Morgunblaðið - 11.11.2013, Side 4

Morgunblaðið - 11.11.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is ðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til lei 2. janúar Síðustu sætin til Frá kr. 119.900 í 13 nætur Kanarí Verð frá 119.900 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi á Roque Nublo. Sértilboð 2. janúar í 13 nætur. Heimsferðir bjóða einstakt tilboð til Kanaríeyja. Við bjóðum fjölbreytt úrval gististaða. Mikil dagskrá í boði í fylgd reyndra fararstjóra. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Léttari lömb valda því að framleiðsla lambakjöts er tæpum 170 tonnum minni en hún hefði verið ef með- alvigtin hefði verið sú sama og í fyrra. Fleiri lömb komu til slátrunar þannig að útlit er fyrir að framleiðslan á lambakjöti dragist í heildina saman um tæp 100 tonn. Sauðfjárslátrun hefur verið að ljúka í sláturhúsum landsins, einu á fætur öðru. Henni er nú lokið alls staðar. Hugur í sauðfjárbændum Alls var slátrað liðlega 533 þúsund lömbum, samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar, liðlega 4.500 fleiri en á síðasta ári. Á því ári urðu mikil afföll á Norðurlandi vegna óveðurs snemma að hausti. Lömbin í ár reyndust til muna létt- ari en á síðasta ári. Meðalvigtin var 15,98 kg á móti 16,30 kg haustið 2012. Þess ber að geta að lömbin voru betri í fyrra en nokkru sinni áður, sé litið til meðaltals yfir allt landið. Þá er með- alvigtin í ár ekki langt frá meðaltali síðustu ára, sem er um 16 kg. Meðalvigtin minnkaði í öllum slát- urhúsum landsins nema á Húsavík og Kópaskeri. Mesti munurinn var hjá SS á Selfossi og Sláturhúsi KVH á Hvammstanga en þar var með- alvigtin 680 og 640 grömmum lægri en á síðasta ári. „Það er líklega vegna þess hversu erfitt vorið var og bændur heylitlir,“ segir Ágúst Andrésson, for- stöðumaður kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki, en þar voru lömbin 230 grömmum léttari að meðaltali en í fyrra. Hann telur að erfitt tíðarfar hafi ekki dregið kjark úr bændum. „Mér finnst vera hugur í sauðfjárbændum hér og sauðfjárbúskapur að eflast. Tiltrú á greinina er að aukast.“ Hann nefnir að metslátrun hafi verið hjá KS á Sauðárkróki, 115 þúsund fjár hafi verið slátrað, og einnig aukning á Hvammstanga. 170 tonna minni kjötframleiðsla  Sauðfjárslátrun lokið  Aukin slátrun en framleiðsla lambakjöts minnkar vegna lægri meðalvigtar lamba Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kjötskurður Slátrun er lokið en áfram er unnið að vinnslu kjötsins. Góðar horfur eru í útflutningi á lambakjöti. Ágúst Andrésson hjá KS segir að mikil afsetning hafi verið í sláturtíðinni. Sláturleyfishafar hafa verið að gera tilraunir með útflutning á lambakjöti til Rússlands, til viðbótar ær- kjöti og hrossakjöti sem þangað hefur verið flutt. Ágúst var í gær staddur í St. Pétursborg og sagði að þar væru að opnast leiðir inn á nýjan markað. Einkum er verið að hugsa um veitingahús og betri stórmark- aði. Ágúst segir að sending fari þangað á næstu vik- um. „Þetta er ekki mikið magn til að byrja með en áhuginn er mikill og markaðurinn lofar góðu.