Morgunblaðið - 11.11.2013, Page 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að treysta á hugboð þitt
þegar þú stendur frammi fyrir viðkvæmu og
vandasömu máli. Hik við að skuldbinda sig í
tilteknum aðstæðum er ákveðin vísbending.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú munt njóta þess að fara í stutta ferð
í dag. Sýndu sjálfstæði, styrk og þolinmæði.
Njóttu þess sem lífið hefur upp á að bjóða og
einhvers sem gefur sanna lífsfyllingu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það má alveg gleðja sjálfan sig með
óvæntum uppátækjum við og við. Gefðu þér
tíma til að sinna sjálfum þér. Njóttu árangurs-
ins en mundu að ný verkefni bíða.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Mjög heppilegur dagur til að eiga við
yfirvald og yfirboðara því þeir eru opnir fyrir
hugmyndum þínum og tillögum í dag. Athug-
aðu að hlutirnir virðast flóknir fyrir alla aðila.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft ekki að gera ráð fyrir öllum í
áætlunum þínum. Einvera getur vissulega
verið gefandi, en ef einhver fjölskyldu-
meðlimur gerist boðflenna í einsmanns boð-
inu þínu, fyrirgefðu honum þá.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hlutirnir ganga oft betur og hraðar
fyrir sig ef þú reynir að verja þig fyrir um-
hverfinu. Hver sem er getur sameinað fólk ef
tilgangurinn er mikilvægur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér bjóðast nýjar og spennandi leiðir til
frama og fjáröflunar. Vertu óhræddur og
hrintu lausninni bara í framkvæmd sem fyrst.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Farðu varlega þegar þú átt í
höggi við mann sem veit meira en þú um til-
tekið efni. Leitaðu leiða til að auka þroska
þinn og víðsýni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Temdu þér yfirvegaða framkomu
og umfram allt láttu ekki aðra segja þér hvað
þú átt að hugsa. Láttu ekki draga þig út í eitt-
hvað sem þú kærir þig ekkert um.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Búðu þig undir að hitta nýtt og
óvenjulegt fólk í dag. Með því að sjá það góða
í öðrum, nærðu því besta út úr þeim. Þú
munt eiga áhugaverðar samræður í dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þig langar að deila hugmyndum
þínum með einhverjum. Að verða reiður eða
gramur er ekki endilega neikvætt, svo lengi
sem tilfinningunum er beint í rétta átt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Fjölskylduframtak færir heppni, ef þú
heldur þínu striki. Til er fólk sem alltaf hefur
skoðanir sem sjaldnast koma þér að gagni á
þinni vegferð.
Lausavísan grípur á þeim málum,
sem efst eru á baugi hverju sinni.
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir:
Saklausari en sólgul blóm
er sumarlangt þér veita yndi,
hópast nú í héraðsdóm
hákarlar með silkibindi.
Jólavertíðin er að hefjast. Erling-
ur Sigtryggsson yrkir:
Mörg kemur bókin út í ár,
um það rituð að vonum
hve Ólafur Grímsson er góður og klár
og gaman að vinna með honum.
Ólafur Ragnar var vinsælt yrk-
isefni, meðan hann naut sín á Al-
þingi. Í „Þá hló þingheimur“ skrif-
ar Árni Johnsen þessa örsögu:
„Einhverju sinni var það að Ólafur
Ragnar Grímsson sté í ræðustól á
Alþingi og um leið hófst háreysti og
lófaklapp í salnum. Ólafur stóð
stutt við í pontu, en það sem hann
sagði varð til þess að magna enn
hávaðann og lófatakið. Hermann
Jóhannesson orti:
Inn gengur Ólafur Ragnar.
Það er undur, hvað þingheimur fagnar
með lófataksdunum
og dæsum og stunum,
þegar hann kveður og þagnar.“
Nafnið „Ólafur Ragnar“ fellur
sérstaklega vel að bragarhættinum
stuðlafalli, sbr. „Ólafur Ragnar
ekki þagnað getur“ eða „Ólafur
Ragnar ekki gagnast lengur“ og er
nær allt af þvílíkum skáldskap mér
gleymt og gjörir ekki til eins og
þessi vísa ber með sér:
Ólafur Ragnar ekki sagna bestur
pírir hann augum á mig þá
eins og draugur til að sjá.
Stúlkan Anna hefur orðið mörg-
um yrkisefni. Hallmundur Krist-
insson yrkir á Leirnum:
Aumingja, veslings Anna
ekki fékk leik með Danna.
Nálæg var neyð.
