Morgunblaðið - 11.11.2013, Page 31

Morgunblaðið - 11.11.2013, Page 31
Er í eigin rekstri „Ég stofnaði með eiginmanni mínu útgerðarfyrirtæki árið 1993. Við gerum út einn bát í dag og ég hef séð um öll laun og bókhaldsvinnu frá upphafi. Ég rek litla búð í dag í Rifi, Rifssaum, sem selur garn og fylgi- hluti og ég býð upp á ísaumsmerk- ingar í t.d. handklæði, rúmföt og fatnað. Af félagsstörfum má nefna að ég var í Lionsklúbbnum Þernunni en hætti þar fyrir nokkrum árum og svo er ég slysavarnakona.“ Er með heklæði „Ég var á kafi í bútasaumi í nokk- ur ár og fór á mörg námskeið hjá Virku, Bót og Quilt-búðinni. Ég hef prjónað mikið, alveg frá því að ég var 12 ára og í dag er ég með hekl- æði. Ég fór árið 2008 til Danmerkur í Skals – højskolen for design og håndarbejde á útsaumsnámskeið. Ég hef æft og keppt í blaki í 18 ár eða síðan 1995 og farið nánast á hverju ári á Íslandsmót öldunga í blaki. Ég hef mjög gaman af því að ferðast um landið okkar og ganga á fjöll og fyrir um þremur árum fór ég að hlaupa á sumrin og hef hlaupið víða um Ísland og erlendis líka. Nýjasta æðið hjá mér er hjólreið- ar. Ég kynntist Brellunum í fyrra þegar ég hjólaði með þeim Snæfells- neshringinn – Stykkis- hólmur-Rif-Garðar-Stykkishólmur. Brellurnar eru hópur hjólakvenna sem flestar koma frá Patreksfirði. Í október fórum við sjö Brellur í 12 daga hjólaferð um norðurhluta eyj- arinnar Sardiníu. Það var frábær ferð þótt það hefði sprungið ellefu eða tólf sinnum hjá okkur á tveim dögum. Hægt er að lesa ferðasöguna inni á Facebook – Brellurnar.“ Fjölskylda Eiginmaður Katrínar er Jóhann Rúnar Kristinsson, f. 11.10. 1957, skipstjóri og útgerðarmaður. For- eldrar hans eru Kristinn Haralds- son, f. 15.03. 1925, d. 15.01. 1987, vörubílstjóri í Rifi, og Ester Úranía Friðþjófsdóttir, f. 11.10. 1933, hús- freyja og póstberi í Rifi. Búsett í Reykjavík. Börn: 1) Arnar Laxdal, f. 10.5. 1981, skipstjóri í Ólafsvík. Maki: Bryndís Ásta Ágústdóttir, skrif- stofumaður og nemi. Börn þeirra eru Jóhann Ágúst, f. 2.12. 2005, og Evíta Eik, f. 8.6.2010. 2) Ester Soffía, f. 29.7. 1982, matráður í Reykjavík. Synir hennar eru Dagur Máni, f. 16.2. 2003, og Rúnar Ernir, f. 22.1. 2005. 3) Friðþjófur Orri, f. 20.6. 1987, skipstjóri í Rifi. Maki: Rakel Magnúsdóttir, leikskólaleið- beinandi og hársnyrtir. Dóttir þeirra er Inga Dís, f. 7.8. 2011. 4) Lilja Hrund, f. 1.10. 1994, aðstoðarkokkur og nemi í Rifi. Systkini Katrínar eru Agnes Ein- arsdóttir, f. 3.3. 1950, bús. í Dan- mörk; Kristín Gísladóttir, f. 25.09. 1952, bankastarfsmaður á Höfn í Hornafirði; Sturlaugur Laxdal, f. 25.6. 1954, skipstjóri á Akranesi; Guðrún Gísladóttir, f. 10.11. 1957, sjávarafurðaframleiðandi í Rifi; Haf- dís Gísladóttir, f. 29.1. 1959, vinnur við umönnun í Reykhólahreppi. Foreldrar Katrínar eru Gísli Kristjánsson, f. 21.1. 