Morgunblaðið - 11.11.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.2013, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á elleftustundu hinsellefta dags hins ellefta mán- aðar gekk í gildi vopnahléið sem batt enda á fyrri heimsstyrj- öldina. Níutíu og fimm ár eru liðin í dag frá þeim degi, en segja má með nokkrum rétti að áhrifa styrjaldarinnar hafi gætt og gæti jafnvel enn í lífi flestra þeirra jarðarbúa sem eru á lífi í dag. Í flestum Evr- ópuríkjum er atburðarins minnst á hverju ári með virðu- legri minningarathöfn. Á næsta ári verða eitt hundrað ár liðin frá því að heimsstyrjöldin hófst. Er von á holskeflu fræðibóka um stríðið þar sem mat verður lagt á ýmsa þætti hennar, svo sem upphaf styrjaldarinnar og hverjum það var að kenna að svo fór sem fór. Ekki síst mun þar verða fjallað um tilgang þessara átaka og ímynd þeirra, en þetta tvennt er nátengdara en ætla mætti. Skotgrafahernaðurinn á vesturvígstöðvunum með til- gangslausum þjáningum, leðju og blóði er nú það sem flestum rennur í hug þegar hugurinn leitar til áranna 1914-1918. Ímyndin, sem má að miklu leyti rekja til kvikmynda og skáldsagna, hefur hjálpað til við að festa í sessi þá tilfinn- ingu sem almenningur í lönd- unum hafði á þess- um tíma, að fórnin hefði ekki verið þess virði, að til- gangurinn hefði verið óljós og stríðið sem slíkt óþarfi. Einna lengst í þeim efnum ganga hugmyndir Nialls Fergusonar, sem hefur sagt hreint út að sigur Þýskalands í stríðinu hefði valdið Bretlandi og breska heimveldinu minna tjóni en það sem tók við. Sag- an hefði enda tekið annan blæ, þar sem enginn Hitler, enginn Lenín og enginn Stalín hefðu þá verið til þess að valda þeim hörmungum sem þessir menn ollu á árunum sem eftir komu. Sagnfræðingar hafa deilt hart um þessa túlkun Fergusons og má greina fjölgun í hópi þeirra sem þvert á móti segja að stríðið hafi hvorki verið til- gangslaust né að eymdar- ímyndin úr skotgröfunum gefi algjörlega rétta mynd af átök- unum. Stríðið varð ekki til þess að binda enda á öll stríð, þvert á vonir fólks. Í staðinn svipti það hetjuljómanum af stríðs- átökum. Með því að minnast þeirra sem féllu er ekki ein- ungis heiðrað það fólk sem gaf líf sitt í skiptum fyrir óljósan málstað, heldur er einnig hald- ið á lofti þeirri von að senn styttist í þann dag sem vonin um heim án stríða rætist. Minningu fyrri heimsstyrjaldar verður haldið á loft} Hin ellefta stund Sigmundur Dav-íð Gunn- laugsson forsætis- ráðherra flutti á dögunum Alþingi skýrslu um stöðu undirbúningsferils væntanlegrar að- stoðar við skuldsett heimili. Stjórnarandstæðingar hafa gert mjög lítið úr þeim upplýs- ingum sem þar hafa komið fram. En framhjá því verður ekki horft að eingöngu var um framvinduskýrslu að ræða. Birting hennar var í fullu sam- ræmi við það verklag sem for- sætisráðherra kynnti og sam- þykkt var á sumarþingi og ráðherrann undirstrikaði að ferlinu miðaði samkvæmt því. Slíka skýrslu ber að flytja hvort sem stærstu tíðindi boð- aðra aðgerða liggja fyrir eða ekki. Ekki stóð til að slík tíma- mót væru runnin upp í byrjun nóvember. Þá hefur verið reynt að sá þeim fræjum að stjórnarflokk- arnir gangi ekki í takt við und- irbúning fullnustu málsins. Það er þó ekkert sem bendir til þess. Stjórnarflokkarnir báðir létu þessi mál mjög til sín taka fyrir kosningarnar, en ekki að- eins Framsóknarflokkurinn einn, þótt sá flokk- ur færi vissulega fram með mjög af- gerandi yfir- lýsingar. Eins og eðlilegt er og óhjá- kvæmilegt var gætir áherslna beggja flokka í yfirlýsingum stjórnarsáttmála um málið. Þótt þær áherslur væru ólíkar var það niðurstaða formanna flokkanna við stjórnarmynd- unina, að hægt væri og beinlín- is æskilegt að samræma báða kostina og ná þannig hall- kvæmri niðurstöðu. Það liggur í augum uppi að fjármögnun aðgerða og umfang