Morgunblaðið - 11.11.2013, Page 14

Morgunblaðið - 11.11.2013, Page 14
SUÐURLAND DAGA HRINGFERÐ HVERAGERÐI MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013  Menntaselið er húsnæði í eigu Menntaskólans í Reykjavík. Þangað fóru menntaskólanemar árum sam- an í kórferðir og aðrar ferðir til að efla anda nemenda og hrista þá sam- an. Selið var reist árið 1937 og var í notkun til ársins 2001. Húsnæðið var þá dæmt slysagildra og miklar við- gerðir fyrirskipaðar. Selið var því lokað menntskælingum í rúman áratug. Ragnar Arnalds, síðar ráðherra, fékk Ragnar Tómas Árnason, fréttaþul hjá Ríkisútvarpinu, til liðs við sig til að hrekkja MR-inga í Selsferð árið 1956. Hinn síðarnefndi flutti af kasettu fregnir af því að Sovétmenn hygðust varpa kjarn- orkusprengju á Keflavíkurflugvöll, en nokkur ótti greip um sig meðal nemenda, en eftirhermur léku Ólaf Thors og Einar Olgeirsson, þar sem þeir fluttu ávörp. Hrekkur aldarinnar í Selinu Selið Menntasel MR-inga við Hveragerði. Endurnýjun þess tók rúman áratug. Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Flestir tengja Hveragerði við hveri, gróðurhús, Eden og apa. Færri vita hins vegar að á fyrri hluta síðustu aldar var bærinn nokkurs konar listamannanýlenda. Frá árinu 2007 hafa verið sett upp átta skilti á sögufrægum stöð- um í Hveragerði, en það nýjasta var sett upp 1. nóvember um Kvennaskólann á Hverabökkum. „Hugmyndin er að fólk geti gengið á milli söguskiltanna á sín- um eigin tíma og kynnt sér þannig sögu Hveragerðis,“ sagði Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, en hann hefur staðið að uppsetningu skiltanna í samvinnu við Hvera- gerðisbæ. Fyrsta skiltið var sett upp við Skáldagötu, nú Frumskóg, en þar var listamannahverfið í Hveragerði á árunum frá 1940 og fram á átt- unda áratug síðustu aldar, en upp- haf byggðar í Hveragerði má rekja til stofnunar Mjólkurbús Ölfusinga árið 1928. Meðal þeirra listamanna sem bjuggu í Hveragerði á þessum árum má nefna Kristján frá Djúpa- læk, sem bjó þar um ellefu ára skeið frá 1950; Kristmann Guð- mundsson sem bjó í Hveragerði í tvo áratugi frá 1940 og Jóhannes úr Kötlum sem bjó þar á sama tíma og Kristmann, en þeir bjuggu allir við Skáldagötu á einhverjum tímapunkti. Ódýrt og auðkynt húsnæði Njörður sagði ástæður þess að skáldin flykktust í þessum mæli til þess staðar sem nú er Hveragerði fyrst og fremst vera mikinn hús- næðisskort í Reykjavík um 1940, auk þess sem mun ódýrara væri að kynda hús með jarðhita heldur en kolum. „Við Hvergerðingar trúum því líka staðfastlega að þetta fallega umhverfi hafi laðað þá að staðnum. Í bænum varð til þessi lista- mannanýlenda, en upp úr 1970 var Skáldin settu svip á Hveragerði í upphafi  Fjöldi listamanna flutti úr borginni í Hveragerði um 1940 Morgunblaðið/Golli Listamannanýlenda Á horni Heiðmerkur og Frumskóga, áður Skáldagötu, er einn átta söguskjalda í Hveragerði.  „Við erum með 100 sæti innandyra og 70 úti, en það er samt of lítið,“ sagði Ólafur Reynisson, eig- andi og kokkur hjá Kjöti og kúnst. Veitingastaður Ólafs er einstakur fyrir þær sakir að þar er allt eldað með hverahita. „Núna er ég með í hvernum bananabrauð, svampbotn og súkkulaðimús. Síðan er þarna líka kjúklingur, fiskur og grjónagrautur.“ Veitingastaður Ólafs nýtur mikilla vinsælda og hafa erlendar sjónvarpsstöðvar sótt hann heim undanfarið. „Við erum búin að vera að þróa þessa eldamennsku lengi. Nú er þetta komið á það plan að ferðaskrifstofur koma hingað með hópa sem vilja fá hveraeldaða máltíð.“ Eldar í hver Morgunblaðið/Golli Rjúkandi Ólafur við útiaðstöðuna. Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Þetta var allt á rólegu nótunum hjá okkur, bæði í góðærinu og í kreppunni,“ sagði Valdimar Haf- steinsson, framkvæmdastjóri Kjör- íss. Fyrirtækið er einn stærsti vinnuveitandi í Hveragerði með um 48 starfsmenn yfir vetrartímann, en vel yfir 70 manns á sumrin, sem vinna um 53 ársverk. „Við framleiðum svona tvær milljónir lítra af ís á ári með nokkr- um sveiflum milli sumars og vetrar og erum með á að giska helmings markaðshlutdeild í þessum geira,“ segir Valdimar. Hann segir Íslend- inga líkari Bandaríkjamönnum í ís- venjum sínum, og vilja ísblöndu með alls konar „kruðeríi,“ á meðan frændur okkar í Skandinavíu séu meira fyrir ítalskan kúluís. Fyrirtækið er orðið 44 ára, og segir Valdimar engar stökkbreyt- ingar hafa orðið á þessum tíma, bara hæga og eðlileg þróun með eðlilegum sveiflum, „helst út af veð- urfari. Góð ár hjá okkur eru sól- arár. Árið var mjög gott fyrir norð- an og austan, en það vegur ekki upp döpru árin hérna sunnan meg- in. Eitt af betri árunum okkar var árið 2009. Innflutningur á ís minnk- aði lítillega, en það var líka óvenju- gott veður og Íslendingar sennilega meira heima hjá sér að borða ís.“ Byrjaði sem ostagerð Það er einhver mótsögn í því að framleiða ís á hverasvæði. Valdi- mar segir það þó eiga sér eðlilegar skýringar. „Pabbi lærði mjólk- urfræði og langaði að kynna Íslend- Fjölskyldufyrirtæki alla tíð  Helmingur starfsmanna Kjöríss með 20 ára starfsreynslu Morgunblaðið/Golli Pakkað Hjá Kjörís vinna hátt í 50 manns yfir vetrartímann við að framleiða ís ofan í ísþjóðina. Íslendingar líkjast Bandaríkjamönnum í ísháttum. Við e rum stolt fyrirtæki í Hveragerði Upplýsingamiðstöð Suðurlands Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk, 810 Hveragerði Sími: 483 4601. Fax: 483 4604 Netfang: tourinfo@hveragerdi.is Hverasvæðið í miðbænum Hveramörk 13, 810 Hveragerði Símar: 483 5062 & 660 3905 Netfang: tourinfo@hveragerdi.is www.hveragerdi.is Skjálftinn 2008 Sýning í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk Hveragerði Sundlaugin Laugaskarði 810 Hveragerði Sími: 483 4113 Sími: 483 4601 Netfang: tourinfo@hveragerdi.is www.hveragerdi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.