1928, fyrrver- andi skipstjóri, og Lilja Finnboga- dóttir, f. 5.5. 1930, fyrrverandi mat- ráður. Þau eru búsett í Grundarfirði. Úr frændgarði Katrínar Gísladóttur Katrín Gísladóttir Helga Jóhanna Jóhannesdóttir húsfr. á Borgarfirði eystra Sveinn „skotta“ Gunnarsson póstur á Borgarfirði eystra Kapitóla Sveinsdóttir húsfr. og verkakona á Seyðisfirði Finnbogi Dalmann Laxdal Sigurðsson skipstjóri á Seyðisfirði Lilja Finnbogadóttir matráður í Grundarfirði Guðrún Lilja Finnbogadóttir húsfr. og hannyrðakona í Berlín á Seyðisfirði Sigurður Eiríksson útgerðarmaður í Berlín á Seyðisfirði Jósefína Jósefsdóttir húsfreyja í Innri-Tröð Gísli í Tröð Jónsson útvegsbóndi í Innri-Tröð í Eyrarsveit Kristín Gísladóttir húsfr. í Móabúð í Eyrarsveit Kristján Jónsson útvegsbóndi í Móabúð í Eyrarsveit Gísli Kristjánsson skipstjóri í Grundarfirði Guðrún Líndal Hallgrímsdóttir húsfreyja í Móabúð Jón Jónson útvegsbóndi í Móabúð í Eyrarsveit Katrín Afmælisbarnið og Gói. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013 Matthías Jochumsson, prestur og skáld, fæddist á Skógum í Þorska- firði, A-Barð. Foreldrar hans voru Jochum Magnússon, bóndi á Skóg- um, og k.h. Þóra Einarsdóttir í Skál- eyjum Ólafssonar. Matthías fór út í Flatey sextán ára gamall þar sem hann var við versl- unarstörf og fór til Kaupmannahafn- ar veturinn 1856-57 í verslunarnám. Hann gekk síðan í Latínuskólann 1859, varð stúdent 1863 og lauk prestsnámi 1865. Matthías fékk Kjalarnesþing, 1866, síðan Hjaltabakka 1870 og var prestur þar til 1873 þegar hann fékk lausn frá prestskap. Hann hafði orð- ið fyrir miklum áföllum í einkalífi sínu. Hann hafði kvænst tvisvar en fyrri kona hans lést eftir tvö ár í bú- skap en sú seinni lést eftir tæpt eitt ár í hjónabandi. Matthías ferðaðist til Evrópu, m.a. til Bretlands þar sem hann samdi Lofsöng, sem varð síðan þjóð- söngur Íslendinga, veturinn 1873-74. Hann varð ritstjóri Þjóðólfs 1874- 1880. Matthías varð síðan prestur í Odda í sex ár, sótti þá um Akureyr- arbrauð og var prestur á Akureyri þar til undir aldamótin þegar hann fékk skáldalaun frá Alþingi. Matt- hías varð heiðursdoktor í guðfræði í Háskóla Íslands 1920 og heiðurs- borgari Akureyrarbæjar sama ár. Ljóðmæli Matthíasar voru fyrst gefin út 1884, og eftir hann liggja mörg ritverk og kvæði. Hann fékkst við leikritun og naut skólaverk hans um Skugga-Svein mikilla vinsælda en það kom út 1864. Af öðrum leik- ritum má nefna Helga magra og Jón Arason. Hann gaf út ferðabækur, m.a. Chicagóför mín, Frá Danmörku og Ferð um fornar slóðir. Matthías var einnig mikilvirkur þýðandi; hann þýddi nokkur leikverka Williams Shakespeares, og verk eftir Byron lávarð og Henrik Ibsen. Hann gaf út endurminningar sínar, Sögukaflar af sjálfum mér. Þriðja kona Matthíasar var Guðrún Runólfsdóttir, en hún lifði Matthías, f. 7.6. 1851, d. 6.11. 