Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Þ að eru átta verslanir og níu merki sem taka þátt í sýningunni,“ segir Svava. „Þau eru Anna María de- sign, Birna Concept Shop, Búðin, Gammur, María Lovísa, Huld, hú- noghún, Boutique Bella og IQ. Hönnunin sem sýnd verður er öll ný og það verður sýnt úr haust- og vetrarlínum 2013-14.“ Aðspurð hvort hönnunin verði strax fáanleg fyrir áhugasama til kaups segist hún vona það. „Ég held að við séum nokkrar með krossaða fing- ur og vona að nýju vörurnar verði komnar í hús fyrir sýninguna. Ég er allavega með alla fingur og tær líka krossaðar um að ég muni fá sendinguna okkar frá spænska merkinu Kling. Það mun ég sýna og nýjustu línuna frá Dim-sokkabuxum og auðvitað verða inn á milli klassískar Birnu-flíkur. Ég veit að þær Anna María og Sif í húnoghún vinna baki brotnu að því að búa til nýtt skart bara fyrir þessa sýningu. Einnig hef ég heyrt að Gunn- hildur í Gammi sofi varla neitt, því hún er að leggja lokahönd á nýja kjóla fyrir sýninguna,“ bætir hún við. „Til að vita samt hvað er hvað munu mód- elin bera poka sem á stendur nafnið á versl- ununum þar sem hægt er að kaupa þau föt og þá fylgihluti sem þau klæðast.“ Alls konar straumar og stefnur Gestir tískusýningarinnar eiga von á fjöl- breyttri tísku enda línur og vörur þátttakenda af ýmsu tagi. „Það eru eingöngu konur sem standa að þessari sýningu; konur sem hafa allar mjög ólíkan stíl, sem gerir þetta að svo skemmti- legri og fjölbreyttri sýningu,“ segir Svava. „Það sem ég sá á æfingu og mátun var að á meðal þess sem er ríkjandi er rokk og róm- antík, einnig klassík og einfaldar línur.“ Svava segir dökka liti áberandi en inn á milli skjóti upp kollinum fögur blómamynstur og pallíett- ur. „Birna er klassísk og tímalaus hönnun, Kling-línan sem verður til sýnis einkennist af miklum ferskleika og smáatriðum sem koma skemmtilega á óvart. Litir eru í dekkri kant- inum, en svo sjást inn á milli fallegir sægræn- ir og bláir tónar. Það er smárokk í Gammi hjá henni Gunn- hildi; fallegir kjólar með skemmtilegum smá- atriðum sem gleðja augað. Línan sem Hanna Hlíf er með til sölu í Búðinni er rómantísk og svolítið hippaleg. Hún mun líka sýna geðveikan samfesting sem Elín Ey söngkona sýnir á sýningunni. Hanna Hlíf prjónar og hannar fallegar peysur sem hún sýnir. Sif í húnoghún leikur sér svolítið með klass- ísku formin, hringlaga og kassalaga, í skart- inu sínu. Rokk og ról einkennir meðal annars línuna sem hún sýnir og þar er mikið af flott- um hringum og armböndum. María Lovísa er með mjög elegant stíl, sem leynir líka á sér á mjög skemmtilegan hátt. Dökkir litir eru ríkjandi hjá henni með sterk- um litum inn á milli. Anna María design sýnir kvenlegt og fal- legt skart, en hún er líka með skemmtilega stóra og klossaða hringa. Það er eitthvað fyrir alla hjá henni Önnu Maríu. Hanna í IQ mun sýna skó frá merkinu Arche, sem er franskt gæðamerki, þekkt fyrir mikil þægindi. Einnig litríka og skemmtilega hálsklúta frá merkinu Beck Söndergaard. Loks verður Heiða í Boutique Bellu með okkur, en línan sem hún sýnir er frekar dökk og kynþokkafull, með blúndum og hælum.“ Að koma hönnuðum saman Það blasir því við að breiður hópur hönnuða kemur saman á Skólavörðustígnum. Hvernig kom það til að þessi hópur hönnuða valdist saman til að sýna á Menningarnótt? „Ég hef unnið í mismunandi fatabúðum í Reykjavík í nokkuð mörg ár núna og finnst alltaf vanta meiri samvinnu á milli verslana. Í þessu sambandi má nefna til dæmis miðnæt- ursprengju í Kringlunni. Þá gera allar versl- anirnar eitthvað saman, sem myndar skemmtilega stemningu og allir hafa gaman af.“ Svava var nýlega ráðin verslunarstjóri í Birnu Concept Shop og langaði hana að eigin sögn að gera eitthvað nýtt og spennandi með búðina og um leið kynnast betur „nágrönn- um“ sínum – búðum í nágrenninu. „Mér var bent á að það væri enn opið fyrir að sækja um styrk hjá Menningarnæturpotti á þeim tíma og ákvað því að kanna áhugann hjá fleiri verslunum á Skólavörðustígnum á að við slægjum okkur saman og héldum tískusýn- ingu á Menningarnótt. Ég fékk strax mjög já- kvæð svör og sótti um styrkinn. Og auðvitað fengum við hann,“ bætir Svava við og brosir. Hún tekur fram að til að byrja með hafi sýningin átt að vera frekar lítil í sniðum. „En áhuginn varð strax mikill og ég vildi fyrst leyfa öllum að vera með en þar kom að ég varð að hætta að taka á móti umsóknum. Þannig að við erum átta verslanir að fara að sýna nýjustu haust/vetrar-línurnar í fatnaði, skarti, töskum, beltum og skóm.“ Verkefni sem vatt upp á sig Í ljósi þess hvað allir voru jákvæðir og til- búnir í þetta ævintýri með henni ákvað Svava að kanna með samvinnu á enn breiðari grund- velli. „Ég hafði samband við þau Haffa og Önnu Kvaran, stílista í Elite, og á sýning- ardreglinum munu módel frá Elite sýna her- legheitin og Anna Kvaran er listrænn stjórn- andi sýningarinnar. Þau hafa verið frábær viðbót og það er sko hægt að segja að þau kunni sitt fag, þetta væri ekki orðið svona flott ef þau væru ekki með okkur í þessu. Loks ákvað ég að hafa samband við snill- ingana Emil og Stjána á hárgreiðslustofunni Sjoppunni og þeir ætla að sýna nýjustu straumana í hárgreiðslu á sýningunni.“ Besti staðurinn í bænum Tískusýningin fer fram á neðri hluta göngu- götu Skólavörðustígs og Svava segir engan annan stað hafa komið til greina fyrir tísku- sýninguna. „Göngugatan á Skólavörðustig ið- ar af lífi allan þann tíma sem hún er opin, ég vildi að hún væri opin mun lengur. Þetta er einfaldlega besta svæðið í miðbænum.“ Þess má í lokin geta að sýningin byrjar kl. 16:00 og stendur til 17:00. Þórunn Lárusdóttir verður kynnir og mun hún stýra sýningunni undir fögrum tónum Dj Veloci. jonagnar@mbl.is Tíska á Menningarnótt Meðal áhugaverðra viðburða á Menningarnótt er heljarmikil tískusýning sem fram fer á Skólavörðustígnum. Svava Halldórs- dóttir segir frá því sem fyrir augu mun bera. Boutique Bella Spennandi „Áhuginn varð strax mikill,“ segir Svava. Með henni á myndinni er dóttir hennar, Saga Ljós. Átta verslanir munu sýna nýjustu haust/vetrar-línurnar í fatnaði, skarti, töskum, beltum og skóm. Gammur Hanna Hlíf Kling / Birna Anna María Design

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.