Morgunblaðið - 11.11.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 Veðurstofan spáði því að óveðrinu sem gekk yfir landið í gær myndi slota í gærkvöldi og í nótt, fyrst sunnan- og vestanlands. Spáð var suðvestan 10-23 m/s í dag og að hvassast yrði við suður- og suðvesturströndina. Spáð var hvassri norðanátt og slyddu eða snjókomu norðvestantil í kvöld. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar sagði að veðrið austan- og norðaust- anlands myndi ganga niður í nótt. Svo átti veðrið að snúast í suðvest- anstorm suðvestan- og vestanlands í nótt og í morgun. Honum myndu fylgja krapaél og hálka ofan við 200-300 metra hæð. Áfram leiðindaveður SUÐVESTANSTORMUR SUÐVESTAN- OG VESTANLANDS MEÐ KRAPAÉLJUM OG HÁLKU Í DAG EFTIR HVELLINN Í GÆR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óveðurshvellur gekk yfir landið í gær og gætti hans fyrst á suðvest- urhorninu. Óveðrið færðist svo norð- ur yfir og var víða hvasst á Norður- og Austurlandi í gærkvöldi. Óveður var á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra. Vetrarfærð var í flestum landshlutum. Veðrið tók að ganga niður síðdegis í gær á suðvestur- horninu. Engin slys urðu á fólki, svo kunn- ugt sé, en björgunarsveitir voru kall- aðar út á Suður- og Suðvesturlandi, þeirra á meðal allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu. Um 170 björgunarsveitarmenn voru að störf- um þegar mest var síðdegis í gær. Vel á annað hundrað hjálparbeiðnir bárust til sveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að sögn Ólafar Snæ- hólm Baldursdóttur upplýsingafull- trúa. Þar af höfðu björgunarsveitir sinnt 59 verkefnum á höfuðborgar- svæðinu og 24 á Suðurnesjum. Einn- ig voru mörg verkefni á Akranesi og í Borgarnesi en færri á Hvolsvelli og eitt á Hvammstanga. „Þetta voru hefðbundin verkefni, þakplötur, grindverk og annað að fjúka. Á höfuðborgarsvæðinu brotn- uðu tré eða rifnuðu upp með rótum. Á Bárugötu féll vinnupallur ofan á þrjár bifreiðar og olli tjóni,“ sagði Ólöf. Björgunarfélag Akraness festi þakplötur. Þar fauk líka kerra sem skemmdi bæði hús og bíl og húsbíll fauk út á götu. Einnig fuku bæði vinnupallur og vinnuskúr við Dval- arheimilið Höfða, þak fauk af sum- arhúsi í Hafnarskógi. Gámur í Borg- arnesi fauk eina 200 metra, braut ljósastaur og munaði litlu að hann lenti á útibúi Arion banka. Ýmislegt fleira fauk eins og sex metra há jólageit IKEA í Garðabæ. Fiskikör fuku í Hafnarfirði og garð- hús í Vallahverfi. Björgunarsveit Hafnarfjarðar lokaði veginum í Bláfjöll þar sem brak fauk yfir veginn frá skála sem brann í fyrrinótt. Eins aðstoðaði björgunarsveitin ferðamenn við að komast af svæðinu og til byggða. Klæðning tók að losna á íbúðar- húsi í Vestmannaeyjum í gærmorg- un en húsráðanda tókst að festa klæðninguna. Þá var björgunarsveit frá Hvolsvelli kölluð til að hefta þak- plötur sem voru að losna af útihúsi í Landeyjum. Pressphotos.biz/Geirix Rok og fok Vinnupallar fuku í Fossvogi og enduðu á næsta húsi. Björg- unarsveitarmenn tryggðu að ekki hlytist meiri skaði af fokinu. Óveðurshvellur olli víða tjóni í gær  Engin slys á fólki en björgunarsveitir fengu mörg útköll Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Árið 2013 stefnir í að verða metár hvað varðar notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. Í hverjum mán- uði, sjö mánuði röð, frá mars og fram í september, var sett nýtt mán- aðarmet í heitavatnsnotkun. Um 90% af heita vatninu sem renn- ur til höfuðborgarsvæðsins er notað til húsakyndingar en afgangurinn fer til baða og þvotta og annars konar brúks. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi OR, segir að aukin notkun á heitu vatni sé einkum til marks um kaldari tíð. Þá séu flestir komnir með einhvers konar hitastillingar á ofnana sína. „Þannig að það gerist sjálfkrafa að menn nota meira vatn þegar kóln- ar í veðri,“ segir hann. Aukin sala komi ekki á óvart en all- ir hafi getað fundið það á eigin kroppi að sumarið 2013 var ekki sumar sól- dýrkenda. „En það kemur okkur svo- lítið á óvart að við sjáum metnotkun mánuð eftir mánuð. Við höfum ekki séð svona samfellu metmánaða síð- ustu áratugina,“ segir Eiríkur. Einn þáttur í aukningunni sé hugs- anlega sá að húsnæði, sem hafi staðið óklárað frá hruni, hafi nú verið tekið í notkun. Eiríkur segir að Orkuveitan sé vel í stakk búin til að anna aukinni notkun enda hafi ný hitaveita frá Hellisheið- arvirkjun verið tekin í notkun árið 2010. Skilar tekjum hraðar Undanfarið hefur töluvert verið fjallað um að krafturinn í borholum Hellisheiðarvirkjunar sé að dvína. Eiríkur segir þetta engin áhrif hafa á hitaveituna og alls engin hætta sé á að eftir nokkra áratugi verði að draga úr framleiðslu af þessum sökum. Aukin sala á heitu vatni kemur sér vel fyrir fjárhag OR. „Hitaveitan frá Hellisheiðarvirkjun skilar tekjum hraðar fyrir vikið,“ segir hann. Nýtt met í notkun sett sjö mánuði í röð  Árið 2013 metár í notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu (í þúsundum rúmmetra) 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 Jan. Feb. Mars Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Heimild: Orkuveita Reykjavíkur 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 8.290 5.240 Tíð mánaðarmet » Kaldari tíð og hitastillar á ofnum hafa sitt að segja » Um 90% af heita vatninu sem rennur til höfuðborg- arsvæðisins er notað til húsa- kyndingar » Orkuveita Reykjavíkur kveðst vera vel í stakk búin til að anna eftirspurn Morgunblaðið/ÞÖK Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Í lögfræðiáliti sem hæstaréttarlög- maðurinn Eiríkur S. Svavarsson vann fyrir Fjölver ehf. kemur fram að ekki hafi verið þörf á áfangamarkmiðum um endurnýjanlegt eldsneyti. „Álit Eiríks staðfestir að ekki hafi verið þörf á að láta lagaákvæði um endurnýjanlega eldsneytið í sam- göngum taka gildi fyrr en á árinu 2020,“ sagði Glúmur Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Fjölvers. „Engin þörf var á að fara í áfangamarkmið á næsta og þarnæsta ári. Álitið sýnir að frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, sem Alþingi sam- þykkti umræðu- laust síðasta vor, gengur lengra en tilskipun ESB krefst.“ Óþarfa gjald- eyrisútgjöld Hann segir að verði þessum lög- um ekki breytt fyrir áramót telji hann einsýnt að af þeim hljótist aukin og óþörf gjaldeyr- isútgjöld, á tímum þar sem leitast er við að spara gjaldeyri, vegna elds- neytisinnkaupa Íslendinga fram til ársins 2020. „Lífeldsneyti sem þarf að kaupa til landsins er bæði dýrara og orkurýrara en hefðbundið eldsneyti. Álitið leiðir jafnframt í ljós að EFTA- ríkið Liechtenstein fékk algera und- anþágu frá tilskipun ESB. Liechten- stein hefur þó ekki uppfyllt megin- markmið tilskipunarinnar um 20% notkun endurnýjanlegra orkugjafa,“ segir hann. Það hafi Ísland hins vegar gert og hefði að því leyti átt að vera í miklu betri stöðu til að fá undanþágu frá kostnaðarsömum aðgerðum eins og íblöndun mun fela í sér. „Sú spurn- ing hlýtur að vakna hvers vegna Ís- land óskaði ekki eftir samskonar und- anþágu og Liechtenstein.“ Ekki þörf á lögum nú um endurnýjanlegt eldsneyti  Telur mikið tap verða fyrir Ísland verði lögunum ekki breytt Glúmur Jón Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.