Morgunblaðið - 11.11.2013, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013
H
a
u
ku
r
5
.1
3
Finnur Árnason
rekstrarhagfræðingur
finnur@kontakt.is
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
Stórt innflutningsfyrirtæki með góð umboð í tæknivörum fyrir sjávarútveg.•
Ársvelta 800 mkr. EBITDA 70 mkr. Auðvelt fyrir góða rekstrarmenn með
þekkingu á þessu sviði að gera mun betur.
Nýr hótelrekstur með 100 herbergi á Reykjavíkursvæðinu til leigu fyrir•
kraftmikinn aðila. Hótelinu verður skilað fullbúnu fyrir sumarvertíðina og
viðkomandi leigutaki getur haft áhrif á frágang hótelsins.
Rótgróin heildverslun með vinsælar vörur fyrir konur, sem seldar eru í•
verslunum um land allt. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 50 mkr.
Þekkt glerfyrirtæki sem selur einnig aðrar vörur fyrir nýbyggingar. Stöðug•
velta og góð EBITDA frá hruni, en umsvifin eru nú að aukast gífurlega og
fyrirliggjandi pantanir nema nú meira en ársveltu síðasta árs.
Áratuga gömul og vel þekkt sérverslun, sú stærsta og þekktasta á sínu•
sviði. Hentar vel fyrir hjón eða konur. Ársvelta 150 mkr. EBITDA 25 mkr.
Tveir Subway staðir á Benidorm. Velta 100 mkr. og góður hagnaður.•
Miklir möguleikar fyrir duglega aðila að opna fleiri staði á svæðinu.
Stálsmiðja sem framleiðir staðlaðar vörur fyrir sjávarútveg. Stöðug velta•
og vel tækjum búin. Hægt að flytja hvert á land sem er og hentar vel
sem viðbót við starfandi vélsmiðju.
Heildverslun með sérhæfðar byggingavörur. Rótgróið fjölskyldufyrirtæki,•
en eigandi vill fara að draga sig í hlé sökum aldurs. Stöðug velta síðustu
árin um 300 mkr. og góð framlegð.
Stórt og rótgróið iðnfyrirtæki sem byggir mest á útflutningi. ÁRsvelta 700•
mkr. EBITDA 70 mkr. Litlar sem engar skuldir.
Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800
Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is
Öðruvísi flísar
Klappastíg 44 – Sími 562 3614
Mikið úrval af
piparkökumótum
Sænska
jólavaran komin
Englaspil 1.995 kr.
Diskamotta 895 kr. stk.
Verð frá kr. 2.750
Hæð 18 cm
Kúlukertastjaki 395 kr.
Kertastjaki 295 kr.
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Hannesi Smárasyni var fyrir helgi
birt ákæra sérstaks saksóknara.
Hannes er
ákærður fyrir
fjárdrátt með því
að hafa 25. apríl
2005 sem stjórn-
arformaður FL
Group, dregið sér
af fjármunum FL
Group, 2,875 millj-
arða króna sem
hann ráðstafaði til
Fons. Þetta kem-
ur fram í ákæru
sérstaks saksóknara.
Millifært án vitundar stjórnenda
Í ákærunni segir að þann 22. apríl
2005 hafi Hannes látið millifæra
46.500.000 Bandaríkjadali af banka-
reikningi FL Group í útibúi Danske
Bank í New York í Bandaríkjunum
inn á bankareikning FL Group í
Kaupþingi banka í Lúxemborg en
þann reikning hafði Hannes látið
stofna 17. apríl 2005.
Þann 25. apríl 2005 var 45.864.241
Bandaríkjadölum svo skipt yfir í 2,875
milljarða íslenskra króna. Sama dag
var sú upphæð millifærð yfir á banka-
reikning Fons í sama banka. Sama
dag var fjárhæðinni skipt yfir í
260.889.292 danskar krónur og
375.000.000 danskar krónur svo milli-
færðar af sama reikningi Fons yfir á
bankareikning þáverandi eiganda
Sterling Airlines. Þá segir að milli-
færsla Hannesar hafi verið fram-
kvæmd án vitundar, og þar með sam-
þykkis, þáverandi forstjóra,
fjármálastjóra og annarra meðlima í
stjórn FL Group.
Umboðssvik til vara
Til vara er Hannes ákærður fyrir
umboðssvik með því að hafa misnotað
aðstöðu sína og valdið FL Group
verulegri fjártjónshættu með um-
ræddri millifærslu.
