Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2013 Ósafl óskar eftir að ráða starfsmenn sem hafa þekkingu, reynslu og réttindi til að sinna vinnu við jarðgöng. Skilyrði er að umsækjendur hafi reynslu af jarðgangavinnu og hafi unnið við borun, hleðslu, bergstyrkingar, ásprautun og bergþéttingar. Ennfremur er nauðsynlegt að umsækjendur hafi vinnuvélaréttindi og meirapróf. Nánari upplýsingar veitir Einar Hrafn Hjálmarsson S: 660-6269. Umsóknir óskast sendar á tölvupóstfangið ehh@iav.is, fyrir 20. september 2013. Ósafl vinnur að framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng en félagið er í eigu ÍAV og Marti Contractors. ÍAV og Marti Contractors hafa lengi unnið saman að stórframkvæmdum s.s. Óshlíðargöngum, snjóflóðavarnargarði í Bolungarvík og nú er unnið að járnbrautargöngum í Noregi. Jarðgangamenn - Vaðlaheiðargöng Ósafl ehf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | osafl.is Skjól hjúkrunarheimili Læknaritari Laus er staða læknaritara frá 1. desember nk. eða fyrr eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 50% starf, almennt lækna- ritarastarf ásamt öðrum skrifstofustörfum á heimilinu. Hæfniskröfur: Löggilt læknaritaranám, lipurð í sam- skiptum, trúmennska og nákvæmni í vinnubrögðum. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. október nk. Upplýsingar veita: Sigurbjörn Björnsson, framkvæmdastjóri lækninga. Sími 522 5600, netfang; sigbb@skjol.is Guðný H. Guðmundsdóttir framkvæmda- stjóri hjúkrunar. Sími 522 5600, netfang gudny@skjol.is Skjól, hjúkrunarheimili, Kleppsvegi 64, 104 Reykjavík. Mannauðsráðgjafi Helstu verkefni: • Almenn ráðgjöf við fagsvið og stjórnendur á sviði mannauðsmála • Þátttaka í stefnumótun og nýsköpun á sviði mannauðsmála fyrir Reykjavíkurborg • Eftirlit með samræmdum aðgerðum í framkvæmd vinnuumhverfis- og öryggismála • Umsjón með samræmdum vinnubrögðum hjá áreitni og eineltisteymum Reykjavíkurborgar • Verklagsreglur og verklýsingar • Sífelldar umbætur og þróun í mannauðsmálum • Þátttaka í gerð og úrvinnslu kannana auk eftirfylgni Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála og/eða víðtæk reynsla á sviði mannauðsstjórnunar • Öguð og skipulögð vinnubrögð • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi • Þekking og/eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu æskileg • Reynsla af vinnuumhverfis- og öryggismálum kostur • Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu kostur Laust er til umsóknar starf mannauðsráðgjafa á mannauðsdeild í Ráðhúsi Reykjavíkur Mannauðsdeild hefur yfirumsjón með mannauðsmálum Reykjavíkurborgar, hefur forystu um stefnumótun og veitir borgaryfirvöldum ráðgjöf í þeim efnum. Deildin hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd starfsmanna- stefnu, gerð starfsþróunaráætlana, stjórnendafræðslu, starfsmats og gerð viðhorfskönnunar. Hún vinnur jafnframt að margs konar þróunarverkefnum og veitir stjórnendum ráðgjöf um starfsmannamál. Auk þess er umsjón með innri vef borgarinnar á ábyrgð mannauðsdeildar. Deildin leggur áherslu á góða og stöðuga samvinnu við mannauðsþjónustur fagsviða. Laun og starfskjör fara samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 29. september 2013. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á vefsíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is undir laus störf. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Anna María Pétursdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar (anna.maria.petursdottir@reykjavik.is) í síma 411 4216 eða Anna Helgadóttir (anna.helgadottir@reykjavik.is) í síma 411 4210. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Mannauðsdeild Bifvélavirki - vélvirki Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma óska eftir að ráða starfsmann á vélaverkstæði. Viðkomandi þarf að vera menntaður bifvélavirki eða hafa sambærilega menntun. Umsókn um starfið skal skila á skrifstofu Kirkjugarðanna í Fossvogi merkt "vélaverkstæði" fyrir 24. september næstkomandi. Heimilisfang: Vesturhlíð 8, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Adamsson í síma: 897-2472, myndsími: 585-2701. Upplýsingar um Kirkjugarðana má nálgast á netinu: www.kirkjugardar.is SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi www.hagvangur.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.