Akureyri - 31.10.2013, Blaðsíða 2
2 31. október 2013
HA hafi ekkert fræðilegt gildi?
Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskól
ans á Akureyri, hefur ekki svarað
fyrirspurn Akureyrar vikublaðs um
þá gagnrýni sem komið hefur fram
í kjölfar skipunar forseta Hug og
félagsvísindasviðs skólans. Ólína
Þorvarðardóttir er mjög ósátt yfir því
að hafa ekki fengið stöðuna. Hún ætl
ar að láta lögmenn gæta réttar síns
og útilokar ekki málsókn.
Nokkur hiti hefur orðið í umræð
um um málið á netsíðum. Ofbauð
Birgi Guðmundssyni, dósent við
Háskólann á Akureyri, þegar Ólína
dreifði skrifum Jónasar Kristjáns
sonar, fyrrum ritstjóra, á facebook
þar sem Ólína gaf í skyn að hún tæki
undir skýringar Jónasar um hvers
vegna Ólína var ekki ráðin, að þar
væri kvótamálum, pólitík og spill
ingu um að kenna. Jónas fór í pistli
sínum mjög hörðum orðum um HA og
stjórnendur hans, hann kallar skól
ann „súpergaggó“ og segir rektor
hafa tíu þumla og fjögur handarbök.
„Og sumpart vegna þess, að
súpergaggó er aðili að ágrein
ingi kvótagreifa við lattelepjandi
lopatrefla í hverfi 101. Súpergaggó á
Akureyri hefur ekkert fræðilegt gildi
og er bara til að sýnast fyrir Norð
lendinga. Tímabært að leggja hann
niður og gera að útstöð fyrir alvöru
háskóla. Ef slíkur fyrirfinnst í þessu
ríki spillingar,“ segir Jónas í pistli
sínum þar sem hann vandar hvorki
rektor HA sé skólanum kveðjurnar.
Þessu svarar Birgir Guðmunds
son dósent með eftirfarandi orðum:
„Fróðlegt Ólína Þorvarðardóttir að
kynnast raunverulegum viðhorfum
þínum til skólans þó seint sé. Von
andi náið þið Jónas í sameiningu að
halda þjóðfélagsumræðunni á því
háa plani sem þið teljið hæfa!“
Margir kennarar innan HA sem
blaðið hefur rætt við lýsa ánægju
með skipan Sigrúnar Stefánsdóttur
sem forseta. Skoðanir um feril máls
ins og rök á bak við ákvarðanir eru
hins vegar skiptar. a
Jarðgöng ekki fyrir hvern sem er
Valgeir Bergmann, framkvæmda
stjóri Vaðlaheiðarganga, segir að
jarðgangavinna sé ekki fyrir hvern
sem er. 4050 manns starfa nú við
samgöngubótina en
starfið sé hvorki laust
við áhættu né óþægindi.
Fyrstu vikurnar eftir að
framkvæmd ganganna
hófst urðu 45 smáslys
þar sem starfsmenn
meiddust. Þá reyni á
menn að starfa án dags
birtu í ófullkomnu lofti
og hávaða í löngum lotum.
Óþægindum sé þó mætt
með ýmsum búnaði og hafi miklar
framfarir orðið á skömmum tíma.
Gangamenn, sem flestir tengjast
vélum með einhverjum hætti, vinna
tíu daga í röð en fá svo fimm daga
frí. Í því ljósi segir Valgeir að viðvera
starfsmanna í vinnunni sé jafnvel
meiri en hjá sjómönnum sem oft hvíli
annan hvorn túr.
Valgeir segir að engin kona starfi
inni í göngunum og telur hann það
ekki tilviljun. Aðstæður inni í svona
göngum henti konum illa í ýmsu til
liti, t.d. út frá salernisaðstöðu. Hins
vegar hafi matráðskonur
það veigamikla hlutverk
að tryggja góðan mat í
búðum utan ganganna.
Fátt skipti gangamenn
meira máli en góður
matur.
Valgeir segir að slíkar
vinnutarnir eins og fram
fara í göngunum kalli á
fjarveru frá ættingjum
og vinnan og hann hefur
tilfinningu fyrir því að allnokkur
hluti vinnumanna séu einhleyp
ingar. Samkvæmt alþjóðasamning
um um jarðgöng eru slík störf talin
hættulegri en mörg önnur vinna og
greidd sérstök áhættuþóknun. Því sé
eftir nokkru að slægjast fyrir réttu
manngerðina en að vera inni í fjalli
árum saman sé alls ekki fyrir hvern
sem er. a
Bæjarstjóri vill sveitarfélög
inn í nýja samráðshópinn
„Þetta samkomulag gerir lítið ann
að en að fresta ákvörðun um málið.
