Morgunblaðið - 11.11.2013, Síða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013
Vörubílar eru ær og kýr Kristins Helga Gunnarssonar, sem er 65
ára í dag. Hann er bifvélavirki og hefur starfað sem slíkur í áratugi.
Nam hjá Olíufélaginu og starfaði seinna á bílaverkstæði Véladeildar
Sambandsins. „Ég var snemma settur í viðgerðir á stóru bílnum sem
SÍS flutti inn, til dæmis Bedford og GMC. Það markaði brautina. Ár-
ið 1984 hóf ég eigin rekstur og hef í tímans rás helst sinnt vörubíl-
unum. Búvélarnar hafa svo verið aukageta,“ segir afmælisbarnið
sem rekur KHG-þjónustuna við Eirhöfða í Reykjavík.
Í tilefni dagsins hefur Kristinn Helgi með fjölskyldu sinni boðið
sjö systkinum sínum í kvöldheimsókn og mun hópurinn telja alls um
30 manns. „Dagurinn byrjar þó, eins og aðrir, að á verkstæðið til
mín mæta nokkrir karlar í kaffi og tölum um fótbolta, pólitík og allt
þar á milli. Nokkrir okkar eru harðir stuðningmenn Manchester
United og við stefnum á að fara til Englands eftir áramótin og sjá
góðan leik. Almennt eru ferðalög eitt helsta áhugamál okkar
hjónanna og við höfum farið í margar skemmtilegar ferðir á síðustu
árum, meðal annars til Rússlands, Víetnams, Kambódíu og erum ný-
komin úr mjög áhugaverðri ferð til Suður-Afríku,“ segir Kristinn
Helgi sem er kvæntur Sigrúnu Guðrúnu Ragnarsdóttir. Þau eiga
samtals fimm börn. Þar er talinn með með sonurinn Ragnar, sem
vinnur á verkstæðinu með karli föður sínum. sbs@mbl.is
Kristinn Helgi Gunnarsson er 65 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðalangar Kristinn Helgi Gunnarsson og Sigrún Guðlaug Ragn-
arsdóttir með melónudrykk í siglingu á Mekong-fljóti í Víetnam.
Hálfsjötugur í
Sambandsbílunum
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Finnur Atli fæddist 22.
febrúar kl. 11.15. Hann vó 3.838 g og
var 51 cm langur. Foreldrar hans eru
Ágústa Dóra Þórðardóttir og Helgi
Hákonarson.
Nýir borgarar
Kópavogur Bjarki Rúnar fæddist 19.
febrúar kl. 0.45. Hann vó 3.928 g og
var 55 cm langur. Foreldrar hans eru
Magðalena Ósk Guðmundsdóttir og
Guðmundur Bjarki Ingvarsson.
K
atrín Gísladóttir fædd-
ist í Grundarfirði 11.
nóvember 1963 og ólst
þar upp. Hún gekk í
Grunnskóla Grund-
arfjarðar og síðar í Reykholt í einn
vetur. Katrín hefur lokið ýmsum
námskeiðum, þar á meðal Máttur
kvenna á Bifröst.
„Fyrstu störf mín voru við fisk-
vinnslu í Hraðfrystihúsi Grundar-
fjarðar og síðan í mötuneyti Hrað-
frystihússins og lærði ég þar að
skræla kartöflur og fleira. Ég fór
svo yfir í Sæfang og sá um mötu-
neytið þar, 17 ára gömul.“
Katrín starfaði sem flugvalla-
vörður á Rifi í 15 ár, frá 1989 til
2004, og var þá einnig slökkviliðs-
kona hjá Slökkviliði Hellissands.
Katrín starfaði einnig sem gjaldkeri
í Landsbanka Íslands á Hellissandi í
nokkur ár.
Katrín Gísladóttir, hannyrðakona og búðareigandi – 50 ára
Reykjavíkurmaraþonið 2012 Katrín, Lilja Hrund, Jóhann og Friðþjófur eftir 10 km hlaup.
Saumar og stundar
hjólreiðar af kappi
Brellurnar Snæfellshringurinn tekinn, Brellurnar að leggja upp frá Rifi.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
18
16
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
LÁTTU FAGMENN
META GULLIÐ
Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt
gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku
á þessu sviði.
Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla
og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri
skartgripagæðum.
Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og fram-
leiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri.
Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega
ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum.
Það skiptir mestu máli.
Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki.
Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18.
Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði.