Monitor - 31.10.2013, Síða 14
hliðar. Þú getur ímyndað þér hversu mikið af fólki
hefur verið lagt inn á geðdeild, kemur síðan út og er
litið hornauga.
Mér skilst að þetta séu nokkuð algeng veikindi
meðal listamanna, er eitthvað til í því?
List og geðveiki eru náttúrlega svipuð fyrirbæri,
sömu straumar. List er gerð til þess að ýta við
veröldinni eins og maður heldur að hún sé, sem
ákveðinn sjálfstæður hvati sem hreyfir við hugsun
samfélagsins og því hvernig fólk lifir í samfélagi.
Þetta er drif sem er innspýtt inn í fólk til þess að gefa
því tilfinningu um það að lífið sé meira en að hafa
áhyggjur af peningum, hanga í vinnunni og hund-
leiðast. Lífið er meira heldur en allt sem þú sérð,
maðurinn er dýnamísk vera sem getur stækkað og
orðið eitthvað meira og listin hjálpar manni að langa
og sjá það sem er þarna fyrir aftan. Af þessu leiðir að
listin er ekki bara mikilvæg heldur óumflýjanleg. Það
sem er áhugavert er að vera með samfélag sem trúir
list og menningu sem það fallega og góða. Ísland
hefur klárlega þá ímynd og orðspor mjög víða að
vera lítið og krúttlegt, en það er listfengið og hefur
þann sjáanlega eiginleika að styðja við og tala um
menningu. Ef við ætlum að standa í einhverju stóru
alþjóðlegu samhengi finnst mér að við þurfum að
skapa okkur sérstöðu sem land sem trúir á eitthvað.
Við getum verið land sem trúir á sjálfbæran, grænan
iðnað sem mengar ekki, við getum verið fyrsta landið
sem hættir að nota bensín, staðið með hlutum sem
eru ekki alltaf bundnir við peninga heldur fylgt
einhverri hugsjón.
Aðeins aftur að Hjaltalín, er einhver ráðandi í
tónlistarsköpuninni ykkar eða vinnið þið þetta allt
saman?
Við vinnum mjög mikið saman, síðasta plata er t.d.
gerð í mikilli sameiningu. Fyrst verður til einhver
taktur og svo byggir annar ofan á það og enn aðrir
straumar koma annars staðar frá o.s.frv. Vissulega
er mikið af söngnum og textum gert af mér en öll
undirstaða og efni er unnið í sameiningu.
Hvernig er Airwaves-planið hjá ykkur?
Við spilum tvo tónleika á hátíðinni sjálfri, á mið-
vikudaginn og fimmtudaginn. Þetta verður annars
vegar í Hafnarhúsinu og hins vegar í Hörpunni.
Síðan spilum við hér og þar um bæinn um helgina,
við verðum bara að hlaupa á milli og verðum í góðu
stuði.
Að lokum, hvað er á döfinni hjá ykkur eftir
Airwaves?
Við förum til Kanada í nóvember og spilum þar í
Montreal og Toronto, svo förum við til NewYork og
spilum þar á kvikmyndasýningu fyrir Days of Grey-
myndina sem við vorum að gera. Það er svona sam-
talslaus kvikmynd framleidd af fólki í NewYork sem
hafði komið hingað til lands og séð okkur spila. Þau
gerðu kvikmynd sem er innblásin af tónlist sveitar-
innar. Þetta er dreymin saga um tvær manneskjur
sem kynnast á óræðum tíma og stað þar sem er búið
að afmá tungumál og er öll tekin upp hérna á Íslandi.
Það er alltaf nóg framundan.
14 Monitor fimmtudagur 31. október 2013
Það vantar staði í
Reykjavík þar sem
ung bönd vilja spila.
Upplifðu Iceland Airwaves
með Símanum
Daníel Bjarnason Jófríður Ákadóttir
Samaris
Úlfur Eldjárn
Apparat Organ Quartet
Elín Ey
Sísý Ey