Morgunblaðið - 11.11.2013, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013
Skútuvogi 1h | 104 Reykjavík | Sími: 585 8900 | jarngler.is
Sjálfvirkir hurðaopnarar
fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki.
Uppsetning og þjónusta
fyrir hurðir og glugga
Allir velkomnir
14/11/2013
Skráning á imark.is
Hittumst áHilton Reykjavík Nordica
fimmtudaginn 14. nóvember klukkan 12
Hver verðurmeistari
markaðsmálanna?
H
ví
ta
hú
si
ð
/S
ÍA
–
13
-2
73
4
Tölur frá bandaríska atvinnumála-
ráðuneytinu sýna að störfum þar í
landi fjölgaði um 204.000 í október
og er það vel umfram væntingar
markaðsgreinenda sem BBC greinir
frá að hafi búist við 125.000 nýjum
störfum í mánuðinum, m.a. vegna
áhrifa af nokkurra daga lokun fjölda
ríkisstofnana í byrjun mánaðarins.
Tölur ráðuneytisins sýna hins veg-
ar líka að atvinnuleysi jókst í mán-
uðinum og fór upp í 7,3% en var 7,2%
í september. Segir ráðuneytið að
skoða verði þær tölur með hliðsjón af
því að margir þeirra ríkisstarfs-
manna sem ekki gátu mætt til vinnu
framan af mánuðinum hafi verið
skráðir atvinnulausir.
Eins sýna mælingarnar nú að í
september og ágúst var fjöldi nýrra
starfa vanmetinn um samtals 60.000
stöður.
Allt á uppleið?
Bætast þessar sterku atvinnutölur
við jákvæðar fréttir fyrr í síðustu
viku þegar hagvöxtur mældist 2,8%
á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi,
sem var umfram væntingar. BBC
segir þessi merki um bata í banda-
ríska hagkerfinu vekja á ný vænt-
ingar á markaði um að bandaríski
seðlabankinn fari að draga úr örv-
unaraðgerðum sínum.
Markaðurinn brást vel við at-
vinnutölunum og hækkuðu helstu
vísitölur á föstudag. Dow Jones-vísi-
talan hækkaði um 1,1% og endaði í
15.761, sem er nýtt met. S&P 500-
vísitalan hækkaði um 1,3% og endaði
í 1.770,61 stigi, rétt undir metinu
sem slegið var 29. október. Einnig
hækkaði Nasdaq um 1,6% og endaði
í 3.919,23 stigum, að því er Market-
Watch greinir frá.
Bandaríkjadalur styrktist sömu-
leiðis á föstudag. Fór ICE-dollara-
vísitalan upp um 0,45% og endaði í
81,255 og WSJ-dollaravísitalan, sem
notast við stærri körfu samanburð-
argjaldmiðla, hækkaði um 0,59% á
föstudag og endaði í 73,43.
ai@mbl.is
Atvinnutölur í BNA
umfram væntingar
Hlutabréfavísitölur hækkuðu á föstudag og dalurinn
styrktist 204.000 ný störf urðu til í október og tölur fyrir
mánuðina tvo á undan voru leiðréttar til hækkunar
AFP
Kippur Ný störf í Bandaríkjunum í október voru töluvert umfram vænt-
ingar. Starfsmaður á gólfi NYSE-hlutabréfamarkaðarins.
Saksóknarar hafa farið
fram á það við alríkisdóm-
ara í Manhattan að Bank
of America greiði hæstu
sekt sem lög leyfa, 863
milljónir dala, jafnvirði
rösklega 100 milljarða
króna,vegna galla á þeim
lánum sem bankinn seldi
bandarísku fasteignalána-
stofnununum Fannie Mae
og Freddie Mac.
Bank of America var í
október fundinn sekur af
kviðdómi um sölu gallaðra
lánapakka. Bandarísk
stjórnvöld höfða málið sem
er það fyrsta sinnar teg-
undar til að fara fyrir dóm.
Var yfirstjórnandi Countrywide,
Rebecca Marione, einnig úrskurðuð
sek fyrir að hafa haft fé af stjórn-
völdum en Marione var eini einstak-
lingurinn sem tilgreindur var í máls-
höfðuninni.
Saksóknarar sögðu í bréfi sem
lagt var fyrir dóminn á laugardag að
undirdeild bankans, Countrywide,
hefði vitandi vits selt óörugg lán
sem þau væru örugg með það að
markmiði að hafa fé af bandarísku
fasteignalánastofnununum tveimur.
Fréttastofa Bloomberg segir að
málið muni halda áfram 5. desember
og í framhaldinu verður sektarupp-
hæðin ákvörðuð. Talsmenn bankans
hafa tjáð sig um að þeim þyki bóta-
krafa saksóknara úr samhengi við
bæði umfang lánanna sem málið
varðar og það tjón sem bankinn olli.
ai@mbl.is
Vilja að Bank of
America greiði 863
milljónir dala
Styttist í niðurstöðu í máli vegna sölu
lánapakka til Fannie Mae og Freddie Mac
AFP
Afleiðingar Dómsmálið varðar fjármála-
afurðir sem seldar voru á tímum fasteignaból-
unnar vestanhafs. Hús til sölu í Virginíu.