Morgunblaðið - 11.11.2013, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013
Smáauglýsingar
Hljóðfæri
Þjóðlagagítarpakki:
kr. 23.900. Gítar, poki, ól, auka-
strengir, stilliflauta og kennslu-
forrit.
Gítarinn ehf., Stórhöfða 27,
s. 552 2125.
www.gitarinn.is,
gitarinn@gitarinn.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Aukablað
um bíla fylgir
Morgunblaðinu
alla þriðjudaga
✝ Þórdís HelgaJónsdóttir Os-
terhorn fæddist í
Reykjavík 8. maí
1941. Hún andaðist
í Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 1. nóvember
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Gauti
Jónatansson, raf-
magnsverkfræð-
ingur, f. 14. októ-
ber 1907 í Sigluvík,
Svalbarðsstrandarhr., S.-Þing.,
d. 20. febrúar 1964 og Guðrún
Kristjánsdóttir, f. 4. febrúar
1909 á Suðureyri við Súg-
andafjörð, d. 27. október 2001.
Þórdís var þriðja í hópi fimm
systkina en þau eru Svanhildur
Erna, f. 16. júlí 1935, Sigríður
Kristjana, f. 30. júlí 1936, d. 30.
desember 1998, Jón Gauti, f. 29.
desember 1945, d. 4. ágúst 2008,
og Guðrún Kristín, f. 27. apríl
1948.
Þórdís giftist 21. október
1966 eftirlifandi manni sínum
Joachim Osterhorn,
f. 13. desember
1936, í Þýskalandi.
Börn þeirra eru: 1)
Svanhildur Björk, f.
2. janúar 1968, gift
Björn Stefan Gilles,
f. 17. september
1970, þau eiga þrjú
börn, Liv, f. 18. júlí
2000, Thorben, f.
22. desember 2001
og Solvey, f. 7.
mars 2006. 2) Kristjana, f. 28.
maí 1970, í sambúð með Jan
Stefan Meier, f. 26. apríl 1978.
Þórdís nam tækniteiknun,
lærði förðun og módelstörf í
Chicago, vann hjá Rafmagns-
veitu ríkisins og kenndi við
tískuskóla á sínum yngri árum.
Hún var búsett í Berlín frá 1967
til 1996, síðan á Majorka til 2005
en þá fluttust þau hjónin heim til
Íslands.
Þórdís verður jarðsungin í
Fossvogskirkju í dag, 11. nóv-
ember 2013, og hefst athöfnin
kl. 13.
Við systurnar áttum þægilega
og hamingjuríka barnæsku og
það var henni mömmu okkar
Þórdísi að þakka. Hún bjó okkur
dætrunum elskuríkt, yndislegt
heimili.
Hún reiddist okkur aldrei.
Hún gaf okkur svigrúm til að
þroskast og við fundum alltaf
fyrir því að við vorum elskaðar.
Hún studdi okkur í áhugamálum
okkar, gaf okkur allan þann tíma
sem við þurftum og var alltaf til
staðar fyrir okkur. Vinir okkar
voru alltaf velkomnir og þeir
komu gjarnan í heimsókn því
mamma tók á móti þeim með
opnu hjarta. Hún var yndisleg
og góð og hafði mikla kímnigáfu
og hún tók þátt í hvaða fífla-
gangi sem okkur datt í hug og
gerði óspart grín að sjálfri sér.
Við hlógum mikið með
mömmu og við dönsuðum mikið
og oft um stofuna saman en það
var eitt af því skemmtilegasta
sem hún gerði. Undir það síð-
asta dönsuðum við saman á
göngum heimilisins þar sem hún
dvaldi og þá sáum við hvernig
augu hennar lýstu upp og djúpt í
huga hennar vaknaði minning.
Hún var mjög stolt af barna-
börnum sínum og naut þess að
vera með þeim. Því miður var
tími þeirra saman ekki langur.
Við söknum hennar svo mikið,
elsku hennar og kímni og við vit-
um að við munum aldrei fá að
kynnast svo yndislegri mann-
eskju aftur, því hún var einstök.
Veikindi hennar tóku mikið
frá henni, en allt til enda hélt
hún yndislega, hlýja brosinu
sínu. Hún miðlaði tilfinningum
sínum oft með opnum lófum og
undir lokin teygði hún opna lófa
til himins, þar sem hún situr
núna við sama borð og amma,
Systa og Jón Gauti og spilar og
hlær með þeim.
Svanhildur (Svanny)
og Kristjana.
Þórdís Helga eða Dúddý eins
og við systkinin kölluðum hana
lést á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi föstudag-
inn 1. nóvember sl. Andlát systk-
ina og ástvina er alltaf sárt og
höfum við sem eftir erum fundið
það, þar sem yndislega fólkið
okkar hefur farið allt of ungt.
Dúddý var aðeins 72 ára. Nú var
hún búin að eignast barnabörn
sem hún hlakkaði til að njóta,
því hún hafði alltaf nægan tíma
fyrir börn. Var heimavinnandi
húsmóðir með sín börn ung og
naut þess að geta fylgst með
þeim og passað að allt væri eins
og það átti að vera. Hún var sér-
staklega myndarleg húsmóðir og
lagaði góðan mat fyrir fólkið sitt
og hélt fínar veislur fyrir gesti
sína. Dúddý bjó í Berlín í mörg
ár og varð ég þeirrar ánægju að-
njótandi að fara til hennar
nokkrum sinnum og njóta gest-
risni þeirra hjóna og væntum-
þykju hennar sem hún sýndi
manni í verki og orðum. Síðan
flutti hún á suðlægar slóðir og
þar naut maður gestrisni hennar
og þeirra þónokkuð oft, var allt-
af hálfu betri og glaðari þegar
heim var komið. Ég fékk þá hug-
mynd að vera hjá henni á Maj-
orka þegar ég átti 50 ára afmæli
og það væsti nú ekki um mig.
Hún planaði að mér forspurðri
að drengirnir mínir kæmu út á
miðnætti afmælisdags míns, mér
til mikillar ánægju og gleði. Af-
mælisdagurinn var frábær og
buðum við Haukur þeim út að
borða og áttum við yndislegt
kvöld. Þegar matnum lauk var
gengið niður í bæinn og farið á
bar. Já, takk, þá hafði verið
planað að þegar ég kæmi í dyrn-
ar á barnum sem við fórum inn á
skyldi spilað lag með Bubba
Morthens, Það er svo gott að
elska. Þetta hafði þeim Jochen
dottið í hug og gladdi mig mikið.
Allra, allra besti afmælisdagur
sem ég hef átt. Svona var hún
þessi elska að gleðja aðra og
finna út hvernig mætti gera
þeim eitthvað gott.
Dúddý var góð manneskja
sem lét sig varða hvernig fólki
leið. Vegna sjúkdómsins var hún
raun farin frá okkur fyrir
nokkru en samt fannst mér allt-
af þegar ég kom til hennar að
hún vissi hver ég væri. Jochen,
dætrunum, tengdabörnum og
barnabörnunum votta ég mína
dýpstu samúð og missir þeirra
er mikill. Ég sakna þín, elsku
systir mín. Hvíl í friði.
Kveðja,
Guðrún Kristín
(Gunna Stína).
Hún var ljúf, ljós og létt í
spori nýja stelpan sem flutti í
hverfið. Þá vorum við báðar tíu
ára, fljótar að kynnast og horn-
steinn að ævilangri vináttu var
lagður. Við gengum í sama
skóla, vorum í sama bekk,
fermdumst saman, ferðuðumst
saman, störfuðum saman sum-
arlangt og fengum leyfi foreldra
okkar til að leigja saman her-
bergi í miðbænum nálægt vinnu-
stað – vorum ekki alveg tilbúnar
fyrir slíkt sjálfstæði og komumst
fljótt að því að það var miklu
þægilegra að búa í foreldrahús-
um.
Hún staldraði ekki lengi við í
hverfinu okkar og flutti í Laufás
í Kópavogi. Þaðan koma margar
af mínum dýrmætustu æsku-
minningum. Það var ævintýra-
ljómi yfir litla fallega húsinu í
hvamminum, umvöfðu trjá-
gróðri, landið í kring óbyggt
svæði. Það ilmaði í eldhúsinu af
nýbakaðri, heimsins bestu jóla-
köku sem mátti borða á meðan
hún var volg. Í skúrnum var vín-
berjakútur sem var upplagt að
laumast í og í bókaskápnum var
allt fullt af áhugaverðum bókum.
