Morgunblaðið - 11.11.2013, Side 26

Morgunblaðið - 11.11.2013, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 ✝ Anna RagnaLeifsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 19. ágúst 1923. Hún lést á Landspít- alanum í Reykja- vík 1. nóvember 2013. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Helgadóttir, f. 18.5. 1897, d. 23.7. 1986 og Leifur Jóhannesson, f. 16.11. 1894, d. 20.5. 1987. Syst- ur Rögnu voru Álfheiður Erla Leifsdóttir, f. 6.9. 1922, d. 9.1. 18.7. 2003, Óðinn, f. 4.9. 2005 og Tilda Rán, f. 3.12. 2008, barnsmóðir hans er Katja Dinse, f. 1.10. 1972, þau hafa slitið samvistum. 2) Ásta G. Guðbrandsdóttir, f. 26.10. 1973, maki hennar er Gunnlaugur Vésteinsson, f. 1.4. 1974, sonur þeirra er Björn Þór, f. 1.6. 2003. 3) Ragna B. Guðbrands- dóttir, f. 10.2. 1983, maki henn- ar er Manuel Plasencia Gutier- rez, f. 20.5. 1978, dætur þeirra eru Marla Sól, f. 18.5. 2008 og Embla Lind, f. 9.11. 2011. Ragna flutti til Reykjavíkur um tvítugsaldur en eyddi sumrum fyrir vestan, eða þar til foreldrar hennar og dóttir fluttu til Reykjavíkur árið 1964. Útför Rögnu fer fram frá Áskirkju í dag, 11. nóvember 2013, kl. 13. 1944 og Sigurlaug Helga Leifsdóttir, f. 6.8. 1926. Dóttir Önnu Rögnu er Álfheið- ur Erla Sigurð- ardóttir, f. 3.1. 1950, sem hún eignaðist með Sig- urði Árnasyni, f. 24.7. 1924, d. 14.5. 1999. Eiginmaður Erlu er Guð- brandur G. Björnsson, f. 7.4. 1951. Börn þeirra eru 1) Sig- urður F. Guðbrandsson, f. 22.7. 1971, börn hans eru Máni, f. Elsku besta tengdamamma, nú er komið að kveðjustund. Frá því að ég kynntist þér hefur mér alltaf liðið vel í návist þinni, þú hafðir góð áhrif á mig og eflaust fleiri. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín, hvort sem það var á Kirkjuteiginn, í Gautlandið eða vestur í Dýra- fjörð. Við höfðum mjög líkar skoðanir á lífinu og tilverunni og vorum þess vegna oftast sam- mála um hin ýmsu málefni. Minningarnar um þig eru ótal- margar, við áttum alltaf góðar samverustundir um jólin og aðr- ar stórhátíðir og skemmtum okkur alltaf svo vel öll fjölskyld- an saman. Einnig á ég góðar minningar frá öllum ferðunum vestur á firði og frá utanlands- ferðum sem þú fórst með okkur. Árið 2007 fórum við fjölskyldan til Tenerife og í hópnum voru þrír litlir herramenn, einn tveggja ára og tveir fjögurra ára, þeir veittu þér sérstaklega mikla ánægju og hafðir þú í nógu að snúast við að fylgjast með þeim. Síðar bættust við þrjár dömur í barnabarnahópinn og þá hafðir þú ennþá meira að fylgjast með. Þú barst alltaf hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og reyndist barnabörnum þínum og þeirra fjölskyldum alltaf vel. Snillingur varst þú í íslenskri málfræði og passaðir vel upp á að allir töluðu rétt í fjölskyld- unni og ég vona að móðurmálinu hraki ekki eftir að þú ert farin. Einnig varst þú mjög góð í að ráða krossgátur og var ég oft hissa hvað þú varst fljót að því, þess vegna reyndi ég að útvega þér fleiri krossgátur á meðan sjónin var í lagi. Þú talaðir oft um að maður yrði að passa vel uppá sjónina, enda hafðir þú unnið í yfir þrjátíu ár í gler- augnaversluninni Optik. Ég vil þakkar þér fyrir allar góðu samverustundirnar sem ég og fjölskylda mín áttum með þér. Þinn tengdasonur, Gunnar. Nú ertu búin að kveðja þenn- an heim, elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir hönd okkar allra, barna og barna- barna, fyrir þá ást og þann kær- leik sem þú gafst okkur af þínu botnlausa örlæti í gegnum árin. Alltaf tókst þú hag okkar fram yfir þinn eigin, allt fram á síð- ustu stundu er þú undirbjóst okkur fyrir það sem koma skyldi. Þau fáu orð sem þú áttir