Morgunblaðið - 11.11.2013, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013
✝ Sveinn Bene-dikt Guðmunds-
son húsgagna-
smíðameistari,
fæddist í Þverdal í
Aðalvík 7. febrúar
1923. Hann lést á
heimili sínu 31.
október 2013.
Foreldrar Sveins
voru Guðmundur
Snorri Finn-
bogason, útvegs-
bóndi, Þverdal í Aðalvík, f. á Sæ-
bóli í Aðalvík 2. apríl 1890, d. 7.
okt. 1969, og k.h. Jónína Sveins-
dóttir, f. í Selhaga á Skörðum,
A-Hún., 25. sept 1883, d. 7. júlí
1973. Systkini Sveins eru: Finn-
bogi Ingimar, kaupmaður, f. 6.2.
1913, d. 20.5. 2001. Garðar
Hannes, lögreglumaður, f. 13.8.
1917, d. 28.7. 1971, Margrét Sol-
veig, húsfreyja, f. 7.2. 1923 (tví-
burasystir), d. 25.7. 2011, Magn-
ús húsateiknari, f. 18.10. 1925 og
Sturla Jósef Sigurður Sturluson,
(fósturbróðir), f. 14.12. 1915, d.
15.4. 2011.
Sveinn kvæntist 13.9. 1947
Bergþóru Skarphéðinsdóttur, f.
17.7. 1926 á Þingeyri við Dýra-
fjörð, hún er dóttir Einars
Skarphéðins Magnússonar, f.
23.12. 1903, d. 10.12. 1963, og
k.h. Kristínar Sigurlaugar Sím-
onardóttur, f. 11.6. 1903, d. 12.5.
1977. Börn Sveins og Bergþóru:
Guðmunda Óskarsdóttir versl-
unareigandi, f. 23.10. 1960, þau
eiga þrjú börn Bergþóru, unn-
usti hennar er Sveinbjörn Rosén
Guðlaugsson, og tvíburana Mar-
gréti og Óskar. 6) Kristín Linda,
f. 18.9. 1967, starfsmaður Sölu-
félags garðyrkjumanna, eig-
inmaður hennar er Skjöldur
Vatnar Árnason starfsmaður hjá
Air Atlanta, f. 13.5. 1963, þau
eiga þrjú börn, Söru Mjöll, unn-
usti hennar er Erlingur Ívar Jó-
hannsson, dóttir hans er El-
ísabet Von, Magnús Vatnar og
Róbert Frans.
Sveinn fluttist til Reykjavíkur
1944 og nam húsgagnasmíði hjá
Magnúsi Guðmundssyni, vann
síðan í Trésmiðjunni Víði þar til
að hann stofnaði sitt eigið hús-
gagnasmíðaverkstæði að Soga-
vegi 192. Hann rak verkstæðið
til ársins 1978 samhliða hús-
gagnaversluninni Heimilið sem
stofnuð var 1974 og rak þá versl-
un til 1981, en hætti þá rekstr-
inum og sneri sér að ýmsum
hugðarefnum s.s. stækkun og
endurbótum á sumarhúsi sínu
við Hafravatn auk þess sem
hann byggði sér og Bergþóru lít-
ið sumarhús, Árkot, á landi
Þverdals í Aðalvík, æskuslóðum
sínum. Sveinn starfaði í yfir tutt-
ugu ár í sóknarnefnd Bústaða-
sóknar ásamt því var hann í
byggingarnefnd Bústaðakirkju.
Sveinn var félagi í Karlakór
Reykjavíkur í yfir fjóra áratugi
auk þess að syngja með Frímúr-
arakórnum.
Útför Sveins fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 11. nóvember
2013 og hefst kl. 13.
1) Jónína Elfa, f.
23.3. 1946, d. 13.7.
1993, hár-
greiðslumeistari,
eiginmaður hennar
var Örnólfur Örn-
ólfsson, f. 12.5.
