Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 16
S
ýningin er sögulegt yfirlit
og sýnir þróun íslenskrar
myndlistar frá aldamót-
unum 1900 til 1950, en
markmið hennar er að
rannsaka og dýpka þekkingu okkar
á menningararfinum,“ segir Hafþór
Yngvason, safnstjóri Listasafns
Reykjavíkur. Sýningin Íslensk
myndlist 1900-1950: Frá landslagi
til abstraktlistar stendur nú yfir á
Kjarvalsstöðum og þar verður vel
tekið á móti gestum á Menning-
arnótt.
„Starfsmenn safnsins ætla að
ganga um salinn og spjalla við gesti
um sýninguna á laugardeginum frá
klukkan 16-20. Þetta er einstakt
tækifæri fyrir fjölskylduna til að
fræðast um listaverk sýningarinnar
en henni er skipt í fjórar frásagnir
og fjögur tímabil: Rómantík og rót-
tækni 1900-1930, Landslag 1930-
1950, Maðurinn og umhverfi hans
1930-1950 og Ný-róttækni og upp-
haf abstraktlistar 1940-1950.“
Fjallamjólk og Lómar
Á sýningu Kjarvalsstaða eru nær
200 málverk og höggmyndir eftir 40
listamenn. Verkin koma víðsvegar
að, frá listasöfnum, stofnunum, ein-
staklingum og fyrirtækjum. „Á sýn-
ingunni er mikið af þekktum verk-
um en þar er einnig að finna óþekkt
verk og jafnvel verk sem hefur ekki
áður komið fyrir sjónir almennings.
Verkið Hekla eftir Ásgrím Jónsson
frá árunum 1905-1906 hefur t.d.
ekki verið sýnt áður opinberlega.“
Spurður út í merkustu verk sýn-
ingarinnar segir Hafþór þau mörg
vera merkileg og erfitt sé að velja
eitt fram yfir annað. „Hins vegar er
hægt að nefna að líklega eru Fjalla-
mjólk eftir Kjarval og Lómar við
Þjórsá eftir Jón Stefánsson meðal
þekktustu verkanna á sýningunni.“
Róttækar hugmyndir
Landslagið var ráðandi viðfangsefni
myndlistarmanna í upphafi ald-
arinnar og um 1930 hófst nýtt
blómaskeið landslagslistar, að sögn
Hafþórs. Hann bendir á að íslenskir
samtímalistamenn fáist enn við
landslagsmyndir, s.s. Eggert Pét-
ursson, Guðrún Kristjánsdóttir og
Guðrún Einarsdóttir.
„Áherslurnar eru þó aðrar en á
fyrri hluta 20. aldarinnar. Það má
t.d. nefna „efnislandslög“ Guðrúnar
Einarsdóttur sem minna á eldgos.
Hún málar ekki myndir af lands-
lagi, eins og Ásgrímur og Kjarval
gerðu, heldur lofar hún efninu
sjálfu að móta yfirborð myndanna.
Hún blandar mismunandi teg-
undum og magni olíu, olíulitar og ol-
íuíblöndunarefna til að breyta því
hvernig málningin þornar. Lands-
lagið myndast á yfirborði mynd-
anna af sjálfu sér, vegna efnafræði-
legra einkenna efnanna, fremur en
af tilraun listamannsins til að mála
mynd af eldgosi.“
Hafþór er spurður út í ab-
straktlist 5. áratugarins, hvort um
sé að ræða merkilegan kafla í ís-
lenskri listasögu. „Með abstraktlist-
inni komu fram nýjar og róttækar
hugmyndir um hlutverk og gildi
myndlistarinnar sem mörkuðu djúp
spor í íslenskri listasögu. Nýjar
áherslur á frjálsa tjáningu og form-
ræna eiginleika myndverksins hafa
ennþá áhrif á listamenn og listunn-
endur. Eftir áramót verður opnuð
sýning í Ásmundarsafni þar sem við
munum leiða saman abstraktverk
eftir Ásmund Sveinsson og unga
listamenn sem vinna með abstrakt-
form. Það verður gaman að bera
verkin saman hlið við hlið.“
Menningararfurinn
Sýning Kjarvalsstaða skiptist
sem fyrr segir í fjórar frásagnir og
fjögur tímabil:
Rómantík og róttækni 1900-
1930: Í þessum kafla sýningarinnar
eru sýnd verk eftir Ásgrím Jónsson,
Brynjólf Þórðarson, Einar Jónsson,
Einar Jónsson frá Fossi, Eyjólf Ey-
fells, Finn Jónsson, Guðmund Thor-
steinsson, Gunnlaug Blöndal, Jó-
hannes Kjarval, Jón Stefánsson,
Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínu
Jónsdóttur, Kristínu Þorvalds-
dóttur, Kristínu Þorláksdóttur
Bernhöft, Nínu Sæmundsson og
Þórarin B. Þorláksson.
Landslag 1930-1950: Til sýnis
eru verk eftir Ásgrím Jónsson,
Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal,
Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson,
Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínu
Jónsdóttur, Jón Þorleifsson, Krist-
ján Magnússon, Svein Þórarinsson,
Tryggva Magnússon, Kristin Pét-
ursson, Guðmund Einarsson, Egg-
ert Laxdal og Freymóð Jóhann-
esson og Ásgeir Bjarnþórsson.
Maðurinn og umhverfi hans
1930-1950: Sýnd eru verk eftir
Gunnlaug Scheving, Sigurjón
Ólafsson, Ásmund Sveinsson,
Snorra Arinbjarnar, Jón Eng-
ilberts, Þorvald Skúlason, Jóhann
Briem, Finn Jónsson, Jón Þorleifs-
son, Gunnlaug Blöndal, Nínu
Tryggvadóttur og Louisu Matthías-
dóttur.
Ný-róttækni og upphaf ab-
straktlistar 1940-1950: Í þessum
hluta sýningarinnar eru verk eftir
Svavar Guðnason, Ásmund Sveins-
son, Þorvald Skúlason, Valtý Pét-
ursson, Kjartan Guðjónsson, Jó-
hannes Jóhannesson, Nínu
Tryggvadóttur, Kristján Davíðsson
og Sigurjón Ólafsson.
beggo@mbl.is
Myndlistarveisla á Menningarnótt
Sumarnótt Jón Stefánsson, Lómar við Þjórsá, 1929.
Á Kjarvalsstöðum
verður vel tekið á móti
gestum og boðið upp
á leiðsögn um sýn-
inguna Íslensk mynd-
list 1900-1950: Frá
landslagi til abstrakt-
listar.
Fjallamjólk Jóhannes Kjarval, 1941.
Morgunblaðið/Ómar
Fjársjóður „Á sýningunni er mikið af þekktum verkum en þar er einnig að finna óþekkt verk og jafnvel verk sem hefur ekki áður komið fyrir sjónir almennings,“ segir
Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Starfsmenn safnsins ætla að ganga um salinn og spjalla við gesti um sýninguna á laugardeginum frá klukkan 16-20.
16 | MORGUNBLAÐIÐ
+ + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + +
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir
og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur
hvítmygluostur sem hentar við öll tækifæri.
Flour úr
Dölunum