Morgunblaðið - 11.11.2013, Qupperneq 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráð-
herra og formaður Framsóknar-
flokksins, hefur sent frá sér bókina
Guðni - Léttur í lund, og fagnar út-
komu hennar á morgun, þriðjudag-
inn 12. nóvember, með útgáfuteiti í
Hannesarholti í Reykjavík sem
hefst klukkan 17. Í þessari nýju bók
segir Guðni sögur af fólki sem hann
hefur mætt á lífsleiðinni.
„Þetta eru sígildar sögur, bæði
nýjar og gamlar, sumar hef ég flutt
á ýmsum samkomum og þær hafa
alltaf fallið í jafn góðan farveg,“ seg-
ir Guðni. „Ég er að halda utan um
minningar um skemmtilega sam-
ferðamenn sem mér þykir vænt um
og ég vona að enginn reiðist eða
móðgist. Þarna eru sögur og
skemmtilegar vísur, ekki síst eftir
samferðamenn mína á þingi sem
settu svip á Alþingi. Svo eru líka í
bókinni sögur sem ýmsir vinir segja
af samskiptum við mig. Ég skrifaði
þessa bók á rigningasumri og þá var
auðvelt að sitja inni og skrifa.
Bókin á erindi við bæði unga og
aldna og ég hlakka til að ferðast um
og lesa upp úr henni. Þegar við Sig-
mundur Ernir gáfum út ævisögu
mína ferðuðumst við um landið og
ég las upp úr henni og áritaði. Það
var ákaflega skemmtilegt. Nú þegar
hef ég fengið góð viðbrögð við þess-
ari nýju bók. Ég er að lesa bókina
inn á hljóðbók með minni sérstæðu
rödd. Svonefndar Guðnasögur, inn-
sendar sögur sem fjalla um mig og
samskipti annarra við mig, les ég
hins vegar ekki sjálfur því mér
fannst það ekki passa. Þannig að ég
fékk vin minn, Pál Magnússon út-
varpsstjóra, til að lesa þær. Það er
gott að fá þá fallegu rödd inn á
hljóðbókina.“
Heldurðu að þú eigir eftir að
skrifa fleiri bækur?
„Það vona ég. Ég er með nóg af
hugmyndum og það væri gaman að
skrifa skáldsögu. Við sjáum bara til.
Ég les mikið af skáldsögum og það
væri gaman að spreyta sig á því að
skrifa eins og eina.“
Held að ég hafi bjargað flokkn-
um
Saknarðu þess stundum að vera
ekki lengur í pólitík?
„Ég held að það sé vakað yfir
mér. Á örlagastundu hætti ég, ekki
bara sem formaður Framsókn-
arflokksins heldur lét einnig af
þingmennskunni og krafði gras-
rótina um að velja sér nýjan for-
ystumann. Sigurmundur Davíð
Gunnlaugsson var valinn, kom nán-
ast óþekktur maður inn í pólitík, og
er nú forsætisráðherra og á alla
möguleika, ef hann vill, að beita
oddinum fast og bjarga landinu og
þessari þjóð.
Ég get sagt þér alveg eins og er
að ég hef ekki eitt einasta augnablik
séð eftir þeirri ákvörðun minni að
hætta í pólitík. Hún kom eins og
elding ofan í hausinn á mér eftir
átakafund. Ég var umdeildur stjórn-
málamaður, ekki síst í mínum flokki
og þar voru viðvarandi átök ríkjandi
um stefnu og Evrópumálin. Fram-
sóknarflokkurinn hafði þróast þann-
ig þá að hann hafði fjarlægst sína
grundvallarstefnu og var töluvert
umbreyttur flokkur, en hefur nú
rétt kúrsinn af á ný.
Ég held að ég hafi bjargað
flokknum og kallað fram nýja for-
ystu sem var mikilvægt eftir hrunið.
Ég var á móti því að við gengjum í
Evrópusambandið og hef haldið vel
utan um allt það sem íslenskt er. Ég
ann þessu landi og þessari þjóð.
