Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2013 3 Embætti héraðsdómara laust til umsóknar Samkvæmt ákvæðum laga um dómstóla nr. 15/1998, auglýsir innanríkisráðuneytið laust til umsóknar embætti dómara sem ekki mun eiga fast sæti við tiltekinn dómstól, heldur sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir því sem honum kann að verða úthlutað málum við hvern þeirra í skjóli almennra heimilda dómstólaráðs. Dómstólaráð hefur ákveðið að starfsstöð héraðsdómarans verði við héraðsdóm Reykjaness, sbr. 15. gr. laga nr. 15/1998. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 3. nóvember 2013 eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu í samræmi við 4. gr. a, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og reglur um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti nr. 620/2010. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010 er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um 1) núverandi starf, 2) menntun og framhaldsmenntun, 3) reynslu af dómstörfum, 4) reynslu af lögmannsstörfum, 5) reynslu af stjórnsýslu- störfum, 6) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 7) reynslu af stjórnun, 8) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 9) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 10) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum, 11) upplýsingar um tvo fyrrverandi/núverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munnlegar og skriflegar upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda, sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 620/2010 og 12) aðrar upplýsingar sem varpað geti ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skiptir fyrir störf héraðsdómara. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjanda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem héraðsdómari. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsækjendur gefi einnig upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við umsækjendur. Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík og á netfangið postur@irr.is, eigi síðar en 27. september næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Innanríkisráðuneytinu, 12. september 2013. Hlutverk hjálparstarfs kirkjunnar er að rækja mannúðar- og hjálpar- starf í nafni íslensku þjóðkirkjunnar innanlands sem utan og upplýsa ísenskan almenning um gildi og mikilvægi þess. Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Hjálparstarf kirkjunnar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra Starfssvið • Annast daglegan rekstur. • Ber ábyrgð á tekjuöflun fyrir starfsemina, sér um manna- forráð og áætlunargerð • Fylgir eftir stefnu Hjálparstarfsins og ákvörðunum stjórnar • Ber ábyrgð á starfsemi Hjálparstarfs kirkjunnar gagnvart stjórn • Stuðlar að góðum tenglum við kirkjulegar stofnanir, sóknir og prófastsdæmi • Ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar á innlendum og erlendum vettvangi • Kynnir starfsemina og gildi hennar útávið. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynslu af stjórnunarstörfum • Reynslu af erlendri samvinnu • Samskiptahæfileikar, frumkvæðis- og skipulagshæfileika • Góð tungumálakunnátta er skilyrði, a.m.k. enska og eitt Norðurlandamál Umsóknarfrestur er til 30. september 2013. Umsókn ber að senda á: umsokn@help.is Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um Hjálparstarf kirkjunnar er að finna á heimasíðu stofnunar- innar:www.help.is Rafeindavirkjar Radiomiðun ehf. óskar eftir að ráða rafeinda- virkja. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem felur í sér rekstur, uppsetningu og viðhald á fjarskipta- og tölvubúnaði. Áhugasamir hafi samband í síma 511 1010 eða með tölvupósti á radiomidun@radiomidun.is Viðurkenndur bókari getur bætt við sig fyrirtækjum í bókhald, vsk uppgjör og laun. Hef aðgang að DK. Einnig         kerfum. Meðmæli ef óskað er. Frekari uppl. fást í síma 866 3683 eða sogaveg@gmail.com Samtök atvinnurekenda á Akureyri vilja að stjórnvöld tryggi að Reykjavík- urflugvöllur verði áfram og á sama stað þar til nýtt og við- unandi flugvallarstæði í ná- grenni borgarinnar sé fundið. „Flugvöllurinn skiptir, eins og öllum er ljóst, miklu máli varðandi öryggi íbúa landsins sem þurfa á bráðahjálp að halda vegna veikinda eða slysa sem verða fjarri Reykjavík. Einnig gerir hann starfsmönnum fyrirtækja og stofnana á landsbyggðinni kleift að sækja þjónustu stjórnsýslunnar sem nánast öll er staðsett í Reykjavík með mun lægri tilkostnaði en ef hann væri annars staðar,“ segir atvinnurekendur nyrðra í tilkynningu. 450 þúsund farþegar Bent er á að 400-450 þús- und manns fari um Reykja- víkurflugvöll á ári og það liggi í augum uppi að innan- landsflugið verði með öðrum hætti verði það flutt til Keflavíkur. Starfsemi margra fyrirtækja á Ak- ureyri séð háð gagnvegum við Reykjavík. Jafnframt séu ýmis áform um atvinnu- uppbygginu á landsbyggðinni undirorpin því að samgöngur til og frá höfuðborginni séu greiðar. Þá hefur stjórn Félags nýrnasjúkra ályktað um og skorað á stjórnvöld að Reykjavíkurflugvöllur fái að halda sér með öryggi lands- manna og hagræði í huga. Staðsetningin er mikilvæg vegna sjúkraflugs, veikra og slasaðra til sjávar og sveita og hversu stutt er á spít- alann. Líf og heilsa nýrna- sjúkra velti á góðri heilbrigð- isþjónustu og greiðum samgöngum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flug Völlurinn í Vatnsmýrinni gegnir þýðingarmiklu hlutverki. Landsbyggð- in háð flug- vellinum  Atvinnumál og öryggi, segja Akureyringar  Gagnvegir Heildarlaun félaga í VR hafa hækkað um tæp 7% milli ára skv. launakönnun sem kynnt var í vikunni dag. Þetta er öllu meira en launavísitala Hagstofunnar sýnir á sama tímabili. Kaupmáttur heildar- launa jókst um tæp 3% á sama tímabili en félagsmenn í VR hafa sagst vilja leggja höfuðáherslu á að efla kaup- mátt launa sinna. Launamun- ur kynjanna helst óbreyttur milli ára og stendur í 9,4%. Segir í tilkynningu frá VR að barátta félagsins fyrir launa- jafnrétti hafi skilað umtals- verðum árangri til lengri tíma. Í upphafi árs var kynnt ný leið, jafnlaunavottun sem ætluð er til að ná enn betri árangri í þeirri baráttu. Heildarlaun félagsmanna hækkuðu um 6,9% frá janúar í fyrra 2012 til jafnlengdar í ár. Á sama tíma hækkuðu grunnlaun um 7,5%. Á sama tíma námu kjarasamnings- bundnar hækkanir 3,5%. Fé- lagsmenn VR nutu því launa- skriðs á tímabilinu sem nemur 3,4% sé litið til heild- arlauna. Launavísitalan hækkaði um 5% Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar hækkaði launavísitalan um 5% frá jan- úar 2012 til janúar 2013. Vísi- tala neysluverðs hækkaði um 4,2% á sama tíma og jókst kaupmáttur heildarlauna fé- lagsmanna því á tímabilinu um 2,7%, segir í frétt frá VR. sbs@mbl.is Morgunblaðið/RAX Bókabúð Hagur verslunarfólks hefur vænkast meira en ann- arra að undanförnu, að því er fram kemur í könnun VR. Félagsmenn nutu launaskriðs  Kaupmáttur VR-fólks er meiri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.