Akureyri


Akureyri - 31.10.2013, Page 14

Akureyri - 31.10.2013, Page 14
14 31. október 2013 AÐSEND GREIN HREFNA HJÁLMARSDÓTTIR EM IIIII L .......... Um þessar mundir sýnir Frey- vangsleikhúsið barnaleikritið sívin- sæla um snáðann Emil í Kattholti og fjölskyldu hans eftir sænska rit- höfundinn Astrid Lindgren. Astrid Lindgren ( 1907-2002) þarf vart að kynna fyrir íslenskum lesend- um. Bækur hennar voru þýddar á íslensku mjög snemma og margar hverjar af frábærum þýðendum. Fyr- ir það megum við vera þakklát. Astrid Lindgren er án efa einhver vinsælasti barnabókahöfundur á Norðurlöndum ásamt H.C. Andersen. En hverjar eru skýringar á þessum dæmalausu vinsældum hennar? Það kemur margt til. Astrid var auðvitað frábær höfundur, réði yfir margskon- ar frásagnarhætti og stílgaldri. Hún virðist einnig hafa verið mjög fljót að tileinka sér nýja miðla. Sögur hennar voru lesnar snemma í útvarp og gerð útvarpsleikrit eftir þeim. Einnig voru gerðir framhaldsþættir eins og t.d. um Línu langsokk og kvikmyndir um Sumar á Saltkráku og Ronju ræningjadóttur. Og ekki má gleyma öllum leikritunum sem sett hafa verið á svið. En Astrid átti líka auðvelt með að velja sér góða samverkamenn, ekki síst teiknara og tónlistarmenn. Ingrid Vang Nyman (1916-1959) var fyrsti teiknarinn sem Astrid Lindgren vann með. Hún var höf- undur Línu þessarar dæmalausu og skemmtilegu persónu (stelpu) sem á sínum tíma fór mjög fyrir brjóstið á ráðamönnum og var talin geta haft skaðleg áhrif á börn. Ingrid Nyman teiknaði að auki myndir í margar aðrar barnabækur og var afkastamikil. Hún hlaut mikið lof fyrir myndi af grænlenskum börnum. Ingrid Vang Nyman gekk ekki heil til skógar. Hún glímdi við þunglyndi og var oft lengi frá vinnu. Einmitt þannig var ástandið þegar bókin um Emil í Kattholti var að koma út. Þá sárvantaði góðan teiknara og þá kom Björn Berg (1923-2008) eins og kallaður. Hann myndskreytti bókina skemmtilega og gaf þessum dæma- lausa dreng útlit við hæfi. Myndirnar eru fjörlegar, næstum órólegar enda er Emil alltaf á ferðinni. Og pottlokið og síða skyrtan er ómissandi. Talið er að fyrirmyndin hafi verið sonur- inn Torbjörn. Ekki varð framhald á samstarfi Björns Borg og Astrid enda hafði hann fyrst og fremst hlaupið í skarðið fyrir Inger Nyman. Hann hélt áfram að reikna myndir í barna- bækurfrægra höfunda eins og t.d. Alf Pröysen. Astrid vann líka með mörgum góðum tónlistamönnum. Einn þeirra var Georg Riedel. Hann var Tékki en kom barnungur flóttadrengur til Sví- þjóðar eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann samdi tónlist við fjöldamarga sjónvarpsþætti sem geriðir voru eftir sögum A.L. Eitt laga hans hans, Vor- söngur Idu þykir það sænskasta af öllu sænsku þar sem Ida litla lýsir því hvernig hún þokar hinum langa vetri í burtu svo vorið geti farið að njóta sín. Böðvar Guðmundsson þýddi þennan texta þegar leikritið um Emil var sett upp hjá L.A. fyrir allmörgum árum. Hefur orðið vin- sæll leikskólasöngur. Inger Nyman lést fyrir aldur fram aðeins 46 ára. Fyrir algjöra tilviljun kom nýr teiknari fram á sjónarsviðið. Ung óþekkt stúlka frá Eistlandi, Ilon Wikland f. 1930 var að leita sér að vinnu og fékk það verk- efni að myndskreyta söguna Elsku