Mér var alltaf tekið eins og ég
væri ein af skemmtilegu og góðu
fjölskyldunni hennar vinkonu
minnar.
Árin liðu eins og gengur, hún
flutti yfir hafið til austurs og ég
til vesturs. Þannig bjuggum við
hvor í sinni álfunni um langt ára-
bil – tölvuöldin ekki gengin í
garð og báðar latar við bréfa-
skriftir. Þráðurinn slitnaði samt
ekki og þegar við hittumst var
eins og tími og fjarlægð skiptu
ekki máli.
Þórdís Helga vinkona mín,
ávallt kölluð Dúddý af fjölskyldu
og vinum, var orðin veik þegar
hún flutti aftur til Íslands. Við
náðum þó samt að eiga góðar
stundir saman áður en óminn-
issjúkdómurinn heltók hana.
Á barnaskólaárunum skrifuð-
um við í dagbók hvor annarrar:
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Ég kveð góða vinkonu með
söknuð í hjarta og þakklæti fyrir
að hafa auðgað líf mitt.
Lilja Þormar (Lóla).
Mín elskulega vinkona, Þór-
dís, lést á umönnunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi, föstudag-
inn 1. nóvember. Hvíld er hinum
ferðlúna ávallt kærkomin, en
Þórdís mín var orðin vegmóð
eftir margra ára baráttu við Alz-
heimer-sjúkdóminn. Alltaf var
hún jákvæð og róleg, eins og
henni einni var lagið. Starfsfólk-
ið í Sunnuhlíð var henni afar
gott. Kærar þakkir til ykkar
allra. Við kynntumst fyrst í
Berlín haustið 1967, þegar við
Jón hófum þar nám í tannlækn-
ingum við Freie Universität.
Þórdís kynntist eftirlifandi
manni sínum Joakim Osterhorn,
hér á Íslandi, en hann vann hér
sem tannlæknir í nokkur ár, eft-
ir útskrift frá Freie Universität
Berlin. Þau fluttu síðan til Berl-
ínar vorið 1967, þar sem þau
bjuggu sér yndislegt heimili. Þar
voru fyrstu jólin haldin, ekki í
foreldrahúsum.Við urðum góðar
vinkonur á þessum tíma og við
leituðum mikið til þeirra í frí-
stundum frá náminu. Svanhildur
fæddist svo í janúar 1968 og
Kristjana 1970. Þær voru gim-
steinarnir hennar mömmu sinn-
ar og hún var alltaf á jáinu við
þær; hjá Þórdísi var það þannig
að nei sagði hún nánast aldrei
við þær, en þegar neiinu var
beitt, þá vissu þær alveg, að ekk-
ert þýddi að rökræða meira.
Þetta hef ég alltaf sjálf haft að
leiðarljósi við uppeldi á börnun-
um mínum þremur. Við vorum
margir stúdentarnir sem voru í
Berlín á þessum yndislega tíma.
Alltaf var blaðakvöld einu sinni í
viku og síðan partí af og til. Þau
voru mjög oft haldin heima hjá
Þórdísi og Jochen og höldum við
því við, heima hjá Jochen hér á
Íslandi. Þórdís og Jochen
byggðu sér seinna glæsivillu á
Mallorca, þar sem þau nutu lífs-
ins þar til Alzheimer-sjúkdóm-
urinn fór að gera vart við sig.
Elsku besta vinkona, takk fyr-
ir allar góðu ráðleggingarnar
þínar í gegnum lífið, allar góðu
samverustundirnar í Berlín, á
Mallorca og hér heima á Íslandi.
Helena, Tómas og Sara, börnin
mín, hugsa líka til þín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þín einlæg,
Gunilla.
