Akureyri - 31.10.2013, Síða 11
1131. október 2013
Enn er talið mun betra að vera
strákastelpa en stelpustrákur
Kvennafrídagsins var minnst með
ýmsum hætti sl. fimmtudag. Fjöl-
margir fyrirlesarar fluttu erindi á
fundi Jafnréttisstofu og Akureyrar-
bæjar og vakti margt athygli.
Boðað var til fundarins undir
yfirskriftinni Rjúfum hefðirnar –
förum nýjar leiðir. Fundurinn var
helgaður kynbundnu náms- og
starfsvali og kynskiptum vinnu-
markaði. Kristín Ástgeirsdóttir,
framkvæmdastýra Jafnréttisstofu,
sagði í erindi sínu að kynbundið val
væri eitt af því sem skýrði launa-
mun kynjanna. En ein spurningin
er hvort fólk er frjálst að vali sínu.
Hvort fólk fái rými og blessun í sam-
félaginu til að nema og starfa við
það sem það langar til.
Kristín benti á að ekkert rök-
legt mæli sérstaklega gegn því að
karlar séu hjúkrunarfræðingar eða
konur pípulagningarmenn. Ekki þá
annað en sagan, hefðirnar fordómar
og samkeppni kynjanna um launa-
bjargirnar. Kristín sagði vandann
hvorki lagalegan né líkamlegan, hins
vegar væri hann inngróinn í þann
hugmyndaarf sem við bærum frá
kynslóð til kynslóðar.
BJAGAÐ GILDISMAT?
Ef grannt er skoðað gætu margir
orðið sammála um, að minnsta kosti
á efsta degi, að fátt væri mikilvægara
í lífinu en búa vel að börnum. Margir
gætu orðið sammála um að það að
koma börnum til manns væri verð-
mætara starf en að skiptast á verð-
bréfum fyrir holan gróða. Launasaga
kennara og verðbréfamiðlara degur
upp allt aðra mynd. „Við þurfum
að breyta verðmætamatinu, nýta
mannauðinn betur,“ sagði Kristín.
ÚRELTAR STAÐALÍMYND-
IR ENN VIÐ LÝÐI
Kjarakönnun BHM í vor sýndi áber-
andi launamun milli kynja hjá öllum
vinnuveitendum. Línulegt samband
var milli launa og fjölda kvenna í að-
ildarfélagi, því fleiri konur því lægri
laun. Samkvæmt upplýsingum frá
Jafnréttisstofu eru úreltar staðal-
myndir kynjanna þegar kemur að
náms- og starfvali enn rótgrónar.
Sem dæmi má nefna að árið 2011
voru konur 95% starfsmanna á leik-
skólum en karlar 91% starfsmanna
við fiskveiðar. Konur hafa þó frekar
en karlar brotist yfir landamærin og
virðast hafa meira frelsi til að fara
ótroðnar slóðir.Það kom fram í erind-
um á fundinum. Karlar mæta hins
vegar oft fordómum ef þeir hætta
sér inn í hefðbundnar kvennagrein-
ar. Þá komu í erindum fyrirlesara
einnig fram vísbendingar um að
ungum konum stafi meiri jafnrétti-
sógn af jafnöldrum sínum en eldri
karlmönnum. Með öðrum orðum eru
ungir menn íhaldssamari í dag en
fyrir nokkrum árum.
TEIKN Á LOFTI
Ísland mældist í síðustu viku sem
fremsta land kynjajafnréttis en ótal
margt er þó óunnið. Í aðgerðaráætlun
ríkisstjórnarinnar gegn kynbundn-
um launamun er gert ráð fyrir að
unnin verði framkvæmdaáætlun,
um langtímaaðgerðir til úrbóta, þar
sem sérstök áhersla verður lögð á
að fjölga körlum í kvennastéttum
og konum í karlastéttum. Baldvin B.
Ringsted yfirmaður tæknisviðs við
VMA, sagði í sínum fyrirlestri frá já-
kvæðum teiknum innan veggja skól-
ans. Sprengingar hefðu orðið í sókn
kvenna í málm- og véltæknigreinar.
Stúlkur voru í þeim greinum í haust
10% nýnema. „Þetta er mesti fjöldi
sem við höfum séð,“ sagði Baldvin.
Múrar hafa einnig hrunið í hina
áttina. Í haust innrituðust tveir piltar
á sjúkraliðabraut skólans. Það hefur
ekki gerst áður. Formaður nemenda-
félagsins Þórdunu er stúlka í fyrsta
sinn í sögunni að sögn Baldvins.
Að loknu erindi barst Baldvini
fyrirspurn úr sal um kynskiptingu
kennara í verknámi iðnnema. Þá kom
á daginn að aðeins konur kenna hár-
greiðslu við skólann. Hitt eru allt
karlar.
AÐ HALDA Í KARLMENNSKUNA
Lena Rut Birgisdóttir námsráð-
gjafi við MA hefur skoðað reynslu
karla í kvennastörfum. Hún flutti
erindi sem hún kallaði: Að halda
í karlmennskuna. Hún gerði rann-
sókn þar sem rætt var við nokkra
karla sem gegna „hefðbundnum“
kvennastörfum, s.s. hjúkrunar-
fræðing, karlmann á öldrunarheim-
ili og karlmann á leikskóla.Sam-
kvæmt viðtalsrannsókninni kom
fram sá rauði þráður að karlar
velja ekki „kvennastörf“ vegna
launanna. Líka má greina hræðslu
við stimpil, ímynd. Meiri krafa virð-
ist um að karlar séu fyrirvinnan,
tengist einnig virðingu. Þá höndla
ekki allir karlar óttann við að vera
álitnir „kvenlegir“ sem aftur veltur
upp spurningum um skaðlega karl-
mennsku og jafnvel hómófóbíu.
Einn viðmælenda Lenu Rutar leitar
eftir karlmannlegu athæfi eftir að
„mjúku vinnunni“ lýkur á daginn.
Karlarnir töldu það tvennt ólíkt ef
karl sækir um kvennastarf en stelpa
um karlastarf.
Greina mátti eðlishyggju í
viðhorfum sumra karlanna sam-
kvæmt rannsókninni. Ef hugga átti
barn á leikskóla var haldið fram að
konur gerðu það öðruvísi en karlar
svo eitt dæmi sé nefnt. Þá nefndu
sumir karlanna að samræður á
vinnustöðum þar sem konur eru ríkj-
andi væru of persónulegar og körlum
fyndist erfitt að taka þátt. Margir
karlanna töldu að konur ættu ekki að
vera sjómenn eða elta slíkar greinar.
ÍHALDSSAMIR UNGIR MENN
„Það er ekki nóg að vel sé tekið á
móti nemendum af báðum kynjum
ef vinnumarkaðurinn reynist svo
ekki tilbúinn fyrir breytingar,“ sagði
Katrín Björg.
STELPUR Í SMÍÐUM
Berglind Judith Jónadóttir húsa- og
húsagnasmiður og Guðrún Björg
Eyjólfsdóttir húsagnasmiður reka
verkstæðið Mublur. Þeirra erindi bar
skemmtilega tvíræðan titil: Stelpur í
smíðum. Í ljós kom að önnur þeirra
hafði lært förðunarfræði en komst
svo að því að það hentaði ekki. „Ef
maður vill verða smiður þá verður
maður smiður,“ sagði hún. Þess vegna
er hún smiður í dag.
Þær sögðust ekki hafa upplifað
fordóma vegna þess að þær væru
konur í karllægri grein. Kann það
að tengjast því að þær eru ekki í
beinni samkeppni við aðra karla
um nákvæmlega sömu bjargir. Þær
sögðu eina gallann við að vinna starf-
ið að það gætu skapast sjaldgæfar
aðstæður þar sem beita þyrfti miklu
líkamlegu afli en þá væri ekkert mál
að biðja um hjálp eins og t.d. þegar
losa þyrfti sérlega föst sagarblöð.
„Fólk hefur voða gaman af því að sjá
stelpur í smíðabuxum,“ sögðu þær.
Skilja mátti af máli þeirra að ekki
væri fullt frelsi hjá sumum stelpum
til að feta sömu stigu og þær hafa
gert. Oft kæmi fyrir að stelpur segðu:
„Ég vildi að ég gæti þetta.“ Þær
Berglind og Guðrún voru sammála
um að erfiðara væri fyrir stráka að
fara í stelpustörf, en öfugt.
ÁTAK SKILAR ÁRANGRI
Halldór S. Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Öldrunarheimila
Akureyrar , hefur ítrekað verið í
fréttum eftir að hann tók það skref
í sumar að reyna kerfisbundið að
fjölga karlmönnum í störfum innan
Öldrunarheimila Akureyrar. Hon-
um fannst að við hæfi að nota jafn-
réttislögin til halds og trausts og
ákvað sl. vor að auglýsa í tvennu lagi
eftir sumarafleysingafólki, annars
vegar eftir fólki með reynslu en líka
sérstaklega eftir körlum. „Á þessum
tíma voru fimm karlar skráðir í vinnu
innan Öldrunarheimila Akureyrar,
2,3 prósent af heildarfjölda. Mér datt
í hug að við fengjum kannski 2 í við-
bót en það bárust alls 25 umsókir frá
körlum. Við réðum 14 karla til starfa
og í dag eru starfandi 16 karlar, þar
af eru 11 í umönnunarstörfum. Við
höfum með þessu einfalda átaki
aukið fjölda karla um 200 prósent
hjá okkur,“ sagði Halldór. Hann segir
reynsluna af þessu hafa verið góða
fyrir starfið.
ÁNÆGÐUR ÍBÚI
Akureyri vikublað ræddi við vist-
mann á Hlíð, karl, sem hefur upplifað
þá breytingu að sjá aukinn fjölda
karla sinna sér. Hann vildi ekki koma
fram undir nafni en sagði engu máli
skipta af hvoru kyninu fólk væri.
Mestu skipti að fagmennska og alúð
einkenndi störfin. Þessi vistmaður
sagðist ánægður með að fá fleiri
karla inn á stofnunina því þá kæmu
upp „fleiri spennandi umræðuefni“,
enda væru menningarheimar ekki
síst eldri kynslóða ögn ólíkir eftir
kynjum. a
Úttekt
Björn Þorláksson
MIKIÐ FJÖLMENNI
SÓTTI málþing á
Hótel KEA á kvenna-
frídeginum. BÞ