Morgunblaðið - 11.11.2013, Side 11

Morgunblaðið - 11.11.2013, Side 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir kröfu notenda Virkjunar. „Hér áður fyrr voru jafnvel vellaunaðir verk- efnastjórar að stýra starfseminni og það lagðist illa í suma. Margir hafa lítið sem ekkert á milli handanna og því finnst okkur nauðsynlegt að hér ríki jöfnuður.“ Hann kom sjálfur inn rétt eftir síðustu áramót sem sjálf- boðaliði og sagðist ekki hafa verið burðugur til að byrja með. Hann hefði hins vegar nýtt sér námskeið og leiðsögn sem var í boði í Virkjun og væri því fær um ýmislegt í dag sem hann hefði ekki getað áður, eins og að standa fyrir framan fólk og tala og sitja augliti til auglitis við blaðamann í viðtali án þess að hika og tafsa. Sjálfstraust og sigurvissa heitir námskeiðið sem hjálpaði Olav, en því stýrir Jónas Eyjólfsson sjálf- boðaliði, sem jafnframt er í stjórn Virkjunar. „Við bjóðum upp á marg- vísleg námskeið hér, s.s. trésmíða- námskeið, tréútskurð, föndur, gimb- kennslu, prjónakennslu, tölvu- námskeið og það nýjasta nýtt; airbrush-námskeið sem hófst í dag undir handleiðslu Arnar Halldórs- sonar. Við erum alltaf með augun opin gagnvart áhugaverðri fræðslu og hvetjum alla sem búa yfir ákveðinni þekkingu og verkkunáttu að leggja okkur lið með því að bjóða fram krafta sína í kennslu á námskeiðum í sjálfboða- vinnu.“ Þátttökukostnaður í lágmarki Að sögn Ólaf eru öll námskeiðin ókeypis, en þátttakendur þurfi að borga lágmarksefniskostnað ef ein- hver sé. Þá er notendum frjálst að gerast félagsmenn Virkjunar og borga 2.000 krónur á mánuði, þá mánuði sem hentar, en fá í staðinn kaffi, jólaköku á miðvikudögum og vöfflur á fimmtudögum, en boðið er upp á meðlæti með kaffinu þessa tvo daga vik- unnar. Súpa er fram- reidd í há- deginu á þriðjudögum og borgar hver 300 krónur fyrir skammtinn, en salan fer í jólahlaðborðssjóð. „Við erum að stefna að því að koma kostnaðinum við jólahlaðborðið niður fyrir 1.000 krónur á mann, svo fleiri hafi mögu- leika á að njóta þess með okkur.“ Félagsmenn Virkjunar eru nú um fjörutíu, þótt misjafnt sé hversu margir greiði félagsgjöld í hverjum mánuði og það sem af er vetri hefur aðsókn tekið stökk upp á við. Í ágúst voru gestir samtals 381, þann hálfa mánuð sem opið var, í september hafði þeim fjölgað um rúmlega 1.000, enda starfsemi komin á fullan skrið, og í október voru skráðir gestir samtals 1.707. Hér segir Olav að kynning sem sjálfboðaliðar stóðu fyrir á Ljósanótt í byrjun september hafi ekki síður haft áhrif á aðsókn því í framhaldi hafi fjöldi fylgjenda á Facebook farið yfir 1.500. Þann dag sem blaðamaður var staddur í Virkjun beið hópur ungra manna eftir að ná tali af Olav. Þarna voru á ferðinni spunaspilarar í spunaspilaklúbbnum Ými, sem voru að falast eftir aðsetri í húsinu. Það var auðsótt mál af hendi Olavs enda ýmis félög sem hafa leitað til Virkj- unar eftir húsaskjóli fyrir starfsem- ina. Hjálpsemi, jákvæðni, örlæti, handaband, samkennd og bros- mildi eru líka nokkur af einkennis- orðum ánægjumánaðarins í Virkj- un. Forvitni blaðamanns á Ými tók hins vegar yfir þegar hér var komið sögu og eftir að hafa fengið að vita í smáatriðum út á hvað spunaspil gengur; sögulist, spunalist, hlut- verkaleik, stærðfræði, hæfileika til að hugsa út fyrir rammann og þjálf- un ímyndunaraflsins, hljómaði þetta mjög áhugavert og skapandi. Þeir sem hafa áhuga á Ými eða annarri starfsemi í Virkjun ættu að kynna sér dagskrána. Hana má m.a. nálg- ast á slóðinni www.virkjun.net.Sýnishorn úr föndrinu. Trésmíði Örn Ólafsson og Dröfn Sigurvinsdóttir hafa bæði verið á tréútskurðarnámskeiði og á trésmíðanámskeiði í á þriðja ár og líkar vel. Olav Olsen sér um trésmíðanámskeiðin en Jón Arason kennir útskurð. „Það er meiriháttar gaman og gott að koma hingað,“ sagði Dröfn og Örn bætti við að þessi fé- lagsskapur væri mikils virði. „Ég er hissa á því að svona starfsemi skuli ekki vera í fleiri bæjarfélögum.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Full búð af nýjum vörum á frábærum verðum Það verður norræn dagskrá á Café Lingua í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu í Reykjavík í dag. Klukkan 17:30 verður kafli lesinn úr bókinni Klakahöllinni eftir Tarjei Vesaas á norrænum málum og nor- rænir tónar munu hljóma frá slag- hörpunni sem Marc Bolhardt leikur á. Í tilefni norrænu bókasafnavik- unnar verður boðið upp á sérstakt hraðstefnumót þar sem gestum gefst tækifæri til að kynnast norræn- um tungumálum og menningu. Í lokin verður kynning á starfsemi tengdri Norðurlöndum og norrænni menningu. Norræna félagið og Nor- ræna húsið halda utan um dagskrá Café Lingua ásamt Borgarbókasafn- inu. Það er alltaf heitt kaffi á könnunni og þátttaka er ókeypis og öllum heimil. Hraðstefnumót við málstöðvarnar Café Lingua Mynd frá opnuninni á Café Lingua þann 9. september sl. Café Lingua veitir inn- sýn í ólík tungumál Sigrún Helgadóttir, höfundur bók- arinnar Faldar og skart mun á morg- un, þriðjudaginn 12. nóvember, halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminja- safnsins. Yfirskrift erindisins er Fald- búningurinn – klæðnaður íslenskra kvenna í nokkur hundruð ár. Tilefnið er 100 ára afmæli Heim- ilisiðnaðarfélagsins og er erindið lið- ur í fyrirlestraröð Þjóðminjasafnsins. Heimilisiðnaðarfélagið fagnaði af- mæli sínu þann 12. júlí síðastliðinn og hafa ýmsir viðburðir verið haldnir af því tilefni. Sigrún mun stuttlega rekja sögu félagsins og markmið þess auk þess sem sagt verður frá vinnu Faldafeyk- is, starfshóps um 17 kvenna innan Heimilisiðnaðarfélagsins. Hópurinn varð til um síðustu aldamót og setti sér það markmið að kanna hvernig hægt væri að sauma trúverðugan faldbúning í samræmi við þann klæðnað sem íslenskar konur klædd- ust fram á miðja 19. öld. Erindið hefst klukkan 12 og er aðgangur ókeypis. Hádegisfyrirlestur um þjóðbúninga Þjóðbúningur Þessi búningur er varðveittur á safni í Bretlandi. Klæðnaður ís- lenskra kvenna í hundruð ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.