1945, þau slitu sam-
vistum, börn þeirra
eru: Ruth, hún á
einn son, Ólaf
Höskuldsson, og
Örnólfur, eig-
inkona hans er Bryndís Haralds-
dóttir, þau eiga þrjú börn, Ey-
dísi Elfu, Fannar Frey og Guðna
Geir. 2) Sjöfn Sóley, f. 13.4. 1948,
starfsmaður Skipta, eiginmaður
hennar er Rögnvaldur R. Andr-
ésson, f. 2.4. 1946, starfsmaður
Icelandair, börn þeirra: Alma
María, eiginmaður hennar er
Guðmundur Guðnason, þau eiga
tvö börn, Martein og Katrínu og
Sveinn Benedikt, eiginkona
hans er Signý Gunnarsdóttir,
þau eiga tvö börn, Regínu Sjöfn
og Gunnar Hrafn. 3) Magnea
Gerður, f. 7.9. 1951, starfsmaður
Hrafnistu, eiginmaður hennar
er Ólafur Sigurðsson, f. 22.7.
1951, starfsmaður Hrafnistu,
þau eiga einn son Vilhjálm Hin-
rik. 4) tvíburasystir Magneu
Gerðar óskírð, lést 5 daga göm-
ul. 5) Smári, f. 26.4. 1960, starfs-
maður tölvudeildar Landsbank-
ans, eiginkona hans er
Þegar mér barst tilkynning um
andlát Sveins tengdaföður míns
voru fyrstu viðbrögðin í mínum
huga: Ég vona að þetta sé einhver
misskilningur, ég hafði verið hjá
honum tveim dögum fyrr, þá var
hann hress og glaður að venju, í
óðaönn að skipuleggja næstu
framkvæmdir í Aðalvík, en það
var að refta yfir gömlu fjárhúsa-
tóftirnar og reisa þar hús. Hann
var sífellt að huga að framtíðinni
þessi síungi sveinn, vissi hreint
ekki hvað setningin „ekki hægt“
þýddi, hjá honum var allt fram-
kvæmanlegt, bara ef maður lagði
hug, hönd og trú á sjálfan sig í
verkið, enda voru þau ekki mörg
verkefnin sem hann gekk frá ef
nokkur. Ég hef oft staðhæft og
geri enn: Sveinn var frábær verk-
fræðingur, hann var ekki með
reiknistokk eða tölvu né heldur
studdist hann við flóknar form-
úlur í sinni hönnun og fram-
kvæmdum, heldur notaði sína af-
burða skipulagsgáfu og brjóstvit
sem aldrei brást honum. Hann
hannaði og framkvæmdi hluti sem
aðra hafði aðeins dreymt um, að
byggja hús og útbúa steypumótin
fyrir veggina lárétt, og reisa svo
og tengja saman, þannig byggði
hann tvö hús sjálfur og leiðbeindi
fleirum. Þegar flytja þurfti þunga
hluti til Aðalvíkur, þar sem engin
er höfnin né aðstæður til landtöku
með þungaflutning, hann lá þá
kannske andvaka heila nótt og
glímdi við vandamálið, svo kom
lausnin, hún var ekki á blaði, hann
var með hana í kollinum: „Þetta er
ekkert vandamál, við gerum þetta
bara svona,“ svo framkvæmdi
hann hlutina og við fjölskyldan og
vinir fylgdumst með og dáðumst
að hugkvæmninni og þrautseigj-
unni. Þá hannaði hann og smíðaði
húsgögn á verkstæði sínu á Soga-
veginum sem báru af hvað varðaði
vandvirkni og hugvitsamlega út-
færslu á flóknum og vandasamri
smíði, en hann sótti iðulega hús-
gagnasýningar erlendis og fékk
þaðan hugmyndir og innblástur.
Það var svo á sjöunda áratugnum
sem hlutirnir breyttust, sífellt
jókst innflutningur á ódýrum
verksmiðjuframleiddum hús-
gögnum, sem innlendir hand-
verksmenn gátu ekki keppt við í
verði, en gæðin voru langt frá því
að vera þau sömu og á handunn-
um húsgögnum hér á landi. Svein
neyddist til að bregðast við, svo
hann hóf innflutning á erlendum
húsgögnum og stofnaði „Heimil-
ið“, húsgagnaverslun á Sogavegi
188, sem margir muna eftir og rak
hana fram til 1980. Ég ætla ekki
að mæra Svein meira hér, en það
væri hægt að skrifa heila bók um
allt sem hann framkvæmdi, en
þess munu afkomendur hans
njóta um ókomna tíð. Fjölskyldan
sér eftir elskuðum eiginmanni,
föður, tengdaföður, afa, langafa
og vini. Farðu í friði, kæri tengda-
faðir, og þakka þér fyrir allt. Þinn
tengdasonur,
Rögnvaldur.
