Morgunblaðið - 22.08.2013, Side 10
Gamla höfnin
Kl. 11:00 – 23:00
Gamla höfnin í fókus
Fókus, félag áhugaljósmyndara, býður
gestum á ljósmyndsýninguna Gamla
höfnin í fókus. Sýninguna prýða
fjöldi ljósmynda af hafnarsvæðinu frá
sjónarhorni sjófarenda. Old Harbour
Souvenirs, Geirsgötu 5c
Kl. 11:00 – 20:00
Endurnýting - ekki þarf að henda
öllu
Myndlistasýning og sýning á munum
sem gerðir hafa verið upp eftir að
þeim hefur verið hent eða átt að
henda, munir frá síðustu öld.
Gömlu verbúðirnar, Grandagarði 45
Kl. 12:00 – 22:00
Spilhúsin
Spilhúsin í Slippnum lifna við með
hljóðinnsetningu eftir Finnboga
Pétursson. Spilhúsastígur, á milli
Slippsins og Hótel Marina, Mýrargötu 2
Kl. 12:00 – 21:00
Töfraheimar Vatnajökulsþjóðgarðs
Kvikmynd sem veitir sýn inn í hinn
ótrúlega fjölbreytta heim Vatna-
jökulsþjóðgarðs, sem nær allt frá
suðurhluta Íslands til norðurs. The
Cinema, Verbúð nr.1, Gömlu höfninni,
Geirsgötu 7b
Kl. 13:00 – 22:00
Stefnumót við liðna tíð
Langar þig í Polaroid mynd af þér
og þínum í glæsilegum búningum
frá gömlum tímum? Hin sívinsæla
myndataka Ljósmyndasafns Reykja-
víkur. Ljósmyndasafn Reykjavíkur,
Tryggvagötu 15, 6. hæð
Kl. 13:00 – 15:00
Grill og gleði
Skoppa og Skrítla, Sirkus Íslands og
fjölbreytt tónlist í boði Lambakjöts.
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna
grillar ljúfengt lambakjöt fyrir gesti
og gangandi. Á Miðbakka á móti
Kolaportinu, Geirsgötu
Kl. 14:00 – 16:00
360° upplifun af Íslandi
Í Expo skálanum er sýnd einstök
360° kvikmynd sem sýnir Ísland í
öllum sýnum fjölbreytileika og skapar
áhrifaríka undraveröld. Brim húsið við
höfnina, Geirsgötu 11
Víkin – Sjóminjasafn
Kl. 12:00 – 23:00
Rat Manicure
Sýning á rýmisverkum eftir Sockface,
unga konu á einhverfurófi, sem
áhorfandinn gengur inn í og fær að
njóta í einrúmi. Víkin – Sjóminjasafn,
Grandagarði 8
Kl. 12:00 – 22:00
Hefur þú skoðað varðskip?
Varðskipið Óðinn verður opið gestum
og gangandi. Um borð taka á móti
gestum fyrrverandi skipsverjar og
segja frá dvöl sinni um borð í skipinu.
Víkin – Sjóminjasafn, Grandagarði 8
Kl. 14:00 – 16:00
Ráðgáta í varðskipi
Ratleikur um borð í Varðskipinu Óðni.
Hvað leynist í káetunni? Getur þú
fundið vísbendinguna hjá byssunni?
Víkin – Sjóminjasafn, Grandagarði 8
Kl. 14:00 – 16:00
Að smíða sér bát
Bátasmiðja við Sjóminjasafnið. Komdu
og smíðaðu þinn eigin bát á bátaverk-
stæðinu okkar! Allt efni á staðnum.
Víkin – Sjóminjasafn, Grandagarði 8
Kl. 15:00 – 17:00
Föndursmiðja – fiskabúr
Komdu og búðu til þitt eigið fiskabúr!
