Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 31.10.2013, Qupperneq 16

Monitor - 31.10.2013, Qupperneq 16
16 Monitor fimmtudagur 31. október 2013 Helga Katrín Hjartardóttir er sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur og enskunemi við Háskóla Íslands. Hún segir förðunará- hugann hafa komið til frekar seint miðað við margar stúlkur. „Ég byrjaði að prófa mig áfram þegar ég var svona 18 ára, um tveimur árum síðar var þetta orðið mitt helsta áhugamál,“ segir Helga. „Í byrjun árs ákvað ég að henda mér út í förðunar- fræðina og í mars síðastliðnum útskrifað- ist ég úr Mood Make Up School,“ bætir hún við. Ólíkt því sem margur myndi halda er tískuförðun ekki í uppáhaldi hjá Helgu. „Mér finnst spfx, gerviförðun sem er notuð í bíómyndum og leikhúsum, lang- skemmtilegust,“ segir hún en í því felst að búa til sár, blóð, skrímsli og eiginlega allt sem fólki finnst yfirleitt ógeðslegt eða er hrætt við. Hún segir verkefni tengd slíkri förðun vera að finna bæði í leikhúsunum og innan kvikmyndageirans hér á landi en sjálf hefur Helga mest unnið með nem- endum úr kvikmyndaskólanum. „Draum- urinn er auðvitað að starfa í kvikmyndum og leikhúsum við förðun en ef allt bregst þá er plan b að verða enskukennari.“ Afa bregður við gervin Helga Katrín er dugleg við að deila verkum sínum á Facebook en hún notar jafnan sjálfa sig eða kærasta sinn sem fyr- irsætur. „Fólk er í mörgum tilfellum farið að venjast að það poppi upp mynd af mér í allskonar gervum. Aumingja afa mínum bregður reyndar oftast ennþá og þeim sem eru með blóð- eða sárafóbíu líst oftast ekk- ert á þetta,“ segir Helga sem játar því þó að stundum reyni hún vísvitandi að hræða fólk. „Það er einna helst þegar ég skelli inn mynd á mína persónulegu Facebooksíðu og bulla svo eitthvað um hvað hafi gerst,“ segir Helga kýmin en hún segist alltaf leiðrétta hrekkina að lokum. Helga ætlar að sjálfsögðu að fara í búning í tilefni af Halloween en hún segist ekki enn hafa ákveðið hvað hún ætli að vera. „Ég myndi helst vilja fara heim á milli og skipta um gervi nokkrum sinnum,“ segir Helga loks alvörugefin. Förðunarfræðingurinn Helga Katrín Hjartardóttir sýndi Monitor hvernig hægt er að umbreytast í uppvakning í sex skrefum. Áhöld: • Eyrnapinnar í latexið • Meikbursti • Föndurburstar eða eyrnapinnar til að lita inn í sárið. Mest nota ég þó fingurna, kremlitirnir mýkjast og eru auðveldari í notkun þegar þeir hitna aðeins vegna líkamshita. Þú þarft: Fljótandi latex: Fæst í þeim búðum sem selja Halloween-vörur. (Hægt að nota augnháralím í staðinn) Klósettpapp- ír: Rífið lögin í sundur svo pappírinn sé einungis eitt lag. Rifið svo í strimla. Kremliti: Rauðan, svartan og hvítan. Hægt að blanda hina litina út frá þeim. Meik: Gefur húðinni aðeins raun- verulegra útlit heldur einungis hvítur eða grár. Bómull: Gerir þrívíddaráhrif Gerviblóð: og nóg af því! HelGa Katrín Fyrstu sex: 200788 Uppáhalds kex: Prinsakex, alvöru, ekki hermikrákukexið. Ég sef í: Rúmi, yfirleitt. Var á setti í nótt svo ég svaf aðeins í bíl. lag á heilanum: Held það sé jafntefli á milli „Glaðasti hundur í heimi“ og „Royals“. Við ByrjUM Með Hreint andlit. StrÁKar ættU að Vera nýraKaðir ÞVí latex næSt MjöG illa úr HÁri. ÉG líMi (KleSSi) niðUr aUGaBrýrnar Með líMStiFti. til að Búa til SÁrið Set ÉG latex Á andlitið í ÞVí ForMi SeM ÉG Vil að SÁrið SÉ í oG leGG pappírSStriMlana oFan Á. MUnið að liMa pappírinn eKKi alVeG niðUr Held- Ur HaFa Hann laUSan einS oG riFna Húð inni í SÁrinU. ÉG Fer yFir andlitið Með MeiKi BlöndUðU Með GrÁUM KreMlit oG lita BarMana Á SÁrinU. aUK ÞeSS Bý ÉG til ÞrjÁr línUr Með latexi Á VinStri Kinnina. næSt SKyGGi ÉG andlitið Með döKKBrúnUM oG SVörtUM lit. SKyGGið aUGntóFtir, Á Milli aUGaBrúna, GaGnaUGU, HÁlS oG Setjið tVær línUr, Undir KinnBein. Ógeðið er skemmtilegast ÉG lita SÁrið, Set SVart Undir Flipana til að dýpKa Það, VínraUðan í reStina oG Blanda SVörtU í Það raUða. ÉG Set latex yFir MiðjU SÁrSinS oG líMi Vín- raUða BóMUll Á latexið til að GeFa ÞríVíddarútlit. ÉG Set latex aFtUr yFir línUrnar Á VinStri Kinninni oG Kroppa Það SVo óreGlUleGa Upp. ÉG lita Með SVörtUM, VínraUðUM. Síðan Setti ÉG nóG aF Blóði í SÁrið, í riSpUrnar, MUnnViK oG Á HöKU.

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.