Einn af kostunum við að til-
heyra örþjóð út í ballarhafi er
samheldnin og samhjálpin sem
smæðinni fylgir. Það var og
raunin þegar við, þá nýbakaðir
stúdentar, komum til Vestur-
Berlínar haustið 1970. Borgin
var í raun einangruð eyja inni í
miðju Austur- Þýskalandi og það
var ekkert einfalt við Vestur-
Berlín, hvorki að komast þangað
eða búa þar. Þar urðum við fljót-
lega hluti af litlu íslensku ný-
lendunni. Flestir voru náms-
menn og svo voru það Þórdís og
Jochen.
Jochen hafði starfað á Íslandi
sem tannlæknir um tíma þegar
Þórdís einn góðan veðurdag
gekk inn á tannlæknastofuna og
settist í stólinn hjá honum.Við
grínuðumst stundum með það
hvort Jochen hefði nú örugglega
borað í rétta tönn í það skiptið.
En það var ekki að sökum að
spyrja, þegar Jochen fór frá Ís-
landi tók hann brúði sína með
sér.
Mér er minnisstætt þegar ég
hitti Þórdísi í fyrsta sinn á
blaðakvöldi á stammknæpu Ís-
lendinga í V-Berlín. Hún renndi
í hlað á glæsilegum Porsche. En
það var ekki Porschinn sem
vakti athygli mína heldur Þórdís
fallega, glæsilega Þórdís með sín
dökku augu og hlýja viðmót.
Þórdís hafði ekki verið í Berl-
ín nema nokkur ár þegar hér var
komið sögu en hún og Jochen
voru þá þegar orðin fastur
punktur í Íslendinganýlendunni.
Þar mynduðust vinatengsl, sem
haldist hafa æ síðan.
Þórdís og Jochen höfðu
nokkra sérstöðu í hópnum þar
sem allir hinir voru blankir
námsmenn. Sambandið við landa
sína skipti Þórdísi miklu og
reyndar Jochen líka. Hann hafði
tekið ástfóstri við land og þjóð
og sína nýju íslensku tengdafjöl-
skyldu.
Við vissum öll að í þeim áttum
við nokkurs konar bakland.
Heimili þeirra stóð okkur alltaf
opið og margar af bestu minn-
ingunum frá Berlínarárum þessa
hóps eru án efa tengdar sam-
verustundum þar, hvort sem það
voru barnaafmæli eða dúndur-
partí.
Ég velti því stundum fyrir
mér að það hefur ekki verið auð-
velt fyrir Þórdísi að kveðja
heimahagana og fjölskyldu sína
til að setjast að í umhverfi sem
þrátt fyrir góð lífsskilyrði var
henni framandi og að auki takast
á við nýtt tungumál.
Það fór nefnilega ekki fram
hjá neinum að það var stutt í
heimþrána hjá Þórdísi og hversu
hún saknaði fjölskyldu sinnar. Á
vissan hátt urðum við vinirnir og
samlandarnir önnur fjölskylda
fyrir hana eins og hún fyrir okk-
ur. Og það var gott og gefandi
að eiga Þórdísi að. Hún var ekki
bara falleg og höfðingleg, hún
var fyrst og fremst góð og hlý og
vildi öllum vel. Ég held að ég
hafi aldrei heyrt hana segja
hnjóðsyrði um nokkurn mann.
En tengslin við átthagana
rofnuðu aldrei. Fjölskyldan kom
reglulega heim til Íslands. Þau
nutu þess að ferðast um landið,
ekki síst Jochen.
Eftir að Berlínardvölinni lauk
leið oft langt á milli funda en það
skipti ekki máli, þeir voru bara
ánægjulegri.
Svo fór að lokum að þau flutt-
ust búferlum til Íslands og þá
varð styttra á milli funda.
En þá hafði sjúkdómurinn
þegar slegið klónum í Þórdísi og
nú er hún fallin frá.
Ég þakka henni samfylgdina
og góðar minningar. Jochen,
dætrunum Svanhildi og Krist-
jönu og fjölskyldum votta ég
mína dýpstu samúð.
Unnur Úlfarsdóttir.
Þórdís Helga Jóns-
dóttir Osterhorn
Viggó E. Maack
ákvað snemma að gerast skipa-
verkfræðingur. Í viðtali í bókinni
Milli sterkra stafna, sem Jónína
Michaelsdóttir skrifaði, og var
gefin út 1993, sagði Viggó: „Ég
ætlaði mér alltaf að búa til skip.
