Morgunblaðið - 11.11.2013, Side 17

Morgunblaðið - 11.11.2013, Side 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 30% SPEGLADAGAR Í NÓVEMBER 54 54 300 • SMIÐJUVEGUR 7 • KÓPAVOGUR Eina glerverksmiðjan á landinu með vottaða framleiðslu 30% afsláttur af öllum speglum út nóvember. Sérfræðingar okkar veita þér faglega ráðgjöf við val á bestu lausninni fyrir þig. Við bjóðum einnig sandblástur og LED baklýsingu. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Innreið leikfangarisans Mattel og Barbí-dúkkunnar frægu á Kína- markað er oft nefnd sem skólabók- ardæmi um vestrænt fyrirtæki sem les rangt í menningu og áherslur neytenda á asískum markaði. Það var árið 2009 að Barbí ætl- aði að legga Kína undir sig. Með pomp og pragt var opnuð sex hæða 30 milljóna dala risaverslun á besta stað í Shanghaí, með veitingastað, snyrtistofu og kokkteilbar. Þaðan átti að breiða út hróður dúkkunnar vinsælu um allt landið. Allt kom fyrir ekki og áhugi Kín- verja á Barbí komst ekki á það flug sem Mattel hafði vonast eftir, kannski vegna þess að kínverskar stúlkur eru áhugasamari um „sæt- ar“ fígúrur eins og Hello Kitty frekar en „föngulegar“ dúkkur eins og bombuna hana Barbí. Nótnabækur í Barbí-stærð Nú ætlar Mattel aftur að reyna að gera strandhögg í Kína, en í þetta skiptið með breyttum áherslum. Wall Street Journal greinir frá að nýja Barbí eigi að höfða til metnaðarfullra kínverskra mæðra sem vilja að börnin leggi sig fram í námi og tómstundum. Um leið og verðið á dúkkunni mun lækka fær kínverski markaðurinn vörur eins og „fiðlueinleikara-Barbí“ með fiðlu, boga og nótnabókum. Mattel mun einnig reyna að fá kínversk stjórnvöld á á sitt band með því að vekja athygli á jákvæð- um áhrifum leiks á þroska barna. Funduðu stjórnendur Mattel á dög- unum með fulltrúum kínversku mennta- og menningarmálaráðu- neytanna með það að markmiði að hvetja til aukins leiks í skólum, sem svo aftur myndi smita frá sér inn á heimilin og styrkja leik- fangasölu. Barbí breytir um áherslur fyrir Kína  Fræða kínversk stjórnvöld um ávinninginn af auknum leik í skólum  Reyna að höfða til metnaðarfullra mæðra með dúkku sem er einleikari á fiðlu AFP Metnaður Stúlka tekur lagið með vinkonu sinni í borginni Tíanjin. Mattel ætlar að reyna að ná rótfestu á Kína- markaði með dúkkum sem höfða til metnaðarfullra foreldra, s.s. með tónlistar-Barbí sem spilar á fiðlu. Lánamál ríkisins munu á föstudag bjóða út ríkisvíxla í flokkunum RIKV 14 0217 og RIKV 14 0515 með gjalddaga 17. febrúar og 15. maí 2014. Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að einungis aðalmiðl- urum ríkisverðbréfa er heimilt að gera tilboð í útboðinu og er lág- mark hvers tilboðs ein milljón króna að nafnvirði. Verður útboðinu þannig háttað að öll samþykkt tilboð bjóðast aðal- miðlurum á sama verði. Hæsta sam- þykkta ávöxtunarkrafa ræður sölu- verðinu og er greiðslu- og uppgjörsdagur 15. nóvember. Verður sótt um að RIKV 14 0515 verði tekinn til viðskipta í NASDAQ OMX á Íslandi 18. nóvember. ai@mbl.is Útboð ríkisvíxla á miðvikudag Hagtölur frá Kína voru birtar á föstudag og sýna ágætan vöxt í hagkerfinu. Iðnframleiðsla jókst um 10,3% á ársgrundvelli í októ- ber og er það umfram væntingar. Útflutningur jókst um 5,6% á árs- grundvelli og hristi af sér sam- drátt í september. Landsfram- leiðsla mældist 7,8% á ársgrundvelli á síðasta ársfjórð- ungi, sem er aukning frá fjórð- unginum á undan. MarketWatch greinir frá að vísi- tala neysluverðs hækkaði úr 3,1 upp í 3,2% í október. ai@mbl.is Sterkar tölur koma frá Kína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.