Menn hafa líklega ekki treyst sér
til að afgreiða málið í andstöðu við
meirihluta borgarbúa,“ segir Eiríkur
Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á
Akureyri vegna millilendingar um
framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Hann segist telja mikilvægt að
nýta tímann vel og gæta þess að
ekki verði til enn ein skýrslan sem
ágreiningur verði síðan um. „Ég vil sjá
fulltrúa Sambands íslenskra sveitar
félaga í samráðshópnum enda hafa
fjölmargar bæjar og sveitarstjórnir
haft skoðun á málinu og áhrif á feril
þess þ.m.t. bæjarstjórn Akureyrar sem
hefur unnið ötullega í þessu máli allt
þetta kjörtímabil. Undirskriftalistinn
hefur örugglega líka haft sín áhrif,“
segir Eiríkur og vísar til Hjartans í
Vatnsmýrinni. Þá segir bæjarstjóri:
„Ég hefði viljað sjá í samkomulaginu
úrbætur strax í aðstöðu fyrir starfs
fólk flugvallarins og flugfarþega.“
Njáll Trausti Friðbertsson, annar
tveggja talsmanna Hjartans í Vatns
mýrinni, segist telja að fjölmennasta
undirskriftasöfnun á Íslandi sem
varði íslenskt málefni hafi haft mikil
áhrif á þróun þessa máls. Áður var
reiknað með að einungis ein flugbraut
yrði í Vatnsmýrinni eftir 2016. Nú hafi
líftími norðursuður brautarinnar
a.m.k verið lengdur til 2022 og skip
uð nefnd undir forsæti Rögnu Árna
dóttir sem fær rúmt ár til að skoða
hvaða kostir fyrir flugvallarstæði eru
í stöðunni til framtíðar. „Það er okkar
skilningur að ekki verði ráðist í neinar
þær framkvæmdir sem geta hamlað
þróun Reykjavíkurflugvallar í Vatns
mýrinni á þeim tíma sem nefndin
starfar. Einnig að flugvöllurinn verði
til framtíðar í Vatnsmýrinni nema að
það komi til nýtt jafngott flugvallar
stæði á höfuðborgarsvæðinu.“
Hins vegar sé ljóst að talsverð
vinna fari fram áður en endaleg
niðurstaða fæst í málið. „Tímara
mminn til að ná utan um málið er
stuttur þannig að hér þarf að vinna
hratt og vel og ljóst að mikilvæg
vinna þarf að fara fram í Reykjavík
á næsta kjörtímabili þar sem ljóst er
að stórar ákvarðanir verða teknar.“
Andrea Hálmsdóttir, bæjarfulltrúi
VG á Akureyri, segir að samkomulagið
hljóti að teljast áfangasigur fyrir flug
samgöngur milli höfuðborgarinnar og
landsbyggðanna og því beri að fagna.
„Með samkomulaginu er mik
ilvægi flugvallar í höfuðborginni
viðurkennt með afgerandi hætti og
við hljótum að binda miklar vonir
við að störf þeirrar nefndar sem á
að skipa skili farsælli niðurstöðu
fyrir alla landsmenn og taki tillit til
byggðaþróunar og sérstöðu lands
byggðanna,“ segir Andrea.
Ólafur Jónsson, fulltrúi sjálf
stæðismanna í bæjarstjórn Akur
eyri segir: „Þetta er áfangasigur og
eyðir í bili þeirri óvissu sem ríkti um
framhald málsins. Sú óvissa var mjög
íþyngjandi fyrir landsbyggðina og
flugrekstraraðila. Nú er mikilvægt
að sú nefnd sem falið var að kanna
möguleikana á öðru flugvallarstæði
innan bæjarmarka höfuðborgarinn
ar vinni hratt og örugglega. Það er
nauðsynlegt að fá niðurstöðu sem
fyrst því átta ár eru ekki langur
tími þegar svona stórt mál er undir.
Hér þarf að horfa til margra hluta
s.s. bættrar aðstöðu og endurnýjun
flugvéla. Allt stórar ákvarðanir sem
þurfa ákveðinn undirbúning.“
„Ég nefndi í umræðu í bæjarstjórn,
sem ég hafði óskað eftir um stöðu
Reykjavíkurflugvallar, að ég óttaðist
að framtíð Reykjavíkurflugvallar yrði
að stóru kosningamáli í höfuðborginni
í vor. Nú hefur því verið afstýrt og gefst
vonandi andrými til að skoða málið að
nýju ofan í kjölinn,“ segir Ólafur. a
ENGIN KONA STARFAR inni í Vaðlaheiði við gerð jarðganganna. Framkvæmdastjóri segir það enga tilviljun. Völundur
Andrea
Hjálmsdóttir
Valgeir
Bergmann
Birgir
Guðmundsson
Jónas
Kristjánsson
Stefán B.
Sigurðsson
Ólína
Þorvarðardóttir
Njáll Trausti Ólafur Jónsson
Eiríkur Björn
V
öl
u
n
du
r
Ný sending!
Steinsmiðja Norðurlands, Glerárgata 36, S: 466 2800
Lampar frá
4.900-
Hlýleg birta í skammdeginu
Mikið úrval - Frábært verð