Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Síða 4
Styrkþegar F.v. Sigríður Þóra Reynisdóttir, Kristín Alexíusardóttir (f.h. Laufeyjar Tryggva- dóttur), Edda S. Freysteinsdóttir, Birna Þorvaldsd., Anna Marzellíusard. og Inga Reynisdóttir. Fimmtudaginn 10. október sl. veitti styrktarfélagið Göng- um saman íslenskum rann- sóknaraðilum á sviði grunn- rannsókna á brjóstakrabbameini rann- sóknarstyrki að fjárhæð 8 milljónir króna. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 40 milljónum króna til grunn- rannsókna á brjósta- krabbameini frá stofnun fé- lagsins fyrir sex árum. Styrkurinn skiptist á milli sex aðila:  Anna Marzellíus- ardóttir, meistaranemi við Háskóla Íslands. Leit að áhrifabreytingum í erfðaefni fjölskyldna með háa tíðni brjóstakrabbameins. Ein milljón króna.  Birna Þorvaldsdóttir, meistaranemi við Háskóla Ís- lands. Hefur telomer-lengd í blóði forspárgildi um brjósta- krabbameinsáhættu hjá BRCA2-arfberum? Ein millj- ón króna.  Edda Sigríður Frey- steinsdóttir, meistaranemi við Háskóla Íslands. Leit að brjóstakrabbameinsgenum í fjölskyldum án BRCA1/2- tengsla. Ein milljón króna.  Inga Reynisdóttir, for- stöðumaður Rannsókn- arstofu í meinafræði, Land- spítala. Leit að samrunagenum í brjóstaæxl- um sem bera mögnuð litn- ingasvæði. Tvær milljónir króna.  Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við Há- skóla Íslands og fram- kvæmdastjóri Krabbameins- skrár. Áhrif meðferðar og æxliseiginleika á horfur brjóstakrabbameinssjúklinga með BRCA2-stökkbreyt- ingar. 1,2 milljónir króna.  Sigríður Þóra Reyn- isdóttir, doktorsnemi við Há- skóla Íslands. miRNA-tjáning í BRCA2-tengdu brjósta- krabbameini. 1,8 milljónir króna. Göngum saman byggir starf sitt á þátttöku almenn- ings. Styrkveitingin í ár byggist að mestu leyti á frjálsum framlögum ein- staklinga sem hafa lagt hafa sitt af mörkum með þátttöku í styrktargöngum, Reykja- víkurmaraþoninu og kaupum á söluvarningi félagsins. Einnig hafa ýmis fé- lagasamtök, fyrirtæki og ein- staklingar lagt málefninu lið. Upplýsingar um félagið er að finna á www.gongumsam- an.is. jonagnar@mbl.is Styrktarfélagið Göngum sam- an veitir styrki til grunnrann- sókna á brjóstakrabbameini 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2013 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Safnaðarheimili Grensáskirkju Sunnudagurinn 20. okt. Samkoma kl. 17. Ræðumaður Hermann Bjarnason. Samkoma kl.17 sunnudaginn 20. okt. í Kirkjustræti 2. Rannvá Olsen talar. Heimilasambandið á mánu- dögum kl.15 Allir hjartanlega velkomnir Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opin alla virka daga kl. 13.-18 Nytjamarkaður í Mjódd opið þriðjudag til föstudags frá kl.13-18. Kl. 11.00 Samkoma Ræðumaður er Lauren Cunning- ham, stofnandiYouth with a Mis- sion. Kaffi og samfélag eftir samkomuna. Kl. 14.00 Samkoma á ensku hjá Alþjóðakirkjunni. Paulo Sicoli prédikar. Kl. 18.00 Samkoma með ljúfri lofgjörð og hagnýtri prédikun. Helgi Guðnason prédikar. Vertu innilega velkomin/n á samkomu í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Garðar Björg- vinsson, Michael-miðill, Símon Bacon, Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari og auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum upp á einka- tíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rannsóknir og útgáfur, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18, auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Félagslíf 8,0 samanborið við 7,8 að meðaltali hjá