Nóttin svo leið
með gráti og gnístran tanna.
Um kvöldið kom í ljós, að Fía
kannaðist við stúlkuna líka:
Full af söknuði sárum
sat hún í flóandi tárum
og hugsaði um þá
sem hún hefði átt að ná
fyrir tæplega 20 árum.
Í gömlum húsgangi segir:
Það er vandi að velja mann
vænni handa tróðu.
Óláns fjandi ef ekki hann
er í standi góðu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahornið
Hákarlar, pólitíkusar og
bækur
Í klípu
„JÁ, VIÐ ERUM GRÆNT
FYRIRTÆKI - RÁÐUM BARA FÓLK SEM
GENGUR FYRIR ENDURNÝJANLEGRI
ORKU Á SJÁLFBÆRAN HÁTT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„VILTU VERA SVO VÆN AÐ
TYGGJA MEÐ LOKAÐAN MUNNINN?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að reynast það erfitt
að sleppa takinu.
KRAKKI SPURÐI
MIG AÐ ÞVÍ Í DAG ...
... HVORT ÉG
VÆRI GAMALL!
ÉG BATT SKÓREIMARNAR
HANS SAMAN.
ÞÚ ÁTT ENN
EFTIR NOKKUR
GÓÐ ÁR.
ÞETTA ER
FYRSTA HEIM-
SÓKN MÍN TIL
FRAKKLANDS.
HVERNIG
ER FÓLKIÐ
HÉR?
FRAKKAR
ERU VINA-
LEG OG
ELSKULEG
ÞJÓÐ ...
... EN ÞEIR ERU EKKERT
YFIR SIG HRIFNIR AF
ÓKUNNUGUM.
Víkverji er einn hinna fjölmörguÍslendinga sem haldnir eru lita-
fælni, en það er sá krankleiki, eða
meinloka, sem verður til þess að fata-
skápar fyllast nær eingöngu af svört-
um eða dökkum fatnaði.
Víkverji hefur reyndar tekið sér
meðvitað tak undanfarin misseri, og
þá sjaldan að keyptar eru skrokk-
tuskur er allra leiða leitað til að
fjölga björtum og skemmtilegum lit-
um í fataskápnum.
Þetta kann að virðast hégómleg og
kjánaleg barátta, en þrátt fyrir að
Víkverji muni aldrei teljast meðvit-
aður um tískustrauma telur hann í
það minnsta þrjár góðar ástæður fyr-
ir því að Íslendingar eigi að hætta að
kaupa svört föt, eða í það minnsta að
minnka hlutfall þeirra.
x x x
Ástæða 1: Það er staðreynd aðbjartir litir hafa góð áhrif á sál-
ina. Ef hún á ekki að renna saman við
skammdegið er því skynsamlegt að
lífga aðeins upp á umhverfið, og sjálf-
an sig, með litum sem gleðja augað.
x x x
Ástæða 2: Þar sem Íslendingarvirðast engan veginn átta sig á
hvernig endurskinsmerki virka, eða
hversu mikilvæg þau eru, er oft erfitt
að sjá gangandi vegfarendur á leið til
vinnu eða skóla.
Þegar Víkverji ekur til vinnu fer
hann framhjá tveimur skólum. Í
haust hefur hann nokkrum sinnum
snarhemlað þegar svartklæddar ver-
ur stíga allt í einu út úr myrkrinu og
á gangbraut.
Sérstaklega finnst Víkverja sorg-
legt að sjá börn á grunnskólaaldri
ferðast svartklædd, frá toppi til táar,
án þess að neins staðar glitri á end-
urskin. Rétt er að benda foreldrum á
þessa heiðarlegu yfirsjón.
x x x
Ástæða 3: Íslendingar sækja í sí-auknum mæli til fjalla, sér til
gamans og heilsubótar, en svörtum
útivistarfötum virðist gert hærra
undir höfði í verslunum en öðrum
þrátt fyrir augljóst öryggisgildi þess
að klæðast fatnaði í björtum litum.
Það á reyndar bæði við á fjöllum
og á Laugaveginum á Þorláksmessu.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Ef einhver er í Kristi er hann orðinn
nýr maður, hið liðna varð að engu,
nýtt er orðið til. (Síðara Korintubréf 5:17)
Einrúm
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Sófi úr hljóðísogsefni sem býr
til hljóðskjól í miðjum skarkala
opinna skrifstofurýma, auk
þess að bæta hljóðvist rýmisins
Sturla Már Jónsson
Húsgagna- og
innanhússarkitekt
hannaði Einrúm