Morgunblaðið - 11.11.2013, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013
Útgáfa í 100 ár Um 1.200 manns komu saman til að fagna 100 ára afmæli Morgunblaðsins í Hörpu síðastliðinn laugardag, en Morgunblaðið hefur komið út síðan 2. nóvember 1913.
Eva Björk
Stefán B. Sigurðs-
son, rektor Háskólans
á Akureyri, hefur birt
grein í Akureyri-
Vikublað þar sem hann
reynir að réttlæta
embættisfærslu sína
við ráðningu í starf
forseta hug- og fé-
lagsvísindasviðs Há-
skólans á Akureyri ný-
lega. Málið olli úlfaþyt
norðan heiða og sunn-
an, enda margt í ráðningaferlinu
sem er gagnrýnivert. Til dæmis er
það áhyggjuefni fyrir háskólafólk
hvernig gengið var gegn vilja
fræðasviðsins sem reglum sam-
kvæmt á að hafa úrslitaáhrif að virt-
um lögmætum sjónarmiðum og
hæfnisdómum.
Hug- og félagsvísindasvið mælti
með ráðningu minni, en rektor réð
þann umsækjanda sem fræðasviðið
hafði metið þriðja hæfastan og hlaut
næstfæstu atkvæðin í kosningu
sviðsfundar. Sú kosning fór fram að
afstöðnum kynningarfundi þar sem
farið var yfir menntun, fyrri störf
og framtíðarsýn umsækjenda fyrir
HA. En yfirstjórn skólans lét sér
ekki nægja (kannski óvænta) nið-
urstöðu fræðasviðsins heldur leitaði
til ráðningastofu sem var látin hafa
lokaorðið í þessum leikþætti.
Ég efast ekki um að sú sem ráðin
var sé þrátt fyrir þetta fullfær um
að gegna starfi sviðsforseta. Málið
snýst ekki um það, heldur þá geð-
þóttastjórnsýslu sem þarna var við-
höfð með því að gengið var í ber-
högg við reglur Háskólans á
Akureyri um ráðningu sviðsforseta.
Stjórnsýslulög og reglur veita ekki
forstöðumönnum op-
inberra stofnana ger-
ræðisvald, þvert á
móti. Þar sem háskóla-
rektor hefur auk ann-
ars hallað réttu máli á
opinberum vettvangi
sé ég mig tilneydda að
leiðrétta nokkur atriði
og halda öðrum til
haga.
Farið út fyrir aug-
lýstan
ráðningarferil
Í auglýsingu um
starfið sagði að dómnefnd (ekki
ráðningarstofa) myndi meta hæfi
umsækjenda „með sama hætti og
hæfi umsækjenda um stöðu há-
skólakennara“. Enn fremur að ráðið
yrði í starfið „að fenginni umsögn
hug- og félagsvísindasviðs og að
höfðu samráði við háskólaráð“.
Þessi áform stóðust illa. Tíma-
áætlun stóðst engan veginn. Vilji
hug- og félagsvísindasviðs var huns-
aður. Þar með var brotið blað í sögu
skólans og brotnar reglur háskólans
um ráðningar. Ónákvæmni og villur
í hæfnisdómi fengust ekki leiðréttar
áður en kosning fór fram á fræða-
sviðinu. Er þá fátt eitt talið af því
sem aflaga fór.
Reglur brotnar
Rektor segir að fylgt hafi verið
þeim reglum sem gilda fyrir háskól-
ann varðandi ferlið, en þar segir:
„Rektor ræður forseta fræðasviðs
til tveggja ára í senn að fenginni
umsögn viðkomandi fræðasviðs og
að höfðu samráði við háskólaráð …
Dómnefnd metur hæfni umsækj-
enda um stöðu forseta fræðasviðs
með líkum hætti og hún metur
hæfni umsækjenda um stöður há-
skólakennara, en þó skal einnig sér-
staklega litið til starfsferils, starfs-
reynslu, stjórnunarreynslu og
menntunar umsækjenda …“
Reglurnar skýra glöggt hvað
skuli metið og hvernig: Fræðasviðið
tekur afstöðu til umsækjenda á
grundvelli hæfnisdóma sérskipaðrar
dómnefndar sem metur akademískt
hæfi á borð við menntun og rann-
sóknavirkni, en einnig starfs- og
stjórnunarreynslu með tilliti til eðlis
starfsins. Þrátt fyrir meinlegar vill-
ur í hæfnisdómi um mig – þar sem
bæði menntun og rannsóknavirkni
voru vanmetin án þess að það feng-
ist leiðrétt – er það niðurstaða dóm-
nefndar að allir umsækjendur séu
hæfir til þess að gegna auglýstri
stöðu forseta hug- og félagsvís-
indasviðs en „Ólína og Sigrún eru
með mesta reynslu í krefjandi störf-
um við stjórnun og rekstur“.
Rangt farið með niðurstöður
Háskólarektor hefur ítrekað látið
að því liggja að dómnefnd hafi metið
Sigrúnu Stefánsdóttur hæfasta til
starfans. Í helgarblaði DV segir
hann að „bæði niðurstaða dóm-
nefndar og skýrsla ráðningarstof-
unnar“ hafi verið „mjög skýrar“ að
Sigrún væri hæfust. Lítum þá á nið-
urstöðu Capacent. Þar erum við
Sigrún báðar taldar „skara fram úr“
öðrum umsækjendum, en um mig
segir:
„Ólína hefur miklar forsendur til
þess að sinna þessu starfi. Hún er
með góða menntun, hefur reynslu af
stjórnun, og þekkir til háskóla-
samfélagsins. Hún hefur tekið þátt í
uppbyggingu, m.a. innan háskóla,
þó sú reynsla sé ekki endilega
reynsla stjórnandans. Ólína sér
marga möguleika fyrir Háskólann á
Akureyri, og hefur áhuga og vilja til
að vera í liðsheild sem eflir og
styrkir skólann. Ólína er mjög vel
máli farin samkvæmt því sem heyra
mátti í viðtalinu. Þá eru gögn henn-
ar vel upp sett og textinn skýr …“
Matskenndar umsagnir eru auð-
vitað opnar fyrir túlkun en ég tel
óhætt að fullyrða að enginn um-
sækjenda hafi fengið „betri“ um-
sögn en þessa hjá Capacent. Hins
vegar gaf Capacent umsækjendum
einkunn fyrir frammistöðu í viðtali.
Þar skildi 1 stig af 12 milli mín og
Sigrúnar. Þetta eina matskennda
stig lætur rektor vega þyngra en
hina lögbundnu hæfnisþætti og vilja
fræðasviðsins sem hefur tekið lög-
mæta afstöðu að virtum öllum fyr-
irliggjandi gögnum um umsækj-
endur.
Virðing og jafnrétti?
Kjörorð Háskólans á Akureyri
„frelsi, framsækni – virðing og jafn-
rétti“ eru háleit markmið sem vert
er að rækta. En orð eru merking-
arlaus nema efndir fylgi. Því miður
hafa þessar síðustu tiltektir yfir-
stjórnar Háskólans á Akureyri sett
blett á skólann og varpað rýrð á hin
háleitu kjörorð hans.
Eftir Ólínu
Þorvarðardóttur » Stjórnsýslulög veita
ekki gerræðisvald.
Þarna var viðhöfð geð-
þóttastjórnsýsla og
reglur háskólans brotn-
ar. Sá blettur verður
seint máður af skól-
anum.
Ólína
Þorvarðardóttir
Höfundur er þjóðfræðingur.
Já, hver er svo hæfastur?
Morgunblaðið/Kristján
Rannsókna- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri.