Morgunblaðið - 11.11.2013, Síða 15

Morgunblaðið - 11.11.2013, Síða 15
Hveragerði er þéttbýlisstaður í vestanverðri Árnessýslu, undir Kömbum og rétt austan Hellisheiðar. Hveragerðis- hreppur varð til úr Ölfushreppi árið 1946 og fékk síðan kaupstaðarréttindi 1987. Um miðja síðustu öld var bærinn þekktur fyrir mikinn fjölda listamanna sem þar bjuggu. Rúmlega 2.300 búa í Hveragerði. Þar er mikil ylrækt og fjölmargar garðyrkju- og gróðrarstöðvar. þetta tímabil í sögu bæjarins runn- ið á enda, þó svo að listamenn séu enn í bænum.“ Hveragerðisskáldin svokölluðu komu, að sögn Njarðar, að því að Hveragerði klauf sig út úr Ölf- ushreppi árið 1946 og varð að sér- stöku sveitarfélagi. „Kristmann Guðmundsson og Gunnar Bene- diktsson, sem var líka eitt þessara skálda, komu að því máli og Gunn- ar sat í fyrstu hreppsnefnd sveitar- félagsins,“ sagði hann. Landlítið sveitarfélag Hveragerði er landlítið sveit- arfélag, og orti Gunnar Benedikts- son meðal annars um það um þetta leyti. „Enn þann dag í dag umlyk- ur Ölfus Hveragerði og það er eng- inn kirkjugarður hérna. Þegar við Hvergerðingar förum yfir móðuna miklu þurfum við að sætta okkur við það að láta jarða okkur á Kot- strönd í Ölfusi,“ sagði Njörður. Erindi Gunnars hljómar svona: Hér er kominn hreppur nýr, hann er sagður kostarýr þegar lífs við brjótum brýr, bæði segi og skrifa. Í öllum hreppnum engin mold í að greftra látið hold. Við neyðumst til að nuddast við að lifa. En svo er aftur önnur sveit einstaklega kostafeit, enga frjórri augað leit um að tala og skrifa. Þar er þessi þykka mold, þar má greftra látið hold, þar eru menn sem þurfa ekki að lifa. Listamennirnir sem bjuggu í Hveragerði höfðu mikil áhrif á mannlífið í þorpinu. Mörg Hvera- gerðisskáldanna fengust við kennslu til að drýgja tekjur sínar og jafnframt tóku listamennirnir þátt í félagslífi, sömdu til dæmis leikrit sem flutt voru á skemmt- unum, máluðu leiktjöld fyrir Leik- félag Hveragerðis og héldu mynd- listarsýningar. Á hinum svokölluðu garðyrkju- og listamannaböllum voru Hveragerðisskáldin hrókar alls fagnaðar. Þó að margir þeirra listamanna er hér dvöldu um miðja 20. öld hafi búið hér í áratugi festu fæstir hér rætur. Á sjöunda ára- tugnum og fram á þann áttunda fækkaði í hópi listamanna í Hvera- gerði, flestir fluttu til Reykjavíkur, einn á Akureyri en þrír hurfu yfir móðuna miklu. Bræðraborg Kristján frá Djúpalæk var einn listamannanna í Hveragerði, en hann bjó um tíma að Bræðraborg. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 Garðyrkjustöð Ingibjargar hef- ur verið starfrækt í Hveragerði í 32 ár. Á þessum árstíma er að- alræktun garðyrkjustöðv- arinnar, sem er útiplöntur, lögst í dvala, en inni í gróðurhúsum eru breiður af jólastjörnum, sem hafa verið ræktaðar frá því um miðjan júlí. Ingibjörg Sigmundsdóttir seg- ir að jólastjörnur séu í öllum gróðurhúsum stöðvarinnar um þessar mundir, en hún á garð- yrkjustöðina ásamt Hreini Krist- óferssyni, eiginmanni sínum. „Það passar svo vel saman þeg- ar við erum búin að selja garð- plönturnar að fara yfir í jóla- stjörnur.“ Hún segir kreppuna hafa haft „jákvæð“áhrif á blómarækt. „Svart/hvíti tíminn var erfiður, en það er eins og fólk hafi farið í hreiðurgerð eftir hrunið, það breyttist eitthvað í kreppunni,“ sagði Ingibjörg. „Fólk virðist vilja hafa meira líf í kringum sig, virðist vera meira heima og vill hafa eitthvað grænt eða blómstrandi í kringum sig. Það átti ekki að vera neitt líf neins staðar, bara allt inni í skápum, og allt svart og hvítt,“ sagði Ingibjörg. Garðyrkjustöð Ingibjargar Gróska í gróðri eft- ir efnahagshrunið Morgunblaðið/Golli Jólastjörnur Ingibjörg Sigmundsdóttir við breiður af jólastjörnum, sem eru aðalframleiðsla garðyrkjustöðvarinnar um þessar mundir. ingum nýjungar í mjólkuriðnaði og byrjaði 1966 með ostagerð. Það var fullmikil samkeppni við iðnaðinn sem var fyrir í landinu og hann hætti því 1968. Árið eftir byrjaði hann svo að framleiða ís í félagi við Gylfa Hinriksson, sem kom með hugmyndina að framleiðslunni.“ Hann segir Hveragerði hafa orðið fyrir valinu því mikið sé notað af orku til að gerilsneyða og þrífa framleiðslutækin. Ekki fer mikið fyrir útflutningi hjá fyrirtækinu, þó sér Kjörís Hamborgarabúllum Tómasar fyrir ís, bæði hér á landi og á Englandi. „Þetta er ekkert gríðarlegt magn, en hugsanlega byrjunin á einhverju stærra.“ Valdimar tekur undir þá skoð- un að Kjörís sé máttarstólpi í sam- félaginu í Hveragerði og fyrirtækið fái það margfalt til baka. „Um það bil helmingurinn af starfsfólkinu er kominn með yfir 20 ára starfs- reynslu og það þykir bara frekar gott í svona iðnaði. Fólk vill greini- lega vinna hjá okkur. Flestar fjöl- skyldur í bænum eiga einhvern ætt- ingja sem hefur unnið eða vinnur hjá okkur. Ég segi stundum að við séum svipuð fyrir Hveragerði eins og Samherji er á Akureyri.“ Ættarsvipur Valdimar stillir sér upp við hlið málverks af foreldrum sínum. Ættarsvipurinn leynir sér ekki. Málverkið er málað eftir ljósmynd. Ruslahver skilaði ruslinu HVERIRNIR Í HVERAGERÐI Hverirnir í Hveragerði hafa ekki ein- ungis verið notaðir til húshitunar eða til ísgerðar. Þeir voru jafnvel notaðir til sorpeyðingar eins og nafn Rusla- hvers gefur til kynna. Þar fleygðu Hvergerðingar rusli sínu fyrstu ár byggðarinnar en í jarðskjálfta árið 1947 lifnaði hverinn svo rækilega við að hann þeytti öllum úrganginum aft- ur til baka. Hverirnir geta líka verið hættulegir, árið 1906 féll maður þar ofan í og lést af brunasárum sínum. Hver Hveragerði heitir eftir mörgum hverum á svæðinu.  Þorlákshöfn er næsti við- komustaður 100 daga hring- ferðar Morgunblaðsins. Á morgun Pétur Kristinsson Lögg. fasteignasali 893 9048 Soffía Theodórsdóttir Lögg. fasteignasali Komdu með eignina þína til okkar og við seljum Vegna mikillar sölu vantar okkur eignir á skrá Ertu í fasteignahugleiðingum? Við hjá Byr fasteignasölu tökum vel á móti þér. LÆ KK AÐ VE RÐ Skipti möguleg á dýrari eða ódýrari eign á höfuðborgarsvæðinu. SK IPT I M ÖG UL EG Verð 39,9 millj. Verð 39,2 millj.HeiðarbrúnValsheiði Hveragerði er heitur reitur Útivist Sund Golf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.