Morgunblaðið - 11.11.2013, Blaðsíða 25
verið hinn sanni gleðigjafi á langri
ævi. Fjölskyldu og vinum Sveins
votta ég mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Sveins
Guðmundssonar.
Magnús Ástvaldsson.
Hún getur verið hljóðlát og hlý,
aldan sem hjúfrar sig við strönd-
ina í Aðalvík á Hornströndum,
þegar sumarið er gengið í garð –
andstæða vetrarins við ysta haf.
Og þótt félagi okkar og söngbróð-
ir til margra ára, Sveinn Guð-
mundsson, væri fæddur á þorra,
var hann svo sannarlega sumars-
ins barn. Nú er þetta barn náttúr-
unnar á Hornstöndum að öllum
líkindum búið að lenda fleyi sínu á
ströndinni fyrir neðan Þverdal í
Aðalvík.
Sveinn Guðmundsson var eft-
irminnilegur maður. Alltaf var
söngurinn nærri og þegar ein-
hverjir ætluðu að láta reyna á
raddstyrkinn, rétti Sveinn fram
hendurnar, lét þær síga og tón-
arnir urðu að lágværum klið. Allir
nutu augnabliksins.
Í hálfa öld var hann í hinum
trausta hópi annars bassa sem
fyllti raðir Karlakórs Reykjavík-
ur og síðar eldri félaga hans. Síð-
asta söngferðin af mörgum eftir-
minnilegum var farin síðastliðið
vor vestur í Stykkishólm og Búð-
ardal. Þá var Sveinn rúmlega ní-
ræður – geri aðrir betur. Í miðju
lagi í Stykkishólmskirkju hringdi
síminn en í hvern? Gekk þá ekki
Sveinn Guðmundsson fram og af-
henti nærstöddum á fyrsta bekk
símann sinn. Enn eitt eftirminni-
lega augnablikið þar sem Sveinn
átti salinn.
Mér og fleirum mun aldrei líða
úr minni stundin á hótelherbergi í
Minneapolis í lok frábærrar söng-
ferðar um Íslendingabyggðir
vestan hafs haustið 1975, þegar
Sveinn vakti athygli á því að ég og
sambýliskona mín, værum ennþá
ógift. Það sæmdi ekki þar sem
með í för væri sjálfur biskupinn –
Sigurbjörn Einarsson. Sveinn
taldi það skyldu sína sem virðu-
legur sóknarnefndarmaður að
bæta hér úr. Að athöfn lokinni
spurði Sveinn „brúðina“ hvort
hún vildi ekki láta syngja lag í lok-
in? Mín kona, nýflutt frá Finn-
landi, bað þá um það lag sem hún
þekkti best og allir Íslendingar
syngja á erlendri grundu: „Ríð-
um, ríðum“. Það hlógu allir nema
hún. Allar götur síðan þegar við
Sveinn hittumst kom spurningin
hjá Sveini: „Heldur þetta enn“?
Við söngfélagarnir, sumir í
hálfa öld, getum sagt marga sög-
una af Sveini, svo minnisstæður
félagi sem hann var. Það var stutt
í glettnisglampann í augunum
sem oftast endaði með brosi. En
Sveinn var líka alvörunnar maður
og tók víða til hendinni. Og tryggð
hans við átthagana vestra var ein-
stök.
Sveinn átti því láni að fagna að
kveðja hljóðlega eftir langa og
starfsama ævi. Við félagarnir úr
Karlakór Reykjavíkur geymum
minningarnar um einstakan fé-
laga. Innilegar samúðarkveðjur;
Bergþóra og fjölskylda.
Fyrir hönd eldri félaga í Karla-
kór Reykjavíkur,
Reynir Ingibjartsson.
Sveinn Guðmundsson, fóst-
bróðir minn og söngfélagi, var
óvenjulega vel af Guði gerður.
Hann var glæsimenni, fríður sýn-
um og vel skaptur. Það sópaði að
honum hvar sem hann fór. Hann
var síbrosandi og ávallt í góðu
skapi og mikill gleðigjafi. Hann
hló með öllu andlitinu og hlátur
hans var svo smitandi að áður en
varði voru allir í kring um Svein
farnir að kíma og brosa.
Sveinn var líka mikill mann-
kostamaður. Sannur félagi og vin-
ur í raun. Hann var höfðingi heim
að sækja, hvort heldur var á fag-
urt heimili hans á Sogaveginum
eða vestur í Aðalvík. Ég var svo
heppinn að vera á handfærum frá
Ísafirði sumarið 1978 og upplifði
sumarnæturnar vestra eins og
þær gerast fegurstar í Aðalvík.
