Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ
Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn
Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is, Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is, Guðrún Gunnarsdóttir gudrun@actacor.is Auglýsingar Kolbrún
Ragnarsdóttir kolla@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
fram allt eru þeir mjög listhneigðir
og opnir fyrir alls konar tilraunum,
og áhugasamir um listamenn sem
eru fyrir utan „mainstream“ og
„commercial“ flæðið. Um leið er
markaðurinn risastór, sennilega sá 5.
stærsti í heiminum og fyrir vikið er
töluvert stór sá hópur tónlistarunn-
enda sem eru tilbúnir að fara út fyrir
boxið.“
Barði segist lengst hafa dvalið í
Frakklandi í tvo mánuði samfleytt.
„Og öfugt við það sem margir
ímynda sér fer vinna mín lítið fram á
kaffihúsum. Oftast er ég í hljóðverinu
frá morgni til kvölds, en leyfi mér
auðvitað að njóta umhverfisins. Það
er t.d. gaman að upplifa fegurðina í
París, ég hef gaman af að virða þá
hefð Frakkanna að fá sér hádeg-
isverð – hér á Íslandi er vinnan oft
tekin í einum rykk svo að hádeg-
isverðurinn er látinn mæta afgangi.“
Gull af fólki
Og hvernig eru Frakkarnir í sam-
skiptum? Eru þeir eitthvað líkir
stereótýpunni sem birtist af frönsku
listafólki í kvikmyndum, þar sem það
er oft sýnt sem hortugt og uppskrúf-
að?
B
arði Jóhannsson tónlist-
armaður hefur verið með
annan fótinn úti í Frakk-
landi síðan fyrsta hljóm-
plata hljómsveitar hans,
Bang Gang, kom út árið 1998. Hann
hefur þó aldrei búið langdvölum í
landinu og segist sjaldan yfirgefa
hljóðverið þegar hann tekur vinnu-
skorpur í borgum á borð við París.
Hann segir listamannslífið í Frakk-
landi ánægjulegt en þó séu dagarnir
hjá honum þar í landi ekki eins æv-
intýralegir og margir virðast halda.
„Ég man t.d. þegar ég var fenginn á
kvikmyndahátíðina í Cannes til að
flytja tónlist. Þar spilaði ég einfald-
lega tvö gigg og hélt svo rakleiðis
heim á leið. Þannig varð mín upplifun
af öllum glamúrnum og glysinu í
þeirri ferð.“
Gæfuspor í boði Warner
Það var vegna ávörðunar á skrifstofu
Warner að sterk tengsl mynduðust
milli Barða og Frakklands en útgáfu-
fyrirtækið ákvað á sínum tíma að
áhugavert væri að gefa út Bang
Gang þar í landi. Í framhaldinu fór
hann til Frakklands til að spila á tón-
leikum og kynntist fljótlega Keren
Ann Zeidel. Saman stofnuðu þau
tvíeykið Lady and Bird og sömdu
m.a. óperu sem var sett upp af
frönsku leikhúsi og óperuhúsi. Nú
síðast hefur Barði átt í samstarfi við
Jean-Benoit Dünckel úr goðsagna-
kennda franska rafbandinu Air en
saman mynda þeir Barði og Jean-
Benoit bandið Starwalker.
Barði gerði á endanum samning
sem höfundur við Frakklandsarm út-
gáfurisans EMI og hefur allar götur
síðan verið mjög virkur á franska
tónlistarmarkaðinum. Hann segir að
í dag sé um helmingurinn af plötu-
sölu hans á Frakklandsmarkaði en
hinn helmingurinn dreifist á önnur
lönd.
Opnir fyrir tilraunum
En hvers vegna Frakkland til að
byrja með? Hvað sá Warner á sínum
tíma í tónsmíðum Barða sem myndi
falla svona vel í kramið hjá
Frökkum?