Tengdafaðir minn yfirgaf lífs-
ins svið nákvæmlega á þann hátt
sem hann hafði óskað. Búinn að
fara í sundið sitt, sópaði sólstof-
una, settist aðeins niður í hæg-
indastólnum við sjónvarpið og var
að bíða eftir matarstundinni.
Sofnaði þar svefninum langa.
Tengdafaðir minn var litrík
persóna. Hafði alist upp í Þverdal,
stórbýli í Aðalvík á Hornströnd-
um. Þar þurfti fólk að bjarga sér.
Þessi staður þykir á hjara verald-
ar en er samt svo ótrúlega gjöfull
nú sem áður ef þú kemur auga á
tækifærin. Og tengdafaðir minn
sá svo sannanlega tækifærin alls
staðar í kringum sig. Það þarf
bara að vinna til að ná þeim.
Viðhorf hans hefur haft mikil
áhrif á líf fjölskyldu minnar. Það
kom glöggt fram þegar ég og son-
ur hans fórum að rugla saman
reytum okkar. Þá var farið að
huga að íbúðarhúsnæði. Lagði
hann til að við myndum sækja um
lóð en í þá daga var kannski
möguleiki að fá úthlutaðri lóð í 3.
eða 4. úthlutun. Það yrði þá innan
7–10 ára. Og það var ekki á hverju
ári sem hægt var að sækja um.
Við sóttum um og í millitíðinni frá
umsókn til úthlutunar urðu
stjórnarskipti í borginni og allir
fengu lóð sem vildu. Var nú úr
vöndu að ráða. Við, krakkar á 23.
ári og áttum ekkert fjármagn í
húsbygginguna. Okkur fannst
þetta óvinnandi verkefni. Áttum
ekki einu sinni fyrir verktakanum
til að taka grunninn. Þá kom
tengdafaðir minn og sagði við
okkur að fullfrísku fólki væri eng-
in vorkunn með þetta. Við ættum
að taka skóflu og byrja að moka.
Síðan tækjum við þetta eins og
efni stæðu til. Nóg væri vinnuaflið
í okkur. Og það var reyndin. Unn-
um við öll kvöld og helgar við hús-
bygginguna, fluttum inn á stein-
inn og innihurðarlaust hús
nokkrum árum seinna. Auðvitað
með hjálp og góðum ráðum frá
fullt af fólki en ekki síst frá honum
sem hafði byggt mörg hús. Og oft-
ar en ekki komu tengsl hans við
fólkið frá Vestfjörðum að góðum
notum.
Einnig kenndi hann mér og
börnum mínum að elska Aðalvík-
ina. Við höfum farið á hverju ári
nánast síðan við Smári kynntumst
og við hjónin stundum oft á sumri.
Hann fór með okkur 90 ára gam-
all á síðasta sumri í messuferðina.
Ferðalagið til Aðalvíkur er lýjandi
fyrir okkur sem yngri erum, hvað
þá fyrir 90 ára gamlan mann. En
það sýnir hvað hann var ern og út-
lit hans benti ekki til svo hás ald-
urs. Daginn fyrir andlát sitt var
hann enn að hugsa um uppbygg-
ingu í Aðalvíkinni og var að viða
að sér efni til þess. Munum við
fjölskyldan að sjálfsögðu taka við
keflinu og halda áfram í anda
hans.
Ég vil þakka tengdaföður mín-
um samfylgdina og allt sem hann
hefur gert fyrir mig og mína. Við
höfum verið afar lánsöm að hafa
haft hann svona lengi hjá okkur
sem öllum er ekki gefið. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Guðmunda Óskarsdóttir.
Nú stöðvar ekkert tregatárin,
og tungu vart má hræra.
Þakka þér amma, öll góðu árin,
sem ótal minningar færa.
Já, vinskap þinn svo mikils ég met
og minningar áfram lifa.
Mót áföllum lífsins svo lítið get,
en langar þó þetta að skrifa.
(Höf. ók.)
Í samskiptum fólks verður allt-
af til þráður. Þráðurinn er mis-
munandi af eiginleikum, allt eftir
því hverjir spinna. Stundum er
þráðurinn þykkur, hrjúfur og
augljós þeim sem á horfa, stund-
um er þráðurinn fíngerður, mjúk-
ur og ósýnilegur. Lífsins lista-
menn spinna af list alla þræði og
hafa þá í hendi sér í samskiptum
og viðurgjörningi öllum við sam-
ferðamenn sína. Að sönnu var afi
minn listamaður í þessum skiln-
ingi.