eftir notaðir þú til að spyrja fyr- ir um okkar líðan, hvernig Katja og börnin hefðu það og hvort þeim gengi ekki vel í skólanum og hvort að Óðinn væri nú ekki duglegur að lesa, og hvernig mér gengi í vinnunni. Mikið er ég glaður að hafa getað komið og verið með þér á þessum loka- stundum. Þótt líkaminn hafi ver- ið búinn að missa sinn mátt skein ennþá styrkur þinn amma mín sem einkenndist af æðru- leysi, umhyggju og jákvæðni. Friðurinn umlukti þig ævinlega sem sýndi mér að þarna fór manneskja sem kunni að lifa samkvæmt eigin sannfæringu í sátt við allt og alla. Allt fram á síðustu stundu sýndir þú hversu einstök þú varst, er þú beiðst þess að deyja en jafn hnarreist og glæsileg sem áður. Lífið var þó ekki alltaf auðvelt eins og þú eflaust upplifðir er þú máttir skilja einkadóttir þína eftir í umsjá ömmu sinnar og afa vest- ur á Þingeyri svo þú gætir farið að vinna fyrir þér í bænum. Seinna launaðir þú þeim svo greiðann með því að hugsa um þau á Kirkjuteignum er þau fluttu að vestan á mölina á gam- als aldri. Ég á margar góðar minningar frá Kirkjuteignum en þar hefur margt breyst og ekki eins um að litast og áður. Man vel eftir því er ég fór með þér og Helgu að taka upp kartöflur í kartöflugörðunum á bak við Ás- mundarsafn og þegar pabbi var að svíða sviðahausa í bakgarð- inum. Þá var alltaf gaman að heimsækja þig í vinnuna, þegar þú varst að vinna hjá Optik í Hafnarstræti og eru allar ferð- irnar í Haukadalinn í Hafgoluna ógleymanlegar. Í gegnum tíðina varstu alltaf dugleg að hvetja okkur, ekki síst til náms og vinnu og að fara nú vel með hvort annað. Þú munt alltaf búa í brjósti okkar, elsku amma mín, og ég veit að þú munt vaka yfir okkur eins og þú lofaðir. Kveðja, þinn Sigurður Freyr (Siggi). Elsku amma mín, mikið sakna ég þín og þinnar góðu og hlýju nærveru. Öll þessi þrjátíu ár varst þú svo stór partur af lífi mínu. Þú varst alltaf með okkur í öllu sem við fjölskyldan gerð- um saman. Nú ertu farin frá okkur og það er erfitt að sætta sig við það, en eftir sitja minn- ingarnar um þig og munu þær ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Það var alltaf svo ævintýralegt að koma og heim- sækja þig og Helgu systur þína í Hafgolunni á sumrin, við Helga yngri brölluðum þar ýmislegt. Ég man, ekki fyrir svo löngu, að ég ásamt ítalskri vinkonu minni fór vestur til þess að sækja þig og bílinn þinn, en þá treystir þú þér ekki til að keyra alla leið suður. Þar sem ég vildi sýna henni Látrabjarg ákváðum við að fara þangað. Á leiðinni, skröltandi á Míkrunni þinni góðu sagðir þú „ég hálfskamm- ast mín að segja þetta, en ég hef aldrei áður séð Látrabjarg“. Ég bara hló og sagði að það væri þá tími til kominn og hafði ég ein- staka ánægju af því að hafa ver- ið sú sem kom þér, Vestfirð- ingnum sjálfum á vestasta odda Íslands, og hafðir þú virkilega gaman af þessum aukarúnti á suðurleið. Það var líka oft sem ég lét þig fara yfir hinar ýmsu ritgerðir á mínum námsárum, en þú varst góð í stafsetningu. Þú hafðir svo gaman af málfræði og það var nú bara núna þegar þú lást uppi á spítala um daginn að þú spurðir mig hvort ég vissi hvað væru margir orðflokkar í íslensku og fórst síðan að þylja þá upp. Einnig vissir þú fátt skemmtilegra en að leysa kross- gátur og oft skildi ég ekki helm- inginn af orðunum sem þú not- aðir þar. Þú hafðir líka gaman af gátum og skrítlum og klipptir stundum úr Mogganum eitthvað sem þér fannst sniðugt og last það fyrir okkur þegar við kom- um í heimsókn. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér og þeg- ar ég hló með þér sagðir þú „það er nú gott að einhver hefur gaman af vitleysunni í manni“ og þá hló ég yfirleitt enn meir, þú tókst lífið ekki of alvarlega og það kunni ég vel við. Það voru líka ófáar stundirnar sem við sátum saman með heitan kaffisopa við hönd og eitthvert bakkelsið sem þú bauðst alltaf svo rausnarlega fram í Gaut- landinu og við ræddum saman hitt og þetta, við vorum ekki alltaf sammála en það var auka- atriði. Þú varst alltaf svo góð við okkur öll, vildir öllum vel og hafði áhyggjur af öllum eins og góðum ömmum sæmir. Þú baðst alltaf fyrir okkur og er ég viss um að þú haldir áfram að vaka yfir okkur. Það var ein kona sem var með þér á herbergi á 11e sem sagði við mig einn dag- inn að þú værir yndisleg kona, að þú ættir til svo mörg falleg orð og að hún hefði orðið betri manneskja bara af því að hafa kynnst þér þessa örfáu daga. Ég er heppin að hafa átt þig að, öll þessi þrjátíu ár, þú kenndir mér margt fallegt og gott á minni lífsleið sem ég er þér ævinlega þakklát. Ég kveð þig með grát- stafina í kverkunum, en ég veit þó að þú kveður þennan heim sátt og æðrulaus og ert nú kom- in á þann stað sem þú óskaðir þér. Saknaðarkveðjur, Ragna Björk. Elsku amma mín, takk fyrir allar samverustundirnar sem við höfum átt saman síðastliðin 40 ár. Næstu afmæli, jól, páskar, sumarbústaðaferðir, sunnudags- matur á Laugarásveginum, ut- anlandsferðir, sumarfrí, ég get endalaust talið upp þær stundir sem við höfum átt saman, já þær verða skrítnar núna og einmana- legar án þín, amma, þín er sárt saknað. Heimsóknirnar okkar á Þingeyri verða líka skrítnar héð- an í frá en munu þá vekja upp góðar minningar í staðinn. Það var alltaf svo gaman að kíkja í Hafgoluna í Haukadal með þér, í litla kofann ykkar Helgu frænku. Margar minningar spretta fram þegar ég hugsa um þau skipti sem ég var lítil stúlka og fór þangað í heimsókn til ykkar yfir sumartímann. Maður þurfti að klifra upp brattan stig- ann upp á svefnloftið, kamarinn úti og ekki má gleyma kam- ínunni sem þurfti að halda alltaf logandi í svo heitt yrði í kof- anum. Þið systur dvölduð þarna sumrin löng, það verður tómlegt að fara þangað næst án þín. Ávallt komuð þið systur við í veiðihúsinu í Laxárdal þegar þið lögðuð leið ykkar í Haukadalinn og man ég svo vel að ég beið alltaf spennt út í glugga í veiði- húsinu og fylgdist vel með þegar ég sá bílljós við bæinn Ás í Lax- árdal og óskaði þess að þetta væruð þið að koma. Núna þegar ég keyri Bústaðaveginn, sem var síðast núna um helgina og horfði í áttina að Gautlandinu spruttu fram tárin og ég fékk sting í magann, nú verða ekki fleiri heimsóknir þangað í kaffi og kósýheit til ömmu, eða til löngu einsog börnin okkar systkina kölluðu þig. Ég varla trúi því að þú sért farin frá okkur. Þú varst alltaf svo hógvær og vildir öllum vel. Orð sem munu minna mig á þig eru „ómögulegt“ og „þetta er bara ekki hægt“ sem lýsir því svo vel um hversu hógvær þú varst. Kannski það helsta var að þú elskaðir rjómakaramellur og neitaðir ekki ef þér var boðið slíkt. Kaffi og pínulítill moli var líka í uppáhaldi, ég skildi aldrei hvernig þú fórst að því að brjóta molann svona smátt. Einnig varstu mikið hrifin að góðri marengstertu með kaffinu. Börnunum fannst alltaf gott að koma í Gautlandið, langa átti alltaf eitthvað gott með mjólk- inni og minn maður gat sökkt sér í gömul Andrésblöð. Skemmtileg og falleg lýsing á þér var eins og stelpurnar á 11E sögðu um þig, að þú varst svo mikil dúlla og svo yndisleg kona og ert það einnig í mínum aug- um, falleg og góð kona. Ég mun geyma allar þessar fallegu minningar um þig í mínu hjarta, elsku amma. Þú ert sátt núna og líður vel, það er það sem skiptir mestu máli þó að við fjölskyldan séum sorgmædd. Þú