„Frakkar eru miklir smekkmenn á
tónlist,“ segir Barði kíminn. „En um-
„Ég neita því ekki að ég hef rekist
á þannig týpur, en ekki nennt að gefa
þeim neina athygli. Upp til hópa eru
þeir sem ég hef kynnst í Frakklandi
algjört gull af fólki og góðir vinir vina
sinna,“ útskýrir Barði. Hann segir
töluverðan menningarmun geta verið
á Frökkum og Íslendingum og eru
þjóðirnar t.d. eins og andstæðir pólar
hvað kemur að skipulagningu. Þegar
pólarnir mætast getur útkoman hins
vegar orðið ágæt. „Frakkarnir vilja
helst hugsa um hlutina í nokkur ár
áður en nokkuð er gert. Þetta getur
farið í taugarnar á Íslendingi en ég
hugsa að það fari alveg jafnmikið í
taugarnar á þeim þegar Íslendingur
hringir og ætlast til þess að allt fari
af stað undir eins og sé tilbúið eftir
viku. Þegar franska og íslenska leiðin
mætast er útkoman ágætur meðal-
vegur.“
Þá hefur það verið áskorun fyrir
Barða að læra á franska skrifræðið.
Segir hann Frakka hafa ástríðu fyrir
skriffinnsku og stimplum og hafi
margur Íslendingurinn reytt hár sitt
og skegg við að reyna að koma papp-
írum á réttan stað í réttu formi í
franska kerfinu. „Það getur verið
mjög erfitt að komast inn í kerfið
hérna, en þegar maður er á annað
borð kominn inn ganga hlutirnir yf-
irleitt mjög vel fyrir sig og hugsa t.d.
Frakkarnir mjög vel um allt sem
heitir höfundarréttargreiðslur.“
Listir í hávegum hafðar
Eitt sem Barði segir Íslendinga geta
lært af Frökkum er viðhorfið sem
þeir bera í garð lista. Hann segir hafa
verið mjög uppörvandi fyrir ungan
íslenskan listamann að koma til
Frakklands og upplifa þar annað við-
mót en hann var vanur. „Þegar mað-
ur segist vera tónlistarmaður er við-
kvæðið á Íslandi að spyrja hvað
maður vinni svo við á daginn, hvað sé
alvöru vinnan. Í Frakklandi þykir
það hins vegar hreint og klárt æðis-
legt að vera starfandi
tónlistarmaður, og er í augum fólks
mikil upphefð í því að hafa hæfileik-
ana og getuna til að starfa við listir.“
Allur tíminn sem Barði hefur varið
í Frakklandi hefur svo orðið til þess
að smita hann ögn af franskri menn-
ingu. „Ég fæ reyndar bara hausverk
af léttvínum og er lítið fyrir mygluðu
ostana, en ég reyni í hverri ferð að
kaupa gott núggat og rótsterkt sinn-
ep. Sinnep sem lætur alveg loga í
hausnum er eitthvað sem mér finnst
algjör snilld.“ ai@mbl.is
Útkoman góð þegar
franska og íslenska
leiðin mætast
Étoile Barði Jóhannsson hefur gert það gott í Frakklandi og átt í gjöfulu samstarfi við leiðandi listamenn.
Barði hefur verið viðloðandi Frakkland í bráðum
15 ár. Hann segir skrifræðið hafa reynt á en
kann vel að meta brennandi sterkt sinnepið.
Morgunblaðið/Arnaldur
Gullið Barði hefur vanist logandi
sterku frönsku sinnepi.
Morgunblaðið/ÞÖK
í tímum í tröppum og gluggakistum
eða héngum utan í veggjum til að
fylgjast með í tímum. Þegar ég kom
þangað aftur, áratugum seinna, hafði
ekkert breyst. Það var aðeins búið að
skipta um loftljós, en annað var ná-
kvæmlega eins. Þessi París, sem ekk-
ert hefur breyst, er svo stórkostleg.