Á sólríkum haustdegi er Esjan
skartaði sínu fegursta og Snæ-
fellsjökull reis eins og drottning
upp úr haffletinum kvaddi afi
minn þessa jarðvist. Það er vita-
skuld lögmál lífsins að öll hverfum
við á braut en það sem einkum
skilur á milli er hversu digran sjóð
góðra minninga hver og einn skil-
ur eftir sig meðal þeirra sem eftir
standa. Ég er elsta barnabarn afa
og minningarnar streyma. Á
kveðjustund finn ég enn sterkara
en áður fyrir þræðinum sem var á
milli okkar.
Höfðingi, hjartað úr gulli, sálin
geislandi af hlýju, gestrisnin upp-
máluð, umhyggjusemi fyrir öllu
og öllum er það fyrsta sem kemur
upp í huga minn er ég minnist afa.
Hann gaf lífinu lit og góðmennska
hans og gleði mun ætíð verða mér
að leiðarljósi í lífinu.
Sólbrúnir vangar, silfurgrátt hár
sálin geislandi af hlýju.
Þannig ég minnist þín um ókomin ár
þar til við hittumst að nýju.
Á mínum yngri árum leit ég oft
við á smíðaverkstæðinu hjá afa.
Hann tók á móti manni í svunt-
unni sinni með pappírshúfu á
höfðinu og lyktin af saginu ilmaði
um allt. Afi gaf sér ávallt tíma til
spjalls og það var gott að leita
ráða hjá honum. Á Hafravatni átt-
um við margar góðar stundir en
þar kenndi afi manni að meta
náttúruna.
Í kjólfötum á leið á Frímúrara-
fund, að tefla skák með bestu vin-
unum, á leið á söngæfingu með
Karlakór Reykjavíkur eru minn-
ingar sem koma sterkt upp í hug-
ann. Söngurinn skipaði stóran
sess í lífi afa og smitaðist hann út í
allt hans fólk, Sveinsfamily, enda
ávallt glatt á hjalla er við hitt-
umst.
Ein er sú vík sem afi unni mest
og það er Aðalvíkin hans á Horn-
ströndum. Þangað fór hann á
hverju sumri og naut sín vel. Árið
1993 fór ég með afa, ömmu og
frændfólki í víkina, sú ferð gleym-
ist seint því þar knúði sorgin dyra.
Við fengum þau skilaboð að Elfa
elsta dóttir þeirra og móðir mín
væri látin. Við tók erfitt ferðalag
til höfuðborgarinnar yfir djúp og
land. Þessar fréttir tóku mikið á
okkur öll en það er gott til þess að
vita að afi og mamma séu nú sam-
einuð á ný og eru án efa að taka
lagið saman og höfð í heiðurssessi
í fortjaldinu hjá hinum hæsta höf-
uðsmið himins og jarðar.
Elsku Begga amma, missir
þinn er mikill, megi algóður Guð
halda í hendur þínar á þessari erf-
iðu stundu og gefa þér styrk.
Megi blessun fylgja elsku afa
mínum á eilífðarbrautum.
Kóngurinn þinn biður að
heilsa.
Ruth Örnólfsdóttir.
Þrátt fyrir að elsku afi minn
hafi verið orðinn 90 ára finnst mér
hann ekkert hafa breyst öll árin
sem ég man hann. Hann var alltaf
jafn reffilegur maður með sterka
andlitsdrætti, bjart bros og með
þykkt fallegt hár sem ég fékk svo
oft að greiða þegar ég var barn.
Eftir honum var tekið hvert sem
hann fór.
Hann var sterkur karakter, fé-
lagslyndur mjög og átti óteljandi
vini. Hann var höfuð fjölskyld-
unnar enda köllum við okkur
„Sveins family“. Honum leið
einna best þegar við hittumst öll
og hann gat verið í kringum öll
börnin sín.
Afi minn lifði í núinu og var allt-
af að plana verkefni framtíðarinn-
ar. Hann hefði aldrei sagt „það
tekur því ekki“. Ég sé hann fyrir
mér gangandi um með hendur
fyrir aftan bak í þungum þönkum
og fram spruttu svo ótrúlegustu
hugmyndir sem flestar voru fram-
kvæmdar. Afköst hans og hug-
myndaauðgi fram á síðasta dag
voru með ólíkindum.
Verkstæðið var hans staður og
alltaf var svo gaman að fá að
dunda þar með honum sem barn.
Timburlyktin af honum var mín
afalykt sem aldrei gleymist. Afi
minn var meistarasmiður. Ég bað
hann eitt sinn um að smíða fyrir
mig stofuborð sem ég rissaði upp.
Hann kom svo með tekkdrumb
sem hann átti, enn með berkinum
á og spurði hvernig mér litist á.
Stuttu síðar var borðið komið til
mín og er ég svo þakklát að fá að
njóta þeirrar listasmíðar daglega.
Fátt fannst afa skemmtilegra
en að syngja og þeirri gleði deildi
ég með honum. Einar bestu minn-
ingarnar sem ég á nú eru söng-
stundir okkar saman og þá sér-
staklega í Aðalvík. Þá söng ég
laglínuna og hann raddaði. Við
hljómuðum svo vel saman. Mikið
verður Aðalvíkin nú tómleg án
hans.
Nú þegar ég kveð yndislega
blíða afa minn vil ég biðja góðan
Guð að vaka yfir elsku ömmu
minni sem hefur nú misst lífsföru-
naut sinn til 70 ára.
Elsku amma, mamma, Gerður,
Smári og Kristín Linda. Sorg
okkar allra er mikil en saman
munum við hlýja okkur við ótelj-
andi minningar um góðan mann
sem mun áfram verða stoð okkar
samrýmdu stórfjölskyldu.
Guð geymi þig, elsku afi minn.
Þín
Alma María.
Leiðinlegt að þurfa að segja
þér þetta svona í símann en hann
afi þinn er dáinn. Ég stóð frosinn
með símann í hendi og sagði ekki
orð í dágóða stund. Afi var orðinn
rúmlega níræður en samt var
þetta áfall þar sem hann var eld-
hress og ekkert amaði að honum.
Ég er nafni hans og hef alltaf
verið mjög stoltur af því, hann
kallaði mig líka mjög oft nafna og
þótti mér vænt um það. Það er svo
margra stunda að minnast með
afa og ömmu. Ég var nokkuð mik-
ið niðri á Sogavegi hjá þeim og
alltaf var afi að framkvæma eitt-
hvað. Ég var oft með honum á
verkstæðinu og kenndi hann mér
sitthvað þar þó að ég sé nú ekki
mikill smiður í dag.
Öll börnin hans, barnabörnin
og nú barnabarnabörnin kannast
við að greiða afa með greiðunni
hans. Gott ráð var að dýfa henni
ofan í vatnsglas og svo greiða í
gegnum lubbann. Það væri fróð-
legt að vita hvað hann hefur borg-
að okkur öllum samtals mikið fyr-
ir þetta í gegnum árin.
Stundir með afa og ömmu á
Hafravatni voru ófáar og man ég
vel þegar hann leyfði mér að
keyra bílinn sinn á ísilögðu vatn-
inu og seinna þegar við misstum
lítinn vélsleða í gegnum ísinn. Þá
vildi afi helst ekki að ég væri mik-
ið að segja frá því.
Aðalvík, æskuslóðir afa, eru
líka ofarlega í minningunni þegar
ég rifja upp okkar stundir. Þar
man ég vel eftir að hafa smíðað lít-
ið hús yfir tóftir með honum og
var ég ansi stoltur af því verki. Og
svo þegar afi sýndi mér pollinn
sem hann lærði að synda í. Þetta
var hrikalega kalt vatn og ég gat
ekki ímyndað mér að synda þar.
Svo sagði hann mér sögur af því
þegar Bretinn kom á stríðsárun-
um og frá vinnu sinni við að leggja
vegi fyrir þá. Ég hef alltaf verið
áhugamaður um seinna stríð og
þótti mér mikið til frásagna hans
koma.
Hann afi minn var duglegasti
maður sem ég hef kynnst og
krafðist einnig af öðrum að þeir
legðu sig fram. Fólk sem hitti
hann einu sinni man eftir honum.
Hann hafði mikla persónutöfra og
var mjög félagslyndur. Hann
elskaði að syngja og var aldrei
ánægðari en í hópi syngjandi
fólks.
Elsku afi minn, ég mun sakna
þín sárt.
