Monitor - 31.10.2013, Síða 3
fyrir tónelska,
skemmtilega og vel tennta
Það vekur ósjaldan mikla furðu
þeirra erlendu gesta sem hingað
koma hversu gríðarlega öflugt ís-
lenskt tónlistarlíf er. Þessa dagana
stendur yfir stærsti viðburður ársins
í þeim efn-
um, Iceland
Airwaves. Í
tilefni þess
streyma
hingað til
lands erlend-
ir gestir og
segir sagan
að útlensk kreditkortavelta hafi
aukist um heilan milljarð meðan
hátíðin stóð yfir í fyrra. Monitor á
ekki milljarð en vildi þó leggja sitt
af mörkum við hátíðina. Síðustu
daga hafa nokkrar áhugaverðar
hljómsveitir mætt í Símaklefann
í Hádegismóum og tekið lagið
fyrir framan
myndavél-
arnar. Um
var að ræða
svokallað
„Live lounge“
þar sem
flest böndin
tóku eitt af
sínum eigin lögum og eitt cover lag.
Hljómsveitirnar koma úr ólíkum
áttum og ættu allir að finna þar
eitthvað við sitt hæfi. Næstu daga
munu upptökur af þessu spileríi
streyma inn á vef Monitor og eru
allir tónlistarunnendur því hvattir
til þess að fylgjast vel með.
Á vefsíðunni airwaves.com má kaupa
hágæða loftræstikerfi.
fyrst&fremst 3fimmtudagur 31. október 2013 Monitor
b
la
ð
ið
í
t
ö
lu
M ára kynntist Högni
Egilsson fyrst
tónlistinni af alvöru
4
sinnum hefur
hin norska Rikke
mætt á Airwaves
laganemar sýna
lesendum Hrekkja-
vökubúninga.
ára byrjaði Högni
að selja kínverja í
einkaskóla í Belgíu.
7
12
Síðastliðinn föstudag fékk ég tölvupóst
http://www.mbl.is/monitor/frettir/2013/10/25/
fagleg_skyndikynni/
færðu borgað fyrir að skrifa svona crap hvar
get ég skráð mig ?“
Ég svaraði fyrirspurninni að sjálfsögðu aðbragði.
Sæll Stefán,
Heyrðu jú, ég fæ nefnilega einmitt meðal ann-
ars borgað fyrir að skrifa svona pistla. Þessi
tiltekni pistill birtist fyrst í nýjasta tölublaði
Monitor á síðu þrjú. Er eitthvað sérstakt í
pistlinum sem þér finnst að mætti betur fara?
Annars er þér frjálst að senda okkur pistla á
monitor@monitor.is. Ef okkur finnst þeir nógu
góðir birtum við þá á monitor.is eða jafnvel
í blaðinu en því miður getum við ekki greitt
fyrir einstök pistlaskrif.
Bestu kveðjur
Anna Marsibil“
Ég hef ekki enn fengið svar.Ef þér lesandi góður finnst eitthvað
mega betur fara í Monitor eða á monitor.
is myndi það gleðja okkur ósegjanlega
að heyra þína skoðun. Okkur þykir þó
heldur skemmtilegra þegar skoð-
unin er rökstudd og málefnaleg.
Kommentakerfis-persónuárásir
eru nú líka bara svolítið sorglegar
er það ekki?
Það eru ekki bara fýlupúkar semmega senda okkur pistla heldur
er það öllum frjálst, jafnt sniðugum
sem snúðugum. Dragið fram
lyklaborðin, elsku lesendur, og
sendið okkur ykkar hugleiðingar á
monitor@monitor.is.
Ástarkveðjur, Anna Marsý
monitor@monitor.is ritstjórn:
Anna Marsibil Clausen (annamarsy@
monitor.is), Hersir Aron Ólafsson
(hersir@monitor.is) framleiðslustjóri:
Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.
is) Blaðamenn: Rósa María Árnadóttir
(rosamaria@monitor.is), Umbrot:
Monitorstaðir auglýsingar: Auglýsinga-
deild Árvakurs (augl@mbl.is) forsíða:
Eggert Jóhannesson (eggert@mbl.is)
myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson
Í fæðingarorlofi: Jón Ragnar Jónsson
(jonragnar@monitor.is), Lísa Hafliðadótt-
ir (lisa@monitor.is) Útgefandi: Árvakur
Prentun: Landsprent sími: 569 1136
ga Monitor Efst í huga Monitor Efst í huga Monitor Efs
Viltu skrifa fyrir Monitor?