Þangað hef ég alltaf leitað til að kom-
ast í snertingu við nið aldanna, sem
sífellt blæs nýjum stefnum anda í
brjóst.“
Hinir frakknesku fiskimenn
Eins og fyrrverandi forseti lýðveld-
isins veit mætavel á Ísland vinaþjóðir
víða, og bæjarfélög hérlendis vinabæi
sömuleiðis á erlendri grund. Margt
er þó sem gerir tengsl lands og þjóð-
ar við Frakkland sérstök, að sögn
Vigdísar. „Þar vega sjómannatengsl-
in svo þungt. Hundruð franskra segl-
skipa mönnuð frönskum sjómönnum
frá Normandie og Bretagne reru á
seglskútum á þorskamið við Ísland,
enda voru þeir heima fyrir kallaðir
Íslendingarnir – les Islandais. Kvað
mest að veiðunum upp úr aldamót-
unum 1800 og til áranna kringum
1912, þegar togaraöld hófst. Frakkar
eru kaþólskir og fiskmeti var þeim
ákaflega mikilvægt á föstudögum, og
auðvitað á föstunni, og aðkallandi til
að mynda að hafa nægilegt fiskmeti
fyrir heri Frakka sem ríkið þurfti að
sjá fyrir,“ bendir Vigdís á. „Fiskveið-
arnar við Ísland skiptu gríðarlegu
máli fyrir norðurhéruð Frakka og
fjölmargir atvinnuvegir í Norður-
Frakklandi voru veiðunum bein-
tengdir, ekki síst í bæjunum Paimpol
og Gravelines. Menn smíðuðu skip,
sniðu segl, saumuðu sjóklæði og skó-
búnað. Er þá ótalin umfangsmikil
framleiðsla veiðarfæra. Afleiddir at-
vinnuvegir voru því fjölmargir og
áhrifin af sjósókn Frakkanna miklu
meiri en sem nam fiskveiðunum ein-
göngu.“ En þó hin gjöfulu Íslandsmið
hafi verið Frökkunum heilladrjúg til
fiskveiða þá fórst mikill fjöldi
franskra sjómanna á þeim sömu mið-
um; Hafið gaf og hafið tók, eins og
þar stendur, og áætlað er að allt að
400 franskar skútur hafi farist á Ís-
landsmiðum og með þeim á fimmta
þúsund sjómenn. Um líf sjómann-
anna má lesa í hinni víðfrægu bók
Pierre Lôti, Pêcheurs d’Islande, sem
kom út árið 1886 og hefur borið hróð-
ur höfundarins víða. Lestur þeirrar
bókar hafði mikil áhrif á Vigdísi, eins
og aðra sem lesið hafa. „Ég mun til
dæmis aldrei gleyma þeirri tilvitnun í
bókina sem áletruð er á minnisvarð-
ann í Hólavallagarði um frönsku sjó-
mennina sem fórust hér við land. Þar
segir: Il ne revint jamais. Une nuit
d’août, là-bas, au large de la sombre
Islande, au milieu d’un grand bruit de
fureur, avaient été célébrées ses no-
ces avec la mer.“ Í íslenskri þýðingu
Páls Sveinssonar hljóma þessi orð
svo: „Hann kom aldrei aftur. Það var
eina nótt í ágústmánuði að brúðkaup
þeirra Ránar og hans fór fram langt
norður í höfum, úti við Ísland. Var
þar skuggalegt umhorfs og hamfarir
á alla vegu.“ Á minnisvarðann í Hóla-
vallagarði er einnig ritað að „STEIN
ÞENNA REISTU ÍSLENDINGAR
FRAKKNESKUM SJÓMÖNNUM
Í VINÁTTU- OG VIRÐINGAR-
SKYNI VIÐ HINA FRÖNSKU
ÞJÓГ.
Vigdís minnist þess í framhaldinu
að eitt af þekktustu kennileitum í
bænum Paimpol sé Ekkjukrossinn,
Le Croix des Veuves, sem stendur á
háum höfða þar sem sér sjóinn. „Þar
komu eiginkonurnar saman þegar
haustaði og von var á skútunum frá
Íslandsmiðum. Sumar heimtu menn
sína úr helju og héldu með þeim
heim, og þannig fækkaði í hópnum
sem beið uns ekkjurnar voru einar
eftir.“ Þetta er að sögn Vigdísar
áhrifaríkur og merkingarþrunginn
staður að heimsækja. Annar slíkur er
Veggur hinna týndu, eða Le Mur des
Disparus, sem tileinkaður er minn-
ingu sjómannanna sem fórust við Ís-
land. Þar má sjá nöfn skipanna sem
fórust og sömuleiðis nöfn sjómann-
anna sem hurfu með þeim, og má þar
ljóslega sjá hve skelfilegan toll veið-
arnar við Ísland tóku af hinum litlu
bæjarfélögum í Norður-Frakklandi.