Heimahagarnir áttu hug hans all-
an, og hann sýndi þeim mikla
ræktarsemi.
Sveinn lærði húsgagnasmíði og
varð meistari í þeirri grein. Hann
var fágætur völundur. Allt lék í
höndum hans. Hann lét ekkert frá
sér fara nema framúrskarandi
vandaða vöru. Handverki hans
má lýsa sem fegurstu listasmíð.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera söngbróðir Sveins
um áratuga skeið, fyrst í Karlakór
Reykjavíkur og síðar í kór eldri
félaga karlakórsins. Það fór strax
afar vel á með okkur, enda ekki
annað hægt þar sem Sveinn átti í
hlut. Báðir í öðrum bassa. Sveinn
hafði óvenju fallega söngrödd og
var afar tónviss. Alltaf var kátína í
kring um Svein og lífið kryddað
með kjarnmiklum sögum og gam-
anyrðum. Sveinn var fagurkeri og
það fór ekki fram hjá okkur þegar
fagrar konur liðu hjá. Þá brostum
við hvor til annars. Oft lágu leiðir
okkar líka saman utan söngsins
og allar þær stundir voru gleði-
stundir. Ég þakka Guði fyrir að fá
að vera samtímamaður Sveins
Guðmundssonar.
Við Sveinn ræddum stundum
um heimspekileg málefni, eðli
mannsins og hamingjuna. Við
komumst að þeirri niðurstöðu að
gleði og jákvætt viðhorf til tilver-
unnar lengdi lífið eins og sannast
hefur á honum sjálfum. Hann
sagðist vera afar hamingjusamur
maður og lífshlaup sitt hefði fært
sér mikla gæfu. Hann hefði alltaf
verið umvafinn ástvinum, ættingj-
um, afkomendum og góðum fé-
lögum sem hefðu fært sér ríkar
gjafir. Við gengum báðir út frá
þeirri vissu að Guð væri til. Við
biðjum hann á þessari stundu að
vernda Svein Guðmundsson og
blessa Bergþóru Skarphéðins-
dóttur, börn þeirra, ættingja og
vini.
Far þú í friði, elsku vinur.
Baldur Óskarsson.
Enn hefur einn góður félaginn
kvatt okkar glaða hóp. Sveinn
Guðmundsson var árum saman
fastur sólarblettur í tilverunni
okkar í Laugardalslauginni. Eftir
honum man enginn öðruvísi en
brosandi breitt með glettni í aug-
um. Hnellinn á velli, rjóðleitur og
réttholda með grásprengt hár.
Svenni var forsöngvari lengi í
föstudagskórnum í gamla gufu-
baðinu. En þangað þyrptist fólk
um níuleytið og tók lagið. Fáum
mun úr minni líða hvernig hljóm-
mikil bassarödd fyllti gufuna með
allskyns tilbrigðum í röddun
hans. Hann hafði eina hina feg-
urstu bassarödd sem nokkurs
staðar heyrist. Hann hafði algilt
tóneyra sem getur greint öll til-
brigði og tóntegundir og sungið
hvaða rödd sem er. Kunni öll lög
og alla texta og meira til.
Hann var líka félagi lengi í
Karlakór Reykjavíkur. Sá sem
þetta skrifar minnist þess að
heyra rödd Sveins í gegnum allan
kórinn sitjandi á svölunum í
Langholtskirkju svo unun var að
hlýða á voldugan hljómbotn söng-
verksins.
Sveinn Guðmundsson var lærð-
ur húsgagnasmiður og auk þess
listasmiður í þeirri grein. Marga
fagra gripi lætur hann eftir sig á
því sviði. Hann var góður félagi og
glaður. Hann var fluttur í Boða-
þing og farinn að sækja meira
laugina þar sem hann lofaði. Okk-
ur er sagt að hann hafi ekki látið
sig vanta þar daginn sem hann dó
og leikið á als oddi að vanda. Það
var honum líkt og sæmandi, slíkur
maður sem hann var.
Og þegar næturhúmið svart
um sálu mína síðast fer
og slökkur augna minna glóð,
þá veit ég hvaða ljúflingsljóð
mun líða hinzt að eyrum mér:
Ó, fagra veröld, vín og sól, ég þakka þér!
Við sundfélagar í Laugardal
þökkum Sveini Guðmundssyni
fyrir samfylgdina.