M
yn
d/
G
ol
li
mælir með...
www.facebook.com/monitorbladid
Vikan
á facebook
Haraldur Geir
Þorsteinsson
Djöfull væri
ég til í að vera
símadaman
hjá KSÍ í dag
#enginnsegir
29. október kl. 09:29
Golli. Kjartan
Þorbjörnsson
leggur til að
Þjóðkirkjunni
verði falið að
selja miða á
næsta landsleik. Forgöngumanni
þeirra tókst að metta 5000
manns með fimm brauðum og
tveimur fiskum. Með sama hætti
mætti koma 200.000 manns á
völlinn með 7000 miðum.
30. október kl. 07:45
3
Svana María
Orðin mjög
pirruð fyrir hönd
íkornans í Ice
Age… Það er
komin mynd
númer 4, hvað á að kvelja greyjið
lengi með þessari hnetu !
30. október kl. 16:50
Björg Magnús-
dóttir
Samtal á
fréttastofu RÚV
í morgun:
-Ertu svona
heitfengur?
-Nei. Ég er meira og minna alinn
upp í skafli.
25. október kl. 18:00
Sexmenningarnir axel, Árni, björn, helga, hildur og skúli skipa hljómsveit-
ina rökkurró en sú stígur endurnýjuð á stokk á iceland airwaves-hátíðinni.
tónlistin mótuð
á háaloftinu
Gítarleikarinn Árni Þór Árnason segist eiga erf-
itt með að skilgreina þá tegund af tónlist sem
Rökkurró spilar en að hún hafi upprunalega
þróast út frá fyrsta æfingahúsnæði sveitarinn-
ar. „Fyrsta ár hljómsveitarinnar æfðum við á
háaloftinu hjá foreldrum Bibba sem mótaði
tónlistina töluvert framan af því að við máttum
bara spila til klukkan átta á kvöldin og alls ekki
of hátt til þess að trufla ekki gömlu hjónin í
næsta húsi,“ segir Árni.
Rökkurró hefur látið lítið á sér bera síðustu
tvö árin en árið 2011 fluttu þær Helga og Hild-
ur til Japan. „Þegar þær komu til baka gátum
við ekki ímyndað okkur að spila gömlu lögin
aftur vegna þess að við vorum komin með
svo mikinn leiða á þeim.Við ákváðum þess
vegna að spila sem allra minnst þangað til við
værum búin að semja efni fyrir nýja plötu,“
segir Árni en tímabilið sem fylgdi segir hann
hafa verið langt og strangt. „Nú er því komið
að því að frumflytja þetta efni og Airwaves er
auðvitað fullkominn vettvangur fyrir slíkt,“
segir Árni sem er að vonum spenntur fyrir
viðtökunum.
100 vikur á metsölulista.
Árni segir að þrátt fyrir að Rökkurró hafi
aldrei orðið sérlega stórt nafn á Íslandi
virðist tónlistin hafa náð að hreyfa við
útlendingum frá upphafi en seinni plata
sveitarinnar, Í annan heim, náði þeim áfanga
á dögunum að vera 100 vikur á Tónlistanum.
„Þetta er útgáfufyrirtækinu okkar, 12 Tónum,
að þakka. Þeir pranga þessari plötu inn á alla
sem koma inn í búðina til þeirra,“ segir Árni
glettnislega en bætir því við að sveitin eigi
einnig sterkan aðdáendahóp hér á Íslandi
sem eigi vonandi bara eftir að vaxa með
tilkomu nýju plötunnar.
Árni segist vera farinn að líta á Airwaves
sem einskonar ættarmót enda eigi hann orðið
mikið af erlendum vinum sem koma á hátíðina
ár eftir ár. „Sömuleiðis finnst mér æðislegt að
hitta vini mína í öðrum hljómsveitum og detta
í það í algjöru músíkmóki,“ segir hann en hvað
dagskrána varðar segist hann löngu hættur að
skipuleggja hvað hann ætli að sjá. „Ég er með
þrennt planað í ár, Fucked Up sem er líklega
besta tónleikasveit heims að undanskilinni
Sigur Rós, Jon Hopkins og Anna von Hauss-
wolff, annað ætla ég að ramba á.“
Árni Þór
fyrstu sex: 300188
lag á heilanum: Fucked Up
– Two Snakes
Uppáhalds kex: KEX Hostel
Uppáhalds tónleikastaður: Iðnó