Ég held að ég hefði orðið vitlaus
ef ég hefði verið áfram í þinginu,
minn tími var kominn að hætta. Líf-
ið hefur eins og alltaf leikið við mig
eftir að ég hætti í pólitík. Ég á góð-
ar minningar og hef bara kynnst
góðu fólki. Mér líður vel innan um
fólk og er alls staðar vel tekið. Ég er
alsæll.“
Verðum að nenna að vinna
Jón Gnarr vill ekki lengur vera
borgarstjóri, hvað finnst þér um
það?
„Jón Gnarr kom utan úr geimn-
um, eins og furðuvera, og hefur
sjálfsagt staðið sig vel á margan
hátt. En þeir geta ekki vikið sér
undan því, hann og Dagur B. Egg-
ertsson, að fjárhagslega hefur borg-
in farið illa á kjörtímabilinu.
Jón Gnarr ruglaði spilin í pólitík-
inni og hefur verið einvaldur þetta
kjörtímabil og engin stjórnarand-
staða í Reykjavík hefur verið til.
Það eru miklir möguleikar eftir að
svæði Jóns Gnarr stendur autt – en
ekki fyrir sams konar mann og hann
því þannig maður finnst aldrei –
heldur fyrir alvörufólk sem vinnur
ötullega að málefnum Reykjavíkur.
Borgin hefur verið á röngu róli und-
ir stjórn Jóns Gnarr, eins og í flug-
vallarmálinu því flugvöllurinn á að
vera í Vatnsmýrinni.“
Nú hrynur fylgið af þínum flokki,
Framsóknarflokknum. Hvað seg-
irðu um það?
„Þetta gerist þegar menn hafa
stuttan tíma til að vinna sín krafta-
verk. Stóra réttlætismálið er að fella
að hluta til niður skuldir heimilanna,
eins og Sigmundur og Framsóknar-
flokkurinn lofuðu. Það þýðir ekkert
hjá íhaldinu að berjast gegn því.
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti í
stjórnarsáttmála að þetta væri leið
sem ríkisstjórnin myndi fara og ber
orðið jafn mikla ábyrgð á því fyrir-
heiti og Framsóknarflokkurinn.
Lausn á þessum málum þarf að
liggja fyrir núna um jólin. Þá hættir
Framsóknarflokkurinn að minnka
og ætti frekar að stækka.
Það er áróður í gangi þar sem
fullyrt er að Framsóknarflokkurinn
ætli að svíkja þetta kosningaloforð
sitt. Ég trúi því ekki. Verði þetta
mikilvæga mál að veruleika munum
við sjá breytingar varðandi lífsgleði
í landinu og um leið bjargast ríkis-
stjórnin. Ef þetta klúðrast og verð-
ur svikið, sem ég trúi ekki, er ríkis-
stjórnin dauð. Þá bjargast hún ekki.
Þegar landið fer svo að rísa undir
forsæti Sigmundar Davíðs og
Bjarna Benediktssonar þá breytist
pólitíkin og Alþingi mun vaxa að
virðingu og vinsældum. Svo verðum
við Íslendingar líka að vekja upp allt
það besta sem í okkur býr og nenna
Sígildar
sögur
Guðna
Guðni Ágústsson sendir frá sér nýja
bók Hann útilokar ekki að hann eigi
eftir að skrifa skáldsögu
» Sjálfur var ég svoheppinn að mennirnir
sem settu Ísland á hliðina
fundu alltaf fjósalyktina af
mér. Þeir vissu að ég væri
sveitamaður en það jafn-
gildir líka heiðarleika.
Þeir kalla það að vera
gamaldags.
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver
Komdu inn í hlýjuna
í súpu dagsins
Mundu eftir súpukortinu
FR
Í
súp
a d
ag
sin
s
Súpukort
hægt að fá súpu
í brauðkollu
eða í skál.
Verð kr. 835
Súpu dagsins
sérðu á Facebook
síðunni okkar