Morgunblaðið - 11.11.2013, Page 1
M Á N U D A G U R 1 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 3
162. tölublað 101. árgangur
MANNAUÐUR
VIRKJAÐUR Á
REYKJANESI
GERPLA VARÐI NORÐUR-
LANDAMEISTARATITILINN
SÍGILDAR SÖGUR
GUÐNA ÁGÚSTS-
SONAR Í BÓK
HÓPFIMLEIKAR ÍÞRÓTTIR ÍHUGAR SKÁLDSÖGU 34MARGFÖLD AÐSÓKN 10
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Í tillögum hagræðingarhóps ríkis-
stjórnarinnar er meðal annars lagt
til að hætt verði að veita fjármuni
úr ríkissjóði til Bændasamtakanna,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Í fjárlögum síðasta árs
fengu samtökin 485 milljónir króna
í sinn hlut.
Einnig leggur hópurinn til að
fjölmiðlanefnd verði lögð niður,
framkvæmdum við hús íslenskra
fræða verði frestað til lengri tíma
og að Landgræðsla ríkisins og
Skógrækt ríkisins verði sameinað-
ar. Þetta er aðeins hluti þeirra til-
lagna sem kynntar verða í dag.
Kerfisbreytingar
í ráðuneytum
Einnig mun vera lagt til að kerf-
isbreytingar verði gerðar í öllum
ráðuneytum, væntanlega til að
draga úr kostnaði. Ekki hafa feng-
ist upplýsingar um í hverju þær
breytingar felast.
Ekki fengust upplýsingar um
hversu mikilli hagræðingu hópurinn
stefnir að, en margt af þeim til-
lögum sem munu koma fram í dag
snýr að rekstri ríkissjóðs til lengri
tíma.
Hagræðing nemur milljörðum
Heimildir blaðsins herma einnig
að heildarhagræðingin muni þegar
fram líða stundir nema milljörðum
króna, en búast má við að mikil um-
ræða verði um tillögurnar.
Gera má ráð fyrir að tillögur
hópsins verði hafðar að leiðarljósi í
umræðum um fjárlögin, en nefndin
var skipuð af ríkisstjórninni í sum-
ar til að kanna hvernig hægt væri
að hagræða í rekstri ríkisins. Al-
menningi gafst tækifæri til að koma
ábendingum til nefndarinnar og 500
tillögur bárust á aðeins níu dögum.
Leynd hefur hvílt yfir störfum
nefndarinnar og erfitt verið að fá
upplýsingar um hvernig vinnu
hennar væri háttað, og hefur
stjórnarandstaðan gagnrýnt það
nokkuð.
Niðurskurður Lagt er til að Bænda-
samtökin fái ekki fé frá ríkinu.
Bændasamtökin af fjárlögum
Tillögurnar hugsaðar til langs tíma Landgræðsla og Skógrækt sameinaðar
Ljósmynd/Páll Jökull Pétursson
Framleiðsla lambakjöts er tæpum
170 tonnum minni en hún hefði ver-
ið ef meðalvigtin hefði verið sú
sama og í fyrra. Þetta er rakið til
léttari lamba en meðalvigt þeirra
lamba sem slátrað var í ár er 15,98
kg á móti 16,30 kg í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum frá Mat-
vælastofnun var ríflega 533 þúsund
lömbum slátrað í ár og eru það lið-
lega 4.500 fleiri en á síðasta ári.
Þrátt fyrir að fleiri lömb komu til
slátrunar í ár er útlit fyrir að fram-
leiðsla á lambakjöti dragist í heild-
ina saman um tæp eitt hundrað
tonn. »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lömb Meðalvigtin minnkaði í öllum slát-
urhúsum nema á Húsavík og Kópaskeri.
Léttari lömb valda
samdrætti í fram-
leiðslu lambakjöts
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri SA, segir þróun mála í
kjaraviðræðum SA og ASÍ gefa til-
efni til bjartsýni. „Það er orðinn mjög
stuttur tími til stefnu. Við höfum lagt
áherslu á breytt vinnubrögð og ný
nálgun á kjarasamninga verður ekki
unnin nema með virkri aðkomu
stjórnvalda.“ Í verkalýðshreyfing-
unni er litið á þær viðræður sem nú
eru hafnar sem lokatilraun til víð-
tæks samkomulags um skammtíma-
samninga en aðeins eru þrjár vikur
þar til samningar renna út. Gangi
það ekki gæti svo farið að einstök
landssambönd og félög færu hvert
sína leið í kjaraviðræðum. »20
„Orðinn mjög stutt-
ur tími til stefnu“
Fundur ráðherranefndar og ASÍ.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þúsundir farþega í millilandaflugi
urðu fyrir töfum vegna óveðursins
sem gekk yfir landið í gær. Milli-
landaflugvél á leið frá Kaupmanna-
höfn til Keflavíkur sneri við síðdegis
og lenti í Glasgow í Skotlandi. Far-
þegarnir áttu að koma til landsins í
gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum
frá Icelandair. Allar aðrar áætlunar-
flugvélar lentu í Keflavík.
