Monitor - 31.10.2013, Blaðsíða 22

Monitor - 31.10.2013, Blaðsíða 22
1. Sofðu vel Úlfur Úlfur 5:10 2. Þungur kross Dimma 4:47 3. Tension Vök 3:05 4. Expand Your Mind The Vintage Caravan 6:58 5. Summer is almost... Snorri Helgason 2:57 1. Sofðu vel Úlfur Úlfur Airwaves 2013 6. Crack in a Stone Hjaltalín 4:10 Stórmyndin Thor: The DarkWorld verður heimsfrumsýnd fimmtu- daginn 31. október í kvikmyndahúsum um land allt, átta dögum á undan Bandaríkjunum. Kvikmyndin á vafalaust eftir að njóta mikilla vinsælda rétt eins og fyrri myndin um þrumuguðinn Þór, en Thor: The DarkWorld var að hluta til tekin upp hér á Íslandi. Það er að sjálfsögðu Chris Hemsworth sem fer á ný með hlutverk þrumuguðsins sem í þetta sinn þarf hann að kljást við hinn forna, illa og valdagráðuga Malekith, en hann hefur heitið því að eyða veröld guðanna eins og hún leggur sig þannig að heimurinn verði aftur hluti af Svartálfaheimum þar sem myrkrið ríkir. Til að berjast við þessa ógn og vernda um leið Jane Foster sem Malekith hyggst ná á sitt vald neyðist Þór til að leita til Loka og biðja hann um aðstoð, en eins og flestir vita hefur Loki ekki reynst Þór mikill vinur hingað til. Það er Christopher Eccleston sem fer með hlutverk Malekiths en annars snúa hér til baka allir helstu leikararnir úr fyrri myndinni, þar á meðal Natalie Portman sem Jane, Anthony Hopkins sem Óðinn og Tom Hiddleston sem hinn viðsjárverði Loki. skjámenning Frumsýning helgarinnar Thor: The Dark World „It’s all for nothing if you don’t have freedom“ William Wallace - Braveheart Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Natalie Portman, Tom Hiddleston, Christopher Eccleston, Anthony Hopkins, Idris Elba, Stellan Skars- gård, Benicio Del Toro og Adewale Akinnuoye-Agbaje Leikstjórn: Alan Taylor Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík, Akur- eyri, Smárabíó, Bíóhöllin Akranesi, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Króksbíó Aldurstakmark: Bannað innan 12 ára. 22 monitor fimmtudagur 31. október 2013 Freyr Árnason monitor@monitor.is tónlist britney blastað á sjóræningja Þrátt fyrir miklar vinsældir hefur tónlist Britney Spears alla tíð átt sér stóran hóp andstæð- inga. Nú hefur sá hópur stækkað og kemur hann úr annarri átt en áður. Sómölskum sjóræningum er það illa við tónlist hennar að skip, sem sjá um vörslu þeirra vest- rænu skipa sem þeir ráðast hvað mest á, hafa brugðið á það ráð að blasta gömlum slögurum með söngkonunni til að halda þeim frá. Hefur tíðni sjórána við strend- ur Afríku aldrei verið minni og þakka bresk yfirvöld Britney þar alfarið fyrir. Þeim sem vilja kynna sér sómalska sjóræningja betur er bent á öll betri kvikmyndahús þar sem Captain Phillips með Tom Hanks er í sýningu. kanye kærir klippu Þeir sem voru hrifnir af Yeezus- plötu KanyeWest geta glaðst því að í tveggja tíma útvarpsviðtali á dögunum tilkynnti hann að 5 lög sem komust ekki á plötuna verði gefin út fyrir jól. Eins og vanalega er Kanye fyrirsagnamatur mikill og hefur tekist að gera bónorð sitt til Kim Kardashian að hlaðborði. Nú er hann að kæra einn af stjórnendumYoutube sem tók upp og lak á netið klippum af trú- lofunarathöfninni sem einhverra hluta vegna fór fram á íþróttavelli, með risa-strengjasveit og áhorf- endum veit ég ekki. Málaferlin munu þó líklegast engu máli skipta þar sem eitthvað segir mér að hvorugur aðilinn þurfi að hafa áhyggjur af óvæntum útgjöldum. Svikari í gervi r.kelly Tónleikagestir sem höfðu borgað 18.000 kr. fyrir miða á tónleika með meistara R.Kelly fóru margir hverjir ekki nógu sáttir heim. Þegar líða fór á tónleikanna fór að renna upp fyrir fólki að maðurinn á sviðinu væri hvorki R.Kelly né að syngja. Kom í ljós að um ræddi tónleikahaldarann sjálfan, dulbúinn sem R. Kelly að mæma með lögunum. Enginn hefur fengið endurgreitt en fólk er víst eitthvað ósátt. Í öðrum fréttum af Kellz er ný plata, Black Panties (auðvitað heitir hún það) á leiðinni á næstu vikum. dýrari diskur, meiri gróði? Á tímum sem þessum er sífellt erfiðara og erfiðara fyrir tónlistarmenn að selja tónlistina sína. Margir hafa brugðið á það ráð að gefa lögin sín frítt og aðrir reynt að gefa út veglegri pakka og lækka verðið. Einn maður er ekki sammála þessari hagfræði. Tiltölulega óþekktur rappari, Nipsey Hussle, hefur notað sem söluaukandi aðgerð að hækka verðið á geisladisknum sínum upp í 100 dollara, sem eru rúmar 12.000 kr. enn ber brown Chris Brown ákvað á dögunum að berja á tveimur mönnum sem vildu fá mynd af sér með honum. Enda það eðlilega í stöðunni. Það fylgir því víst eitthvert vesen þar sem hann er á skilorði fyrir fyrri verk sín í bardagaheiminum. En ekki er öll von úti, Mike sjálfur Tyson, ofbeldismaður fyrrverandi, boxari og nú stórleikari, hefur tekið upp hanskann fyrir Brown. Mike sem sjálfur hefur barið fólk sem á vegi hans var hefur áhyggj- ur af því að með þessu áframhaldi endi CB á bakvið lás og slá. Freyr Árnason færir þér allt sem þú þarft að vita úr heimi tónlistarinnar til að geta haldið áfram með daginn þinn. Hvað er að frétta? fr ít t ei nt aktónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikHÚs, listir, íÞróttir, matUr OG allt annaÐ Morgunblaðið | mbl.is fiMMtudagur 31. október 2013 Monitorblaðið 40. tbl 4. árg. Monitor-listi vikunnar Högni Egilsson

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.