“ Þá nefnir hann að aftur sé byrjað að selja kindakjöt til Spánar en það féll alveg niður á síðasta ári. Um 30% aukning var í sölu kindakjöts á innanlandsmarkaði í sept- embermánuði, miðað við árið á undan. Ágúst segir að KS hafi selt ágæt- lega í sláturtíðinni. Nefnir þó að verslanir hafi átt meira af eldra kjöti í birgðum en á undanförnum árum og hafi verið að reyna að selja þær upp áður en nýjar væru keyptar. Pétursborg lofar góðu VINNA AÐ ÚTFLUTNINGI Á LAMBAKJÖTI Ágúst Andrésson Minningarathöfn um fallna hermenn frá Bret- landi og bresku samveldislöndunum var haldin við hermannagrafreitinn í Fossvogskirkjugarði í gær. Athöfn þessi er haldin árlega um þá sem létu lífið í heimsstyrjöldunum tveimur. Meðal viðstaddra var Stuart Gill, sendiherra Bretlands á Íslandi, en séra Bjarni Þór Bjarnason stjórnaði. Viðstaddir héldu einnig stutta athöfn við graf- reit þýskra hermanna sem er skammt frá. Morgunblaðið/Kristinn Minntust fallinna hermanna í Fossvogskirkjugarði Ásgerður Hall- dórsdóttir, bæj- arstjóri á Sel- tjarnarnesi, sigr- aði í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins á Sel- tjarnarnesi á laugardag. Hún fékk 517 atkvæði í 1. sætið. Í 2. sæti varð Guð- mundur Magnússon með 275 at- kvæði í 1.-2. sæti. Bjarni Torfi Álf- þórsson fékk 348 atkvæði í 1.-3. sæti, Sigrún Edda Jónsdóttir fékk 430 atkvæði í 1.-4. sæti, Magnús Örn Guðmundsson fékk 336 at- kvæði í 1.-5. sæti, Karl Pétur Jóns- son fékk 364 atkvæði í 1.-6. sæti og Katrín Pálsdóttir fékk 450 atkvæði í 1.-7. sæti. Alls voru 1.314 á kjörskrá og greidd atkvæði voru 759. Auð og ógild atkvæði voru 36 talsins. gudni@mbl.is Ásgerður sigraði Ásgerður Halldórsdóttir Lítið einbýlishús við Ólafsbraut í Ólafsvík varð eldi að bráð í gær- morgun en tilkynnt var um brun- ann um klukkan sex. Þegar slökkvi- liðsmenn bar að garði var húsið alelda og reyndist það vera mann- laust. Eldsupptök eru ókunn og vinnur lögreglan að rannsókn. Mannlaust einbýlis- hús brann í Ólafsvík EM landsliða í skák hófst á föstu- daginn í Varsjá í Póllandi. Íslenska karlaliðið í opnum flokki tapaði með einum og hálfum vinningi gegn tveimur og hálfum í fyrstu umferð gegn Tékkum. Héðinn Steingrímsson gerði jafntefli við stórmeistarann David Navara á fyrsta borði. Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson gerðu einnig jafntefli. Guðmundur Kjartansson tapaði sinni fyrstu skák fyrir íslenskt skáklandslið. Í annarri umferð gerði sveitin 2-2-jafntefli við Finna. Hannes Hlífar Stefánsson vann sína skák, Hjörvar Steinn og Henrik Danielsen gerðu jafntefli en Héðinn tapaði. Kvennaliðið tapaði 1-3 fyrir sveit Litháa í fyrstu umferð. Í fyrradag tapaði sveitin 1-3 fyrir mjög sterkri sveit Ungverja. Þrátt fyrir það vann Lenka Ptacníková Evrópumeistarann Thanh Trang Hoang. Í gærkvöldi tapaði karla- liðið, aftur með einum og hálfum vinningi gegn tveimur og hálfum, fyrir þriðja liði heimamanna. Guð- mundur Kjartansson vann sinn fyrsta sigur með íslenska landslið- inu. Hannes Hlífar Stefánsson gerði jafntefli en Hjörvar Steinn og Henrik Danielsen töpuðu. Skákmenn Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Guð- mundur Kjartansson. Lenka Ptacníková sigraði Evrópumeistarann. Lenka vann Evrópumeistarann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.