Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2013 Starfskona Samtök um kvennaathvarf leita að starfskonu á vaktir í Kvennaathvarfinu. Starfið er krefjandi og fjölbreytilegt og felst meðal annars í viðtals- þjónustu, símsvörun, stuðningi við dvalarkon- ur og þátttöku í daglegu lífi athvarfsins. Margs konar menntun og starfsreynsla nýtist í starfi, góð enskukunnátta er nauðsynleg og önnur tungumálakunnátta æskileg. Mikilvægt er að starfskonur búi yfir áhuga og þekkingu á ofbeldi í nánum samböndum, samstarfshæfi- leikum, ábyrgð og frumkvæði. Umsóknum skal skilað til Samtaka um kvenna- athvarf í pósthólf 1486, 121 Reykjavík eða net- fangið sigthrudur@kvennaathvarf.is fyrir 27. september. Upplýsingar veitir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra í síma 561 3720. Skjól hjúkrunarheimili Sjúkraliðar/starfsmenn Getum bætt við okkur starfsfólki Skjól leitar eftir sjúkraliðum/starfsmönnum til starfa við aðhlynningu. Um er að ræða 80% starfshlutfall, blandaðar vaktir. Hæfniskröfur: Góð íslenskukunnátta, áhugi á að starfa með öldruðum, jákvæðni og góð samskiptahæfni. Upplýsingar veitir: Guðný H. Guðmundsdóttir framkvæmda- stjóri hjúkrunar. Sími 522 5600, netfang gudny@skjol.is Skjól, hjúkrunarheimili, Kleppsvegi 64, 104 Reykjavík. AB-varahlutir óska eftir góðum starfsmanni í afgreiðslu bifreiðavarahluta Hæfniskröfur: Þekking og áhugi á bílum/vara- hlutum – tölvu- og enskukunnátta - lipurð í mannlegum samskiptum – sjálfstæður - stundvís - röskur. Umsóknir sendast á: ab.umsokn@gmail.com eigi síðar en 20. sept. Kanntu brauð að baka? Ef svo er óskar Eir, hjúkrunarheimili eftir bakara eða starfsmanni við bakstur. Unnið er virka daga. Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt. Skila þarf umsóknum inn fyrir 20. september nk. og sendist á netfangið: eldhus@eir.is og/eða á skrifstofu Eirar. Eir hjúkrunarheimili – Eldhús Hlíðarhúsum 7 112 Reykjavík S: 522 5700 Stór hluti almennings telur fyrirtæk- in í landinu ekki axla ábyrgð sína, stærra hlutfall stjórnenda en almenn- ings telur fyrirtækin standa sig vel en fjöldi fólks tekur þó ekki afstöðu. Slíkt er vísbending um að þörf sé á vitund- arvakningu um samfélagsábyrgð meðal almennings og stjórnenda fyrirtækja – sem þurfa leiðbeiningar um hvernig skuli vinna í sátt við samfélagið. Afstaða almennings og stjórnenda ólík Þetta kemur fram í frétt frá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð. Vísað er til könnunar sem gerð var í vor þar sem viðhorf almennings og stjórnenda til starfshátta og vinnubragða sem tal- ist gera samfélagslega ábyrg voru könnuð. Um 42% almennings telja fyr- irtæki axla samfélagábyrgð illa, 15% telja þau standa sig hvað þetta varðar og 43% aðspurðra segja bæði og. Af stjórnendum telja 34% þeirra að fyr- irtækni axli ábyrgð vel, 20% illa en 46% eru beggja blands í afstöðu sinni. Þegar almenningur og stjórnendur eru spurðir hvað þeim detti fyrst í hug þegar þeir hugsa um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, nefna flestir um- hverfismál eða styrki og stuðning við góð málefni. Einnig nefndi fólk skatt- greiðslur, atvinnusköpun, heiðarleika, velferð og öryggi starfsmanna. Fleira bar á góma. „Niðurstöður þessarar fyrstu könnunar Festu sýna að það eru ólíkar skoðanir bæði innan og utan fyr- irtækja um hvað samfélagsábyrgð er og að stór hluti almennings telur fyr- irtæki ekki hegða sér á ábyrgan hátt. Athygli vekur hve hátt hlutfall svar- enda myndar sér ekki skoðun, segir Ketill B. Magnússon, framkvæmda- stjóri Festu. Fjölmörg fyrirtæki í Festu Festa er sjálfstætt félag með eigin stjórn og er ekki rekið í hagnaðar- skyni. Stofnfélagar Festu eru Lands- bankinn, Landsvirkjun, Íslandsbanki, Rio Tinto Alcan, Síminn og Össur. Festa starfar svo með háskólunum um fræðslu og rannsóknir á sviði sam- félagsábyrgðar. Ýmis fyrirtækið hafa undanfarið gerst félagar í Festu. Má þar nefna ÁTVR, Ölgerðina, Arion banka, Neyð- arlínuna, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reykjagarð, Capacent, ISS Ísland, Deloitte, Betware og CCP. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fiskur Ólíkar skoðanir eru bæði innan og utan fyrirtækja um hvað samfélagsábyrgð er, segir í könnun á vegum Festu. Fyrirtækin eru ekki ábyrg  Festa kannar hug til samfélagslegrar ábyrgðar  Unnið sé í sátt við samfélagið  Styrkir, heiðarleiki og velferð eru stikkorðin Knattspyrnudeild Breiða- bliks hlaut á dögunum jafn- réttisviðurkenningu jafn- réttis- og mannréttindaráðs Kópavogsbæjar. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri af- henti formanni deildarinnar, Borghildi Sigurðardóttur, viðurkenningarskjal því til staðfestingar í hálfleik á Kópavogsvelli þar sem átt- ust við Breiðablik og Þór- KA í meistaraflokki kvenna. Í rökstuðningi segir að knattspyrnudeild Breiða- bliks hafi lengi verið í far- arbroddi í kvennaknatt- spyrnu og lagt áherslu á að auka veg og virðingu henn- ar. Segir að félagið vinni eftir sérstakri jafnréttis- stefnu sem skilað hafi góð- um árangri. Kynin æfa saman Þar segir einnig að félag- ið geri sömu kröfur til þjálfara beggja kynja og að stúlkum í iðkendahópnum hafi fjölgað jafnt og þétt. Árið 2012 hafi Breiðablik orðið Íslandsmeistari í öll- um yngri flokkum kvenna. Hefur félagið lagt áherslu á að meistaraflokkar og yngri flokkar kvenna hafi sama aðbúnað og strák- arnir – en algengara verði að kynin æfi saman. sbs@mbl.is Blikar Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhendir Borghildi Sigurðardóttur, formanni knattspyrnudeildar, viðurkenningu. Jafnréttisstefnan skilar árangri  Knattspyrnudeild Breiðabliks fær viðurkenningu Kópavogsbæjar Foreldrar barna í grunn- skólum Reykjanesbæjar eru í hópi ánægðustu foreldra á landinu, samkvæmt for- eldrakönnun Skólapúlsins 2013. Foreldrar eru, sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ, ánægðir með nám og kennslu í skólum bæjarins, þeir telja kenn- arana góða og stjórnun skól- anna sömuleiðis. Foreldrar eru sömuleiðis ánægðir með það námsefni sem kennt er í skólunum og eru kátir með hve reglulega skólarnir veita gagnlegar upplýsingar um framvindu barna sinna í námi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesbær Akraskóli er í nýju hverfi í Innri-Njarðvík. Foreldrar ánægðir  Skólarnir í Reykjanesbæ eru góðir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.