Hver á heima í þínu búri? Eru það
krabbar og krossfiskar eða kannski
marhnútur? Víkin – Sjóminjasafn,
Grandagarði 8
Kl. 17:00 – 18:00
Ert þú veiðikló?
Dorgkeppni við gömlu höfnina. Færi
og beita á staðnum. Verðlaun fyrir
þann sem mest veiðir! Víkin
– Sjóminjasafn, Grandagarði 8
Víkin dagskrá úti
frá kl 13:00 – 23:00
Kl. 13:00 – 13:30
Sláturfélagið
– Heiða Dóra og Jói Ben
Kíktu í kaffi á Sjóminjasafnið.
Stórskemmtileg dagskrá á bryggjunni,
gítar og söngur, gömul akkeri og alls
konar drasl. Víkin, kaffihúsið
í Sjóminjasafninu, Grandagarði 8
Kl. 13:30 – 14:00
Le Ballet Barakan
Komdu og upplifðu sjóðheitt og tryllt
dans- og trommuatriði frá Gíneu
V-Afríku undir stjórn Mamady Sano.
Víkin, kaffihúsið í Sjóminjasafninu,
Grandagarði 8
Kl. 14:00 – 14:30
Hljómsveitin Haust
Haust eru skipuð af 6 ungum
drengjum frá Reykjavík. Folk/popp
tónlist sem fjallar um sveitina,
ástina og litlu sjávarþorpin úti á landi.
Víkin, kaffihúsið í Sjóminjasafninu,
Grandagarði 8
Kl. 14:30 – 15:00
Hljómsveitin Robert the Roommate
Hljómsveitin Robert the Roommate
gaf út sína fyrstu plötu í apríl og ætlar
að flytja efni af henni. Víkin, kaffihúsið
í Sjóminjasafninu, Grandagarði 8
Kl. 20:30 – 21:00
Hljómsveitin Treisí
Orkuboltarnir í Treisí munu skjóta þér
upp í háloftin eins og þeim einum
er lagið með sínu popp/rokki. Víkin,
kaffihúsið í Sjóminjasafninu,
Grandagarði 8
Kl. 21:00 – 21:30
Hljómsveitin Sunny Side Road
Sunny Side Road er 6 manna
hljómsveit sem hefur getið sér gott
orð fyrir tónlist sína sem flokka mætti
sem þjóðlagapopp. Víkin, kaffihúsið í
Sjóminjasafninu, Grandagarði 8
Kl. 21:30 – 22:00
Ljúfir tónar í bland við eldhresst
kántrí með Famina Futura
Hin frábæra hljómsveit Famina Futura
mun spila frumsamda tónlist í ætt
við popp/folk/country. Melódísk og
áheyrileg tónlist, hnýtt saman með
djúpum textum um lífið og tilveruna.
Víkin, kaffihúsið í Sjóminjasafninu,
Grandagarði 8
Kl. 22:00 – 22:30
Meistarar Dauðans
Hljómsveitin Meistarar Dauðans
samanstendur af kornungum
strákum. Þeir unnu Tónabær rokkar
og Tónsköpunarverðlaun menningar-
hátíðar og nú verður Grandi rokkaður í
sundur. Víkin, kaffihúsið í Sjóminja-
safninu, Grandagarði 8
Kl. 22:45 – 23:00
Hljómsveitin HR bandið
Danshljómsveit HR blæs til
síðsumarsdansleiks. Stuð- og
gleðitónlist fyrir unga, aldna og alla
þá sem vilja dansa og syngja sig inn
í ágústnóttina. Víkin, kaffihúsið
í Sjóminjasafninu, Grandagarði 8
Harpa
Kl. 13:00 – 22:00
Tilfærsla – Róm / Reykjavík
Sýning Rósu Gísladóttur í Hörpu sem
samanstendur af skúlptúrum og
ljósmyndum. Heimildarmynd Eggerts
Gunnarssonar unnin í samvinnu við
RÚV um listakonuna verður sýnd í
Stemmu 2. Harpa, Flói, Austurbakka 2
Kl. 13:00 – 22:00
Aaru‘s Awakening - íslenskur
tölvuleikur
Kynning á íslenskum tölvuleik.