Farþegar þurftu að bíða um borð í
nokkrum flugvélum á flugvellinum
þar til lægði því of hvasst var til að
tengja landgöngubrýr við flugvél-
arnar. Þá seinkaði brottförum flug-
véla til Evrópu og Vesturheims um
nokkrar klukkustundir vegna óveð-
ursins.
Óveðrið setti samgöngur úr skorð-
um í lofti, á landi og á sjó. Flugfélag
Íslands aflýsti öllu flugi eftir hádeg-
ið í gær. Lögreglan í Borgarnesi lok-
aði veginum undir Hafnarfjalli um
miðjan dag en þar voru vindhviður
allt að 52 m/s síðdegis. Vegurinn var
aftur opnaður um sexleytið. Margir
voru veðurtepptir um tíma í Borg-
arnesi af þeim sökum.
Strætó felldi niður nokkrar ferðir
utan höfuðborgarinnar síðdegis í
gær, m.a. á Vestur- og Norðurlandi.
Ófært var í Landeyjahöfn í gær.
Ferð Herjólfs sem fyrirhuguð var til
Þorlákshafnar var felld niður. »2
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bragason
Keflavíkurflugvöllur Flugvélar
gátu ekki lagt að flugstöðinni.
Þúsundir
farþega
töfðust
Óveður truflaði
samgöngur í gær
Óttast er að fleiri en 10.000 hafi látið lífið þegar fellibyl-
urinn Haiyan gekk yfir Filippseyjar á föstudag. Yfirvöld í
borginni Tacloban í Leyte-sýslu, sem varð einna verst úti í
fárviðrinu, sögðu um helgina að þar hlypi fjöldi látinna á
þúsundum en hundruð voru talin af í bæjum á nálægum
eyjum. Talið var að allt að 70-80% bygginga sem urðu í
vegi fellibylsins hefðu eyðilagst og sögðu almannavarnir
Filippseyja að allt að 630.000 manns væru á vergangi.
Heimili, skólar og flugvöllur voru meðal þeirra mann-
virkja sem fellibylurinn lagði í rúst í Tacloban. Í samtali við
fréttamiðla lýstu íbúar áhyggjum vegna skorts á hreinu
vatni, matvælum og rafmagni og í gær voru lögreglumenn
og hersveitir send á vettvang til að koma í veg fyrir að ör-
væntingarfullt fólkið færi ránshendi um svæðið. Þá höfðu
björgunarmenn enn ekki náð til nokkurra bæja og þorpa.
Að sögn breska ríkisútvarpsins blasti algjör eyðilegging
við í Tacloban og innanríkisráðherra Filippseyja, Mar
Roxas, sagði aðsteðjandi vanda yfirþyrmandi en á sumum
svæðum blasti ekkert við nema aur og rústir. „Úr þyrlu
sérðu umfang eyðileggingarinnar. Frá ströndinni og kíló-
metra inn í land standa engar byggingar. Þetta var eins og
flóðbylgja,“ sagði hann í samtali við Reuters. Alþjóðasam-
félagið brá skjótt við yfir helgina og ýmis stjórnvöld og
hjálparstofnanir lýstu yfir vilja til aðstoðar.
Unicef, Læknar án landamæra og þýska sendiráðið
voru meðal þeirra sem tilkynntu að neyðargögn yrðu send
til Filippseyja á næstu dögum og þá hétu ríkisstjórnir
Kanada, Nýja-Sjálands og Ástralíu fjárstuðningi við hjálp-
arstarfið. holmfridur@mbl.is »18
AFP
Hörmungar Íbúar í Tacloban lýstu örvæntingu sinni um helgina vegna skorts á hreinu vatni og matvælum.
Yfir 10.000 talin af
AFP
Fárviðri Haiyan myndaður úr Alþjóðageimstöðinni.
Allt að 630.000 manns eru
talin vera á vergangi