Akureyri


Akureyri - 31.10.2013, Síða 16

Akureyri - 31.10.2013, Síða 16
16 31. október 2013 AÐSEND GREIN SIGRÚN JÓNSDÓTTIR Mikilvægi þess að krabba- meinssjúklingar séu virkir Á árum áður var Krabbameinssjúk- lingum ráðlagt að hafa hægt um sig meðan að þeir voru í Krabba- meinsmeðferð, hvort sem um var að ræða lyfja- eða geislameð- ferð. Endilega fara vel með sig. það hefur aðra merk- ingu hjá okkur í nútíman- um. Í dag er átt við að huga vel að virkni sinni eins og hægt er, hreyfa sig daglega. Stunda eftir aðstæðum þjálfun bæði styrkjandi og þolaukandi í samráði við viðkomandi krabbameins- lækni og annað fagfólk. Regluleg hreyfing og þjálfun hefur fjölþætt gildi fyrir almenna heilsu og vellíðan fólks. Sýnt hef- ur verið fram á að hún hefur einnig forvarnargildi og dregur úr lík- um á langvinnum sjúkdómum og heilsufarskvillum. Aðgerðarleysi bætir ekkert Rannsóknir hafa sýnt fram á hversu slæm áhrif kyrrseta, hefur á lík- amann, til lengri tíma. Hún veldur rýrnun á vöðvum og vöðvastyrk, veikir hjartavöðvann og blóðrásar- kerfið ,hægir á efnaskiptum líkam- ans og hefur ekki góð áhrif á and- lega líðan fólks. Að breyta og bæta lífstílinn með reglulegri hreyfingu, þjálfun og bættu matarræði er mjög mikilvægt fyrir alla. Þar eru krabbabeinssjúklingar engin undan- tekning. Ávinningur af hreyfingu og þjálfun er sá sami fyrir þá .Hætta er á því að krabbameinssjúklingur dragi sig í hlé eftir að lyfjameðferð hefst. Hann upplifir sig veikan eða slappan, með slen eða þreytu jafn- vel aukið stress eða depurð. Í þessu ástandi hefur fólk tilhneigingu til að draga úr virkni sinni á alla lund og viðhaldi því ástandi eftir að Krabbameinsmeðferð lýkur. Það hjálpar ekki til, né dregur úr, ein- kennum að hætta að hreyfa sig. Því er mjög mikilvægt í heildina litið að hreyfa sig reglulega, stunda æfingar og fara í gönguferðir. Fleiri greinast með krabbamein Í dag greinist fólk fyrr með krabbamein en áður. Því má þakka öflugri tækja- kosti og þekkingu, bæði til rannsókna og meðferðar. Einnig eru lyfin orðin betri. Líf krabbameins- sjúklinga hefur því lengst, jafnvel um mörg ár, eftir lyfjameðferð auk þess sem fleiri læknast af krabbameininu. Meiri athygli beinist því að bætt- um lífsgæðum fyrir krabbameins- sjúklinga bæði á meðferðartíma en einnig á eftir. Sýnt hefur verið fram á að krabbameinssjúklingur bætir lífsgæði sín með daglegri líkamlegri virkni s.s. með þjálfun sem eykur úthald og vöðvastyrk. Hreyfing veitir líkamlegan og andlegan styrk til að takast á við krabbameinsmeðferðina, dregur jafnvel úr sumum hliðarverk- unum s.s. þreytu, ógleði, þunglyndi, streitu og ótta, sem algengar eru í kjölfar lyfjameðferðar. Ekki má gleyma að nefna áhrifamátt góðra öndunaræfinga og slökunar sem oft ná að losa um innri spennu með því að ná ró og góðri slökun. Af þessu leiðir aukinn súrefnisflutningur um líkamann sem bætir svefn og and- lega líðan. tengslanetið er nauðsynlegt Það er mikilvægt fyrir krabbameins- sjúklinga að hafa gott stuðningsnet í kringum sig. Hvort sem um er að ræða aðstandendur eða vini sem sýna skilning og eru hvetjandi til aukinnar hreyfingar og virkni al- mennt. Hættan er sú að fólk einangr- ist þegar það dregur sig í hlé, t.d. úr vinnu og fer í annan takt en aðrir í umhverfinu. Þá er gott að geta mætt í hóp þar sem skilningur er fyrir sjúk- dómnum og aðstæðum er fyrir hendi. Finna samkenndina í sameiginlegri reynslu. Þar fæst félagsleg örvun og jafnvel er hægt að ræða þá hluti sem meira segja er erfitt að deila með sínum nánustu. Hvað er í boði á Akureyri Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) leggur metnað sinn í að mæta þörfum skjólstæðinga sinna til bættrar heilsu, eins og það er megnugt, ásamt því fylgja því besta sem þekkist á heilbrigðissviði, hverju sinni. Á Akureyri er starf- rækt hópþjálfun fyrir Krabbameins- sjúka á vegum KAON og undir stjórn Sigrúnar Jónsdóttur sjúkraþjálfara. Boðið er upp á æfingar í vatni eða sundleikfimi, styrkjandi og liðkandi æfingar í sal og sérstaka tíma fyrir öndunar og slökunaræfingar. Allar þessar æfingar henta vel krabba- meinssjúklingum og langveikum en ekki síst æfingar í vatni sem reynst hafa krabbameinssjúklingum mjög vel. Vegna flotáhrifa vegur fólk að- eins um 10% af þyngd sinni í vatninu. Vatnið styður við liðarmót og gerir fólki kleift að hreyfa sig á margan hátt sem það annars gæti ekki, að ekki sé talað um ef til staðar er stirð- leiki eða eymsli í liðum. Þannig get- ur liðleiki aukist við auknar hreyf- ingar. Vatnið getur gefið töluverða mótstöðu í hverri hreyfingu allt eftir því hversu hröð hreyfingin er. Þannig að vöðva styrkjandi þáttur hreyf- ingar getur verið mikill. Hreyfingar í vatni auka efnaskipti og blóðflæði til vöðva og súrefnisupptöku. Æski- legt hitastig við æfingar er 27°-31° þess vegna og vegna uppdrif vatns- ins verður sársauki við gerð æfinga minni og hefur slakandi áhrif. eflumst við þrengingar Kæru Akureyringar og Norð- lendingar. Mikið er talað um þrengingar í heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir það láta Eyfirðingar ekki deigan síga heldur fylgja eftir því sem nýjustu rannsóknir sýna að bæti heilsu og hjálpi fólki í baráttu við krabbamein. Ef allir leggja hönd á plóg mun sá sem við sjúkdóminn glímir verða áfram virkur, hreyfa sig og njóta þess að vera nýtur samfé- lagsþegn. Hvetjum hvort annað til dáða og styðjum jákvætt við bakið á þeim er ganga þessa götu. Höfundur er sjúkraþjálfari RANNSÓKNIR SÝNA AÐ regluleg hreyfing og þjálfun skiptir máli Hvetjum hvort annað til dáða og styðjum jákvætt við bakið á þeim er ganga þessa götu Tryggvi Sveinbjörnsson

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.