Akureyri


Akureyri - 31.10.2013, Page 4

Akureyri - 31.10.2013, Page 4
4 31. október 2013 Tímarit um uppeldi í stafrænum heimi Vodafone tímaritið er fullt af gagnlegum greinum fyrir foreldra og aðra sem þurfa að fræða börn um hinn stafræna heim og möguleika hans. Vodafone tímaritið fylgir með Fréttablaðinu í dag Vodafone Góð samskipti bæta lífið Jafning jafræð sla foreldr a Vodafon e býður upp á ör námske ið í verslun Vodafo ne á Gle rártorgi laugard aginn 2 . nóv. Kl. 13, 14, 15 og 16 Hættutímar fara í hönd Sl. sumar dæmdi Héraðsdómur Norðurlands vestra tvo menn í skil­ orðsbundið fangelsi vegna mann­ dráps af gáleysi eftir að vöruflutn­ ingabíll lenti í árekstri við annan bíl í Langadal með þeim afleiðingum að maður lést. Annar mannanna fékk fjögurra mánaða dóm, hinn tveggja mánaða dóm. Þá missti annar bíl­ prófið tímabundið. Mennirnir voru dæmdir til að greiða stórfelldan sakarkostnað. Slysið skóp umræðu um öryggi á vegum og ábyrgð atvinnubílstjóra ekki síst þegar vetrar og umferðar­ öryggi verður minna en ella á vegum landsins vegna hálku, myrkurs og snjóa. Fyrrnefnt slys varð í Langa­ dal, rétt austan við svonefnt Svart­ árdalshorn, mánudagskvöldið 27. desember árið 2010 . Þá var vöru­ flutningabifreið með vélavagn ekið norður. Vélavagninn hentaði ekki til flutninga á þeim farmi sem ákærði flutti, hann var bremsulítill eða bremsulaus, á mismunandi stórum dekkjum og með mismunandi loft­ þrýsting í hjólbörðum, hlaðinn 12 tonnum af steinrörum. Farmurinn náði 2,5 metra hæð, en rörin höfðu verið sett þvert á vagninn, án lög­ boðinna klossa framan og aftan við farminn og engir klossar eða styttur til varnar hliðarskriði og farmur­ inn aðeins bundinn niður að hluta. Ástand vagnsins skerti rásfestu með þeim afleiðingum að vagninn fylgdi ekki bifreiðinni heldur leit­ aði of mikið til vinstri yfir miðlínu vegarins. Það varð til þess að hinn dæmdi bílstjóri ók vagninum á ann­ an flutningabíl sem ekið var suð­ ur sama veg. Við áreksturinn lenti vagninn sem ákærði ók á bifreiðinni sem kom á móti og farmurinn, sem hinn brotlegi var með losnaði af og fór að hluta inn í ökumannshús bifreiðarinnar og lenti á ökumanni þannig að hann lést nær samstundis. Auk bílstjórans var forsvarsmað­ ur og aðaleigandi einkahlutafélags sem rak bílinn ákærður fyrir hlut­ deild í ofangreindu manndrápi af gáleysi og umferðarlagabrot, með því að tryggja ekki að útbúnaður vélarvagnsins væri lögmætur. SKELFILEGAR AFLEIÐINGAR Bílstjórinn bar fyrir dómi að hann hefði ekki tekið eftir að að vagninn var með svonefndan endurskoðunar­ miða en um stakan flutning var að ræða hjá honum. Hann tilgreindi ýmsar ástæður fyrir því að svo fór sem fór. Í niðurstöðu dómsins segir að draga megi þá ályktun að árekstur­ inn hefði ekki valdið manntjóni ef farmurinn á dráttarvagninum hefði setið fastur á honum, en allt annað hefði verið óbreytt. „Ekki þarf að fara mörgum orðum um skelfilegar afleiðingar slyssins, en í því lét ökumaður flutningabifreiðar lífið. Þá verður að hafa í huga að hér fór vörubifreið með mjög þungan farm á vélavagni um aðalþjóðveg landsins, þar sem gera mátti ráð fyrir töluverðri umferð almennra borgara. Er alvarlegra en ella ef lagt er á tæpt vað með útbúnað slíkra tækja þar sem vænta má almennrar umferðar,“ segir í niðurstöðu dómsins. ÝMSAR MÁLSBÆTUR Héraðsdómur Norðurlands vestra taldi málsbætur bílstjóra einnig