engu að síður sannkallað stuðband.
Sjarmi Rakarastofur með gamla laginu
eru óneitanlega heillandi hús.