Reykjavík- urborg. Yngstu og elstu starfsmennirnir eru ánægð- astir í starfi, stjórnendur eru ánægðari en aðrir og þeir sem hafa skemmri starfstíma en 3 ár og lengri en 20 ár eru ánægðari en hinir. Skóla- og frístundasvið kemur einnig best út þegar spurt er um tilgang starfsins, hvort hæfni nýtist vel í starfi og hvort starfsfólk sé stolt af starfi sínu. Þar er gildið 8,4 samanborið við 8,2 að með- altali hjá borginni. Upplýsingaflæði stendur í stað á milli mælinga, en 61% starfsfólks telur upplýsinga- streymi á sínum vinnustað gott og 70% segjast fá nauð- Ný viðhorfskönnun meðal starfsmanna hjá Reykjavík- urborg leiðir í ljós þá megin- niðurstöðu að 85% þeirra eru ánægð í starfi og líður vel í vinnunni og er það hækkun um eitt prósentustig frá árinu 2011. Helstu breytur sem auka starfsánægju eru þættir eins og viðurkenning, hvatn- ing og metnaður í starfi, en þeir hækkuðu á milli kann- ana. 78% starfsfólks telja að starf þeirra sé metið að verð- leikum og fleiri fá hrós hjá næsta yfirmanni eða 70% starfsmanna. Þá leiðir könnunin í ljós að hlutfall starfsfólks sem fer í starfsþróunarsamtöl hefur aukist úr 58% á árinu 2011 í 66% og að sama skapi finnst fleirum að samtalið hafi kom- ið að gagni. 87% starfsmanna töldu sig þekkja vel markmið og stefnu vinnustaðarins og tæp 80% töldu sig ánægð með markmiðin. Skóla- og frístundasvið skorar Þegar einstök svið og ein- stakir þættir eru skoðaðir kemur fram að starfs- ánægjan er mest hjá skóla- og frístundasviði, með gildið synlegar upplýsingar sem snerta starfið sitt og/eða vinnustaðinn. Þá leiðir könn- unin í ljós að bæta þarf vinnuaðstöðu starfsfólks, 65% telja vinnuaðstöðu sína góða, einu prósentustigi minna en á árinu 2011, og 72% telja sig hafa aðgang að þeim gögnum og tækjum sem þau þurfa sem einnig er lækkun frá fyrri könnun. Þegar spurt er um ímynd vinnustaðarins skorar menn- ingar- og ferðamálasvið hæst með gildið 8,6, samanborið við 7,9 meðaltal hjá borginni allri. Fleiri borgarstarfsmenn segjast nú upplifa jafnvægi milli starfs og einkalífs, eða 80% starfsfólks og er það tveimur prósentustigum hærra hlutfall en á árinu 2011. Fleiri segjast segjast einnig hafa sveigjanleika til að samræma starf og einkalíf, eða 80% miðað við 77% fyrir tveimur árum. Starfsfólk skóla- og frístundasviðs kem- ur þar best út og ÍTR síst. Þegar spurt er um vinnuá- lag eru niðurstöðurnar ívið betri en árið 2011, en þá töldu 58% að álag í starfi væri of mikið þegar á heildina er lit- ið, nú er þetta hlutfall 55%. Nú segja 56% að vinnuálag hafi aukist á síðustu 12 mán- uðum – en árið 2011 sögðust 63% upplifa það. Hlutfall þeirra sem sjá sig áfram í starfi sínu eftir tvö ár lækkar frá árinu 2011 úr 59% í 57% og sama hlutfall og í síðustu mælingu segist hugsa oft um að hætta í núverandi starfi, eða 22%. Könnunin var gerð meðal borgarstarfsmanna dagana 18. apríl til 22. maí 2013. Hún náði til 7.076 starfsmanna eða til allra ótímabundið ráðinna stafsmanna og flestra tíma- bundið ráðinna starfsmanna. Alls bárust 4.835 svör og var svarhlutfallið því 68%. jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ráðhúsið Könnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar leiðir í ljós að 85% þeirra eru ánægð í starfi. 