F.h. sundfélaga í Laugardal,
Halldór Jónsson.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013
✝ Hákon SveinnDaníelsson
fæddist í Reykjavík
1. ágúst 1929. Hann
lést í Reykjavík 30.
október 2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Daníel
Helgi Þorkelsson
málarameistari, f.
21.8. 1903, d. 28.8.
1989, og Martha
Christine Fredrike
Þorkelsson húsmóðir, fædd
Kämpferth frá Buxtehude í
Þýskalandi, f. 10.12. 1905, d. 4.9.
1991. Hákon var næstelstur fjög-
urra systkina, en tvö þeirra er
látin: Anna Svanhildur, f. 5.7.
1927, d. 8.3. 1992 og Ernst Peter,
f. 8.12. 1936, d. 30.11. 2012. Eft-
irlifandi bróðir er Helgi, f. 26.9.
el Ísar. 2) Marteinn, versl-
unarmaður, f. 30.1. 1959. Mar-
teinn var kvæntur Hafdísi
Guðmundsdóttur, þau eiga börn-
in Guðmund, Arnar og Valgerði
Birnu. Þau skildu. Guðmundur
er kvæntur Brynju Ruth Karls-
dóttur, þau eiga börnin Tómas
Andra og Agnethu Ýri. Marteinn
var í sambúð með Margréti
Kristínu Björnsdóttur og börn-
um hennar, Baldvini Sigurðssyni
og Karolínu Sigurðardóttur. Þau
slitu samvistum.
Hákon lauk prófi frá Verzl-
unarskóla Íslands 1949 og var
síðan eitt ár við enskunám í Glas-
gow. Hákon starfaði lengst af
sem skrifstofumaður. Hann
starfaði meðal annars hjá Lof-
leiðum í New York og Flugfélagi
Íslands í Hamborg. Var skrif-
stofumaður og verkstjóri hjá
Hafskipum og starfaði hjá
Bræðrunum Ormsson.
Útför Hákonar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 11. nóv-
ember 2013, og hefst athöfnin
klukkan 15.
1947.
Hákon kvæntist
18. október 1951
Valgerði Proppé, f.
22.7. 1929. For-
eldrar hennar voru
Anton Vilhelm
Proppé fram-
kvæmdastjóri, f.
1.1. 1885, d. 24.5.
1963, og Ólafía El-
ísabet Tómasdóttir
Proppé húsfreyja, f.
31.7. 1887, d. 8.9. 1947. Börn Há-
konar og Valgerðar eru: 1) El-
ísabet, flugfreyja, f. 7.12. 1952,
eiginmaður hennar er Halldór K.
Valdimarsson, þau eiga synina
Hákon Davíð og Stefán Tandra.
Hákon Davíð er kvæntur Sveinu
Berglindi Jónsdóttur, þau eiga
börnin Elísabetu Hrönn og Daní-
Hann Hákon tengdapabbi hef-
ur kvatt.
Hann var ein af hvunndags-
hetjum sinnar samtíðar. Þessar-
ar kynslóðar sem óx upp af
grunni hafta og takmarkana og
gjörbylti íslenskum raunveru-
leika með einkunnarorðin „ég
skal“ að vopni.
Hákon tók þar fullan þátt.
Gekk sinn veg af elju og dugnaði
og viðurkenndi hvorki eigin tak-
mörk né vék fyrir þeim. Það var
lítið slegið af þótt líkaminn byrj-
aði að gefa eftir fremur ungur.
Hnefinn bara krepptur þéttar og
bitið fastar á jaxlinn.
Hákon stundaði nám í Verzl-
unarskólanum og sú skólavist
varð mikill áhrifavaldur í lífi
hans því þar kynntist hann lífs-
förunaut sínum Valgerði Proppé.
Þar mynduðust líka vinabönd
sem héldu ævilangt, því „stráka-
“hópurinn hittist enn og Hákon
hafði mikla ánægju af þeim sam-
fundum.
Eftir að Hákon lauk námi lá
leiðin út í atvinnulífið. Hann fékk
ungur mikinn áhuga á flugi, sem
varð ævilangt áhugamál. Hann
starfaði fyrir Loftleiðir í New
York og síðar fyrir Flugfélag Ís-
lands í Hamborg. Seinna á
starfsævinni var hann hjá Haf-
skipum og síðast í hlutastarfi hjá
Bræðrunum Ormsson.
Hákon varð að víkja snemma
af vinnumarkaði vegna veikinda.
Það hafa verið þung tímamót
þótt ekki hafi verið höfð mörg
orð þar um.