ert búin að eiga góð og yndisleg 90 ár. Ég mun ávallt minnast þín með ást og hlýju. Þín elsku, Ásta. Elsku Ragna. Með þessum línum viljum við stöllur kveðja þig og þakka fyrir nærri hálfrar aldar vináttu. Við vorum svo lánsamar að kynnast Erlu, dóttur þinni, á unglingsár- unum þegar hún fluttist frá Þingeyri í Laugarneshverfið og kom í bekkinn okkar í Laug- arnesskólanum. Upp frá þeim degi höfum við þríeykið verið nánast óaðskiljanlegt. Þessi kynni leiddu til þess að við urð- um tíðir gestir á Kirkjuteigi 15 og um leið þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast þig sem vinkonu. Þú bjóst yfir einstakri ró, blíðu og góðri nærveru sem gerði það að verkum að fólki leið vel í ná- vist þinni. Er við hugsum til baka þá munum við ekki eftir því að hafa séð þig skipta skapi eða æsa þig og alltaf var stutt í blítt bros og dillandi hlátur. Samvistir okkar voru á seinni árum oftast í gegnum einhverjar uppákomur í fjölskyldunni og var yndislegt sjá hve þú ljóm- aðir með fólkið þitt í kringum þig. Erla, Gunnar og börnin voru það sem líf þitt og tilvera snerist um og þegar barnabörn- in bættust í hópinn sagðist þú ekki geta lýst þakklæti þínu né trúað hversu rík þú værir því ríkidæmið fælist ekki í verald- legum auði. Okkur langar líka að þakka þér fyrir áhugann sem þú sýndir okkur og fjölskyldum okkar alla tíð en iðulega spurðir þú frétta af þeim. Það var dásamlegt að geta verið með þér á níutíu ára af- mælinu þínu í ágúst síðastliðn- um og átt með þér ógleyman- lega stund á heimili Erlu og Gunnars á Laugarásveginum. Við sendum Erlu, Gunnari og barnabörnum þínum, Sigga, Ástu, Rögnu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur og megi minningin um dásamlega mömmu, tengda- mömmu, ömmu og langömmu ylja þeim um ókomna tíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar, Elfa og Hildur. Anna Ragna Leifsdóttir ✝ Ólöf ValgerðurJónasdóttir fæddist í Vogum í Mývatnssveit 21. júlí 1916. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 2. nóvember 2013. Foreldrar henn- ar voru Jónas Pétur Hallgrímsson frá Grænavatni og Guð- finna Stefánsdóttir frá Öndólfsstöðum í Reykjadal. Ólöf var elst níu systkina, sem öll eru látin. Systkini hennar voru: Jón, f. 1917, Stefán, f. 1919, Sig- urgeir, f. 1920, Þorlákur, f. 1922, Friðrika, f. 1924, Kristín, f. 1926, Hallgrímur, f. 1928, og Pétur, f. 1929. Ólöf giftist Torfa Vilhjálmssyni 21. júlí 1941. Torfi lést í bílslysi 16. júlí 1966. Ólöf og Torfi eign- uðust þrjá syni; 1) Jónas Valgeir Torfason, f. 1942, kona hans er Sigríður Aðalbjörg Whitt, 2) Pét- ur Torfason, f. 1946, kona hans er Ólína Fjóla Hermannsdóttir, og 3) Haukur Torfason, f. 1953, d. 2001, kona hans var Kristín Gunnarsdóttir. Barnabörn Ólafar eru átta, langömmubörnin átján og langalangömmubörnin fimm. Ólöf ólst upp í Vogum í Mý- vatnssveit. Eftir að hún kynntist Torfa var hún í Húsmæðraskól- anum á Laugum veturinn 1940-1941. Þau fluttu síðan til Akureyrar og bjuggu fyrst í sex ár við Hamarsstíg. Þau fluttu í eigið hús- næði á Eyrarvegi 25 árið 1947 og Ólöf bjó þar áfram eftir að Torfi lést allt þar til hún fór á Dvalarheimilið Hlíð í mars á þessu ári. Ólöf vann ýmis störf utan heimilis, lengi hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa og við ræstingar í Oddeyrarskóla, þar sem Torfi var húsvörður, þar til hann lést. Ólöf söng í hinum ýmsu kórum frá fermingaraldri, fyrst með kirkjukór heima í sveitinni, síðan með Kant- ötukórnum á Akureyri, kirkju- kór Akureyrarkirkju, Söngfélag- inu Gígjunni, Passíukórnum og nú síðast í kór Félags eldri borg- ara; Í fínu formi. Ólöf starfaði mikið að félagsmálum og sat í