„Sakargögn benda til þess að
ákærði [Hannes] hafi haldið um-
ræddri millifærslu leyndri fyrir
stjórnendum og stjórn FL Group, en
aðrir en ákærði höfðu ekki aðgang að
bankareikningi FL Group hjá KBL
fyrr en 28. júní 2005,“ segir í ákær-
unni og að það hafi ekki verið fyrr en
eftir þrýsting, meðal annars frá þá-
verandi forstjóra félagsins, að fjár-
munirnir skiluðu sér aftur á reikning
FL Group 30. júní 2005, eða rúmum
tveimur mánuðum eftir millifærsluna.
Fyrir þann tíma hafði millifærslan
ekki verið færð í bókhald félagsins.
Í ákæru segir að Kaupþing í Lúx-
emborg hafi veitt Fons lán til að
greiða umrædda fjármuni til baka til
FL Group og gengust Hannes og Jón
Ásgeir Jóhannesson í persónulegar
ábyrgðir fyrir endurgreiðslu lánsfjár-
hæðarinnar.
Þá segir að það skipti engu máli
varðandi refsinæmi að fjármunirnir
hafi skilað sér aftur til FL Group.
„[Á]kærði neyddist til að láta Fons
skila fjármununum til baka vegna
mikils þrýstings af hálfu FL Group,
meðal annars frá þáverandi forstjóra
FL Group. Fons varð að taka lán til
að geta endurgreitt FL Group fjár-
munina og ákærði að ábyrgjast end-
urgreiðslu þess.“
Sakaður um fjárdrátt
Sérstakur saksóknari hefur ákært Hannes Smárason
Hannes er sakaður um að hafa dregið sér 2,9 milljarða
Hannes
Smárason
Hannes ákærður
» Hannes Smárason hefur
verið ákærður fyrir fjárdrátt.
» Í ákærunni er hann sak-
aður um að hafa dregið sér
tæpa 2,9 milljarða frá FL Gro-
up.
» Endurgreiðsla fjármunanna
skömmu síðar er ekki talin
fría hann ábyrgð.
» Hámarksrefsing fyrir fjár-
drátt er sex ára fangelsi.
Guðbrandur Ein-
arsson, formaður
Verslunarmanna-
félags Suð-
urnesja, var kjör-
inn formaður
Landssambands
íslenzkra verzl-
unarmanna (LÍV)
á þingi sam-
bandsins sem
haldið var á Ak-
ureyri 8. og 9. nóvember.
Tvö buðu sig fram til formanns,
Guðbrandur og Helga Ingólfsdóttir
stjórnarmaður í VR, og fékk Guð-
brandur 82% greiddra atkvæða.
Á þinginu var samþykkt ályktun
um kjaramál. Í henni kemur fram að
í ljósi þeirrar óvissu sem ríki í ís-
lensku efnahagslífi telji þing LÍV
ráðlegt að gera kjarasamning til
skemmri tíma. „Þingið tekur undir
þau sjónarmið sem fram hafa komið
innan verkalýðshreyfingarinnar, að
gerður verði kjarasamningur til
skemmri tíma og í kjölfarið verði
unnið að því að koma hér á stöð-
ugleika, sem kjarasamningur til
lengri tíma getur byggt á.“
Þar segir einnig að kannanir á
meðal verslunar- og skrifstofufólks
sýni að flestir leggi áherslu á aukinn
kaupmátt og hækkun lægstu launa.
Þá segir í ályktuninni að hækkanir
sem lesa megi úr fjárhagsáætlunum
sveitarfélaga vegna ársins 2014 séu
„ögrun við íslenskt launafólk sem
hefur tekið á sig ómældar byrðar frá
efnahagshruninu 2008“.
Þing LÍV samþykkti og ályktun
um starfsmenntamál. Atvinnulífið
var hvatt til að taka undir kröfur
LÍV í starfsmenntamálum. LÍV
krefst þess að starfsmenntamálum
verði gert hátt undir höfði í næstu
kjarasamningum. M.a. verði starfs-
menntun fyrir starfsfólk í verslunar-
og þjónustugreinum skilgreind með
námslokum sem verði metin til
launa. Einnig að boðið verði upp á
samfellt nám á framhaldsskólastigi
fyrir starfsfólk í verslunar- og þjón-
ustugreinum og að launafólk með
stutta skólagöngu geti fengið færni
sína metna.. gudni@mbl.is
Guðbrandur
nýr formað-
ur LÍV
Guðbrandur
Einarsson