Morgunblaðið - 11.11.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 11.11.2013, Síða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 Eyðir vondri lykt úr loftkælingunni og miðstöðinni. Þrífur og sótthreinsar þannig að blásturinn verður aftur ferskur. Auðvelt að nota án þess fjarlægja frjókorna-eða loftsíuna Kemur í veg fyrir ofnæmisviðbrögð. Eyðir sýklum, gerlum og fúkkalykt sem koma úr loftkælingunni. Virka efnið í brúsanum dreifist um loftkælinguna með viftunni í miðstöðinn í bílnum. ÞÝSK GÆÐAVARA Innihald: 150 ml Vörunúmer: 4065 Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is Eyðir sýklum, gerlum og fúkkalykt í miðstöðinni Klima Fresh Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þriggja daga viðræðum utanríkis- ráðherra Írans, Bandaríkjanna, Bret- lands, Þýskalands, Frakklands og Rússlands, auk varautanríkis- ráðherra Kína, um kjarnorkuáætlun Írana, lauk án samkomulags í Genf í gær. Eftir maraþonfund, sem hófst á laugardag og lauk aðfaranótt sunnu- dags, sögðu Catherine Ashton, utan- ríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Mohammad Javad Zarif, utanrík- isráðherra Írans, að þrátt fyrir að viðræður hefðu þokast í rétta átt stæðu ákveðin atriði enn út af borð- inu. Markmiðið með viðræðunum var að stíga fyrsta skrefið í átt að fjöl- þættu samkomulagi um kjarnorku- mál Írana en meðal þess sem var rætt um var að Íranir skuldbyndu sig til að frysta kjarnorkuáætlun sína í sex mánuði til að gefa viðræðuríkj- unum tíma til að hamra saman lang- tímasamkomulag. Í staðinn myndu Vesturveldin draga úr refsiaðgerðum gegn Íran, sem hafa haft skaðvænleg áhrif á efnahag landsins. Hvorki blindir né heimskir Innbyrðis óeining ráðamanna Vesturveldanna var meðal þess sem kom í veg fyrir að aðilar næðu saman en Frakkar sögðu að þær tillögur sem voru til umræðu dygðu skammt í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir úranauðgun Írana eða stöðva þróun kjarnakljúfs til plútonframleiðslu. Ísraelskir ráðamenn, sem áttu ekki sæti við borðið í viðræðunum um helgina, vöruðu ítrekað við því að um- rætt samkomulag væri slæmt og kall- aði varnarmálaráðherrann Moshe Yaalon það „söguleg mistök“. Ísrael- ar hafa varað sérstaklega við því að byggingu þungavatnskjarnaofns í Arak verði leyft að komast á það stig að eyðing hans með herafli gæti vald- ið umhverfisslysi. John Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, leit- aðist við að draga úr áhyggjum í gær og sagði m.a. að þarlendir ráðamenn væru hvorki blindir né heimskir þeg- ar kæmi að viðræðunum við Íran. Viðræður þok- ast áfram án samkomulags  Utanríkisráðherrar ræddu kjarnorku- áætlun Írana  Ísraelar áhyggjufullir AFP Viðræður Catherine Ashton og Mohammad Javad Zarif í gær. Kjarnorkumál » Boðað hefur verið til áfram- haldandi viðræðna eftir tíu daga. » John Kerry sagði að það myndi taka tíma að byggja upp traust milli Vesturveldanna og Írans. » Ísraelar hafa eyðilagt tvo kjarnakljúfa í loftárásum á síð- ustu þremur áratugum, í Írak 1981 og Sýrlandi 2007. Filippseyjar. AFP. | Yfirvöld á Filipps- eyjum vöruðu við því í gær að tala látinna, eftir að fellibylurinn Haiyan gekk yfir eyjarnar, gæti farið yfir 10.000. Yfirþyrmandi eyðilegging blasti við íbúum og björgunarfólki í Tacloban, höfuðborg Leyte-sýslu, þar sem talið var að um 70-80% bygginga sem urðu í vegi fellibylsins hefðu eyðilagst. Íbúar Leyte eru rétt yfir 200.000 talsins en lögregluyfirvöld í sýslunni töldu líklegt að bara þar hefðu yfir 10.000 látið lífið, flestir