Hákon var glaðvær að eðlis-
fari og þrátt fyrir veikindi og
þvert á allar þjáningar var jafn-
an stutt í barnslega gleði. Sæl-
gætismoli á góðri stund, stjörnu-
ljós á gamlárskvöld, skondið
andsvar barnabarnabarns, allt
náði þetta að slaka drættina sem
verkirnir höfðu markað í andlitið
og kalla fram bjart bros.
Hákon var mikið snyrtimenni
og var umhugað um að klæðast
fallegum og vönduðum fötum og
vel burstuðum skóm. Þessi
snyrtimennska náði yfir allt hans
umhverfi og átti sér skýra birt-
ingarmynd í því hvernig hann
hugsaði um bíla. Þeir voru
þvegnir og stroknir og séð til
þess að aldrei félli niður þjón-
ustuskoðun eða smurning dræg-
ist fram yfir tilsettan kílómetra-
fjölda. Hann meira að segja
þvoði og bónaði vélarnar. Hákoni
var það í blóð borið að hugsa vel
um og fara vel með eigur sínar
og þá hluti sem honum voru
fólgnir til notkunar og varð-
veislu.
Hákon hafði næmt auga fyrir
því fagra og listræna og var
prýðilegur ljósmyndari. Oft undi
hann sér við að mynda blómin í
garði þeirra hjóna og svo skráði
hann að sjálfsögðu margar ferðir
þeirra á mynd.
Það sem einkenndi Hákon um-
fram annað var óendanleg trú á
að einhver bati gæti náðst. Hann
gafst aldrei upp heldur hélt í
vonina um að einhvern veginn
tækist að minnka þjáninguna,
rétta úr bakinu og ganga staf-
laus. Vonin og trúin á betri tíð er
arfleifð hans til okkar sem eftir
stöndum.
Ef til vill má það líka verða
eiginkonu, börnum og öðrum að-
standendum Hákonar huggun að
honum var hlíft við enn meiri
skerðingu hreyfigetu en orðið
var, því hún varð honum sífellt
þungbærari.
Það var líka dæmigert fyrir
Hákon að þegar kallið kom laut
hann ekki forlögum sínum útaf-
liggjandi heldur fór fram úr til
þess að deyja uppréttur. Hann
féll í þeirri baráttu við hvunn-
daginn sem hafði staðið svo lengi
og var orðin svo erfið en hann
féll með reisn.
Við kveðjum hann með þökk-
um.
Halldór K. Valdimarsson.
Það var vorið 1949. Við vorum
66 sem lukum burtfararprófi úr
verzlunardeild frá Verzlunar-
skóla Íslands. Það var lífsglaður
hópur sem hafði átt ógleymanleg
fjögur ár í gamla skólahúsinu við
Grundarstíg. Ungt fólk sem fullt
bjartsýni bjó sig undir að takast
á við lífið og vandamálin víðs
fjarri. Frá skólaárunum eru liðn-
ir rúmir sex áratugir. Nú er svo
komið að það er árviss viðburður
að við þurfum að kveðja einn eða
fleiri úr hópnum hinstu kveðju.
Að þessu sinni er það Hákon
Daníelsson sem kveður en hann
er sá 36. af skólasystkinunum
sem fer yfir móðuna miklu. Frá-
bær félagi alla tíð og skilur eftir
sig margar og góðar minningar.
Eftir að skólagöngu lauk
tvístraðist hópurinn. Sum okkar
lögðu á sig lengra nám, önnur
helltu sér út í atvinnulífið og við
tók hjá flestum daglegt strit við
stofnun heimilis, ómældar stund-
ir við að koma sér upp húsnæði
og oft langur tími sem fylgdi bið-
inni í bönkum við að bjarga af-
borgunum á kröfum sem héldu
oft vöku fyrir þeim sem alltaf
vildu standa í skilum. Nokkur úr
hópnum hleyptu heimdraganum
og héldu á framandi slóðir til
menntunar eða varanlegrar bú-
setu. Þrátt fyrir þessa breytingu
megnaði ekkert að rjúfa sam-
stöðuna. Böndin varð að treysta
sem myndast höfðu á skólaárun-
um. Það var gert á þann eina
hátt sem slíkt getur megnað.
Með því að eiga sameiginlegar
samverustundir. Gleðjast með
þeim sem lánið hafði leikið við.
Sýna samúð þeim sem höfðu orð-
ið fyrir áfalli.