1923. Þau áttu ellefu börn. Matthías lést 18.11. 1920. Merkir Íslendingar Matthías Jochumsson 85 ára Anna Lísa E. Sandholt Elí Auðunsson Halla Bergþórsdóttir Hjörtur Ármann Eiríksson Ólafur Ólafsson Þorkell Gunnarsson 80 ára Ásgeir Sigurðsson Emilía Sigurbjörg Emils- dóttir Hanna Ingvarsdóttir Jóhanna Þorkelsdóttir Margrét J. Þorsteinsdóttir Sveinn Sigmarsson Þorkell Elías Kristinsson Þórarinn Ingimundarson 75 ára Ásta Kristín Sigurbjörns- dóttir Fríða Sigurveig Trausta- dóttir Guðni Runólfsson 70 ára Þórarinn Sveinsson Þrúður S. Ingvarsdóttir 60 ára Aðalgeir M. Jónasson Bjarni Ómar Guðmundsson Kristinn G. Guðmundsson Lúðvík Júlíus Jónsson Ragnheiður K. Sigurð- ardóttir Þorbjörn Stefánsson Þorsteinn Barðason 50 ára Elín Björk Einarsdóttir Garðar Hallur Sigurðsson Helga Daníelsdóttir Helga Steinarsdóttir Helgi Guðmundsson Hermann Hinriksson Jóhannes Hauksson Katrín Gísladóttir Pétur Björnsson Sigríður Helga Sveinsdóttir Sigurlaug Kristín Sævars- dóttir Sigurlaug Ólafsdóttir Sýta Rúna Haraldsdóttir Vagn Jóhannes Jónsson Þóra Ingimarsdóttir Þórhallur Gunnarsson 40 ára Fjóla Ragnarsdóttir Guðrún Ingibjörg Karls- dóttir Halldór Antonsson Ketill Már Júlíusson Kristín Margrét Ingólfs- dóttir Magnús Fjeldsted Oddný Marie Guðmunds- dóttir Ólöf Engilbertsdóttir 30 ára Davíð Eldur Baldursson Guðrún Helga Guðmunds- dóttir Hlynur Arnarson Hulda Margrét Óladóttir Jóhanna Lilja Ólafsdóttir Jóhannes Gunnar Guð- mundsson Jóna Björg Árnadóttir Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir Kristófer Karlsson Lóa Sigríður Ólafsdóttir Lórý Benjamínsdóttir Matthildur Sveinsdóttir Milica Milovanovic Róbert Þór Guðmundsson Úlfur Sveinbjarnarson Þórey Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Ketill er frá Bol- ungarvík en býr í Reykja- vík og er tæknimaður hjá Nýherja. Maki: Elín Birgitta Birg- isdóttir, f. 1976, hjúkr- unarfræðingur. Börn: Róbert Örn, f. 2001, Karen Erla, f. 2005, og Katrín Sara, f. 2012. Foreldrar: Júlíus H. Krist- jánsson, f. 1954, kjötiðn- aðarmaður, og Anna Torfadóttir, f. 1953, heimavinnandi. Ketill Már Júlíusson 40 ára Magnús er frá Ferjukoti í Borgarfirði en býr í Borgarnesi og er fjármálaráðgjafi fyrir- tækja hjá Arion banka. Maki: Margrét Ástrós Helgadóttir, f. 1973, heilsunuddari. Börn: Heba Rós, f. 2000, Óliver Kristján, f. 2001, og María Sól. f. 2009. Foreldrar: Þorkell Fjeld- sted, f. 1947, og Heba Magnúsdóttir, f. 1951, bændur í Ferjukoti. Magnús Fjeldsted 30 ára Kolbrún Ýr er frá Akranesi en býr í Reykja- vík og er þjónustufulltrúi hjá Landsbankanum. Maki: Garðar Sigfússon, f. 1982, bílasali hjá Net- bílum. Synir: Kristján Helgi, f. 2009, og Sigfús, f. 2013. Foreldrar: Kristján Hannibalsson, f. 1955, múrarameistari, og Ing- unn Ríkharðsdóttir, f. 1955, leikskólastjóri á Garðaseli á Akranesi. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.