Akureyri


Akureyri - 31.10.2013, Side 18

Akureyri - 31.10.2013, Side 18
18 31. október 2013 AÐSEND GREIN TRYGGVI SVEINBJÖRNSSON Ríku sveitarfélögin og klíkuskapurinn Í vikunni var að ég að lesa frétt þar sem Akureyrarbær var dæmdur til að greiða skaðabætur þar sem þeir tóku ekki lægsta tilboði í byggingu íþróttamiðstöðvar við Giljaskóla. Þetta á e.t.v. við fleiri sveitarfélög á svæðinu og í þessu tilfelli nefni ég Hörg- ársveit. Það hefur ekki verið fjallað um það hvaða að- ferðir sveitarstjórn Hörg- ársveitar viðhafði við val á fyrirtækjum eða einstak- lingum til að sjá um skóla- akstur við Þelamerkurskóla árið 2013 til 2014 en þeir auglýstu eftir tilboðum í aksturinn sl. vor. Til að gera langa sögu stutta bauð FAB Travel ehf sem hefur ekið við skólann frá árinu 2005 lægsta verð í fjórar leiðir af fimm en sveitarstjórn taldi sig ekki þurfa að taka lægsta tilboði heldur eftir einhverjum óskiljanlegum tilbúnum reglum sem ekki hafa fengist útskýrðar ennþá. Að minnsta kosti óskaði ég eftir að fá rökstuðning eftir hverju var valið af þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem buðu í þennan akstur. Í fyrstu sagði sveitarstjóri að skólastjórn- endur hefðu mikið um þetta að segja en þegar leitað var til þeirra báru þau af sér allar sakir og sögðu að þau hefðu ekkert að kvarta undan þjónustu FAB Travel ehf. Ég hef enn ekki fengið viðhlít- andi svör þótt sveitarstjórnin hafi fengið lögfræðing til að svara mér eftir að ég hafði sent formlegt bréf til sveitarstjórnar, en svo virðist að sveitarstjóri hafi haldið sveitarstjórn frá kröfum mínum um rökstuðning, þar til í júlí eða þremur mánuðum eftir að útboð- ið fór fram. Lögfræðibréf þetta er eitt af því fyndn- asta sem ég hef séð og bara einhver málamynda- gjörningur til að þagga niður í undirrituðum. Á sama tíma dældi sveitarstjóri yfir mig ábyrgðarbréfum, eins og hann vissi ekkert hvað sveitastjórn eða lögfræðingur þeirra var að gera. Þetta er efni í gott leikrit sem ætti að sýna að Melum hálfum mánuði fyrir kosningar í vor. Til gamans er hér að neðan út- reikningur sem ég tók saman sem sveitarfélagið þarf að greiða meira fyrir skólaaksturinn skv. heimatil- búnum reglum og/eða klíkuskaps Í uppgjöri sveitarfélagsins verður mismunurinn e.t.v. færður sem gjafa- gjörningur inn á Hópferðbíla Akur- eyrar, Klæng Stefánsson og Sigurð Gíslason? Samtals kr. 1.730.880,- Það er aumkunarvert hvernig fólk í opinberum stöðum getur ráðskast með opinbert fé, fé sem það á ekki og deilt því eftir einhverjum geð- þóttaákvörðunum. En það verður gaman að sjá hvernig meirihlutinn í Hörgársveit svarar fyrir sig fyrir næstu sveitastjórnarkosningar n.k. vor. Eru þetta trúverðugir fulltrúar að geta hent 1,7 milljónum út um gluggann? Tryggvi Sveinbjörnsson Lögfræðibréf þetta er eitt af því fyndnasta sem ég hef séð og bara einhver málamynda- gjörningur til að þagga niður í undirrituðum. SKÓLAAKSTUR ÞELAMERKURSKÓLA 2013 - 2014 Leið km pr. dag Lægsta boð kr. pr km Umsamið verð kr. pr. km Mismunur f. skólaárið 180 d. Staðartunga - Skóli 62 280 320 558.000 Auðnir - Skóli 82 190 238 708.480 Skjaldarvík - Skóli 54 240 260 194.400 Lónsbakki - Skóli 50 320 350 270.000 Samtals mismunur 1.730.880 Tryggvi Sveinbjörnsson RJÚPNAVEIÐIN HÓFST SÍÐUSTU HELGI. Víða fréttist af þungu færi og lítilli veiði, en göngutúrinn er alltaf bætandi. Völundur INNHEIMTUDAGUR ÞÓRS Laugardaginn 2. nóvember klukkan 11 – 13 verður hinn árlegi innheimtudagur Þórs þar sem foreldrar geta gengið frá æfingagjöldum fyrir veturinn hjá öllum deildum. Auk þess munu allar deildir kynna starfssemi sína. Minnum fólk á ávísun tómstundaávísun Ak- ureyrarbæjar, millideildarafslátt og systkinaaf- sláttinn hjá Þór. Boðið verður upp á veitingar Fólk er hvatt til þess að fjölmenna í Hamar og njóta dagsins Frumtamning – framhaldsþjálfun – leiðréttingarvinna – þjálfun fyrir kynbótasýningar, keppni og sölu. Reiðkennsla fyrir fólk á öllum aldri. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir og Pétur Örn Sveinsson tamningamenn og reiðkennarar. Sími: 849 5654 og 864 5337 Saurbaer.is Velkomin á Hótel Skóga Perla í suðri og mikilfengleg náttúra allt í kring Sími 487- 4880 www.hotelskogar.is hotelskogar@hotelskogar.is

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.