85% starfsmanna ánægð í starfi Íslenskir kúabændur hafa gefið Beinvernd nýjan fær- anlegan beinþéttnimæli (óm- tæki) að gjöf sem áætlað er að nýta í samstarfi við heilsu- gæsluna í landinu. Þessi gjöf mun efla til muna forvarna- starf gegn beinþynningu á landsvísu því mikilvægt er að greina sjúkdóminn í tíma. Helstu forvarnir gegn bein- þynningu sem tengist lífs- háttum eru kalk, D-vítamín og hreyfing. Beinverndardagur 20. október Þann 20. október ár hvert halda beinverndarfélög innan alþjóða beinverndarsamtak- anna International Osteopo- rosis Foundation IOF upp á alþjóðlegan beinverndardag til að vekja fólk til vitundar um að beinþynning er heilsu- farsvandamál sem ber að taka alvarlega. Beinvernd er eitt af þessum beinverndarfélögum. Beinþynning er sjúkdómur í beinum sem veldur því að beinmassinn minnkar og mis- röðun verður í innri byggingu beinsins sem leiðir til auk- innar hættu á beinbrotum. Beinþynning verður þegar beinmagnið minnkar hraðar en líkaminn endurnýjar það. Flest brot af völdum bein- þynningar verða á fram- handlegg, upphandlegg, mjöðm og hryggjarliðum og geta valdið miklum verkjum, verulegri hömlun og jafnvel dauða. Á heimsvísu er talið að beinbrot af völdum beinþynn- ingar verði á þriggja sek- úndna fresti. Hér á landi verða á milli 1400 og 1500 beinbrot vegna beinþynn- ingar á ári eða um þrjú til fjögur beinbrot á dag. Við miðjan aldur mun ein af hverjum þremur konum og einn af hverjum fimm körlum brotna af völdum beinþynn- ingar síðar á ævinni og áhætt- an eykst með auknum aldri. Beinvernd mun á bein- verndardaginn, þann 20. október, opna nýuppfærðan vef sinn www.beinvernd.is en þar er finna mikinn fróðleik um beinþynningu, forvarnir og meðferð, að því er segir í fréttatilkynningu. jonagnar@mbl.is Forvörn Íslenskir kúabændur hafa gefið Beinvernd nýjan færanlegan beinþéttnimæli að gjöf. Beinvernd fær beinþéttnimæli að gjöf Núna um helgina frumsýnir Borgarleikhúsið í samstarfi við unga nýja listamenn leik- verkið Saumur eftir Anthony Neilson. Á hverju ári út- skrifar Listaháskólinn hátt á þriðja tug sviðslistafólks. „Þetta fólk slær okkur blíð- lega utan undir, því fylgja nýjar hugmyndir og önnur viðhorf. Ef þetta fólk væri ekki til þá myndi leikhúsið deyja út. Við þurfum að hlúa að því,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu, sem hefur í gegnum árin kapp- kostað við að fá vaxtarsprota inn í húsið, leikara, leik- stjóra, höfunda og annað sviðslistafólk. Einn af þess- um vaxtarsprotum er Rík- harður Hjartar Magnússon sem leikstýrir verkinu. Sagan segir af pari í stormasömu sambandi sem neyðist til að ákveða hvort það sé tilbúið til þess að ala upp barn. Unga parið veltir fyrir sér hvort það eigi fram- tíð saman þrátt fyrir reiði og biturð yfir svikum fortíð- arinnar. Ef hvorki er hægt að taka til baka það sem sagt hefur verið né það sem hefur verið gert, er þá hægt að hefja nýtt líf án þess að fyrirgefa? Verkið Saumur var upp- haflega útskriftarverkefni leikstjórans Ríkharðs Hjart- ar Magnússonar úr fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands og vakti mikla at- hygli en verður nú sýnt í nýrri og endurbættri útgáfu á Litla sviði Borgarleikhúss- ins. Höfundurinn Anthony Neilson (1967) er tvímæla- laust eitt magnaðasta sam- tímaleikskáld Bretlands. Neilson hefur skrifað mikinn fjölda leikrita, gríðarlega ólík að gerð, innihaldi og framsetningu. Meðal verka eftir hann sem flutt hafa verið hérlendis má nefna Pe- netreitor, Ófagra veröld og Lík í óskilum. Með hlutverk parsins fara þau Hjörtur Jó- hann Jónsson og Vala Krist- ín Eiríksdóttir. jonagnar@mbl.is Borgarleikhúsið Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir í hlutverkum sínum í Saumi. Saumur frumsýndur í Borgarleikhúsinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.