Fáir voru traustari í þessum
hópi en Hákon. Í áratugi höfum
við skólabræðurnir hist og notið
samverustundar með því að
neyta léttrar máltíðar. Hákon
var sérstakur varðandi matar-
venjur á þessum stundum. Hans
réttur var brauðsneið með roast
beef. Sem fagmaður með áratuga
reynslu biðum við hinir eftir því
hver hans einkunnargjöf yrði. Í
október kom hópurinn saman og
þá fékk rétturinn hæstu einkunn
hjá Hákoni. Það var ánægjulegt
að hann gat kvatt okkur á þenn-
an hátt. Það sem einkenndi Há-
kon öðru fremur var bjartsýni á
hverju sem gekk. Hann átti erfitt
með gang og varð að notast við
göngugrind undir það síðasta.
Aldrei kvartaði hann og alltaf
var sama viðkvæðið: „Ég segi
bara allt gott.“ Hans lífsgleði
mættu margir taka sér til fyr-
irmyndar.
Að leik loknum stöndum við
skólasystkinin í mikilli þakkar-
skuld við þau Valgerði og Hákon
fyrir allar þær ánægjustundir
sem við höfum átt sameiginlegar
í gegnum árin. Við færum Val-
gerði og öðrum aðstandendum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þórður H. Jónsson.
Hákon Sveinn
Daníelsson
Hann afi minn er dáinn og við
þessi tímamót eru margar minn-
ingar sem leita á hugann. Þegar
ég var í fyrstu bekkjum grunn-
skólans þá var bara skóli eftir
hádegi og á hverjum morgni fór
ég til ömmu á Dyngjó þar sem
við áttum okkar stund en svo
kom afi í hádeginu, borðaði heit-
an mat og hlustaði á fréttirnar
og þegar hann fór aftur í vinn-
una þá keyrði hann mig heim og
ég fór í skólann. Þannig gekk
þetta í tvo vetur. Það má því
segja að afi hafi átt inni mikið
skutl og þó að hann hafi ekki
keyrt í seinni tíð þá náði ég
aldrei að borga allar ferðirnar til
baka.
Mér er einnig mjög minnis-
stæð ferðin sem var farin hring-
inn í kringum landið þegar afi
og amma og við fjölskyldan fór-
Geir Agnar Zoëga
✝ Geir AgnarZoëga, fram-
kvæmdastjóri,
fæddist í Reykjavík
8. júní 1919. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 22.
október 2013.
Útför Geirs Agn-
ars fór fram frá Ás-
kirkju 1. nóvember
2013.
um saman. Afi var
einkar fróður um
marga hluti, hann
þekkti öll fjöll og
sprænur enda hafði
hann unnið við
vegamælingar þeg-
ar hann var yngri
og ferðast mikið um
landið. Afi var líka
mjög minnugur á
ættir, enda var það
verkefnið hans í
nokkur ár eftir að hann hætti að
vinna að skrá niðjatal ættarinn-
ar.
Við systurnar vorum líka svo
heppnar á unglingsárunum að fá
að fara með ömmu og afa til
London og vorum þar í nokkra
daga. Afi og amma fóru með
okkur í hverja tuskubúðina á
fætur annarri en ég man að afa
þótti það samt gott ef hann fann
stól til þess að tylla sér á því
þetta gat tekið svolítinn tíma.
Í seinni tíð var það sumarbú-
staðurinn sem átti hug hans all-
an og þar leið honum afskaplega
vel innan um öll trén sem hann
hafði fóstrað og svo plantað,
borið á og vökvað.
Við hjónin erum þakklát fyrir
allar þær stundir sem við og
börnin okkar áttum með honum.
Kristín, Halldór og börn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR ÞÓR JÖRGENSSON
viðskiptafræðingur,
lést fimmtudaginn 31. október.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.00.
Guðni Þór Sigurðsson, Guðlaug Guðjónsdóttir,
Sigþrúður Sigurðardóttir, Lárus Ingi Magnússon,
Sigrún Ása Guðnadóttir,
Arnar Þór Guðnason,
Sigurður Þór Ómarsson,
Magnús Orri Lárusson,
Kristjana Ása Lárusdóttir,
Lilja Björg Lárusdóttir,
Aaron Gauti Lárusson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL ÞÓRHALLSSON
læknir,
Laugarnesvegi 89,
lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 6.
nóvember.
Hildigunnur Halldórsdóttir,
Hjördís S. Pálsdóttir, Björgúlfur Pétursson,
Þorgerður B. Pálsdóttir, Guðmundur K. Marinósson,
Bentína U. Pálsdóttir, Kristinn Á. Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.