Morgunblaðið - 11.11.2013, Page 23

Morgunblaðið - 11.11.2013, Page 23
Áhugavert þetta stöðuga kennitölu- flakk hjá vinstri flokkunum. Þegar ég var að alast upp voru Sósíalistaflokkurinn, Bandalag jafn- aðarmanna og fleiri slíkir liðnir undir lok en sterkustu vinstri flokkarnir voru Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið. Þeir voru síðan lagðir niður og stofnaðir voru flokkar eins og Samfylkingin og Vinstri grænir og loks Besti flokkurinn sem nú hefur verið lagður niður og Björt framtíð tekin yfir. Alltaf lifir samt Sjálf- stæðisflokkurinn á sömu kennitölu. Get- ur verið stoltur af því að hafa verið í meiri- hluta ríkisstjórna á lýðveldistímanum, þeim tíma sem Ísland breyttist úr því að vera fá- tækasta land Evrópu í eitt það rík- asta. En vegna þessa kennitöluf- lakks er voða erfitt að gagnrýna vinstri flokkana, því mistök þeirra eru alltaf einhverra annarra. R- listinn stýrði Orkuveitunni í þrot og þegar maður ætlar að gagnrýna það þá vill enginn eiga neitt í þeim lista lengur. Manni líður hálfund- arlega að ætla að gagnrýna eitt- hvað hjá Besta flokknum núna þeg- ar búið er að leggja hann niður. Hvers vegna þarf Sjálfstæðisflokkurinn ekki að skipta um nafn? Sjálfstæðisflokkurinn hefur grunnhugsjónir sem standast tím- ans tönn um trú á einstaklingnum og með áherslu á frelsi hans. Í stað þess að leggja allt í að drepa hann niður og draga úr frumkvæði og framtakssemi hans með ofurskatt- lagningu hafa sjálfstæðismenn allt- af reynt að gera honum kleift að taka sínar ákvarðanir sjálfur með því að auka honum svigrúm til athafna. Í gegnum átök síðustu aldar stóðu sjálfstæð- ismenn með lýðræð- isöflunum en margir vinstri menn með ein- ræðisöflunum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur aldrei þurft að skipta um nafn né kennitölu því hann er og verður stoltur af verkum sín- um. Léleg stjórnarand- staða í borginni? Sumir sjálfstæð- ismenn hafa gagnrýnt borgarfulltrúa sína fyr- ir lélega stjórnarand- stöðu á þessu kjör- tímabili. Því er ég ekki sammála. Mér finnst þeir allir hafa staðið sig vel. Menn verða að horfa til þess að ólíkt var um að litast á þinginu eða í borginni. Á meðan við stjórn í landsmálum tóku vinstri flokkar sem ólu á hatri og reiði í samfélaginu vann Besti flokkurinn borgina og reyndi að ala á sátt og samlyndi. Á meðan vinstri rík- isstjórnin setti á laggirnar fyrstu pólitísku réttarhöldin í sögu Ís- lands og reyndi að koma pólitískum andstæðingi sínum í fangelsi, þá reyndi vinstri meirihlutinn í borg- inni að rétta fram sáttarhönd og vildi samstarf. Staðan var einfald- lega þannig að við völd í lands- málum var gamalkunnugt andlit vinstrisins sem maður hefur þekkt lengi og þekkir í gegnum sögu Ís- lands og Evrópu allrar en við völd í borginni var nýtt og milt andlit vinstrisins. Það breytir því ekki að þau eru vinstri menn og verða að fara frá. Ef vinstri menn eru of lengi við völd drepst allt í dróma í samfélag- inu. Þess vegna eru komandi kosn- ingar gríðarlega mikilvægar. Kostnaður við rekstur borgarinnar í höndum þessara manna vex og vex. Eina leiðin sem þeir sjá út úr því er að hækka álögur á borg- arbúa með nýjum sköttum og gjöldum. Þessu verðum við að breyta. Eftir Börk Gunnarsson Börkur Gunnarsson Höfundur er rithöfundur og leikstjóri sem gefur kost á sér í 3. sæti í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Léleg stjórnarandstaða hjá sjálfstæðismönnum í borginni? »En vegna þessa kennitöluflakks er voða erfitt að gagnrýna vinstri flokkana, því mistök þeirra eru alltaf einhverra ann- arra. UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 Velkomin á í hjarta Reykjavíkur STÓRGLÆSILEGT JÓLAHLAÐBORÐ Kr. 8.900 Einstaklega glæsilegt og býður upp á „allt sem hugurinn girnist“! kemur þér í jólaskapið EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Borðapantanir í 551 7759 Missið ekki af einstakri upplifun og pantið borð í tíma. Í löggjöf um mál- efni aldraðra nr. 125/ 1999 segir um tilgang laganna; Lögin fela í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heim- ilislífi eins lengi og kostur er og að öldr- uðum sé tryggð þjón- usta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálf- stæði þeirra sé virt. En nú er allt að fara á líming- unum vegna 50 eldri borgara sem dagar uppi í rúmum í öldr- unarálmu Landspítala sem byggð var fyrir peninga úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra, en sam- kvæmt ofangreindum lögum eiga aldraðir að njóta jafnréttis til sjúkrahúsvistar, sem hver annar, ef sjúkdómar verða í vegi eða líkn- arþörf. Þar eiga þeir að fá þjón- ustu og alúð sem þeir þurfa. Hvernig stendur þá á væli embætt- ismanna nú vegna þessara líkn- arþurfandi eldri borgara sem fá notið vistar og þeirrar frábæru ókeypis þjónustu sem Landspít- alinn er þekktur fyrir? Það er vegna þess að til eru sér- byggð sjúkrahús fyrir aldraða sem heita hjúkrunarheimilli. En sam- kvæmt verklagi vist- unarreglna mættu heita „líknarhús“, því þangað komast ein- ungis í rými fársjúkir. Það sem þykir óeðli- legt er að læknarými spítalans kostar 80 þkr. á sólarhring en rýmið sérbyggða 23 þ.kr. á sólarhring. (Meðaltölur í krónum.) Það á auðvitað að hola ofangreindum Land- spítalasjúklingum þar sem er hægt er og rukka þá um rúmar 300 þúsund krónur og ríkissjóð um rúmar 400 þúsund krónur á mánuði fyrir rúm- ið. Stóri vandinn er hinsvegar sá að það eru engin pláss á hjúkr- unarheimilum á lausu. Um 200 pláss skortir á höfuðborgarsvæð- inu. Hafnarfjarðarheimilið er í óvissu eftir margra ára undirbún- ing og Sléttuvegarheimilinu var sparkað út af núverandi ráðherra fyrir nokkrum dögum. Hvert skal haldið þá, ef ekki er hægt að þjóna þessu sjúka fólki höfuðborgarsvæð- isins með viðunandi hætti? Það virðist enginn vita neitt um það, síst af öllu Landspítalinn eða sjálf- ur lögverndari velferðar aldraðra, heilbrigðisráðherrann. Þeir eru svo ráðalausir að ætla enn á ný að eyða stórfé í Vífilsstaði til að losna við fólkið af öldrunardeild Landspítala. Væri ekki betra og ódýrast að við- urkenna að kostnaður er minnstur ef plássin á öldrunardeild Land- spítala eru nýtt sem vistunarúræði þar til betra býðst ef bókhald fær- ist í rauntölum? Ef menn kynnu að skammast sín sem bera ábyrgð á þessu ófremdarástandi, er gott tækifæri núna. Brettið upp ermar, nýir ráðamenn og ráðherrar, og komið ykkur að verki og verið ekki þær mýslur sem áður fylltu sæti. Ríkisstjórn sem ekki ber gæfu til að sjá skóginn fyrir trjánum í þess- um efnum á að hverfa út í hafs- auga og maður spyr eins og Katla- skáldið spurði í mótlæti fortíðar: „Er hið sjálfstæða Ísland þá frels- isins friðland, ef fólk sem vill rísa, á þar hvergi griðland?“ Rétt er að minna á að Ásmundur Stefánsson hagfræðisnillingur með meiru skammaði Samtök aldraðra og aðra talsmenn aldraðra fyrir að gagnrýna ekki stjórnvöld, því út- reikningar hans sýndu að við sem nú erum á ævikvöldi erum fyrir löngu búin að greiða okkar um- sýslukostnað. Eftir Erling Garðar Jónasson » „Er hið sjálfstæða Ísland þá frelsisins friðland, ef fólk sem vill rísa á þar hvergi grið- land“. Erling Garðar Jónasson Höfundur er formaður Samtaka aldraðra. Griðland aldraðra? Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.