Fyrst var ég að hugsa um að
verða skipasmiður og ákvað svo
að verða skipaverkfræðingur.
Faðir minn var togaraskipstjóri
og kom aldrei svo í höfn að við
bræðurnir færum ekki um borð
og værum að vasast um í skip-
Viggó Einar
Maack
✝ Viggó EinarMaack skipa-
verkfræðingur
fæddist í Reykjavík
4. apríl 1922. Hann
lést í Reykjavík 20.
október 2013.
Útför Viggós fór
fram frá Dómkirkj-
unni 1. nóvember
2013.
unum. Leikvangur
okkar var höfnin og
heimurinn var
skip.“
Hann hóf fyrri-
hlutanám í verk-
fræði 1942, lauk því
1944 og hélt til
náms í MIT, einum
þekktasta tæknihá-
skóla Bandaríkj-
anna. Hann lauk
mastersnámi í
skipaverkfræði, kom heim síð-
sumars og var ráðinn skipaverk-
fræðingur hjá Eimskip í ágúst
1947. Það var í fyrsta skipti, sem
ráðið var í slíka stöðu hjá fyr-
irtækinu.
Unnið hafði verið að því að
endurnýja og auka skipaflotann
að lokinni heimsstyrjöld og við
þyt lýðveldis. Gerður hafði verið
samningur um smíði fjögurra
skipa í Danmörku, og verkefnið
komið í gang. Um var að ræða
svonefnda þríbura, Goðafoss,
Dettifoss og Lagarfoss og far-
þegaskipið Gullfoss, sem kom
1950. Ungi skipaverkfræðingur-
inn hafði því nóg verkefni á
höndum sér, sem úr leystist.
Verkefni Viggó Maack hjá
Eimskip var að sjá um nýsmíði,
viðhald og viðgerðir og að mætt
væri reglum flokkunarfélaga.
Hann fylgdist með nýjungum
alls konar, þar með talin flutn-
ingatækni. Ekki fór þó á milli
mála, að hugstæðustu verkefnin,
sem hann fékkst við, var hönnun
nýrra skipa og að sjá þau verða
til. Um það segir fyrrnefnd heim-
ild. „Mér finnst ekkert eins stór-
kostlegt og að taka þátt í að
skapa eitthvað. Byggja upp. Ég
teiknaði og fylgdist með smíði
skipa Eimskipafélagsins um ára-
bil og það var dýrlegur tími. Þeg-
ar maður var búinn að sitja við
skólaborðið og teikna skrokka á
skipum og sér svo þessa skrokka
verða til og renna í sjóinn, það er
engu líkt.“ Eimskip lét smíða 9
skip eftir teikningum Viggós á
árunum 1953 til 1971. Hann
sinnti einnig öðrum verkum, þar
sem verkfræðiþekking hans og
reynsla kom að góðum notum.
Þannig hafði hann forystu um
byggingu nýrra vörugeymslu-
húsa í Gömlu höfninni í Reykja-
vík, og síðar vöruhús í Sunda-
höfn, þegar hún kom til
sögunnar.
Starf skipaverkfræðings Eim-
skips varð ævistarf hans. Lætur
nærri, að hann hafi haft afskipti
af eða umsjón með rúmlega átta-
tíu skipum á ferli sínum.
Hann var vinsæll af sam-
starfsmönnum sínum, hrókur
alls fagnaðar í gleðskap, og gerði
mönnum gjarnan greiða, ef hann
átti kost á því.
Hann var þekktur borgari í
Reykjavík og tók þátt í margs-
konar félagsstörfum. Ég hitti
hann fyrst, þegar ég var kynntur
fyrir honum, og hvar annars
staðar en í anddyri Atlantic Hot-
el í Hamborg, líklega 1976. Við
vorum samstarfsmenn í Eimskip
frá 1979. Það samstarf gekk vel.
Að leiðarlokum leyfi ég mér að
þakka fyrir samstarfið og störf
hans hjá félaginu. Ég sendi eig-
inkonu hans, Ástu Þorsteinsdótt-
ur Maack, og fjölskyldunni allri
einlægar samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning hans.
Hörður Sigurgestsson.