Komið að skoða og prófa listræna,
handteiknaða ævintýraleikinn Aaru’s
Awakening úr smiðju Lumenox
Games! Harpa, K1, Austurbakka 2
Kl. 13:30 – 16:00
Maximús Músíkús
Maxímús Músíkús heilsar börnunum
og gefur blöðrur. Harpa, Opin rými,
Austurbakka 2
Kl. 14:00 – 15:30
Dáleiðandi Indverskur Kathak dans
Töfrandi Kathak dans þar sem
glæsileiki, færni og seiðandi túlkun
Pragati Sood Anand á þessum fallega
indverska dansi heillar áhorfendur.
Harpa, Silfurberg, Austurbakka 2
Kl. 14:30 – 15:00
Maxímús Músíkús
Barna- og unglingakór Íslands
syngur nokkur lög úr nýju bókinni
um Maxa, Maxímús Músíkús kætist í
kór, sem kemur út næsta vor. Harpa,
Hörpuhorn, Austurbakka 2
Kl. 15:00 – 16:00
Sinfóníuhljómsveit Íslands
– Álfar og riddarar
Barnatónleikar með færeyska
tónlistarævintýrinu „Veiða vind“ í
íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns
þar sem Gói er í hlutverki sögumanns.
Ókeypis aðgöngumiðar fást í miðasölu
Hörpu samdægurs. Harpa, Eldborg,
Austurbakka 2
Kl. 16:00 – 16:30
Maxímús Músíkús
Maxímús Músíkús kennir börnunum
létt spor undir handleiðslu Hildar
Ólafsdóttur listdanskennara.
Harpa, Hörpuhorn, Austurbakka 2
Kl. 17:00 – 18:00
Sinfóníuhljómsveit Íslands
– Uppáhaldsklassík
Síðdegistónleikar með vinsælum
klassískum verkum. Ókeypis
aðgöngumiðar fást í miðasölu Hörpu
samdægurs. Harpa, Eldborg,
Austurbakka 2
Kl. 18:30 – 19:30
Hér er BRODKA!
Tónlist Moniku Brodka er blanda af
modern electro og alternative pop
með folk ívafi. Hún er ein skærasta
stjarna Póllands í dag. Tónleikar
hennar eru fullir orku. Harpa,
Silfurberg, Austurbakka 2
Kl. 20:00 – 21:00
Þjóðin syngur
Þjóðkórinn syngur í Eldborg.
Söngáhugamönnum á Íslandi er stefnt
saman í Eldborg til að hefja upp raust
sína undir stjórn Garðars Cortes.
Harpa, Eldborg, Austurbakka 2
Kl. 21:00 – 21:45
BYRTA frá Færeyjum
Tvíeykið í BYRTA flytur blöndu af
80´s tónlist og skandinavísku poppi.
Seiðandi straumar söngkonunnar
og electro kóngsins úr Bloodgroup.
Harpa, Silfurberg, Austurbakka 2
Kl. 19:00 – 19:30
Stanley Samuelsen frá Færeyjum
– Kassagítar og söngur
Stanley spilar hugljúf lög, en hann er
einn fremsti kassagítarleikari Færeyja.
Harpa, Norðurljós, Austurbakka 2
Kl. 20:00 – 21:00
Fósturlandsins Freyja
Hin frábæra vestur-íslenska sópran-
söngkona, Christine Antenbring, snýr
heim til eldgömlu Ísafoldar, rifjar upp
rætur sínar og flytur okkur eftirlætis-
söngva forfeðranna við undirleik hins
þekkta píanóleikara Mikhail Hallak.