þeirra verður ekki rætt eða rakið í smáatriðum fyrr en nær endanlegri niðurstöðu er komið en nú er. Stjórnarandstaðan hlýtur að gera sér grein fyrir því. Hún lætur eins og stjórn- arflokkarnir og þá Framsókn- arflokkurinn sérstaklega séu að leita leiða til að efna ekki fyrirheit sín. Flokkarnir, sem settu „skjaldborg um heimilin“ í önd- vegi sinnar stjórnarstefnu vor- ið 2009, án viðleitni til að efna þau fyrirheit sem í „skjald- borginni“ fólust, ættu ekki að vera með getgátur af því tagi. Skýrsla forsætisráð- herra um fyrirhug- aðar aðgerðir í þágu skuldsettra heimila var í eðlilegu fari} Óþarfar getgátur K unningi minn, sem jafnan hefur jólasvein uppi árið um kring, virðist reita fólk reglulega til reiði, einnig árið um kring, og þá sérstaklega þegar það eru ekki 24 dagar til jóla. Hann segir að „hipparnir“ verði yfirleitt reiðastir – „þessir sem yfirleitt segja að alls konar sé alls staðar best“ – bara ekki jólaskraut. Vissulega væri ekki kórrétt að taka undir að þeir frjálslyndu séu heiftúðugastir út í jólahlað- borð í október en óneitanlega verður maður var við – kannski ekki heiftarhug, en að það er hóp- ur fólks sem getur orðið býsna bráðlyndur ef svo mikið sem krælir á tilþrifalítilli hvítri seríu úti í glugga. Sami hópur verður auðvitað galinn út í skreytingameistarana í Fossvogi! Það lið keyrir jafnvel inn göturnar og spólar þær svo út með þjósti, svo vandlætingin sé örugglega á hreinu. Það er ekki ætlunin að útlista nákvæmlega yfir hverju fólk reiðist en það er spurning af hverju, hvað býr undir? Þetta kallast í besta falli örlítill skortur á umburðarlyndi og í versta falli getur þetta kannski lýst því að fólk þurfi að vinna í andlegu ástandi sínu; að geta ekki fagnað ánægju annarra og samglaðst jólabörnum þjóðarinnar. Sem skilja auðvitað ekkert í því hvernig hópur fólks getur sameinast í bræði – út í örfáar jólakúlur og seríur og það að vilja borða piparkökur í nóvember. Má það það ekki bara? Spurningin ætti ekki að vera af hverju fólk vill hrinda jól- unum af stað á sumrin heldur hvað er í gangi hjá fólki, svona innst inni, sem verður svona illt út í jólabörnin? Er ekki bara einhver brjál- æðislegur jólakvíði þarna að baki? Þarf þetta fólk að fara í jóga? Af hverju er ekki hægt að sýna umburðarlyndi? Það er fullkomlega eðli- legt að spyrja þessara spurninga á móti. Það eru margar vísindalegar sannanir fyrir því að það er best að hafa jólahátíðina í huga ár- ið um kring. Engin ný sannindi í því að það minnkar álagið að kaupa gjafirnar frá því í byrjun janúar og dreifa kostnaðinum þannig jafnt á launatékka ársins. Það er bara ein ástæðan. Þá má benda á að neikvæð tölfræðin sem dregin er fram jólunum til háðungar getur ver- ið endalaust villandi. Jólunum er kennt um þunglyndi og hjónaskilnaði, en hjón eru sam- kvæmt pappírum ýmissa lögfræðinga líklegust til að sækja um skilnað í kringum 14.-16. janúar. Á það hef- ur hins vegar verið bent að fólk sé þá löngu farið, yfirleitt á haustin, að huga að því að kveðja makann. Það vilji hins vegar, í nístandi samviskubiti, gefa börnunum ein jólin enn í faðmi fjölskyldunnar og þess vegna sé allt vitlaust að gera hjá skilnaðarlögfræðingum í janúar. Þetta er meðal annars álit Cathy Meyer, eins reyndasta skilnaðarlögfræðings Bandaríkjanna og stofnanda heimasíðunnar Divorced- WomenOnline.com. Þessi jólaskrif eru alls ekki of snemma í því. Það er full ástæða til að ræða þetta áður en hátíðin gengur í garð. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexanders- dóttir Pistill Aldrei of snemmt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þótt enn ríki breið sam-staða meðal þorra stétt-arfélaga á almennavinnumarkaðinum um að reyna gerð skammtímasamnings við endurnýjun kjarasamninganna, svokallaðs aðlögunarsamnings, sem yrði skref í átt að gerð lang- tímasamnings á næsta ári, má ekki mikið út af bregða svo þeirri sátt verði ekki sundrað. Viðmæl- endur í verkalýðshreyfingunni segja að enn sé vilji til að semja um hóflegar launahækkanir til að styrkja kaupmátt launafólks en aðgerðir ríkisstjórnar verði að vera límið sem haldi þessu saman. Þegar samninganefnd Alþýðu- sambands Íslands gekk á fund ráðherra sl. fimmtudag vegna komandi kjarasamninga var þol- inmæði verkalýðsforingja að bresta skv. heimildum. Fram að þeim fundi hafi fátt komið fram af hálfu ríkisstjórnarinnar og sam- skiptin við stjórnvöld verið sára- lítil. Litið var á þessar viðræður sem nú eru hafnar sem lokatilraun til að ná þessu saman, enda aðeins þrjár vikur þar til samningar renna út. Að öðrum kosti gæti svo farið að einstök landssambönd og félög færu hvert sína leið í kjara- viðræðunum við Samtök atvinnu- lífsins. Á vettvangi Starfsgreina- sambandsins (SGS) eru þó viðræður einstakra hópa um sér- mál einstakra sviða komnar á skrið. Skattatillaga ASÍ mála- miðlun vegna ágreinings Á fundinum lýstu ráðherrarn- ir vilja til aðgerða til að greiða fyrir samningum en skv. heimld- um í gær höfðu þó fáar áþreif- anlegar hugmyndir komið fram. Hvaða leið verður farin við lækkun skatta skiptir miklu um útkomu kjarasamninganna þegar mat verður lagt á kaupmáttar- ávinning launafólks. Sú leið sem stjórnvöld leggja til, að miðþrep tekjuskattsins lækki um 0,8%, hef- ur verið gagnrýnd af verkalýðs- hreyfingunni. Forsætisráðherra hefur sagt að til greina kæmi að skoða breytingar á persónu- afslættinum, sem félagar í SGS hafa stutt, en viðmælendur innan ASÍ segja að sú leið sé þó ekki sú sem hreyfingin er að biðja um. ASÍ hefur lagt til að mörkin þar sem miðþrep tekjuskattsins byrjar verði hækkuð og er sú tillaga nið- urstaða málamiðlunar innan laun- þegahreyfingarinnar en mikill ágreiningur hefur verið innan ASÍ um hvaða skattalækkunarleið eigi að fara og komi launafólki helst til góða. Tilefni til bjartsýni Forsvarsmenn Samtaka at- vinnulífsins hafa einnig átt við- ræður við stjórnvöld að undan- förnu. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir þreif- ingar í gangi sem byggjast á sam- tölum við stjórnvöld að und- anförnu og ákveðin mynd hafi komist á þetta eftir viðræður ASÍ og ráðherranna sl. fimmtudag. „Ég vonast til að það verði komin mynd á þetta í fyrri hluta vik- unnar,“ segir Þorsteinn. Hann segir þróun mála gefa tilefni til bjartsýni. „Það er orðinn mjög stuttur tími til stefnu. Við höfum lagt áherslu á að breytt vinnubrögð og ný nálgun á kjara- samninga verður ekki unnin nema með virkri aðkomu stjórnvalda. Ég held að það sé ágætur sam- hljómur með okkur og stjórnvöld- um hvað það varðar,“ segir hann. Úrslitatilraun til að viðhalda breiðri sátt Morgunblaðið/Golli Kjaramál Þrjár vikur eru til stefnu þar til samningar á almenna vinnumark- aðnum losna. Skýrast ætti á næstu dögum hvort viðræður fara á skrið. Ummæli seðlabankastjóra í lið- inni viku um að laun ættu ekki að hækka meira en sem nemur 2,5% verðbólgumarkmiði hafa valdið gremju innan launþega- hreyfingarinnar. Þar er á það bent að ekki sé gert ráð fyrir að verðbólgumarkmiðinu verði náð fyrr en í árslok 2015. Slíkir samningar fælu því í sér kaup- máttarskerðingu næstu tvö ár- in. Í spá Seðlabankans er vísað á sögulega reynslu og segir í Peningamálum að því sé í spá bankans gert ráð fyrir launa- hækkunum í kjarasamning- unum umfram það sem sam- ræmist verðbólgumarkmiðinu og laun hækki um 5% að með- altali á næstu þremur árum. Vinnumarkaðurinn verði skv. því áfram mikilvæg uppspretta inn- lends verðbólguþrýstings. Umsamin laun hafa hækkað um 3,8% að meðaltali á ári frá 1990 en meðalhækkun launa hefur verið 6,3% á ári. Ósáttir við ummæli LAUN OG VERÐBÓLGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.