Sveinn Benedikt
Rögnvaldsson.
Aðalvík er heimur við ysta haf.
Umlukin elsta bergi Íslands.
Töfrandi er fegurð harðbýllar
náttúru. Þar geymast saga og
minningar um það sem var. Land-
ið mótaði fólkið, líf þess og
drauma. Brot af þessu bergi var
Sveinn Benedikt föðurbróðir
minn. Föðurættin var vestfirsk og
ættbogi móður úr Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslum. Bæði Jónína
og Guðmundur Snorri höfðu yndi
af söng og og var söngurinn gleði-
gjafi öllum á heimilinu. Hjálmar
Gíslason, mágur Sveins Bene-
dikts, fangar heimilisbraginn í
Þverdal í einu erindi kvæðisins
Hjá afa og ömmu:
Þegar afi í Þverdal bjó
þá var glatt á hjalla,
amma söng og afi hló,
oft um margt að spjalla,
svo er gesti að garði bar,
góðra vina fundir,
allir saman áttu þar
unaðslegar stundir.
Þegar haft er í huga hvað það
var, sem mótaði Svein Benedikt,
kemur ekki á óvart hver hann
varð. Sveinn Benedikt var ein-
staklega félagslyndur maður og
aufúsugestur hvar sem hann kom.
Hann var söngvinn og hafði fal-
lega rödd og kórfélagi öll sín full-
orðinsár. Hann var hugmyndarík-
ur og fór ótroðnar slóðir og maður
ekki einhamur. Allt hans líf dvaldi
hugurinn tíðum við framkvæmdir
í sveitinni við ysta haf og með
vissu þegar síðustu kornin féllu í
tímaglasi hans. Sveinn Benedikt
var góðgjarn og góðviljaður og
nutum við ættmenni hans þess.
Vinátta og velvild hans um ára-
tugi verður þessum höfðingja
seint fullþökkuð.
Haf þökk, frændi, fyrir allt og
allt.
Snorri Ingimarsson
og fjölskylda.
Ég var ungur að árum í föð-
urgarði þegar ég kynntist Sveini
Guðmundssyni fyrst. Hann var
vinur og söngfélagi föður míns
heitins í Karlakór Reykjavíkur
um áratuga skeið og kom oft í
heimsókn. Mér er minnisstætt
hvað mér þótti Sveinn skemmti-
legur og hláturmildur.
Þegar fram liðu stundir gekk
ég í raðir Karlakórs Reykjavíkur.
Þá gafst mér tækifæri á að kynn-
ast Sveini enn betur. Mér varð
fljótt ljóst að þar var snillingur á
ferð. Söngurinn og tónlistin
kraumaði í honum. Lífsgleði hans
og kímni var einstök og hrífandi.
Hann var húmoristi fram í fing-
urgóma, tók upp á ýmsu spaugi-
legu, hló dillandi hlátri og hreif
alla með sér. Hann var afar vin-
sæll og einstakur gleðigjafi í þess
orðs fyllstu merkingu.
Sveinn var afburða smiður, ein-
staklega vandvirkur og útsjónar-
samur. Verk hans bera því fagurt
vitni hversu mikill völundur tré-
verksins hann var.
Ég minnist margra óborgan-
legra stunda með Sveini. Þar rísa
hæst minningar úr Kínaferð
Karlakórs Reykjavíkur haustið
1979. Í ferðinni lék hann á als oddi
og var þar stórkostlegur í gleði
sinni og einlægni. Skemmtilegri
ferðafélaga var ekki hægt að
hugsa sér.
Ég hef kynnst mörgu ágætu
fólki á löngum söngferli mínum.
Af öllum stendur Sveinn hæst í
minningunni. Hann hafði sannan
og heilsteyptan karakter að
geyma, var drengur góður og öll-
um ógleymanlegur.
Að leiðarlokum þakka ég hon-
um af heilum hug áralöng kynni,
sönginn, lífsleiknina og að hafa
Sveinn Benedikt
Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Við biðjum að þér ljóssins
englar lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd,
í nýjum heimi æ þér vörður vísi,
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp í hærri
heima
og hjartans þakkir öll við færum
þér.
Við sálu þína biðjum guð að
geyma,
þín göfga minning okkur heilög er
(Guðrún Elísabet Vormsdóttir.)
Eydís Elfa, Ólafur, Fann-
ar Freyr og Guðni Geir.