Mio minn til reynslu. Ilon, sem hafði einnig komið sem flóttabarn til Sví- þjóðar 1944 hafði góða athyglisgáfu og tók vel eftir öllum smáatriðum. Hún reyndist frábær listamaður og myndskreytti m.a. söguna um Ronju ræningjadóttur, Bróðir minn ljóns- hjarta, Börnin í Ólátagarði , Maddit og Betu, Drekann með rauðu augun og sögurnar um Lottu. Ilon teikn- aði bæði pennateikningar og málaði vatnslitamyndir. Hún nostraði mikið við myndirnar, gluggatjöld, borðbún- aður, fatnaður, húsgögn, landslag, allt var teiknað mjög vandlega. Og ekki gleymdi hún koppnum undir rúminu eða mynstrinu á veggfóðrinu þar sem það átti við. Enda er hún talin hafa varðveitt andblæ liðins tíma með myndum sínum. Astrid Lindgren var mjög af- kastamikill rithöfundur. Hún náði háum aldri og hélt andlegum kröft- um óvenju lengi. Mjög margar bækur hennar eru enn óþýddar á íslensku. Vissulega skreyttu margir aðrir lista- menn bækur hennar en hér eru nefnd en þessi þrjú, sem myndskreyttu þær sögur sem hafa orðið vinsælastar. Þeir sem lesa bækur fyr- ir börn og með börnum vita hve myndskreytingar í barnabókum eru mikilvægar. Það er afskaplega gaman að benda börnum á einstakar myndir, byggingu þeirra, liti , ljós og skugga o.fl. Ég er þess fullviss að eftir að hafa séð Emil í Kattholti á leiksviði í Freyvangs-leikhúsinu mun mörg börn þyrsta í fleiri sögur eftir þennan frábæra höfund. Var ekki einhver að tala um að yndislestur væri eitt fegursta orð í íslenskri tungu? Höfundur er fv. leikskóla- kennari og heimsótti slóðir Astrid Lindgren haustið 2005 Ingrid Vang Nyman (1916-1959) var fyrsti teiknarinn sem Astrid Lindgren vann með. Hún var höfundur Línu þessarar dæmalausu og skemmtilegu persónu (stelpu) sem á sínum tíma fór mjög fyrir brjóstið á ráðamönnum og var talin geta haft skaðleg áhrif á börn NOKKUR DÆMI UM frábæra teiknivinnu. Gjöfult samstarf á landsbyggðinni Þann 2. nóvember í Hofi á Akureyri og 3. nóvember í Kirkju- og menn- ingarmiðstöðinni á Eskifirði gefst tækifæri til að rifja upp gamla þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Tónlistarmiðstöð Austurlands og Kór Fjarðabyggðar sameina krafta sína ásamt Gunnari Þórðarsyni, Daníel Þorsteinssyni og einsöngv- urunum Heiðu Ólafs og Matta Matt. Tónleikarnir eru helgaðir helstu perlum íslensku poppsögunnar frá árunum 1960-1980 þar sem lög Gunnars Þórðarsonar skipa veiga- mikinn sess. Gunnar Þórðarson fagnar í ár hálfrar aldar afmæli sem tónlistarmaður enda er tónlist hans þjóðkunn og fjölbreytt og hefur fylgt mörgum á lífsleiðinni. Nýjasta þrekvirki hans svo dæmi sé tekið er óperan Ragnheiður sem hlaut ein- róma lof. Á efnisskrá tónleikanna 2. og 3. nóvember verða lög á borð við Starlight, To be grateful, Dont try to fool me, Söknuður og Disco frisco og hljómsveitarstjórn og útsetningar eru í höndum Gunnars Þórðarson- ar og Daníels Þorsteinssonar. Auk 20 manna strengja- og ryþmískrar hljómsveitar kemur fram 50 manna kór undir stjórn Gillian Haworth svo búast má við „miklum krafti og djúsí poppi og diskói“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum. a HEIÐA ÓLAFS MATTI MATT ÚLPUDAGAR 30-50% AFSLÁTTUR Af völdum úlpum Stærðir xs - xxl

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.