Er því ekki að undra að tilfinn-
ingaþrungin saga bindi þjóðirnar
tvær sterkum böndum. Siglingar
Frakka til Íslands voru svo miklar að
þeir komu hér upp frönskum spítöl-
um í Reykjavík, Fáskrúðsfirði og
Vestmannaeyjum. „Því má ekki
gleyma að íslenskir sjúklingar fengu
líka inni á frönsku spítölunum. Þeim
var meðal annars hjúkrað af nunnum
sem hingað komu frá Frakklandi til
að annast þá sem á frönsku spítöl-
unum lágu og þar var ekki farið í
manngreinarálit vegna þjóðernis. Að
sama skapi lögðu Íslendingar frönsk-
um sjómönnum lið og lífbjörg ef
skipsskaði varð undan landi. Í því
sambandi má nefna björgunarafrek
séra Jóns Norðfjörð Jóhannessonar á
Sandfelli í Öræfum, í febrúar 1912,
þegar skipið Aurore fórst á Skeið-
arársandi. Séra Jón hafði fyrir sið að
ganga á fell þegar óveður gekk niður
og skima með góðum sjónauka sem
hann átti, hvort hann sæi skip sem
lent hefði í háska. Hann kom auga á
frakkneskt skip sem hafði strandað í
flæðarmálinu, og reið þegar í stað
með vinnumanni að sækja sjómenn-
ina og bjarga þeim. Meðal þeirra sem
hann bjargaði þar var Yves Le Roux,
jafnan nefndur Tonton Yves, sem var
síðasti Íslands-sjómaðurinn frá Pa-
impol, þá ekki nema 12 ára að aldri.
Hann hafði á orði í ævisögu sinni sem
hann skrifaði um 70 árum síðar, að í
huga sveitunga hans hefði Ísland
landfræðilega séð verið nær en París.
Slík voru tengslin.“ Því má bæta við
að Tonton Yves mælti svo í viðtali við
Elínu Pálmadóttur sem birtist í
Morgunblaðinu í nóvemberlok 1980,
að tilfinningalega væri hann fyrst
Bretóni, þá Íslendingur og í þriðja
lagi Frakki.
„Flottasta komplimentið“
„Það eru mikil og traust vináttubönd
milli Íslands og Frakklands, sem
seint munu fyrnast. Íslenskir lista-
menn streymdu til Frakklands eftir
stríð, Þorvaldur Skúlason, Nína
Tryggvadóttir, Hörður Ágústsson,
Valtýr Pétursson, Thor Vilhjálmsson,
Steinn Steinarr og seinna Sigurður
Pálsson og Pétur Gunnarsson svo fá-
einir séu nefndir; við flytjum vita-
skuld ennþá fisk þangað út, og það er
gaman að minnast þess að íslenska er
kennd við Sorbonne, ásamt því að
fjórðungsritið Courrier D‘Islande er
gefið út í Frakklandi. Svona má lengi
telja. Ekki má heldur gleyma land-
fræðingnum Paul Gaimard sem kom
hér á 19.öld. Með honum í för var
landslagsmálarinn Auguste Mayer
og Íslandsmyndir hans eru einstæð
og ómetanleg heimild um íslenska
þjóðhætti og þjóðlíf.“
Vigdís nefnir að endingu nokkuð
sem henni er minnisstætt úr öllum
þeim óteljandi samskiptum milli Ís-
lands og Frakklands sem hún hefur
ýmist lesið eða lifað sjálf. Orðsending
barst frá sjávarútvegsráðuneyti
Frakka og var send öllum skútuskip-
stjórum sem sigldu á Íslandsmið.
Hún hljóðaði þannig: „Takið aldrei
neitt ófrjálsri hendi frá Íslendingum,
því þó þeir búi í grasivöxnum hólum
þá kunna þeir allir að lesa!“ Þar var
átt við það að stælu menn hans sauð-
um eða öðru frá heimamönnum þá
var víst um það að bóndi gæti lesið á
nafn skipsins sem lá fyrir utan. Í
framhaldinu voru hæg heimatökin að
klaga þjófana í Dani sem þá réðu hér.
Þetta finnst mér eitt flottasta kompli-
ment sem við Íslendingar höfum
fengið.“ jonagnar@mbl.is
„Hundruð franskra seglskipa mönnuð frönskum
sjómönnum frá Normandie og Bretagne reru á
seglskútum á þorskamið við Ísland, enda voru þeir
heima fyrir kallaðir Íslendingarnir – les Islandais.“
Tengslin við Frakka eru mikil og merk.