fyrir hendi: „Þó ákærði hafi í máli þessu verið sakfelldur fyrir gáleysi fer því að mati dómsins fjarri að akstur hans og framganga í ferðinni hafi öll ein­ kennst af gáleysi. Þvert á móti virðist hann hafa gert sér fulla grein fyrir því að hann flytti hættulegan farm og lagði til dæmis mikla áherslu á að binda hann eins og hann best gat. Hann hafði frumkvæði að því að skipta um dekk eftir suðurferðina og þegar hann tók eftir því að tekið var að rjúka af dekki leitaði hann aðstoðar við að endurhlaða á vagn­ inn og létta hann, þó þær aðgerðir hans hafi ekki verið nægilegar,“ segir í dóminum. Samkvæmt varðstjóra hjá Lög­ reglunni á Akureyri eru sum at­ vinnuflutningafyrirtæki alltaf með sitt á hreinu og vinni eftir reglum en önnur sýni minni ábyrgð. a Línur skapi víðar vanda Ekki er búið að selja umdeild­ ar kræklingalínur út úr þrotabúi Skelfélagsins. Þetta upplýsir Víð­ ir Björnsson sem starfað hefur að kræklingarækt í Eyjafirði um langt árabil. Víðir segir í athugasemd við frétt blaðsins í síðustu viku um árekstra sjómanna við línurnar, að tveir aðilar hafi sýnt því áhuga að taka línur og fleira yfir en Um­ hverfisstofnun muni taka ákvörðun um framhaldið. Annar sem til þekkir bendir á að línurnar sunnan við Hrísey séu einnig ómerktar og hafi bátar lent í þeim þar sem þær fljóti í yfirborði sjávar. Siglingaviðvörun hafi verið gefin út um Eyjafjörð og sé n.a. á vefnum hjá Samskipum. Ástandið sé ekki skipaferðum um fjörðinn til framdráttar. Í frétt blaðsins í síðustu viku kvartaði Ólafur Gunnarsson sjó­ maður yfir því að kræklingalín­ ur, ekki síst austan Skjaldarvíkur, lægju eins og hráviði í sjónum og ógnuðu öryggi sjómanna sem hafa lent í því að fá línur í skrúfuna. Kallaði Ólafur afgreiðslu þeirra sem staðið hafa að kræklingarækt á þessum slóðum stórhættulegan sóðaskap. Annað hvort þyrfti að merkja línurnar vel eða fjarlægja þær. a FSA harmar tilvik sem olli ama siglfirskrar konu Sigurður E. Sigurðsson, fram­ kvæmdastjóri lækninga og hand­ lækningasviðs, Sjúkrahúsinu á Ak­ ureyri, segir að stofnunin harmi öll tilvik þar sem notendur læknaþjón­ ustu kunni að hafa fengið óskýra upplýsingagjöf eða læknismeðferð sem valdi óþörfum andlegum og líkamlegum þjáningum. Í frétt á visir.is í vikunni var sögð reynslu­ saga ungrar konu frá Siglufirði sem hafði brotið fingur og fékk nagla til að laga brotið á FSA. Naglarn­ ir komu síðar upp úr húðinni og í kjölfarið lýsti konan hvernig henni varð innanbrjósts. Hún var ósátt við að fá ekki meðhöndlun strax og taldi að óhappatilviljanir og skortur á þjónustu hefðu valdið miska. Sigurður segist ekki geta rætt mál einstakra notenda heilbrigð­ isþjónustunnar en almennt taki spítalinn það alvarlega ef óskýr samskipti hafi áhrif á þjónustuna. Almennt um ísetningu nagla kunni sú staða að koma upp að þeir losni og fari þá stundum upp í gegnum húð. Í öðrum tilfellum eru þeir hafðir frá upphafi í gegnum húð svo auðveldara sé að fjarlægja síð­ ar. Hann geti ekki rætt mál ungu konunnar sérstaklega en farið sé yfir allar kvartanir. Sigurður telur ekki að fjársvelti kerfisins hafi verið skýring á þessu atviki. Samkvæmt heimildum blaðsins fór aðgerð fram á konunni sl. mánu­ dag og gekk hún vel. a UMFERÐARSLYS KOSTA MANNSLÍF á Íslandi sem annarsstaðar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Völundur

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.