í miklum flóðum sem gengu yfir í fárviðrinu. Á nágrannaeyjunni Samar voru 300 sagðir hafa látið lífið í bænum Basey og 2.000 var saknað. „Tacloban er gjörsamlega eyði- lögð. Sumir eru að missa vitið af hungri eða vegna þess að þeir hafa misst fjölskyldur sínar,“ sagði fram- haldsskólakennarinn Andrew Po- meda í samtali við AFP. „Fólk er að verða ofbeldisfullt. Það er að ræna fyrirtæki, verslanamiðstöðvarnar, bara til að finna mat, hrísgrjón og mjólk. Ég óttast að innan viku muni fólk drepa vegna hungurs,“ sagði hann. Hundruð lögreglumanna og her- manna voru send á vettvang í borg- inni í gær til að koma í veg fyrir að örvæntingarfullir borgarbúar færu um ránshendi og þá tilkynntu bandarísk stjórnvöld að bandarískir hermenn staðsettir í Japan yrðu sendir á staðinn til aðstoðar. Öldurnar skoluðu öllu burt Vitni sögðu að þegar fellibylurinn fór hjá hefðu allt að fimm metra há- ar öldur gengið yfir Tacloban og hrifið með sér fólk og heimili. „Eig- inmaður minn batt okkur saman en við vorum engu að síður aðskilin í rústunum. Ég sá margt fólk drukkna, öskrandi, fara í kaf. Ég hef ekki fundið eiginmann minn,“ sagði hin 27 ára gamla Mirasol Saoyi. Framkvæmdastjóri World Food Programme á Filippseyjum, Pra- veen Agrawal, sagði að eyðilegging- in í Tacloban væri líkari því að flóð- bylgja hefði gengið yfir en fellibylur. „Öll trén eru á hliðinni, börkurinn rifinn af þeim, húsin eru skemmd. Mörg eru hrunin,“ sagði hann. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að mannúðarstofnanir samtakanna myndu bregðast fljótt við til að hjálpa fólki í neyð og framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins sagði að hún myndi leggja 3 milljónir evra til hjálparstarfsins. Þá sagði David Cameron að Bretar myndu leggja til 6 milljónir punda. Haiyan nálgast nú Víetnam, þar sem 600.000 manns voru fluttir brott, úr vegi fellibylsins, um helgina. Líkur stóðu til að hann myndi ganga á land að morgni mánudags. AFP Eyðilegging Náttúruhamfarir á borð við fellibylji, jarðskjálfta og eldgos eru tíðar á Filippseyjum en ef spár um fjölda látinna ganga eftir, verður Haiyan minnst í sögubókunum sem verstu hamfara sem dunið hafa yfir eyríkið. Haiyan veldur gríð- arlegri eyðileggingu  Telja yfir 10.000 látna  Hundruð þúsunda á vergangi Tilfellum lungnakrabbameins hef- ur fjölgað gríðarlega í Peking síð- asta áratug, að sögn heilbrigðis- yfirvalda í borginni. Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua segir að sjúklingum með lungnakrabbamein hafi fjölgað úr úr 39,56 á hverja 100.000 íbúa árið 2002 í 63,09 árið 2011, en engar skýringar voru gefnar á aukningunni. Heilbrigðisyfirvöld í Peking segja reykingar enn helstu orsök lungnakrabbameins en að óbeinar reykingar og loftmengun geti einn- ig verið orsakavaldar. Í síðasta mánuði birti Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin skýrslu þar sem fram kom að loftmengun ætti hlut að máli í 3,2 milljónum ótímabærra dauðsfalla á ári og 200.000 dauðs- falla af völdum lungnakrabba- meins. Samkvæmt BBC hafa Kínverjar síauknar áhyggur af heilsufars- vandamálum tengdum loftmengun, sem er viðvarandi vandamál víða í landinu. Hana má meðal annars rekja til þess að lögum til verndar umhverfinu er óvíða framfylgt þannig að þau þjóni tilgangi sínum. AFP Mengun Kínverjar hafa sívaxandi áhyggjur af heilsufarsvandamálum sem tengjast loftmengun en hún er viðvarandi í mörgum borgum í Kína. Fleiri greinast með lungnakrabbamein

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.