stjórnum ýmissa félaga, m.a. Verkalýðsfélaginu Einingu og var heiðursfélagi þar. Útför Ólafar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 11. nóv- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. Hún Ólöf í hinum endanum er dáin. Þar var höfðingi á ferð, sem var órjúfanlegur hluti af uppeldi mínu og bræðra minna í Eyrarveginum á Akureyri. For- eldrar mínir, þau Soffía og Frí- mann, ásamt Ólöfu og Torfa, ólu börnin sín upp í Eyrarvegi 25 og 27. Þarna bjuggu þessar fjöl- skyldur vegg í vegg í marga ára- tugi. Í vesturendanum voru það þeir bræður, Valgeir, Pétur og Haukur, en í austurendanum vorum við systkinin, Guðmund- ur, Frímann, Gunnar, Grettir og Guðrún. Strákarnir á svipuðum aldri, en ég yngst og eina stelp- an. Þær Soffía og Ólöf áttu nánast dagleg samskipti í alls sextíu ár, oftast í formi þess að Ólöf bank- aði á eldhúsdyrnar, kom inn og tók stöðuna hjá nágrannakonu sinni. Það sem einkenndi sam- skipti þessara tveggja bráð- skörpu kvenna var að þær voru nánast aldrei sammála um nokk- urn hlut. Ekkert var þeim óvið- komandi þegar málin voru rædd, þó voru hin ýmsu samfélagsleg mál uppáhalds umræðuefni þeirra, enda báðar mjög pólitísk- ar, þó aldrei gæfu þær kost á sér í framboð, – málin voru leyst heima við eldhúsborðið. Eftir því sem áratugirnir færðust yfir og þær urðu aldraðar og einar í kotinu, kom vel í ljós hve vinátta þeirra var traust og umhyggja þeirra hvorrar fyrir annarri ein- læg, þrátt fyrir allt pexið. Eftir að frúin í austurendanum lést í janúar 2011, hafði Ólöf oft á orði við mig hve tómlegt væri án hennar í Eyrarveginum, sagðist sakna Soffíu. Eftir því sem ég fullorðnaðist og fór að horfa á Ólöfu með þeim augum, jókst virðing mín og að- dáun á þessari kjarkmiklu og duglegu konu sem lét aldrei bug- ast þrátt fyrir þung högg á lífs- leiðinni. Hún varð mér ákveðin fyrirmynd. Ólöf hafði gaman af því að segja frá velgengni afkom- enda sinna og fylgdist hún af natni og hlýju með því sem þau tóku sér fyrir hendur og var stolt af þeim. Ólöf var á undan sinni samtíð með ýmsa hluti. Það er t.d. engin tilviljun að hún hélt góðri andlegri og líkamlegri heilsu langt fram yfir níræðis- aldurinn, hún var mikill talsmað- ur, hollra lífshátta, líkamlegrar hreyfingar og þess að rækta sál- ina. Þetta gerði Ólöf af kappi eins og flest sem hún tók sér fyr- ir hendur. Hún borðaði hollan mat, gjarnan ræktaðan heima á lóð eða eitthvað sem hún tíndi úti í náttúrunni og þurrkaði til vetr- arins. Sundferðir oft í viku með Pedda, kórsöngur og meiri kór- söngur hélt Ólöfu ungri í anda og í líkamlega betra formi lengur en flestir fá tækifæri til að upplifa á svo langri ævi. Ólöf vissi að hlut- irnir gerast ekki af sjálfu sér. Ólöf var orðin þreytt og tilbú- in að ljúka þessari jarðvist. Fyrr á þessu ári hafði hún á orði við mig að hún skildi ekki hvað Skaparinn ætlaði sér með hana, að láta hana verða svona gamla. Eftir smá-umhugsun sagði hún: „Heldurðu að það geti verið að hann hafi gleymt mér?“ Ég er þakklát fyrir það að hafa fengið að alast upp með Ólöfu og hennar ágætu fjöl- skyldu, einnig er ég þakklát fyrir vináttu og trúnað Ólafar til margra ára. Megi Ólöf Jónasdóttir hvíla í friði og afkomendur hennar eiga farsælt líf. Guðrún Frímannsdóttir. Ólöf Valgerður Jónasdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR THORARENSEN, Birkihólum 4, Selfossi, áður Eyrarbakka, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 9. nóvember. Guðrún Ólafsdóttir Thorarensen, Ólöf Dagný Thorarensen, Helgi Bergmann Sigurðsson, Ari Björn Thorarensen, Ingunn Gunnarsdóttir, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.