Akureyri - 31.10.2013, Blaðsíða 21
31. október 2013 21
ANDARTAK Á AKUREYRI
áherslu á að falla að staðalmyndum og vera
„normal”. Reyndar hafi hún gert allt til að
falla inní hópinn.
Kvöðin að falla að samfélagslegum norm-
um segir Þuríður að hafi ekki komið frá fjöl-
skyldunni sinni, heldur telur hún að sjálf hafi
hún beitt sig þrýstingi. Hugmyndirnar hafi
hinsvegar komið úr fjölmiðlum. „Ég vinn
á Te og Kaffi í Eymundsson og hef því gott
aðgengi að allskonar tímaritum. Flest venju-
leg tímarit sem stelpur lesa innihalda mjög
áberandi staðalmyndir.
Þar eru allskonar greinar og ráðgjöf fyr-
ir gagnkynhneigð pör, t.a.m. hvernig konur
eigi að gera kærastana ánægða og glaða. Af
hverju er ekki fjallað um það hvernig stelpur
geti gert kærusturnar ánægðar og glaðar?”
spyr Þuríður og finnst að jöfnum höndum
eigi að fjalla um samkynhneigða og gagn-
kynhneigða, án þess að samkynhneigðir séu
teknir sérstaklega umfjöllunar eins og um
sérstök tilvik sé að ræða. „Hvað var svona
merkilegt við að Jóhanna Sigurðardóttir, sem
dæmi, væri lesbía?”
Þuríður segist alltaf verða svolítið vand-
ræðaleg þegar fólk gengur að henni og seg-
ist vera stolt af því að hún hafi komið út úr
skápnum. „Ég veit að fólk vill með þessu sýna
stuðning. En á sama tíma finnst mér ég ekki
það ekki þurfa að vera umræðuefni frekar
en gagnkynhneigð fólks er umræðuefni. “
Hún bendir líka á að þarna sé um að ræða
ákveðinn tvískinnung. „Ég veit að samfélagið
samþykkir hver ég er. Það er jafnvel litið á
íslenskt samfélag sem sérstaklega vinsamlegt
samkynhneigðum. En af hverju er það ekki
sýnt á skýrari hátt?
Ef ég fletti tímariti þar sem lesbískt par er
hluti af einhverri umfjöllun þá verð ég mjög
stolt. En ég set samtímis spurningamerki við
það. Af hverju verð ég svona stolt þegar það
á að heita eðlilegt?” Hún bendir jafnframt á
að það sé sjaldgæft að samkynhneigðir komi
fyrir í umfjöllunum eða greinum án þess að
kynhneigðin sé umfjöllunarefni. „Á sama
tíma og við eigum að heita opin – þá erum
við lokuð.”
Þuríður bendir á að þær staðalmyndir sem
tengist flokkun á fólki eftir kynhneigð eigi
ekki síður við um homma og lesbíur en gagn-
kynhneigða. „Ég vil ekki að fólk sé stimplað
samkvæmt kynhneigð. Hommar eiga t.a.m.
ekki að þurfa að vera hárgreiðslumenn eða
förðunarfræðingar. Alveg eins á að gera ráð
fyrir að þeir séu lögfræðingar, verkfræðingar
eða hagfræðingar – í raun hvað sem er,” seg-
ir Þuríður og bendir á að sem betur fer séu
margir mjög opnir.
„Samt rekst ég stundum á að kynhneigð
mín er hluti af kynlífsfantasíum gagnkyn-
hneigðra karla. Svo eru þeir sem halda að
þar sem ég er lesbía þá sé ég alltaf að pæla í
stelpum – og þá helst þessari staðalmynd sem
talið er að strákar falli fyrir. En ég hef mína
manngerð og auðvitað er ég ekkert frekar að
pæla í stelpum en fólk er yfir höfuð að spá í
annað fólk. Ég er hluti af samfélaginu, hvort
heldur sem ég er samkynhneigð eða ekki.”
Þannig geri samfélagið ráð fyrir því að fólk
sé í ákveðnum flokkum. Það gefi lítið svigrúm
fyrir einstaklingsbundna hegðun. Fólk geti
vel verið samkynhneigt og gagnkynhneigt í
senn. Önnur hvor kynhneigðin sé þá mögulega
ráðandi og geti hlutföllin þá verið mjög mis-
munandi. „Það þarf ekki að ákveða endanlega
hvaða kynhneigð fólk hefur. Hún getur verið
fljótandi og til dæmis er fullkomlega rökrétt
að vera áttatíuogfimm prósent lesbía,” segir
Þuríður. „Mér finnst heldur ekki að gagnkyn-
hneigð eigi að vera skilgreind eða hólfuð niður.
Allir ættu að hafa leyfi til að prófa sig áfram
einhverntíman á lífsleiðinni. Ömmur sem hafa
verið með strák í fjörutíu ár gætu þess vegna
prófað að vera með stelpu.”
Um leið og ráða megi bót á flokkun og
staðalmyndum kynhneigðar segir Þuríður
að erlendis glími fólk við mun meiri fordóma
en hér á landi. „Ég var skiptinemi á Ítalíu og
eins hef ég ferðast töluvert um Asíu,” segir
Þuríður. „Ég hef séð samanburðinn úti í heimi
þar sem fólk má ekki gifta sig og jafnvel ekki
vera samkynhneigt. Þá verð ég svo þakklát
fyrir að búa á Íslandi.” a
Samt rekst ég
stundum á að kyn-
hneigð mín er hluti
af kynlífsfantasí-
um gagnkyn-
hneigðra karla.
ARON OG ÞURÍÐUR:
litríkt fólk með sitt á
hreinu.
V
ölu
n
du
r