Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2013 Safnaðarheimili Grensáskirkju Sunnudagurinn 15. septem- ber. Samkoma kl. 17.00. Ræðusería: Jesús mætir einstak- lingum. Ræðumaður Guðlaugur Gunnarsson. Barnapössun. Kl. 11.00 Samkoma. Helgi Guðnason prédikar. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Kl. 14.00 Samkoma á ensku hjá Alþjóðakirkjunni. Kl. 18.00 Kvöldsamkoma. Ljúf lofgjörð og hagnýt prédikun. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Garðar Björg- vinsson, Michael-miðill, Símon Bacon, Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari og auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum upp á einka- tíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rannsóknir og útgáfur, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18, auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Akurinn, kristið samfélag, Núpalind 1, Kópavogi. Samkoma í dag, sunnudag 15. september, kl. 14.00. Guðmundur Erlendsson leiðir biblíulestur. Allir hjartanlega velkomnir. Tilkynningar Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt verða næst haldin á vegum Námsmatsstofnunar í desember og er skráning hafin. Prófin verða haldin á höfuðborgarsvæðinu 9.-13. desember og á eftirtöldum stöðum á landsbyggðinni: Akureyri 2. desember, Egilsstöðum 4. desember og Ísafirði 6. desember. Skráning í prófin fer fram með rafrænum hætti á vef Námsmatsstofnunar til og með 10. nóvember. Gjald fyrir þátttöku í prófi er 7.000 krónur sem greiða skal í síðasta lagi 10. nóvember inn á reikning Námsmatsstofnunar. Upplýsingar þar að lútandi er að finna á vef stofnunarinnar. Sjá nánar á vefnum www.namsmat.is. Einnig eru veittar upplýsingar í síma 550 2400. Innanríkisráðuneytið, 11. september 2013. GRUNDARFJÖRÐUR Eignir til sölu Ártún 5, iðnaðarhúsnæði 473 ferm. ásamt fylgibúnaði. Stálgrindarhús byggt 2000. Húsið hefur verið notað við fiskvinnslu og í því eru m.a. frystar og lausfrystivélar. Ásett verð 22.000.000. Báturinn Blíða SH 277 sem er 61 brúttótonn. Bátnum fylgir m.a. tvö togspil, snurvoðarvinda, móttaka úr áli, talstöðvar, sjálfstýring, dýptarmælar, sími og tölvuskjáir. Ásett verð 14.000.000. Lausafé svo sem einn frystigámur, 40 fet, tveir geymslugámar, 40 fet, flokkari, vogir, færibönd, suðupottur og brotbúnaður fyrir beitukóng.Tilboð óskast. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu og eign- irnar eru til sýnis í samráði við undirritaðan. LIT ehf., Borgarnesi, IngiTryggvason hdl., lögg. fast.sali, s. 437 1700, gsm 860 2181, netfang: lit@simnet.is Félagslíf Samkoma í Mjódd kl. 17. Arney Guðmundsdóttir talar. Mikil lofgjörð og kaffihúsa- stemning. Allir hjartanlega velkomnir Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opin alla virka daga kl. 13–18. Nytjamarkaður í Mjódd opinn þriðjudag til föstudags kl. 13–18. Til sölu Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. „Styrkirnir hafa komið sér vel og greitt ung- um konum leiðina til náms. Slíkt er mikilvægt því það að afla sér menntunar og þekkingar er sennilega besta og raunhæfasta leiðin fyr- ir fólk sem vill brjótast út úr vítahring fá- tæktar og komast áfram í lífinu. Okkur finnst mikils virði að geta hjálpað ein- mitt með þessu móti,“ seg- ir Ingibjörg Rafnar Pét- ursdóttir, formaður Bandalags kvenna í Reykjavík. Á dögunum afhenti bandalagið í sextánda sinn styrki úr Starfsmennt- unarsjóði ungra kvenna. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á konum, einkum ungum einstæðum mæðrum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Margir lagt lið Alls fengu að þessu sinni tuttugu konur stuðning til náms á næsta skólaári en í pott- inum voru alls 2,2 milljónir króna. Misjafnt var hvað hver kona fékk háan styrk, en þar var tekið mið af bókakostnaði, skólagjöldum, aðstæðum og fleiru. „Við þykjumst vita að margar kvennanna hefðu ekki farið í nám nema því aðeins að fá stuðning,“ segir Ingibjörg sem getur þess að frá því að sjóðurinn var settur á laggirnar hafi alls 139 konur fengið styrki og upphæðin sé samanlagt 15,8 millj. kr. Starfandi sé fjáröflunarnefnd á vegum sjóðsins sem hafi notið velvildar ýmissa fyr- irtækja svo sem Sorpu, Landsbankans og Rio Tinto Alcan. Þá eigi aðild að Bandalagi kvenna í Reykjavík t.d. kvenfélög kirknanna í Reykjavík sem og kvennahreyfingar stjórn- málaflokkanna – og hafi þau lagt peninga í sjóðinn. Fundaröð um launamun Ýmislegt fleira er í deiglunni á vettvangi Bandalags kvenna í Reykjavík. Nýlega var í samstarfi við Háskóla Íslands auglýstur til umsóknar styrkur til rannsóknar og MA- ritgerðar um birtingarmyndir kvenna í fjöl- miðlum. „Við teljum að hugsanlega birtist í fjölmiðlum mynd af lífi og starfi kvenna sem er einsleit og neikvæð. Rannsóknir á þessu efni eru nauðsynlegar, þannig að þetta sjáist svart á hvítu og í krafti þess er hægt að koma með ábendingar til úrbóta. Þá erum við núna að undirbúa fundaröð um kynbundinn launa- mun og nýjustu upplýsingar benda til að þörf sé á umræðum og ekki síður aðgerðum,“ seg- ir Ingibjörg. sbs@mbl.is Menntun besta leiðin út úr vítahringnum  Bandalag kvenna í Reykjavík veitir styrki til náms  Hvetja og styðja  Konur í fjölmiðlum kannaðar Lukkulegar Konurnar sem fengu styrki til náms en með þeim opnast nýir möguleikar. Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir Þjónustukjarni fyrir fatlað fólk í Kópavogi var tekinn í notkun á dögunum. Húsnæðið er á Kópa- vogsbraut og í því eru fjórar íbúðir ásamt að- stöðu fyrir starfsmenn sem veita eiga íbúum sól- arhringsþjónustu. Þegar Kópavogsbær tók við málefnum fatl- aðra af ríkinu í ársbyrjun 2011 lá fyrir biðlisti tuttugu einstaklinga eftir húsnæði með sértækri þjónustu. Strax var hafist handa um að koma þessu máli í farveg. Nýr þjónustukjarni var tekinn í notkun 2011 og til viðbótar þeim sem tekinn var í notkun nú í byrjun mánaðar er hafinn undirbúningur að byggingu tíu nýrra íbúða. Auk þess er fyrirhugað að fjölga félagslegum leiguíbúðum til handa fötl- uðu fólki. Húsnæðið á Kópavogsbraut var að hluta til í eigu bæjarins en keypt að öllu leyti seinni hluta síðasta árs. Undanfarna mánuði hef- ur verið unnið að breytingum. sbs@mbl.is Ljósmynd/aðsend Opnun Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri við opnun þjónustukjarna fatlaðra á dögunum. Gerð hefur verið gangskör í þjónustu við þann hóp frá því sveitarfélagið tók við þessum málaflokki. Kjarni við Kópavogsbraut  Fjórar íbúðir fyrir fatlaða í notkun  Sólar- hringsþjónusta  Fjölga á félagsíbúðum í bænum Morgunblaðið/Styrmir Kári Mannlíf Á Hamraborgarhátíðinni í hjarta Kópavogs sem haldin var nú á dögunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.