Harpa, Norðurljós, Austurbakka 2
Kl. 13:30 – 13:50 og kl. 16:30 -
16:50
RAX – Stuttmynd um sýningu RAX
Fjallaland er fyrsta verk Ragnars
Axelssonar sem eingöngu fjallar um
Ísland. Niðurstaðan er stórbrotið
ljósmyndaverk sem sýnt verður í
Hörpu. Harpa, Kaldalón, Austurbakka 2
Kl. 17:00 – 17:45
Söngkvartettinn
Sætabrauðsdrengirnir
Kvartettinn er skipaður þeim Garðari
Thór Cortes, Gissuri Páli Gissurar-
syni, Bergþóri Pálssyni og Viðari
Gunnarssyni. Jóhann G. Jóhanns-
son leikur á píanó. Harpa, Kaldalón,
Austurbakka 2
Kl. 18:00 – 19:00 og
kl. 19:00 – 20:00
Heimspeki Hjartans
Þorvaldur Gylfason hefur samið tónlist
við 17 sonnettur eftir Kristján Hreins-
son. Tónlistina hefur Þórir Baldursson
tónskáld útsett. Harpa, Kaldalón,
Austurbakka 2
Kl. 13:00 – 15:00
Töfrahurð með töfrahljóðfæri
álfanna
Töfraflautur álfanna, horn úr tröll-
heimum og regnbogatromma. Taktu
þátt í ævintýri og gerðu þín eigin
álfahljóðfæri. Harpa, Vísa,
Austurbakka 2
Kl. 13:00 – 15:30
Sýndarhvalaskoðun fyrir börn
Ímyndið ykkur hvalaskoðunarferð,
færið síðan ferðina með hugaraflinu
frá sjónum og inn í þægindi sýningar-
rýmis í Hörpu og látið koma ykkur
skemmtilega á óvart. Ferðir eru á
heila og hálfa tímanum. Harpa, Ríma,
Austurbakka 2
Kl. 13:00 – 17:00
Bílasýning íslenska Cadillacs
klúbbsins
Íslenski Cadillac klúbburinn verður
á Hörpuplani. Harpa, Hörpuplan,
Austurbakka 2
Kl. 14:00 – 17:00
Stage Europe Networks
Harpa í samstarfi við Hitt Húsið bjóða
5 upprennandi erlendum hljómsveit-
um á vegum Stage Europe Network
að ganga í bæinn og stíga á útisvið.
Harpa, Hörputorg, Austurbakka 2
Kl. 17:00 – 19:30
Undiraldan á útisviði
Undiraldan er tónleikaröð Hörpu í
samstarfi við 12 Tóna. Boðið verður
upp á sérstaka Undiröldudagskrá
þar sem gestir og gangandi geta
notið ferskra tónlistarstrauma. Harpa,
Hörputorg, Austurbakka 2
Kynning á hátíðum í Reykjavík
í Hörpu 2013
Kl. 13:00 – 22:00
Reykjavik Festival City
– Heimildarmyndir
Reykjavík er kjörinn áfangastaður
allan ársins hring. Heimsins nyrðsta
höfuðborg býður upp á fjölmargar
kvikmynda-, sviðslista-, hönnunar-
og tónlistarhátíðir auk listsýninga
af ýmsum toga. Harpa, Stemma 1,
Austurbakka 2
Kl. 14:00 – 21:00
Food and Fun
Myndir og vídeó frá Food & Fun
hátíðinni frá árinu 2013 gefa fólki
sýnishorn af því sem kom skal á
næsta ári. Harpa, við 12 Tóna,
Austurbakka 2
Kl. 14:00 – 22:00
Reykjavik Dance Festival
Black Yoga Screaming Chamber –
Shalala. Öskraðu til að gleyma, slappa
af, frelsa hugann, fá orku. Öskraðu
án ástæðu – Þessi reynsla gæti
breytt lífi þínu. Harpa, Norðurbryggja,
Austurbakka 2